Leita í fréttum mbl.is

Kæru bloggvinir....

Ég þakka ykkur yndisleg viðbrögð við síðustu færslu minni Heart

Hér er myndband sem segir allt um vinskap og væntumþykju meðal ólíkra "tegunda" og finnst mér vel við hæfi að birta það á þessu 1 árs bloggafmæli mínu. 

Lois Armstrong, What a wonderful world: InLove

Love you allInLove


"Litli uppljóstrarinn"

Á morgun er liðið eitt ár frá því að fyrsta bloggfærslan birtist á þessari síðuWhistling.  Eitt ár er ekki langur tími eins og við "fullorðna" fólkið vitum og við höfum líka reynt það á eigin skinni að einn dagur getur valdið straumhverfum í lífi einstaklings.

Róbert í símanum!Fyrsta bloggfærslan mín fékk fyrirsögnina "litli símamaðurinn".  Fræg tilvitnun, en í þessu bloggi mínu var ég nú bara að vitna í langt símtal, sem sonarsonur minn, sem þá var bara 3ja ára átti við borgarstjórann í Reykjavík í litla leikfangasímann sinnCool.  Man einhver lesenda síðunnar hver var borgarstjóri í Reykjavík á þessum tíma?

"Litli símamaðurinn", hinn eini og sanni var starfsmaður Símans, sem tók sig til og upplýsti alþjóð um vafasöm viðskipti innan þess fyrirtækis.  Hann var rekinn.

Nú hefur "litli Toyota maðurinn" gerst sekur um að blogga um það sem honum finnst vafasamur gjörningur hjá stjórnendum Toyata fyrirtækisins.  Hann var rekinn.

Hann getur verið vandrataður meðalvegurinn þegar maður þarf sjálfur að setja sér siðareglur á blogginuUndecided

Mínar siðareglur eru ekki niðurnjörvaðar.  Ég tala lítið um minn vinnustað og ef ég geri það hef ég siðareglur heilbrigðisstarfsfólks í huga.  Ég ræði ekki um einstaka skjólstæðinga mína.  Ég tek þetta reyndar lengra.  Ég reyni að forðast heitar pólitískar umræður á mínum vinnustað, skjólstæðinga minna vegna.

Á þessu eina ári í mínum "bloggferli" hef ég reynt að vanda mína umfjöllun, sérstaklega ef um einstaklinga er að ræða.  Veit ekki hvernig til hefur tekist, um það verða mínir 30.000 gestir sem hafa heimsótt mig hingað inn að dæmaSmile.

Ég er líka gunga, þegar kemur að sumu í umræðunni og tek einfaldlega ekki þátt í því sem mér finnst vafasöm umræðaBlush.  Finnst samt gott að aðrir geti tjáð sig um allt og alla og eru tilbúnir að taka afleiðingunum sem því fylgir, eins og rætnum athugasemdum o.sv.frv.

Á þessu eina ári hef ég eignast ótrúlega góða bloggvini og samskiptin við þá hafa gefið mér mikið.  Suma þessara bloggvina minna finnst mér ég þekkja persónulega, þótt ég hafi þá aldrei augum litið.  Að sjálfsögðu finnst mér skemmtilegra að lesa hjá skoðanabræðrum- og systrum, en get samt alveg virt skoðanir annarra, þótt þeir séu ekki sammála mér, enda væri veröldin ekki jafn skemmtileg ef allir væru alltaf sammálaJoyful.

En það er þetta með "litla Toyota manninn".  Ég held ég hefði ekki haft kjark til að blogga um þessa siðblindu yfirmanna hans.....en ég hefði ugglaust komið þessum upplýsingum á framfæri á annan hátt.  Ég dáist af kjarki hans og réttsýni en geri mér jafnframt grein fyrir því að "nýja Ísland" með heiðarleika og gagnsæi verður ekki til á einni nóttu.

Halldóri Kristni Björnssyni óska ég velfarnaðar í nútíð og framtíð og vona að stjórnendur Toyota fyrirtækisins láti þessa opinskáu umfjöllun um lélegt siðgæði þeirra sér að kenningu verða.

Á þessu ársafmæli bloggsíðunnar minnar vil ég þakka bloggvinum mínum frábæra samfylgd og hlakka til áframhaldandi uppbyggjandi samskipta í framtíðinniHeart.

 


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira vald til hins almenna kjósanda. Gott mál.

Ég hlakka til að sjá væntanlega útfærslu á því að tekið verði upp persónukjör í kosningum til Alþingis.  Það er stutt til næstu kosninga og ég efast um að það takist að stofna til nýrra framboða.  En ef það tekst þá þurfa þeir einstaklingar sem þar veljast til forystu helst að vera þekktir af fyrri verkum sínum svo þeir nái þeirri athygli sem þarf.

Núverandi þingmenn hafa baðað sig í misbjörtu sviðsljósinu og munu eflaust vilja halda því áfram.  Fæstir þeirra hafa heyrt kröfurnar um að breytinga sé þörf.  Þeir taka þær alla vega ekki til sín.  Oddvitar flokkanna eru í forystusveit flokkanna og falla því undir það sem ég vil kalla úrelta stjórnmálamenn, sem þurfa hvíld.  Ég vil nýtt fólk í forystu allra flokka og það á við um það fólk sem kemur til með að leiða lista síns flokks/framboðs.

Ég var að fara yfir það með vinkonu minni á dögunum hverjir hefðu leitt lista flokkanna hér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar og ég get með sanni sagt að ég gæti ekki kosið einn einasta þeirraCrying

Þess vegna verður fróðlegt að vita hvort við hinir almennu kjósendur getum breytt vali flokksbundinna eða hvort valið verður einfaldlega alfarið fært í okkar höndSmile.

Stefnuskrár flokkanna ættu auðvitað að vera okkur kjósendum nóg, en það skal bara viðurkennast að við lestur á stefnuskrám hinna ýmsu flokka kemur í ljós að þær eru ansi keimlíkar.  Alla vega hvað þá málaflokka varðar sem ég fylgist mest með.  Þess vegna er persónan sem valin er til að framfylgja stefnunni svo nauðsynleg og alls ekki sama hver er. 

Annars er ég opin fyrir hugmyndum í átt að raunverulegum breytingum.  Verð að viðurkenna að ég fékk hálvegis velgju að horfa á suma af "gömlu" pólitíkusunum í umræðunum á Alþingi í kvöld Sick


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....en valið á utanþingsráðherrum var rétt :)

Mikið svakalega leist mér vel á nýju "utanþingsráðherrana" í Kastljósi kvöldsins.  Skemmtileg tilbreyting að vera laus við pólitískan áróður í annarri hverri setningu.

Ekkert fum og ekkert fát og þau stökkva fullsköpuð og fagleg inn í ráðherraembætti, sem þingmenn hafa talið sig eiga og litið á sem stöðuhækkun í gegnum tíðina.

Það er örugglega engin tilviljun að maður skilur betur mál þeirra, sem hafa vit á því sem um er rættSmile

Þingmenn eiga að vera þverskurður þjóðarinnar - þeir eiga að semja lög - þeir eiga að vera löggjafavald.  Ráðherrar eru með framkvæmdavaldið, þeir eiga að veljast á eins faglegum forsemdum og kostur er.  Ég er sátt við valið á þessum "utanþingsráðherrum"......alla vega enn sem komið erWhistling


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyklavöld heimilana vonandi tryggð:)

ny_rikisstjorn.jpgÉg er nokkuð sátt við nýja ríkisstjórn, tel hana vera það besta sem við getum fengið í þeirri slæmu stöðu sem þjóðin er í um þessar mundir.

Mínir uppáhalds stjórnmálamenn úr báðum ríkisstjórnarflokkunum eru komnir með ráðherraembætti.  Jóhanna í brúnni og Katrín Jakobs í Menntamálin.

Námsmenn hljóta að fagna því að sú er tekur við lyklavöldum í Menntamálaráðuneytinu er það ung að hún man ennþá þau baráttumál sem hún sjálf tók virkan þátt í á sínum Röskvu árum. 

Til hamingju með daginn Katrín JakobsdóttirWizard

Tveir utanþings ráðherrar, sem flestum ber saman um að séu vandaðir og óháðir einstaklingar.  Frábært skref, sem sýnir að einhverjir hafa hlustað á góð ráð mótmælenda.

Öllum ráðherrunum óska ég velfarnaðar í starfi.   Persónulega hefði ég viljað að þau fengju að starfa aðeins lengur en í þessa þrjá mánuði fram að kosningum því það tekur tíma að koma sumum breytingum í gegn.  Eins hefði verið ákjósanlegt að gefa nýjum framboðum aðeins meiri tíma til undirbúnings.

En kannski er líka ágætt að það skuli vera pressa á pólitíkusunum sjálfum til að klára þau verk sem koma heimilunum á réttan kjöl.

Það eru erfiðir tímar framundan og vonandi verða þessi lyklaskipti í ráðuneytunum til þess að íbúðareigendur haldi sínum lyklum. 


mbl.is Lyklaskipti í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stattu þig Jóhanna :)

johanna_sigur_ardottir.pngÉg vil byrja á því að óska Jóhönnu Sigurðardóttir til hamingju með væntanlegt hlutverk.  Sem forsætisráðherra verður hún í "bílstjórasætinu"Smile.

Einhverjar sögusagnir eru einnig um að hún muni halda Félagsmálaráðuneytinu og er hún þá komin í óskastöðu félagsmálafrömuðarinsWink.

Fréttir herma einnig að í stól fjármálaráðherra verði settur annar málsvari félagshyggju, sem getur illa sett sig í andstöðu við við skoðanir Jóhönnu í félagslegu tillitiWhistling.

Heilbrigðisráðherrann ku verða einn mesti málsvari fólks í umönnunargeiranum svo það gætu orðið "spennandi og skemmtilegir" tímar framundan í kjarabaráttu heilbrigðisstarfsfólksW00t.

Vér jarðbundnir skynjum þó alvarlega stöðu þjóðarinnar og setjum væntingar í bakpokann í bili.  Erum vön því og bök okkar orðin ansi breið og sterk eftir áratuga átroðning frjálshyggjunnarPinch.

Heimilið er hornstein hvers þjóðfélags.  Endurreisn þeirra er forsemda þess að við getum byrjað uppbyggingu réttláts samfélagsHeart.

Mikið rosalega voru utanþingsmennirnir, Viðar Þorsteinsson og dr. Andrés Magnússon góðir í Silfri Egils í dagWhistling


mbl.is Skjaldborg slegið um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17. mótmælafundurinn á Austurvelli.

kristrun_i_lit_650838.jpgAmma, hvenær má ég eiginlega fara að mótmæla með þér?  Ég veit alveg hvað kreppa er sagði Kristrún Amelía 8 ára við mig í kvöld meðan ég beið eftir fréttum af stjórnarmyndun, sem urðu hálf rýrar.

Myndir af friðsælum Austurvallar mótmælum liðu um skjáinn á túpusjónvarpinu mínu og ungfrúin tjáði ömmu sinni hvað Kreppa væri.  Kreppa er svona menn, sem ráða í bönkunum, sem hafa stolið öllum peningunum okkar og farið með þá til útlanda og falið þá og svo vanhæf ríkisstjórnWink

Hvernig veistu svona mikið? spurði ég stærsta fjörkálfinn minn.  Iss, það vita þetta allir, krakkar líka en samt megum við ekki mótmælaW00t

Er að velta því fyrir mér hvort ekki sé óhætt að fara með hana á morgun og hlusta á Lögreglu- og Þjóðkórinn, sem ætla að troða upp á 17. "mótmælafundinum" á AusturvelliWhistling  Hei, hei, jibbý, jibbý......

Veit ekki hvort ég á að vera að tjá mig einhver ósköp um þá biðstöðu, sem komin er í stjórnarmyndunarviðræður.  Finnst þetta allt hálf undarlegt og ýldufílan af gömlu klækjabrögðunum, sem einkenna pólitíkusa, nýja og gamla veldur manni ógleðiSick

Kannski fæ ég ósk mína uppfyllta fyrr en varir.  Kannski verður utanþingstjórn að veruleika, vegna þess að pólitíkusarnir sitja fastir í sandkassanum sínumSmile

Ég ætla ekki að missa af 17. mótmælafundinum á morgun kl. 15:00 og hlakka til að hlusta á Katrínu Snæhólm bloggvinkonu, sem hefur verið að skrifa hvern snilldarpistilinn á fætur öðrum undanfarið.

Áður nefndir kórar munu hefja upp raust sína fyrir og eftir ræðuhöld.

Ávörp og ræður:

  • Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
  • Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
  • Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur

 

Fundarstjóri er Hörður Torfason

 


mbl.is Þjóðkórinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir skópu velferðarsamfélagið?

Þessi frétt um lokun/fækkun hjúkrunarrýma á Landakoti fór alveg fram hjá mér þar sem ég var önnum kafin við hjúkrun/umönnun á eldri borgurum þegar hún var birt.  Svona fréttir stoppa náttúrulega stutt á forsíðu fréttavefsFrown

Það er makalaus andskoti að við skulum reglulega þurfa að fara í gegnum þessa umræðu.  Hversu gamlir ætli þeir einstaklingar séu sem taka þessar ákvarðanir?

Ætli þeir séu það ungir að "ellin" sé þeim fjarlæg sem himintunglin?  Ætli þeir séu það gamlir að þeir séu sjálfir "munaðarlausir"? Ætli þeir geri sér ekki grein fyrir að röðin komi einhvertíma að þeim sjálfum?

Af hverju ætli þeim sem með fjármuni ríkisins fara finnist alltaf réttlætanlegt að skera niður útgjöld vegna aldraðra einstaklinga?

Aldraðir Íslendingar eru þeir sem lengst hafa borgað í sameiginlegan sjóð ríkisins.  Þeir sem eru aldraðir í dag unnu bókstaflega baki brotnu við að skapa það velferðarþjóðfélag sem við töldum okkur vera.

Það voru ekki aldraðir Íslendingar sem komu okkur í þá stöðu sem við erum í þessa dagana....það voru afkomendur þeirra í 2. og 3ja ættlið, sem það gerðu og hafi þeir skömm fyrir.

Ég viðurkenni fúslega þá skuld, sem ég hef gagnvart öldruðum Íslendingum, en ég neita alfarið þeirri skuld, sem fjárglæframenn og vita vonlaust opinbert eftirlitskerfi hefur sett á mínar herðar. 

Aldraðir Íslendingar eiga skilið áhyggjulaust ævikvöld, þeir hafa unnið fyrir því. 

 


mbl.is Deildum lokað á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar Framsókn??

Ég hef enga trú á að Framsókn sé með einhverja "alvöru" úrslitakosti....þeir hafa varla efni á því.  Þegar upp er staðið er allt betra í þeirra augum en að vera í stjórnarandstöðu því þeir kunna það ekkiWhistling

En það má ekki líta út fyrir að ... "They´d do anything"........

 

Mikið rosalega yrði ég pirruð ef þessi örflokkur næði að stoppa af væntanlega bráðabirgðastjórnAngry


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæliskveðja!

Ómar Daníel nýfæddur 28.01.83Yngri drengurinn minn er orðinn 26 ára gamall.  Ótrúlegt en satt.  Hann fæddist á fæðingadeild Landsspítalans þann 28. janúar 1983 kl. 19:50.  Hann var 3726 gr. að þyngd og 52 cm. að lengdHeart

Elsku litli velkomni gullmolinn minn fékk nafnið Ómar Daníel strax við fæðingu.  Við foreldrarnir völdum þetta fallega nafn með tilliti til þess að enski hluti fjölskyldu hans gæti borið fram nafnið hans án vandkvæðaSmile

Við bjuggum á Kjalarnesinu á þessum tíma.  Þetta var mikill snjóavetur, þannig að komu hans var beðið í Faxatúninu hjá Anne og fjölskyldu í heila viku áður en hann ákvað daginn þessi elskaInLove

 

SkýrnardagurinnHann var síðan tekin í kristinna manna tölu í Brautarholtskirkju á skýrdag þetta sama ár í yndislegri athöfn hjá Sr. Gunnari Kristinssyni. 

Fyrir utan fjölskyldu og vini sóttu athöfnina flestallir íbúar Arnarholts.  Sú mikla gleði sem skein í gegnum tárvot augu þessara vina/skjólstæðinga okkar er mér mjög minnisstæð.  Gleðin yfir því að fá að taka virkan þátt í þessari gleði okkarHeart

Skírnarvottar voru amma og afi, Guðjóna Albertsdóttir og Jón Valdemarsson.  Tengsl Ómars Daníels við þau voru alltaf ljúf og góð á meðan þeirra naut viðHeart

 

 

Jón Eric og Ómar DaníelEitthvað var stóri bróðir, Jón Eric ekki alveg sáttur við þessa við þessa viðbót við fjölskylduna svona fyrst um sinn en það lagaðist fljótlega.  Sennilega vegna þess að ekki fór mikið fyrir litla prinsinum og þegar athygli hans fór að skerpast varð stóri bróðir náttúrulega skemmtilegastur af öllumSmile

 

ÓD, the musicmanÁ Kjalarnesinu vorum við fyrstu 9 mánuðina eftir að Ómar Daníel fæddist og ég naut þess að vera heimavinnandi húsmóðir með 2 yndislega stráka.  Ómar Daníel dafnaði vel og var síkátur strákurInLove 

Svo lá leiðin til Akraness og á þessari mynd er hann sennilega að hlusta á Water baby´s, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum.  

Eins og áður sagði var samband Ómars Daníels við ömmu og afa í Súgandafirði afar náið og ljúft og hann saknaði þess alltaf að hafa þau ekki nálægt sér.  En hann átti ráð við því.  Hann ákvað að finna staðgenglaWink

ÓD í símanumÉg man ekki hvað hann var gamall þegar hann bankaði uppá hjá eldri konum á Vesturgötunni okkar og spurði þær hvort þær væru ekki til í að vera ömmur hans, sem gæfu honum kleinur og pönnsur svona stundumWhistling  Hann gæti nefnilega ekki farið í heimsókn til ömmu og afa í Súgandafirði, það væri svo langt í burtu.  Konurnar tóku vel í þetta en ég vissi ekki af þessu fyrr en löngu seinna.....þegar ég hafði sjálf kynnst þeimGrin  En svo var náttúrulega slegið reglulega á þráðinn til ömmu og afa á SuðureyriHeart

ÓD Cheeríos maðurÞað sætir furðu hve vel þessi drengur hefur dafnað, því á tímabili var hann svo mikill gikkur að ég var farin að velja mat sem ég vissi að hann borðaði.  Fiskur var vondur....nema þessi bleiki (lax).  Kjöt var vont nema að það væri súpermansósa með (jafningur) o.sv.frv. En....Cheerios gat hann borðað þessi elska.....í öll mál ef hann hefði fengið að ráðaCool

ÓD ásamt 6. flokki karlaEn Ómar Daníel dafnaði vel.  Hann elskaði íþróttir og æfði bæði fótbolta og badminton.  Fótboltinn varð samt hans aðalíþrótt, sem er ekki skrítið í þeim mikla fótboltabæ, sem Akranes erSmile

Liðið hans gerði það gott á hinum ýmsu fótboltamótum, sem haldin voru vítt og breytt um landið.  Á hópmyndinni er hann annar frá hægri.

ÓD, knattspyrinmaður ársins!

 

Ómar Daníel fékk þá umsögn hjá þjálfara sínum að hann væri ein af þessum perlum í hópíþróttum sem nauðsynlegar eru í hverju liði.  Alltaf tilbúin að hvetja og hrósa félögum sínum.  Hinn sanni íþróttamaður.  Hann var valin knattspyrnumaður ársins hjá ÍA í 6. flokki karlaWizard

Við fluttum til Reykjavíkur árið sem Ómar Daníel varð 15 ára.  Hann kláraði grunnskólann í Vogaskóla og undi sér þar vel.  En strákarnir í Vogaskóla voru ekki í fótbolta, svo hlé var gert á þeirri iðkun.

ÓD með ömmu Jónu jólin 1996Þegar við komum til Reykjavíkur voru amma og afi frá Súganda komin þangað líka svo samgangur varð mikill og góðurHeart

Þessi mynd með ömmu Jónu er reyndar tekin jólin fyrir ferminguna hans árið 1996.

Pabbi og Ómar Daníel  2000

 

 

En myndin af Ómari og Nonna afa er tekin árið 2000.  Þeir voru miklir félagar með svipaðan húmor...eða allavega skildu þeir hvers annars húmorWink

 

 

Ég veit þetta er orðin svolítil langloka hjá mér elsku drengurinn minn, en ég get bara ekki hættTounge

ÓD, Guðrún og Róbert SkúliÍ dag er "litli" drengurinn minn orðinn ráðsettur fjölskyldumaður.  Hann er í sambúð með Guðrúnu Helgadóttir og saman eiga þau gáfaða, flotta rokkarann Róbert SkúlaHeart

Hann stundar nám við Iðnskólann í Hafnarfirði og er búsettur á Keili, þar sem Guðrún stundar nám.  Ég vona að Nýja Ísland taki þeim vel að námi loknu, Því ekki vil ég missa þau úr landi til frambúðarHeart.

 

 

ÓD og Róbert SkúliLitli fótboltastrákurinn minn er orðin fullorðinn og er jafn ljúfur pabbi og hann hefur alltaf verið sem sonurHeart

Elsku hjartans Ómar Daníel, ég óska þér innilega til hamingju með daginn.  Megi framtíð þín vera björt og gjöfulHeart

I love you baby InLove

happy_birthday_782588.gif

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband