Leita í fréttum mbl.is

Meira vald til hins almenna kjósanda. Gott mál.

Ég hlakka til að sjá væntanlega útfærslu á því að tekið verði upp persónukjör í kosningum til Alþingis.  Það er stutt til næstu kosninga og ég efast um að það takist að stofna til nýrra framboða.  En ef það tekst þá þurfa þeir einstaklingar sem þar veljast til forystu helst að vera þekktir af fyrri verkum sínum svo þeir nái þeirri athygli sem þarf.

Núverandi þingmenn hafa baðað sig í misbjörtu sviðsljósinu og munu eflaust vilja halda því áfram.  Fæstir þeirra hafa heyrt kröfurnar um að breytinga sé þörf.  Þeir taka þær alla vega ekki til sín.  Oddvitar flokkanna eru í forystusveit flokkanna og falla því undir það sem ég vil kalla úrelta stjórnmálamenn, sem þurfa hvíld.  Ég vil nýtt fólk í forystu allra flokka og það á við um það fólk sem kemur til með að leiða lista síns flokks/framboðs.

Ég var að fara yfir það með vinkonu minni á dögunum hverjir hefðu leitt lista flokkanna hér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar og ég get með sanni sagt að ég gæti ekki kosið einn einasta þeirraCrying

Þess vegna verður fróðlegt að vita hvort við hinir almennu kjósendur getum breytt vali flokksbundinna eða hvort valið verður einfaldlega alfarið fært í okkar höndSmile.

Stefnuskrár flokkanna ættu auðvitað að vera okkur kjósendum nóg, en það skal bara viðurkennast að við lestur á stefnuskrám hinna ýmsu flokka kemur í ljós að þær eru ansi keimlíkar.  Alla vega hvað þá málaflokka varðar sem ég fylgist mest með.  Þess vegna er persónan sem valin er til að framfylgja stefnunni svo nauðsynleg og alls ekki sama hver er. 

Annars er ég opin fyrir hugmyndum í átt að raunverulegum breytingum.  Verð að viðurkenna að ég fékk hálvegis velgju að horfa á suma af "gömlu" pólitíkusunum í umræðunum á Alþingi í kvöld Sick


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nýtt þjóðfélag kallar á nýtt fólk til forystu.

Ég tek því undir með þér, mér fannzt enda grátkór bæði stjórnarliða sem & stjórnarandstöðu báðum fylkíngum til vanza.

Þingmenn vorir eru ekki að sjá hverjum klukkan glymur.

Segjum þeim til í vor.

Steingrímur Helgason, 5.2.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var akkúrat það sem ég vildi sagt hafa Steingrímur.....fór bara lengri leiðina  Takk fyrir.

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við skulfum ekki á Austuvelli til einskis...

Hólmdís Hjartardóttir, 5.2.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei Hólmdís, sumir virðast hafa hlustað

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi gefur hæft og gott fólk sig fram í nýju framboði fyrir kosningarnar í vor. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2009 kl. 00:55

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við munum alla vega halda vöku okkar Jóna mín

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 01:03

7 Smámynd:

Já merkilegt hvað "minn flokkur vill" ætlar að vera langlíft þrátt fyrir pottaskellina

, 5.2.2009 kl. 09:15

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég bíð spennt eftir að sjá hvort persónukjörið næst inn fyrir kosningar.

Hæpið en ég vona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 10:14

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Best að láta frambjóðendur vita að pottarnir og sleifarnar hafa ekkert verið læst inni í skáp. Þau má taka upp aftur hvenær sem er.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 10:27

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gætum við ekki númerað fólkið þegar við kjósum, svona topp 10-63?

Rut Sumarliðadóttir, 5.2.2009 kl. 11:46

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg kæru vinir.  Ég ætlaði að vera í "bloggfríi" í dag en gengur eitthvað illa að halda mig frá tölvuskrattanum

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 13:13

12 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigrún mín. Byltingin er hafin en henni er langt ífrá lokið.  Baráttukv til þín. kv.Sirrý.... Jebb svo er það þetta með tölvuna og heimilisverkin

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.2.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband