Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Utanþingsstjórn strax!

Ég efast ekki um að forsætisráðherra hafi verið um og ó eftir atganginn við stjórnarráðið í dag og að hann hafi talið sér vera ógnað, þegar talsverður mannfjöldi veittist að bíl hans aftan við Stjórnarráðið í dag.

Svona er Ísland í dag.  Íslenskum fjölskyldum er ógnað.  Lífsviðurværið hefur verið tekið af þúsundum manna vegna þess ástands sem skapast hefur í þjóðfélaginu. Bílar þessa fólks hafa ekki verið grýttir með eggjum og tómatsósu, þeir eru einfaldlega teknir af þeim vegna vanskila.  Íbúðir þessa fólks hafa ekki verið grýttar með eggjum og tómatsósu.  Ó nei.  Eignarhaldið er einfaldlega tekið af þeim .....en áfram skulu þeir samt borga.

Atvinnulausir Íslendingar eru ekki matvinnungar, hvað þá meira.  Ógnin, sem hangið hefur yfir þjóðinni undanfarna máuði er orðin að veruleika....er ekki lengur ógn, heldur staðreynd.

97% mótmælenda hefur undanfarna mánuði mótmælt með friðsamlegum hætti.  Mesta athygli hefur þó vakið þegar 1 - 3% hafa nýtt sér ástandið og skemmt dauða hluti.  Ég mæli ekki með skemmdarverkum, en hvað eru þessi skemmdarverk í samanburði við þau hryðjuverk, sem framin hafa verið á þjóðinni?

Stjórnmálamenn hafa misst tökin á ástandinu, ég vil gefa þeim öllum langt frí.  

Utanþingsstjórn strax!


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi skríll???

Það virðist líka allt hafa verið á suðupunkti innan hússins, sem mótmælt er við í dag.

"Hann stendur hér og gargar, eins og hann sé að tala á útifundi", sagði Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra um Ögmund Jónasson, alþingismann úr ræðupúlti alþingis í dag.  Þetta er semsagt álit forsætisráðherra á útifundar mótmælendum.  "Gargandi skríll"!

Ég er stolt af þjóðinni minni sem mótmælir á og við Austurvöll í dag.  Ég er ekki jafn stolt af þingmönnum, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem halda áfram að viðhalda ríkjandi ástandi með því að sitja "umboðslausir".

Þingmenn eiga allir að segja af sér svo forseti geti beitt sér fyrir Utanþingsstjórn.


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í drullupytt sökkva þeir.....

svinastia.jpgGætum við hugsanlega fengið einhverjar yfirlýsingar frá settum eftirlitsaðilum en ekki endalausan spuna frá meintum sakborningum?

Dettur þessum mönnum virkilega í hug að "þjóðin" hlusti á þeirra útskýringar?  Nei, ég hugsa ekki.  Þeir eru ennþá að höfða til þeirra sem með völdin fara.

Vona bara að nýsettur saksóknari fari að láta til sín taka.....ekki seinna en strax.

Undirskrift meðfylgjandi myndar gæti verið:  Þú ert ekki þjóðin, drullaðu þér í burtu.

Get ekki stillt mig um að setja hér inn fleyga umsögn Ólafs Ólafssonar, vegna umfjöllunar um "afmælisveislu ársins" þar sem Elton John var aðkeyptur skemmtikraftur:

„Ég þekki mína þjóðarsál. Ég vissi að í samfélaginu væru forpokaðar kerlingar og karlar sem myndu saka menn um dómgreindar- og siðleysi en einnig ævintýrafólk sem væri reiðubúið að gera skemmtilega hluti."

Hvítþvottur útrásargengisins á sjálfum sér gengur illa.  Sumir vilja "þvo hendur sínar" af viðskiptum sínum við þá.  

 


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg atburðarrás!

Ég á ekki krónu...eða evru, eða bara hvaða mynt sem erUndecided

Voru þetta tæknileg mistök? mannleg mistök? eða voru þetta bara alls ekki mistök???

Formaður kjörstjórnar hefur sagt af sér Woundering


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skemmta skrattanum og ríkjandi valdhöfum....

Hver annar gæti tilgangur þessarar uppákomu verið?  Það hafa vissulega allir sinn lýðræðislega rétt til að tjá sig, en það er helber dónaskapur að grípa fram í og tala ofan í aðra, eins og þessi hópur ætlar að gera.

Ég get ekki betur séð en að sá hópur, sem fyrir þessu stendur sé "gerður út" af stuðningsmönnum ríkjandi valdhafa.  Hans hlutverk er að reyna að "trufla" ríkjandi samstöðu meðal mótmælenda en þeim verður vonandi ekki kápan úr því klæðinu.

Samtökin Raddir fólksins leggja áherslu á friðsamleg fjöldamótmæli um land allt. Máttur fjöldans mun færa þjóðinni langþráðar stjórnarbætur og nýtt Ísland.

Ræðumenn :

  • Svanfríður Anna Lárusdóttir – Atvinnulaus
  • Gylfi Magnússon - Dósent

Fundarstjóri :

  • Hörður Torfason

Ég sendi baráttukveðjur til allra þeirra sem munu sækja mótmæla- og samstöðufundi um allt land í dag til að mótmæla óásættanlegu ástandi og ríkjandi valdhöfum.

Að lokum vil ég benda þeim lesendum mínum sem ekki hafa uppgötvað bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur larahanna að lesa bloggið hennar í dag, sem og alla aðra daga.

Power to the people - John Lennon:


mbl.is Nýjar raddir boða fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékkstu sprautu?

Þetta er ein algengasta spurningin á mínum vinnustað á inflúensusprautu tímabilinu, sem er í okt./nóv.

Ég þigg alltaf sprautuna, þar sem ég fékk "flensuna" einhvertíma svo slæma að ég lenti á sjúkrahúsi.  En hvað er í sprautunni.  Það fer víst eftir því hvort það er verið að sprauta fyrir stofni a, b eða cErrm

Við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum fáum þessa sprautu fríttSmileen auðvitað borgar hana einhver....því það er víst ekkert frítt í henni veröldWink

Nú er ég búin að liggja í pest/flensu í 10 daga og í dag fékk ég lyf sem eiga að herja á þessu helvíti, þau voru ekki ókeypisFrown   kr. 10.000.- takk fyrir takkAngry

En hvað er í þessari flensusprautu?  Hér kemur ein kenningin:

Er það nokkuð skrítið að maður liggi?Tounge

 

 


Stormviðvörun!

Jæja, Mbl. er aðeins að ranka við sér.  Ummæli frá fundinum í gær eru nú í stríðum straumi borin undir "ráðamenn", en þessir ráðamenn voru náttúrulega ekki mættir á þennan fund með "skrílnum", þannig að þeim er í lófa lagt að svara án ábirgðar eða svara bara alls ekki.

Önnur frétt birtist á Mbl. vefnum um að Robert Wade hafi verið boðaður á fund "fulltrúa" forsætis- og viðskiptaráðuneytis:

"Fulltrúar forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins munu hitta Robert Wade, hagfræðing og prófessor við London School of Economics, á morgun. Wade var meðal ræðumanna á opnum borgarafundi í Háskólabíói.

Wade sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi, að búast mætti við nýrri dýfu í vor, svipaðri og varð í september þegar bandaríski seðlabankinn ákvað að koma ekki í veg fyrir gjaldþrot fjárfestingarbankans Lehman Brothers.

Wade þekkir vel til mála Íslands og hefur skrifað greinar í erlend blöð um ástand efnahagsmála hér. Hann hélt meðal annars erindi á fundi á vegum viðskiptaráðuneytisins í ágúst árið 2007 hér á landi".

Betra er seint en aldrei....en ég er ansi hrædd um að þetta sé þremur mánuðum of seint.

Sjálfsagt þykir það góð fréttamennska að birta ekki frétt nema að bera hana undir þann eða þau sem um er rætt.  Varaformaður Samfylkingar var á þessum borgarafundi.....er kannski búið að banna fjölmiðlum að tala við hann?

Ég vona að fjölmiðlar sjái sér fært að fylgja eftir öllum þeim upplýsingum sem fengust á téðum fundi eftir að sýnt hefur verið frá honum á morgun.  Auðvitað átti ríkissjónvarpið að sýna beint frá þessum fjölmenna borgarafundi það er hlutverk þessa ríkisfjölmiðils að halda landsmönnum öllum upplýstum ....sérstaklega þegar alheimsfellibylur, eins og Geir segir að eigi leið um landið okkarWoundering 

 


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarafundur í stað dægurlaga?

borgarafundur_12_jan.jpgÉg vona svo sannarlega að bekkurinn verði þéttsetinn í Háskólabíói í kvöld.  Sjálf verð ég því miður að tilkynna forföll, þar sem það ætlar að ganga illa að losna við þessa pest/flensu sem hefur verið að hrjá mig síðustu vikuna.  Vona bara að einhver verði svo vænn að fylla mitt sætiWink

Sé að RÚV ætlar að taka upp fundinn og sjónvarpa seint á miðvikudagskvöldið en ég vona að einhver útvarpsstöðin sjái sér fært að gera hlé á flutningi dægurlaga og útvarpi beint frá fundinumErrm 

 

 


mbl.is Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lýðveldi.

Kannski er það rétt hjá Herði Torfasyni að mótmælin séu rétt að byrja.  Ég hins vegar vona að svo sé ekki, því ég held að við höfum ekki mikinn tíma ef við ætlum okkur að ná fram breytingum til batnaðar í þessu grútspillta þjóðfélagi okkar.

Mótmælin eru svo sannarlega farin að bera árangur.  Silfur Egils er skýrt dæmi um það.  Stjórnmálamönnum sem til skamms tíma völsuðu inn í þann þátt með misþreyttar lygaþvælur hefur að mestu verið úthýst úr þættinum og inn er kominn "maðurinn af götunni", eða þjóðin mín eins og ég vil kalla þau.

Þeir sem mest hafa gagnrýnt mótmælendur hafa kallað eftir "lausnum".  Lausnirnar komu á færibandi í þessum þætti.  Vil ég í því sambandi nefna framlag Lilju Mósesdóttur, Jakobínu Ólafsdóttur og síðast en ekki síst Njörð P. Njarðvík.

skjaldarmerki_769104.jpgNjörður var með lausn sem mér hugnast vel.  Hann vill að við stofnum nýtt lýðveldi.  Komið verði á "Neyðarstjórn" sem starfi í allt að 2 ár og ráðist verði að rótum vandans, sem að hans mati er m.a. flokksræði, ofurvald framkvæmdavaldsins og vanmáttugt þing.  Nýju lýðveldi myndi að sjálfsögðu fylgja ný stjórnarskrá.

Ég hef áður tekið undir álíka hugmyndir, t.a.m. frá bloggvini mínum Baldri Gauta Baldurssyni formosus , sem á sínum tíma setti eftirfarandi inn í kommentakerfið hjá mér:

Mín hugmynd er að senda Alþingi heim í 2 ár. Sett verði utanþingsstjórn með forseta Íslands i forsæti. Í þessari stjórn sitji bara sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þessir aðilar fái ráðherravald. Þeir sitji i 2 ár og stýri landinu til hafnar og síðan til gjöfulla miða þegar búið er að rétta af ballest þjóðarskútunnar. 

Þetta sé neyðarráðstöfun í 2 ár og á þeim tíma fái nýtt alþingisfólk að koma fram og jafnvel nýir þjóðvænir stjórnmálaflokkar.

Ég lýsi því hér með yfir að ég er tilbúin að fylgja þeirri "hreyfingu" sem er tilbúin að berjast fyrir stofnun nýs lýðveldis.

Geri þetta hér með að þemalagi síðunnar:

John Lennon.....Power to the people!

 

 


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, þjóð mín þjóð!

Skv. meðfylgjandi frétt, hangir snara um hálsinn á fyrirtækjum í landinu, sem blæðir smátt og smátt út.

Í fréttinni kemur einnig fram spá um að um 3.500 fyrirtæki stefni í þrot innan næstu 12 mánaða.  Hvað ætli starfsmenn þessara fyrirtækja séu margir?  Hvað ætli margir þeirra munu innan nokkurra mánaða vera komnir á atvinnuleysisbætur, sem eru að hámarki kr. 150.000.-pr. mán.  Atvinnubætur eru að sjálfsögðu ekki skattfrjálsar.

Já, já, lifum með þessu, því það er ekkert við þessu að geraCrying.....eða hvað?

Þeir sem ekki hafa nú þegar gert bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur að skyldulesningu eru hvattir til að lesa þessa færslu hennar.

"Þjóðin" mætir vonandi á Austurvöll í dag kl. 15:00

Ávörp flytja:

Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur 
Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði 

 

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

 


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband