Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
9.1.2009 | 01:59
Þetta var...
góður borgarafundur í kvöld og auðvitað mættum við Hólmdís, hvað annað. Ég veit ekki um aðra en ég skynjaði sátt í lok fundarins bæði meðal hinna ýmsu hópa mótmælenda og lögreglu og það fannst mér flott.
Ég hef það líka á tilfinningunni að nú fari að fjölga þeim íslendingum sem muni með virkari hætti taka þátt í mótmælafundum. Afleiðingar hrunsins eru hægt og bítandi að koma í ljós.....kannski ekki svo hægt, 10.000 manns hafa misst atvinnuna og það er skelfilegt.
Við vitum að efnahagskreppan hér á landi er verri/dýpri en annars staðar í heiminum vegna þess að við höfum haft vanhæf stjórnvöld, sem sváfu á verðinum og leyfðu "útrásar fjárglæframönnum" bankanna og annarra fjármálavanvita að veðsetja þjóðina að gjaldþrotamörkum. Ekki bara leyfðu, heldur tóku stjórnvöld að forseta vorum meðtöldum fullan þátt í skrípaleiknum, sem sérlegir erindrekar og bakhjarlar.
Fólk er farið að mótmæla út um allt land og samstaðan meðal þeirra sem gera sér grein fyrir ástandinu er djúp og mikil. Mótmælendur eru á öllum aldri. Til að byrja með var ég hálf hissa á því að minn aldurshópur var ansi áberandi á fundunum.....en svo áttaði ég mig. Mín kynslóð er í rauninni eina kynslóðin, sem ólst upp við mótmæli og var stolt af þeim. Við erum hippakynslóðin, sem var vakin til meðvitundar um að sinnuleysi leysti engan vanda....en mótmæli skiluðu árangri. Við létum ekkert aftra okkur frá því að láta skoðun okkar í ljós....við vorum frjáls.
Mótmæli skila árangri og það veit þingheimur.....því þar eru afar margir af hinni baráttuglöðu '68 kynslóð. Geir tók kannski ekki þátt í Keflavíkurgöngum en hann tók eflaust þátt í annarri baráttu, sem var "Varið land" eða eitthvað í þá áttina...og mikið djö.... þurftu hans skoðanabræður að hafa fyrir þeirri baráttu.
Næsti borgarafundur verður í Háskólabíó mánudaginn 12. janúar kl. 20:00. Mjög áhugaverðir frummælendur og fjöldinn sem sækir þessa fundi skiptir máli.....því fjöldinn er sá þrýstingur sem við þurfum. Ég vona því að allir sem vettlingi geta valdið mæti og taki þátt. Mæting sýnir samstöðu.
![]() |
Fullt út úr dyrum í Iðnó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.1.2009 | 14:19
HFF
Hvað segir þessi "opinbera" tala okkur?
"Atvinnuleysi í landinu eykst enn og eru nú tíu þúsund manns án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar".
Segir þetta okkur kannski að 10.000 fyrirvinnur séu nú á atvinnuleysisbótum með hámark kr. 150.000.- í mánaðar "laun"?
Fyrir nokkrum misserum var birt skýrsla frá OECD þar sem fram kom að um 5000 íslensk börn byggju við fátækt.....fjölskyldur þeirra voru með tekjur undir framfærslumörkum. Þetta gátu skýrsluhöfundar OECD staðhæft með falskar upplýsingar frá íslenskum embættismönnum, sem skv. heimildum fegra alltaf hlutina, þegar OECD kallar eftir upplýsingum og án þess að til væri "opinber" tala um framfærslumörk hér á landi.
Geir Haarde dró þessar tölur OECD í efa, taldi þetta ýkt og að þarna væri miðað við stuðul, sem ekki væri íslenskur....enda íslenski stuðullinn ekki til
Núverandi félagsmálaráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu fór mikinn, og fordæmdi ísl. stjórnvöld fyrir að láta þetta viðgangast á tímum "góðæris"....hún kallaði eftir raunhæfum framfærslumörkum og réttlæti og mikið var ég ánægð með Jóhönnu ......þá.
Í dag er Jóhanna Sigurðardóttir í draumaaðstöðu til að koma á "opinberum, viðurkenndum framfærslugrunni" þar sem lágmarkskjör verði ákveðin sem dugi til lámarks mannsæmandi framfærslu. Jóhanna verður að hafa hraðan á því mér sýnist á öllum aðgerðum stjórnvalda að verið sé að undirbúa kosningar á næstu mánuðum sbr. flýtimeðferð heilbrigðisráðherra á einkavæðingu heilbrigðisgeirans og uppstokkun og væntanlegri einkavinavæðingu utanríkisráðherra í snobbembættum utanríkisráðuneytisins. Helvítis fokking fokk
En rýnum aftur í þessa "opinberu" tölu um atvinnulausa. Skv. staðlaðri hugmynd um hina ísl. vísitölufjölskyldu eru væntanlega 25.000 börn, sem fylgja þessum 10.000 fyrirvinnum með hámark kr. 150.000.- í tekjur á mánuði. Hvar eru fátæktarmörkin?
Mun næsta skýrsla OECD sýna okkur að minnst 30.000 íslensk börn búi við fátækt?
H = Helvítis
F = Fokking
F = Fokk
HFF
![]() |
Yfir 10 þúsund án atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.1.2009 | 14:18
Bara allir í boltanum....
.....frábær húmor mótmælenda og þeir sem hingað til hafa ekki viljað "persónugera" sökudólgana í efnahagshruninu eru núna að missa sig yfir að ekki er hægt að "persónugera" mótmælendur
![]() |
Spiluðu knattspyrnu í bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.1.2009 | 23:47
Eitt á hausinn annað í vasann......
Og ennþá rúllar viðbjóðurinn Hvernig er hægt að sigla einu fyrirtæki í þrot og kaupa svo annað á sama tíma?
"Sterling var lýst gjaldþrota í októberlok. Það var í eigu Northern Travel Holding, sem var alfarið í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Fons á m.a. Iceland Express".
Iceland Express, sem er alfarið í eigu Fons einarhaldsfélags Pálma Haraldssonar var svo að kaupa/yfirtaka Ferðaskrifstofu Íslands.....Please ekki meira svona rugl
![]() |
Háar kröfur í bú Sterling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
3.1.2009 | 00:58
Draumaprinsinn gistir í nótt!
Draumaprinsinn gistir hjá mér í nótt. Við höfum átt gott kvöld, fórum í matarboð til Svenna og Ellýjar (bróðir og mágkona) þar sem við fengum snilldarfiskrétt með öllu og sörur m/kaffi á eftir. Draumaprinsinn fékk að kynnast sálfræðinemanum Berglindi, sem stundar sitt nám í USA, og fer aftur utan á sunnudaginn og Björgu "yfirmótmælanda", sem þurfti að binda endi á sitt nám á Spáni, vegna efnahagshrunsins.
Draumaprinsinn mætti reyndar of seint til borðhaldsins, þar sem það hefur frést að hann sé læs Honum var því fljótlega afhent bók við komuna og beðin um að sanna þessar sögusagnir.....það er skemmst frá því að segja að hann lagði ekki frá sér bókina fyrr en hann hafði klárað hana
Þetta var ein af bókunum um hann Einar Áskel og maður leggur ekki svoleiðis bókmenntir frá sér fyrr en síðasta blaðsíðan er lesin
Nei, þetta var nefnilega ekkert ömmugrobb, því amman var alveg bit þegar hún komst að þessum framförum drengsins. Hún vissi að áhuginn var til staðar hjá snáða en þar sem hann býr núna úti á Keili, er samgangur ekki eins og best verður á kosið.
Þessi snillingur verður 4ra ára þann 8. febrúar n.k.
Þegar heim var komið úr matarboði, varð svo að hesthúsa nokkrar skræður, sem fá náttúrulega meiri dýpt, þegar maður les þær sjálfur Svo þurfti að spá og spegulera, segja sögur frá því hann var lítill....0 ára á skíðum með pabba sínum og þess háttar, lesa dagatalið frá Landsbankanum og velta því fyrir sér hvort Glitnir gerði líka svona dagatöl með afmælisdeginum hans
Klukkan var að detta í miðnætti, þegar hann loksins sofnaði....jólafríið fer svona með unga menn
Amman er aðeins farin að spá í mótmælin á morgun, búin að skoða skíðagleraugu í Útilíf og svona
, en finnst ekki gáfulegt að mæta með draumaprinsinn, því það eru einhverjir hagfræðingar í seðlabankanum farnir að mæta, sem láta illa og ósiðlega
En draumaprinsinn, Róbert Skúli á lambhúshettu, svo kannski sleppur þetta....ég sé til
Foreldrasettið veit svo sem hvar ömmu er að finna á laugardögum kl. 15:00, þannig að kannski koma þau og passa hann á meðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Landsnet viðbúið því að hraun slíti Suðurnesjalínu 1
- Vægari dómur fyrir að myrða konu í heimahúsi en úti á götu
- Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað
- Missti líklega stjórn á jepplingnum í hálku
- Þorum ekki alveg að segja það strax að þetta sé búið
- Engin umræða farið fram um viðbrögð Íslands
- Höfðu ekki ímyndunarafl í svona mikinn mun