Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Að standa skil á sínu....

Ég tel mér trú um að að ég sé frekar meðvituð og fylgist vel með....  Ég er fylgismaður núverandi ríkisstjórnar, en það er ekki "blind" fylgni! 

Þótt ég hafi stutt eitthvert stjórnmálaafl í gegnum tíðina hefur það aldrei verið gagnrýnislaust..... ég veit, ég er erfið! ....eða bara raunhæfWink

Eina fólkið sem fær minn stuðning "skilyrðislaust" eru afkomendur mínir og annað náið venslafólk.

Þegar velferðarráðherra birti upplýsingar um, hvaða upphæð ætti að miða við sem lágmarksframfærslu varð ég "hoppandi" glöð og hugsaði..... "Guðbjartur er meðedda" og "megi hann ríkja sem lengst"Smile

Síðan þá hef ég beðið eftir einhverju "áþreifanlegu", svo sem... raunhæfum húsnæðisbótum, hækkun skattleysismarka, hækkun örorku- og lífeyris greiðslna o. sv. frv.  En ekkert bólar á þessháttar efndumWoundering

Aftur á móti hyggur fjármálaráðherrann Steingrímur á heimsóknir til láglaunafólksinsFrown  Nú skal blóðmjólka þá sem skríða yfir tvöhundruð þúsundin.... jafnvel þótt velferðarráðherrann segi þessi laun ekki duga til  "lágmarks- mannsæmandi framfærslu"GetLost

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa hvers kjósanda að samræmi sé á milli orða og aðgerða meðlima ríkisstjórnar...... það er alla vega mín krafaShocking

Ég ætla að endurskoða minn stuðning í næstu þingkonsingum.... og það verður ekki stuðningur við núverandi XS og XVG eða fyrrum valdhafa XD og XB.... Nú vil ég nýja hugsun og áræðni!  

Ég neita að gefast upp fyrir möppudýrum og og öðrum heimskum skepnum....  Ég hef stutt nokkur stjórnmálaöflin og nú er ég svag fyrir einhverju nýjuWink

 

 

 


mbl.is Útlit fyrir almenna hækkun tekjuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband