Leita í fréttum mbl.is

Nýtt lýðveldi.

Kannski er það rétt hjá Herði Torfasyni að mótmælin séu rétt að byrja.  Ég hins vegar vona að svo sé ekki, því ég held að við höfum ekki mikinn tíma ef við ætlum okkur að ná fram breytingum til batnaðar í þessu grútspillta þjóðfélagi okkar.

Mótmælin eru svo sannarlega farin að bera árangur.  Silfur Egils er skýrt dæmi um það.  Stjórnmálamönnum sem til skamms tíma völsuðu inn í þann þátt með misþreyttar lygaþvælur hefur að mestu verið úthýst úr þættinum og inn er kominn "maðurinn af götunni", eða þjóðin mín eins og ég vil kalla þau.

Þeir sem mest hafa gagnrýnt mótmælendur hafa kallað eftir "lausnum".  Lausnirnar komu á færibandi í þessum þætti.  Vil ég í því sambandi nefna framlag Lilju Mósesdóttur, Jakobínu Ólafsdóttur og síðast en ekki síst Njörð P. Njarðvík.

skjaldarmerki_769104.jpgNjörður var með lausn sem mér hugnast vel.  Hann vill að við stofnum nýtt lýðveldi.  Komið verði á "Neyðarstjórn" sem starfi í allt að 2 ár og ráðist verði að rótum vandans, sem að hans mati er m.a. flokksræði, ofurvald framkvæmdavaldsins og vanmáttugt þing.  Nýju lýðveldi myndi að sjálfsögðu fylgja ný stjórnarskrá.

Ég hef áður tekið undir álíka hugmyndir, t.a.m. frá bloggvini mínum Baldri Gauta Baldurssyni formosus , sem á sínum tíma setti eftirfarandi inn í kommentakerfið hjá mér:

Mín hugmynd er að senda Alþingi heim í 2 ár. Sett verði utanþingsstjórn með forseta Íslands i forsæti. Í þessari stjórn sitji bara sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þessir aðilar fái ráðherravald. Þeir sitji i 2 ár og stýri landinu til hafnar og síðan til gjöfulla miða þegar búið er að rétta af ballest þjóðarskútunnar. 

Þetta sé neyðarráðstöfun í 2 ár og á þeim tíma fái nýtt alþingisfólk að koma fram og jafnvel nýir þjóðvænir stjórnmálaflokkar.

Ég lýsi því hér með yfir að ég er tilbúin að fylgja þeirri "hreyfingu" sem er tilbúin að berjast fyrir stofnun nýs lýðveldis.

Geri þetta hér með að þemalagi síðunnar:

John Lennon.....Power to the people!

 

 


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi hugmynd Baldurs Gauta er svona svipuð og hugmyndin sem kom fram í þættinum hjá  Agli um Breiðfylkinguna og tek ég heilshugar undir hana.
Mótmæli verða að halda áfram svo lengi sem þetta gerist eigi.
Ef við hættum mótmælum þá halda menn að við séum bara búin að gleyma eða búin að gefast upp.en það munum við aldrei gera eftir þessi ósköp.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Mín hugmynd er að senda Alþingi heim í 2 ár. Sett verði utanþingsstjórn með forseta Íslands i forsæti. Í þessari stjórn sitji bara sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þessir aðilar fái ráðherravald. Þeir sitji i 2 ár og stýri landinu til hafnar og síðan til gjöfulla miða þegar búið er að rétta af ballest þjóðarskútunnar. 

Þetta sé neyðarráðstöfun í 2 ár og á þeim tíma fái nýtt alþingisfólk að koma fram og jafnvel nýir þjóðvænir stjórnmálaflokkar."

Góð hugmynd! Ég styð hana. 

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja, Jakobína og Njörður áttu þetta.

Mikið skelfing er þetta flott fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Því miður þetta tekst ekki þetta er stór draumur en að hafa meirihluta þjóðarinnar til að koma í nýja hreyfingu er útilokað því miður verum raunsæ og breytum flokkunum því flokkarnir eru ekkert annað en fólkið sem í þeim starfar og það verður þjóðfélagið að skilja ef við köllum á Austurvelli,án þess að fara í stjórnkerfið þá gerist eitthvað en mjög hægt. Ég seigi farið í flokkum í stjórnmálaflokkana og náið breytingum í gegn þar við breytum ekki stjórnaskránni nema með 75% atkvæða. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.1.2009 kl. 20:30

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg öll

Jón, draumar rætast, ef unnið er í þeim.  Því miður eru allir stjórnmálaflokkarnir svo spilltir og innihalda svo marga valdafíkla að þeim verður ekki breytt.  Klíkur að berjast við klíkur um völd.  Hef kynnst því á eigin skinni þar sem ég var virk í flokksstarfi í mörg ár.

Ég vil "hreyfingu" sem berst fyrir lýðræðislegum umbótum með málefnin í fyrirrúmi.

Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er frábær tillaga. Styð hana.

Rut Sumarliðadóttir, 11.1.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég styð líka þessa tillögu, hún gæti virkað til þess að koma breytingum á strax.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Styð þessa tillögu

Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2009 kl. 00:51

9 Smámynd:

Hugmynd Baldurs Gauta er brilliant. En hvernig getum við komið henni í framkvæmd?

, 12.1.2009 kl. 01:28

10 identicon

Styð þessa frábæru tillögu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:06

11 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Skil ekkert í því hvers vegna þú ert ekki á mælendaskrá á þessum mótmælafundum Sigrún mín. Ef maður les pistlana þína hér, þá get ég ekki betur séð en að þar fari fram einn öflugasti talsmaður/kona almúgans. Hvernig væri nú að láta gamminn geysa á næsta fundi?

Róbert Guðmundur Schmidt, 12.1.2009 kl. 10:08

12 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk fyrir góðar undirtektir við Utanþingsstjórnarhugmyndir mínar.

Ég sannarlega vona að Íslenska þjóðin sjái að nú verður að stokka upp í ÖLLU þjóðfélagskerfinu. Ég sat og var að horfa á sjónvarpið núna um daginn. Það var verið að sýna sjónvarpsþátt um Katarínu miklu keisaraynju í Rússlandi. Þjóðfélagið á þeim tímum minnti mig stórlega á það samfélag sem er að verða til á Íslandi.

Aðall og vinnuafl. Þannig skiptist samfélagið í tvö hópa. Aðallinn (2%)blóðmjólkaði vinnuaflið sem stóð fyrir 98% af þjóðinni. Skiptingin, jú það var engin skipting. Aðallinn tók allt. Hinir höfðu vart til að lifa af.

Ég sé samfélagið á Íslandi í fullkominni hnignun. Lýðræðið er horfið.

Það er rétt að stjórnarskrá er einungis hægt að breyta með 75% atkvæða þjóðarinnar. En haldið þið ekki að þjóðin sjái að það sé komið að skilum í sögu landsins?  Stjórnmálaleg úrkynjun er á svo alvarlegu stigi að halda mætti að það sé komin riða í stjórnmála og fjármálaumhverfið á landinu.

Baldur Gautur Baldursson, 12.1.2009 kl. 10:12

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Sigrún mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 12.1.2009 kl. 11:01

14 identicon

Já, Sigrún mín, mér líst vel á hugmynd Njarðar um stofnun nýs lýðveldis.

Svo vil ég taka undir orð Róberts Schmidt, hér að framan!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:31

15 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð elsku Sigrún. Þú ert hetja og það segji ég af heilum hug.  Breytingar á 'Islensku stjórnkerfi er ekki bara þörf það er nauðsyn til að lífænlegt verði þarna heima. Og þá er ekkert annað enn eitthvað róttækt sem má til. Af viðtölum minum við fólk heima um jólin heyrir maður það sama, allt ber að sama brunni fólkið er reitt og óttast framtíðina meira enn nokkuð annað, og  sér ekki aðra lausn en að losa sig við það skítapakk sem valtað hefur yfir fólið í landinnu of lengi. 'Eg segi eins og einn góður vinur minn orðaði það"Valdið í hendur F'OLKSINS". það sem Baldur skrifar hér fyrir ofan eru orð í tíma töluð og samlíkingin við tíma Katrínu miklu er sláandi, enn sönn.  Baráttkveðjur til þín kæra.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.1.2009 kl. 11:46

16 Smámynd: Hulla Dan

Hugmyndin er góð. Styð hana.

Knús til þín.

Hulla Dan, 12.1.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband