Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kirkjulegar athafnir!

Ég er svo voðalega lítið listræn í mér að þessi gjörningur stuðar mig og særir blygðunarkennd mínaBlush.  En til þess er leikurinn væntanlega gerður.  Einhver sagði að list væri ekki list nema  hún gæti hrist svolítið upp í fólki.

Ég get samt alveg tekið undir það með Sturlu og félögum að þessi ríkisstjórn er arfaslöpp en hún er ekki "dauð" og það er ljótt að kviksetja fólk, því ráðherrar eru jú fólk og þótt þeir hafi svikið og skrumskælt bæði kosningaloforð og stjórnarsáttmála þá er eina valdið sem við hin almenni kjósandi höfum gagnvart þessu fólki, kjörseðillinn okkar, þannig er lýðræðiðErrm.

Þingmenn eru að fara í "sumarfrí".  Þeir segjast reyndar flestir vinna "baki brotnu" í þessu fríi sínu og þetta sumarið mun ég taka þá mér til fyrirmyndar, því ég er búin að lofa mér í vinnu í mínu "sumarfríi"Cool.  Það verð ég að gera, þar sem launin mín duga varla til framfærslu hvað þá nýjum "flatskjá"Wink.

Eitt af kosningaloforðunum fyrir síðustu alþingiskosningar var að bæta þyrfti "verulega" kjör fólks, sem vinnur við uppeldis- og umönnunarstörf.  Þetta var síðan sett í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar svo væntingar urðu miklar í mínu vinnuumhverfiWhistling.  Nú er ljóst að þessi loforð á ekki að efna, þeir sviku þau við fyrsta tækifæriAngry.

Formenn stjórnarflokkanna segja að þeir séu búnir að framkvæma 80% af kosningaloforðum, þeir eiga þá bara eftir 20% og hljóta því að geta klárað listann fyrir næstu Jól.  Þessar fréttir fela í sér nýjar væntingar hjá mér:  Verður kannski boðað til nýrra kosninga eftir Jól?Whistling

Þingheimur er veruleikafirrtur þegar kemur að umfjöllun um kjör almennings í landinu, ég sé það í "túpusjónvarpinu" mínu í hverjum einasta fréttatímaWoundering

Ég tek ekki þátt í skrumskælingu "jarðarfara" en í dag held ég upp á 42 ára afmæliWizard.

Þann 29. maí árið 1966 voru 15 unglingar fermdir í Suðureyrarkirkju.  Við vorum flottur og samheldinn hópur, sem "hlykkjaðist" framhjá drullupollum á leið okkar frá félagsheimilinu inn að Kirkjunni okkar.  Fremstur fór sóknarpresturinn okkar, Sr. Jóhannes Pálmason og fermingarbörnunum, hvítu "englunum"Halo hafði hann raðað eftir stærðGrin.  Hilmar fremstur og Maja aftastWink.

Elsku fermingarsystkin, ég hugsa oft til ykkar og vona að þið hafið það gottHeart

Fermingardagurinn!

 

 


mbl.is Fyrst og fremst táknræn athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru bestir?

Söngur er sameiningartákn og hægt er að sameina hina ýmsu hópa í söng.  Hver hefur komið á ættarmót, þar sem ekki er sungið, nú eða árshátíðir eða aðrar slíkar veislur?Whistling

Tónlistarfólk af flestum þjóðernum, ferðast um heiminn og eignast aðdáendur í ólíkum menningarheimum.

Þann 1. maí ár hvert hljómar hinn Fransk ættaði International á þjóðmálum launamanna víðsvegar um heiminn.  Ég hef t.d. heyrt hann sunginn á 5 tungumálum samtímis og allir fundu til samkenndarJoyful.

Á alþjóðlegum skátamótum er söngurinn í öndvegi og þar kyrja skátar söngtexta á sínu eigin þjóðmáli við sameiginleg alþjóðleg  sönglögSmile.

Eurovision söngvakeppnin er eins og nafnið bendir til Keppni með stóru K.  Þar er keppt með tónlist frá hinum ýmsu menningarsvæðum Stór Evrópu, þar sem tónlistarsmekkur er ólíkur, en samt ættu að finnast þarna lög inn á milli sem gætu höfðað sterkt til allra þjóðanna.  Vinsældalisti dægurlaga í Róm eða Reykjavík er örugglega mjög svipaður hjá unga fólkinu í þessum tveim höfuðborgum.

Mér finnst því alltaf jafn áhugavert og jafnvel gaman að fylgjast með stigagjöf  Eurovision keppninnar, því hún logar af pólitík, menningarmismun og þjóðernisrembu og þar erum við Íslendingar ekki undanskilin og þessi þjóðarrembingur hefur aukist eftir því sem þjóðirnar hafa orðið fleiri í keppninni.  Fyrrum Sovétþjóðir, sem öðlast hafa sjálfstæði frá Rússum féllu kylliflatar fyrir framlagi fyrrum yfirvalda sinna, þótt lag Rússanna hafi verið stælt og stolið frá ”alþjóðlegum” stórpoppurum, allavega hljómaði byrjunin á lagi Rússa nákvæmlega eins og vinsælt dægurlag frá hinum Enska Cat Stevens frá 7. áratug síðustu aldar.  Vinsældir þessa lags hafði því ekkert að gera með sameiginlegan menningar smekk fyrrum austan tjaldsþjóða!

Ef rýnt er í stigagjöf þjóðanna eftir því hvort kosið var í Austur-Evrópu eða Vestur-Evrópu, kemur margt athyglisvert í ljós.

Rússneska framlagið lenti t.d. í 5. sæti í stigagjöf Vestur- og Suður-Evrópu búa en í 1. sæti hjá Austur-Evrópubúum.  Íslenska framlagið lenti í 7. sæti hjá Vestur- og Suður-Evrópu búum með 62 stig en sama framlag lenti í 23. sæti hjá Austur-Evrópu með 2 stig!

Ef 10 efstu lönd eru skoðuð miðað við stigagjöf frá bæði frá Austur-Evrópu og svo hinsvegar frá Vestur- og Suður-Evrópu er hægt að álykta að 5 vinsælustu lögin á báðum stigatöflum hefðu komið út í þessari röð en þessi lönd voru ofarlega á báðum ”vinsældalistum”:

1.  Grikkland

2.  Úkraína

3.  Armenía

4.  Rússland

5.  Noregur

Ég veit ekki hvort breytt skipulag hefði breytt  miklu um möguleika annarra þjóða til að komast áfram, en mér fyndist allt í lagi að prófa að hafa undanúrslita keppnirnar skiptar í Austur-Evrópu annars vegar og Vestur- Suður-Evrópu hins vegar og  að á úrslitakvöldinu myndu síðan 10 efstu þjóðir frá þeim keppnum ásamt hinum 4 ”stóru” keppa til úrslita.  Það má prófa!

Verð svo að bæta því við að í því Eurovision partýi sem ég fór í voru greidd 3 atkvæði:

1 atkvæði fór frá mér til Dana annað fór til Sænsku Bradzdúkkunnar frá 7 ára sonardóttur minni og það þriðja fór frá syni mínum til sjóræningjanna frá LitháenW00t og okkar menningararfleifð og gen eru öll þau sömuGrin!

Regína og Friðrik Ómar

 

En auðvitað voru Friðrik Ómar og Regína langbest, um það vorum við öll hjartanlega sammálaWizard.


1980 - tímamótaár!!

Árið 1980 var mjög merkilegt ár og ýmsir atburðir frá því ári verða skráðir á spjöld mannkynssögunnar.

Vigdís Finnbogadóttir var þann 29. júní það ár fyrsta konan, sem kjörinn var forseti í heiminum í lýðræðislegum kosningumSmile.  John Lennon, stórbítill, lést af völdum skotsára þann 8. desember þetta sama ár og svona mætti sennilega lengi telja. 

En hjá mér féllu þessir atburðir í skuggann af einum hamingjusamasta atburði  míns persónulega lífsJoyful.

Þann 23. maí árið 1980 kl. 16:40, fæddist eldri sonur minn.  Hann var 3800 gr. að þyngd og 52 cm. að lengd.  Yndislegur drengur og sólargeisli foreldra sinna.

Strax við fæðingu fékk hann nafnið Jón Eric.  Hann fékk nafnið sitt frá móðurafa, Jóni Valdemarssyni og föðurafa, Tómasi Eric Halliwell.  Þannig varð þetta litla kríli samnefnari þeirra tveggja fjölskyldna og þjóða, sem að honum stóðu.

Jón Eric - 1

 Hann fæddist á fæðingadeild Landsspítalans (eins og Helga vinkona!), en lögheimilið var að Melabraut á Seltjarnarnesi og þar bjó litla fjölskyldan í 1 ár eftir fæðingu sonarins.

Jón Eric - með síma (3) Þar tók hann fyrstu skrefin og talaði fyrstu orðin, átti sín fyrstu Jól og afmæliWizard.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Eric að kyssa mömmu sínaNæst lá leiðin upp á Kjalarnes, þar sem mamman gat leyft sér þann munað að vera heimavinnandi
 húsmóðir og kærleikar voru miklir milli sonar og móðurInLove.

 

 

 

 

 

Jón Eric - Nursery RhymesÞar sem enska var töluð á heimilinu fyrstu árin, varð hún hans fyrsta talmál og Nursery Rhymes fyrsta uppáhalds bókin SleepingHeart.

 

 

 

 

 

Jón Eric - sungið af innlifunÁ Kjalarnesinu var stefnan sett á Júróvision, þótt Íslendingar væru ekki ennþá farnir að taka þátt í þeim leik.  En honum voru allir vegir færir þar sem hann gat líka keppt fyrir England og æfingar hófust fyrir alvöruWhistling.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Eric og litli bróðirÞegar Jón Eric var alveg að verða 3ja ára fæddist litli bróðir hans Ómar Daníel.  Það tók nú smá tíma að venjast því, en ástin og umhyggjan fyrir litla bróðir varð fljótlega auðsýnilegInLove.

 

 

 

 

Jón Eric og Ómar Daníel - SkagamennÍ ágúst 1983 fluttist fjölskyldan til Akraness og dvaldi þar um árabil.  Það var líf og fjör við Vesturgötuna á þessum árum og ásamt vinum sínum tóku þeir eiðinn óumflýjanlega: Þeir urðu SKAGAMENN!Whistling

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldan í GrafarvognumEn síðan eru liðin nokkur ár og í dag er Jón Eric orðin ráðsettur fjölskyldufaðir í Grafarvoginum, þar sem hann býr með Guðrúnu Freyju og á dæturnar Kristrúnu Amelíu og Ericu ÓskInLove.

 

 

 

 

 

Elsku hjartans sonur minn, til hamingju með 28 ára afmælið og megi gæfan fylgja þér og þinni fjölskyldu um ókomna framtíðInLove.

Jón Eric -módel 

I love you babyHeart 


Ég saknaði þreytunnar!

Var að byrja að vinna aftur eftir 7 - 8 vikna veikinda "frí".  Ég hef aldrei þurft að vera svona lengi frá vinnu vegna veikinda og var satt best að segja orðin "veik" úr leiðindumSick.  Ef ég hefði ekki haft bloggið og bloggvinina hefði sjálfsagt þurft að skutla mér í fallega stóra húsið, sem er hvítt á litin með rauðu þaki og er  hérna hinu megin við SæbrautinaWink.

Þótt vinnan mín sé skemmtileg, þá getur hún tekið frá manni alla orku, þannig að hvíld og slökun er það besta, sem maður getur gert á milli vakta.  Það er í rauninni yndislegt að finna aftur fyrir "þreytu" í stað þess að finna bara fyrir "leti", sem ég upplifði svo sannarlega þennan tíma.  Leti er góð, en bara í smáum skömmtumUndecided.

Bloggfærslur verða því væntanlega strjálar hjá mér á næstunni, meðan ég er að meðtaka starfið mitt aftur.

Það er samt alveg yndislegt að koma heim eftir vakt og fylgjast með skrifum bloggvina og hef ég reynt að gera það á milli vakta eftir bestu getuSmile.

Ég ákvað það fljótlega eftir að ég byrjaði að blogga að ég ætlaði bara að hafa gaman að því og að ekki yrði um neina kvöð hjá mér að ræða um að skila inn færslum.  Hvers vegna finnst mér þá að þessi færsla sé einhverskonar afsökun á bloggleysi mínu???Blush

Þetta átti ekki að vera nein afsökunar færsla, vildi bara láta vita af mér og jafnframt láta bloggvinina vita að þótt ég sé ekki mjög afkastamikil í bloggi þessa dagana, þá nýt ég þess að lesa færslur annarra. 

Ég fékk flottar móttökur á vinnustaðnum frá mínum frábæru vinnufélögum, knús og fallegan blómvöndHeart, ég fékk það jafnvel á tilfinninguna að mín hefði verið saknað smá...Tounge

 


Brisbane, ekki spurning!

Ef ég þyrfti að velja um afmælisboð í dag á milli Bessastaða eða Brisbane í Ástralíu, væri ég nú ekki í vandræðum með valið.  Brisbane, ekki spurningWizard!

Ég hef grun um að blásið verði til teboðs á Bessastöðum í dag.  Þ.e.a.s. ef turtildúfurnar eru heima.  Bessastaðabóndinn á afmæli í dag, ég veit það af því að hann deilir þessum degi með  bróður mínum, Alberti FinniWink. 

Abbi bróðir er örugglega að fá sér svalandi íste við sundlaugarbakkann heima hjá sér í tilefni dagsins, eða þá að hann hefur tekið seglbrettið sitt niður að einhverju siglingavatni þarna niðurfrá í Brisbane, Ástralíu.

Ég hefði nú ekkert á móti því að fá mér íste, við sundlaugarbakkann, eins og Berglind frænka gerði á sínum tíma. (mynd stolið úr myndasafni Berglindar frá Ástralíuheimsókn!). 

 

.Abba sundlaug

Það eru komin 28 ár síðan Abbi bróðir flutti til Ástralíu.  Hann féll fyrir Ástralskri yngismær, af Skoskum uppruna, sem dvalið hafði um nokkurra mánaða skeið við fiskvinnslu heima á Suðureyri.  Þetta var á þeim árum sem litlu sjáfarútvegsþorpin víðsvegar um landið urðu viðkomustaður ungs fólks frá Ástralíu, sem notaði árið eftir útskrift úr menntaskóla til að ferðast um Evrópu.  Á Íslandi gátu þau unnið sér inn pening til að halda ferðalaginu áfram, áður en snúið yrði heim á leið og alvara lífsins tæki viðSmile. 

Sumir þessara ungu Ástrala ílengdust hér á Fróni og festu sitt ráð, eins og sagt er, aðrir tóku bara ástina sína með sér heim að ævintýraferð lokinni og í fljótu bragði man ég eftir 4 ungmennum frá Súgandafirði sem fylgdu ástinni sinni til Ástralíu, þar á meðal voru Albert bróðir minn og Erna fermingarsystirInLove.

Mér er ekki boðið í te til Bessastaða í dag frekar en fyrri daginn en er sko alveg “sléttsama”.  Ég veit hinsvegar að ég væri alltaf velkomin til Brisbane, hvort sem afmælisveisla stæði fyrir dyrum eður ei og þangað væri gaman að koma.

Abbi í Ástralíu

Elsku bróðir til hamingju með afmælið þitt í dag og bestu afmæliskveðjur til Julie þann 19. maíWizard.  Hafið það ávalt sem best,

kær kveðja,

Sigrún systir.    


Minning um góða konu!

Ég vaknaði í morgun við stroku á kinn og ”amma koddu fram” var hvíslað í eyra mérJoyful.  Er komin dagur ástin mín, hvað er klukkan? spurði ég 3ja ára ömmudrengin.  Já amma Sirún, það er komin dagur, klukkan er 7 og ½ mínúta (á digital klukkunni stóð 7:32).  Eigum við að ”kúra” þangað til klukkan er 8:00? Spurði ég svefndrukkinni röddu.  Nei, amma Sirún, ég þarf að pissa NÚNASmile.

Amman glaðvaknaði að sjálfsögðu og fór í ömmuhlutverkið með yndislega sonarsyninum Róberti Skúla fram eftir degi.

Ég hef verið að velta fyrir mér uppruna Mæðradagsins, sem er í dag.  Mér finnst það fallegt og réttlátt að einhverjir dagar séu tileinkaðir mæðrum og feðrum.  Feðradagurinn verður 9. nóvember.

Ég minnist þess ekki að þessir dagar hafi spilað einhverja rullu í mínum uppvexti, en alltaf var haldið upp á ”konudag” og ”bóndadag” en þeir dagar eru að ég held séríslenskir dagar og marka upphaf gamla tímatalsins okkar þ.e. Þorra og Góu.   

Mæðradagurinn á fullkomlega rétt á sér.  Ég ætla að tileinka þennan pistil formóður minni, Sigríði Jónu Guðnadóttur.  Núlifandi afkomendur hennar eru 56 talsins og eru búsettir vítt og breitt um heiminn, Ástralíu, Ameríku, Svíþjóð og svo auðvitað hér á Íslandi.  

Eftirfarandi er svar ömmu minnar, við spurningu, sem borin var fram á fundi hjá kvenfélaginu Ársól í Súgandafirði og birtist svar hennar í júní mánuði árið 1931 í ritinu Sóley, sem kvenfélagið gaf út á þessum tíma: 

Hvað er sterkasta aflið í heiminum?

Þegar talað er um sterk öfl þá verður manni fyrst á að segja, ætli peningarnir verði ekki þungir á metunum.  En þegar hugsað er ofurlítið dýpra þá kemur annað afl, sem ekki er hægt að meta eða telja eins og peningana.  Að vísu eru þeir sterkur aflgjafi fyrir þá sem kunna að fara rétt með þá en margir munu játa að til séu öfl sem sterkari séu en peningar.  Má þar nefna hugvit sem styrkur er að og góður vilji en í minni vitund get ég ekki fundið neitt orð sem hæfara er til að kallast sterkt afl heldur en kærleikurinn.  Kærleikur kemur fram í svo mörgum myndum við sjáum það daglega að þær eru óteljandi.

Eitt íslenska skáldið kom eitt sinn í kirkjugarð, segist hann hafa séð “ að kærleikssegull hjartans hafi verið ofinn inní himneska ástar- og kærleikskeðju af þeirri list að dauðinn hafi ekki unnið þar neinn bug”.  Það sem honum bar fyrir augu var gömul móðir gráhærð og þreytt eftir ævistarfið, hún sat þar hjá leiði einkasonar síns.  Þetta dæmi er eitt af svo mörgum sem lýsa í þessa átt.

Ekki þurfum við að ganga svo mörg sporin út undir víðbláan himingeiminn að okkur opinberist ekki við hvert spor kærleiki guðs til okkar barna sinna.

Og þá, já einmitt þá kemur okkur til hugar hvenær og hvar við myndum best geta komið einum kærleiksneista fyrir sem gæti borið þess vott að við hefðum verið snortin frá æðri stigum og það er því álit mitt að sterkasta aflið sé kærleikurinn.

Höf. Sigríður Jóna Guðnadóttir, 31.10.1883 -  29.12.1970.

Blessuð sé minning þessarar kærleiksríku móður.


"Prik Hvítasunnuhelgarinnar"!

Er nú ekki í vandræðum með "prikagjöf" í dag.  Af gefnu tilefni er ég að hugsa um að láta þetta "prik" standa alla helgina.  Ég var nefnilega  núna rétt áðan að uppgötva það eru ár og margir dagar síðan ég hef haft "frí" alla svona "helgidaga" eins og framundan eru.  Fríið mitt kemur reyndar ekki til af "góðu", en frí frá vinnu er það nú samtWink.

"Prik dagsins" verður síðasta "prikagjöf" þessarar prikaviku og tileinka ég það öllum mínum vinnufélögum víðsvegar í heilbrigðisþjónustunni, sem vinna með bros á vörum og umburðarlyndi í farteskinu, hvort sem kirkjan segir frí eður eiHalo.

Segi svo eins og mínir skjólstæðingar segja svo oft og iðulega: Guð launi ykkur gæskurnar mínar......því það er þröngt í búi hjá ykkar einlægu vinnuveitendum(seinni hlutinn er mitt innleggTounge).

P.s.  Hrönn bloggvinkona, þú ert alveg eðal Wink og átt skilið að fljóta með í öllum mínum "prikagjöfum"Whistling.

 


"Prik dagsins"

Þetta "prikaverkefni" sem ég hef verið að taka þátt í er farið að gera mér lífið leittFrown, og það var nú örugglega ekki tilgangurinn þegar þessari "skemmtun" var ýtt úr vör norður á DalvíkErrm.

En það er ekki upphafsmanninum Júlíusi Júlíussyni að kenna að verkefnið er farið að vefjast fyrir mér, ó nei.  Í alla dag hef ég verið haldin valkvíða vegna tilnefningar til prikagjafar.  Það er um svo marga að veljaWhistling.

Tökum nokkur dæmi:

Ég gæti tilnefnt Ólaf borgarstjóra, fyrir það hvað hann er búin að hanga lengi á bjargbrúnni án þess að láta sparka sér fram af!Woundering

Svo gæti ég tilnefnt Jakob (ekki) Freeman, fyrir að láta sér nægja þessi aumu laun fyrir eitthvað sérverkefni þegar hann að eigin sögn er einn launahæsti "listamaður" landsins að mati Frjálsrar Verslunar.  En hann er góðmenni hann Jakob (ekki) Freeman og ætlar að sópa burtu brunarústum Lækjargötu 2 fyrir klinkWhistling

Svo langaði mig þessi óskup að tilnefna Dorit, sem "gekk í björg" í gær fyrir danska fyrirfólkið, en ég þorði það ekki, vildi ekki pirra Hallgerði bloggvinkonu, sem mér þykir orðið ótrúlega vænt umHeart.

É gæti líka tilnefnt hina ýmsu hópa, sem bloggvinir mínir hafa verið að tilnefna í dag, en ég læt mér nægja að taka undir þeirra tilnefningar af heilum hug.  'Eg er heldur enginn apakötturTounge, ó nei ég vil að mitt prik komi frá mínum hjartarótumHeart.

Þar sem þessi "prikagjafadagur" er alveg að verða búin og ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp í miðju verkefni ætla ég að tileinka öllum þeim, sem halda sönsum og finnst þjóðfélagið í fínu lagi, "prik" þessa fallega sumardagsWizard .  Trúið mér, þeir eru ótrúlega margir þarna útiCool.


Engin hvíld hjá Hvíldarkletti! "Prik dagsins".

Fljótlega eftir að ég vaknaði í morgun, fann ég fyrir pirringskvíðaFrown.  Ég hafði nefnilega einsett mér að vera alveg hrikalega jákvæð þessa vikuna og útdeila "prikum" út og suður.  Ég settist við tölvuna og fór yfir fréttayfirlit dagsins og sá ekkert sem gæti komið mér í stemningu fyrir prikagjöfShocking.  Jú, jú, bankarnir okkar blessaðir halda áfram að græða á "tá og fingri", þannig að einhver von er til þess að ríkisstjórn geti einhent sér í "björgunaraðgerðir" til handa unga fólkinu, sem með skuldum sínum viðheldur þessum gróða bankannaWink.  Reyndar fór einhver ungur maður í banka í Hafnarfirði í morgun og "reddaði" sér um "yfirdrátt", en ég hugsa að sá einstaklingur ætli að nota það fé til annars en húsnæðisskuldarErrm.

En svo fór ég "bloggrúntinn" minn og viti menn, þar fann ég þetta jákvæða, sem ég var að leita aðSmile.

Bloggvinur minn og góður vinur Róbert schmidt, sendir frá sér færslu í dag, sem fyllir mig stolti og hrifningu yfir því sem nokkrir ungir menn með Elías Guðmundsson í broddi fylkingar eru að gera á mínum gömlu og góðu uppeldisstöðvumWhistling.

Fyrirtækið Hvíldarklettur í Súgandafirði fær "prikið" mitt í dag.  Þeir fá reyndar mörg prik og góðar óskir um bjarta framtíðWizard.  Heimasíða Hvíldarkletts er www.fisherman.is

Hér að neðan er svo mynd af Róberti vini mínum, en hann er hefur tekið að sér fararstjórn hjá Hvíldarkletti í sumar.  Segið svo að ekki sé fiskur í Íslenskri landhelgiSmile.

Sjóstangaveiði í Súgandafirði 

 Lúða er herramanns matur og þessi ætti að duga í matinn fyrir marga herramenn og eðalkonur!

Stórlúða

 

 


Dagur 2 - "prik dagsins"!

Þetta er mjög skemmtilegt.  Í dag ætla ég að tileinka "prikið" (stendur fyrir hrós!), öllu því skemmtilega fólki, sem á undanförnum vikum, hefur gert líf mitt skemmtilegraSmile

Þegar ég byrjaði að blogga í febrúar s.l. datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að "kynnast" svona mörgum og njóta samskiptana, sem hafa verið gefandi, skemmtileg og á stundum "ögrandi".

Aðeins örfáir bloggvinir mínir eru vinir frá mínu fyrra lífi, þ.e. fyrir bloggWink.  Í dag fer ég daglega í heimsókn til flestra þessara vina minna og líður alltaf svo ljómandi vel á eftirJoyful.

Ég hef reynt að vanda valið, og finnst mér hafa tekist vel til fram að þessu.  Það eru fleiri þarna úti, sem mér fyndist spennandi að "kynnast" betur, en allt hefur sinn tíma.  Ég er komin með góðan grunn og á honum mun ég "byggja" framhaldiðSmile

Kæru bloggvinir, "prik dagsins" er tileinkað ykkurWizard

 

ComputerFriendsFunny


Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband