Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Munu Bretar taka af okkur ómakið?

....og fangelsa ísl. fjárglæframennina?

Munu þeir finna fjársjóðina, sem komið hefur verið undan?

Getur verið að forsemda þess að Bretar geti rannsakað hrun íslensku bankanna sé hin umdeilda hryðjuverkalöggjöf?

Getur verið að Darling/Brown hafi vitað meira um spillingu ísl. fjárglæframanna en þeir hafa gefið upp?

Getum við ekki betur treyst "óvilhöllum" rannsóknaraðilum?

Af hverju var reiði ísl. stjórnvalda bara í nösunum á þeim þegar kom að umfjöllun um hryðjuverkalögin?

Af hverju ræddi ísl. forsætisráðherrann aldrei við Darling/Brown vegna hryðjuverkalöggjafarinnar?

Var það sæmandi ísl. forsætisráðherra að fara bara í fýlu, þegar við blasti gjaldþrot ísl. þjóðarinnar?

Og að allt öðru;  Hvaða einstaklingum ætla núverandi stjórnvöld að bjarga með frumvarpi um greiðsluaðlögun?

Hvað líður því frumvarpi og öllum öðrum aðgerðum til bjargar ísl. heimilum?


mbl.is Íhuga rannsókn á bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn eiga að skammast sín....

ragnhei_ur_lafsdottir.jpgOg hún lét þá heyra það sómakonan Ragnheiður Ólafsdóttir, nýr varaþingmaður Frjálslynda flokksins eins og sjá má hér.  Tók mér það bessaleyfi að linka á myndbandið inni hjá Láru HönnuSmile.

Er það kannski svona fólk sem við eigum að skima eftir í kosningabaráttunni?  Fólk með bein í nefinu og sem er löngu vaxið upp úr sandkassaleikjum litlu strákanna, sem eru nýskriðnir af skólabekk.

Þetta var hressandi og til eftirbreytni.  Takk fyrir Ragnheiður.

 

 

 

p.s.  Annars voru framboðsfundirnir fyrir vestan algjör snilld og þaðan hefur maður sennilega þennan óbilandi áhuga á pólitíkWhistling


mbl.is Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfnað verk þá hafið er....

....en af hverju 1. júní?  Hvernig hljómaði nú aftur eftirlaunafrumvarpið, sem síðast var lagt fram á alþingi?  Man einhver?

Ingimundur hættur, Eiríkur hættir en Davíð mun væntanlega sitja meðan meðan Bessastaðabóndinn situr.  Er það ekki málið?

Svo er það nefndin sem sett var á fót til að segja okkur það sem við höfum alltaf vitað.  Niðurstaða; Eigendur bankanna og bankastjórar, eru ábyrgir fyrir hruni þeirra og  stjórnvöld sinntu ekki eftirlitshlutverki sínu nægilega velW00t

 


mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólk er góð...líka í Kanada!

Hvort ætli sé nú lífvænlegra, blaðaútgáfa á fallandi fæti eða mjólkandi uppistandandi beljur?  Beljurnar að sjálfsögðu.  Mikið er nú Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf. heppin að það er ennþá eftirspurn eftir forstjórum í okkar nýorðna bláfátæka landi.  Ég óska honum velfarnaðar í starfi og vona að enn um sinn verði einhverjir búsettir hér, sem muni hafa efni á að kaupa sér lífsnauðsynlegar mjólkurafurðir.

Ég er ennþá að velta fyrir mér viðtali við nýjan félagsmálaráðherra, sem var hræð yfir góðmennsku og vinarþeli Kanadamanna í fréttum RÚV í gærkvöldi.  Ætli nýi félagsmálaráðherrann sé fyrirfram búin að gefast upp við þau áform að koma hér atvinnulífinu í gang, svo við missum ekki "fagfólkið" okkar úr landi.  Hún ætlar alla vega að taka vel á móti Kanadamönnum og auðvelda þeim leitina að íslenskum flóttamönnum.

Kanadamenn vilja íslenskt fagfólk í vinnu og eru tilbúnir að greiða þeim götuna, sem þangað vilja koma.  Þeir leita að vinnufúsum höndum, ekki forstjórum eða þesskonar afætum.  

Ég er sjúkraliði, eldri sonur minn er málari og sá yngri er að læra rafvirkjun.  Kanadamenn leita að fólki eins og okkur....við munum íhuga tilboð þeirra vandlega, ásamt fjölda annarra Íslendinga, sem eru ekki tilbúnir að láta loka sig af í skuldafeni af völdum fjárglæframanna. 

Við erum öll komin með upp í kok af málæði misvitra stjórnmálamanna, sem gera ekkert annað en að máta sig við vilja kjósenda í komandi kosningum.

Nýr félagsmálaráðherra hefur á sínum laaanga stjórnmálaferli talað nógu fjálglega um hvað þurfi að gera til að koma til móts við þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu.  Sér hún lausn í því að vinnufúsar hendur flytji til annarra landa og að sameiginlegur velferðarsjóður rýrni í hlutfalli við það.

Hvernig ætli mjólkurafurðir bragðist í Kanada? Wink


mbl.is Einar Sigurðsson frá Árvakri til MS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

???

Getur það verið að allir póstar stjórnkerfisins hafi verið skipaðir "óvitum"? 

Væri kannski ráð að fá leikskólakennara til að tala þá til sem ennþá sitja?

Af hverju ætli hugtakið "landráð af gáleysi" komi upp í hugann?

Ætli við komum til með að sitja uppi með alla pólitísku óvitana eftir næstu kosningar? 

Ætli við Íslendingar getum sótt um sem pólitískir flóttamenn í einhverju góðu og siðmenntuðu landi?


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8. febrúar - afmæliskveðja!

Ég fékk skemmtilegt símtal einn daginn í vikunni, það var eitthvað á þessa leið;

Amman:  Halló

Róbert Skúli:  viltu koma í afmælið mitt á sunnudaginn klukkan 3?  Ég á sko afmæli, þú veistJoyful

Amman:  Já, já, elsku drengurinn minn, það vil ég gjarnan.  En ég kem kannski svolítið of seint af því ég er að vinna á sunnudaginn....en ég kem bara þegar ég er búin að vinna, er það ekki í lagi?

Róbert Skúli: Jú, en amma, þú þarft að koma með afmælispakka, það þarf að gera það skoWink

Amman: Að sjálfsögðu kem ég með pakka.  Hvað langar þig í í afmælisgjöf?

Róbert Skúli: Ha..Woundering

Amman:  Hvað á ég að hafa í afmælispakkanum?

Róbert Skúli:  Ég veit það ekki.....bara eitthvað sem mig langar íWhistling 

robert_skuli_vei_ir_til_matar.jpgTil afmælisveislu þér amma er boðið,

með afmælispakka með þér.

Hann hefur  ei orðalagið loðið,

hann er samkvæmur sjálfum sér.

 

 robert_skuli_me_aflann_2_789851.jpg

Amman í afmæli haskar sér,

afmælispakkinn er klár,

Róbert  Skúli mun ráða för hér,

rogginn og ei lengur smár.

robert_skuli_me_aflann_1_789852.jpg

 

Fjörugur, frábær drengur er,

fjögurra ára í dag.

Í samkvæmið safnar hann heilum her,

sem syngja hans afmælislag.

 

 

 

 

 

Þótt Róbert Skúli sé veiðikló mikil, er ég ekki viss um að hann bjóði upp á fisk í boðinu sínu.  Amman þurfti bara að nota þessar "eldgömlu" myndir þar sem foreldrasettið er orðið svo lélegt við að uppfæra heimasíðuna hansWink (þaðan sem hún hefur nælt sér í ófáar perlurnar)Heart

Auðvitað mun Róbert Skúli bjóða upp á kökuhlaðborð, því hann er flottastur!

 

InLoveInLoveInLoveInLove

 

afmaeliskaka_roberts_skula.gif

Elsku ljúfi strákurinn minn, til hamingju með 4ra ára afmælið þittWizard

Ég mæti í veisluna minn kæri......með pakkaWhistling

Amma elskar þigInLove


Baráttan er ekki búin.

Ég er nokkuð viss um að Ingimundur Friðriksson er vammlaus og heilsteyptur maður.  Ég minnist þess að í lok október skrifaði ég pistil, þar sem ég lýsti því yfir að mig langaði til að hitta manninn og fá mér mjólkurglas með honum yfir léttu spjalli.  Held að hann hafi reynt að vera með smá andóf gegn Konungnum í Svörtuloftum en hafi nú endanlega gefist uppSideways.

Hvað Eiríkur Guðnason er að hugsa er erfitt að segja til um og Davíð Oddson er náttúrulega óútreiknanlegur og koma þá kennsluaðferðir gamla stærðfræðikennarans míns á Núpi að jafnlitlum notum og þær gerðu þá;  "Þorsteinn, ég skil ekki" - "það er ekkert að skilja bara kunna Sigrún mín"Undecided taka 2; "Þorsteinn ég kann ekki"Errm - "það er ekkert að kunna Sigrún mín, bara skilja"W00t

En andófi "þjóðarinnar" er langt í frá lokið.  Við þurfum að halda vöku okkar nú sem aldrei fyrr.  Stjórnmálamenn mega ekki halda að með þeim breytingum sem við náðum fram með búsáhaldabyltingunni séum við orðin södd og sæl.  Það er langt í frá.  Við viljum breytt þjóðfélag, önnur gildi en verið hafa í fyrirrúmi og réttlátara samfélag.

18. mótmæla- og samstöðufundurinn verður haldinn á Austurvelli kl. 15:00 í dag.  Ég vona að mæting verði góð, því oft var þörf en nú er nauðsyn.  Ég er því miður að fara á kvöldvakt og vona ég því að einhver sem þetta les og hafði ekki hugsað sér að fara, drífi sig að stað og standi þá líka pliktina fyrir migSmile

Ræðumenn dagsins eru hlustunar virði:

  • Laufey Ólafsdóttir, formaður einstæðra foreldra
  • Andrés Magnússon, geðlæknir

Fundarstjóri er: Hörður Torfason.

Að lokum vil ég benda á frábæran pistil eftir Valgeir Skagfjörð, sem hægt er að lesa á blogginu hennar Láru Hönnu.  Þessi pistill ætti að hreyfa við þeim sem halda að byltingin sé yfirstaðinWhistling

 

 

 


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru bloggvinir....

Ég þakka ykkur yndisleg viðbrögð við síðustu færslu minni Heart

Hér er myndband sem segir allt um vinskap og væntumþykju meðal ólíkra "tegunda" og finnst mér vel við hæfi að birta það á þessu 1 árs bloggafmæli mínu. 

Lois Armstrong, What a wonderful world: InLove

Love you allInLove


"Litli uppljóstrarinn"

Á morgun er liðið eitt ár frá því að fyrsta bloggfærslan birtist á þessari síðuWhistling.  Eitt ár er ekki langur tími eins og við "fullorðna" fólkið vitum og við höfum líka reynt það á eigin skinni að einn dagur getur valdið straumhverfum í lífi einstaklings.

Róbert í símanum!Fyrsta bloggfærslan mín fékk fyrirsögnina "litli símamaðurinn".  Fræg tilvitnun, en í þessu bloggi mínu var ég nú bara að vitna í langt símtal, sem sonarsonur minn, sem þá var bara 3ja ára átti við borgarstjórann í Reykjavík í litla leikfangasímann sinnCool.  Man einhver lesenda síðunnar hver var borgarstjóri í Reykjavík á þessum tíma?

"Litli símamaðurinn", hinn eini og sanni var starfsmaður Símans, sem tók sig til og upplýsti alþjóð um vafasöm viðskipti innan þess fyrirtækis.  Hann var rekinn.

Nú hefur "litli Toyota maðurinn" gerst sekur um að blogga um það sem honum finnst vafasamur gjörningur hjá stjórnendum Toyata fyrirtækisins.  Hann var rekinn.

Hann getur verið vandrataður meðalvegurinn þegar maður þarf sjálfur að setja sér siðareglur á blogginuUndecided

Mínar siðareglur eru ekki niðurnjörvaðar.  Ég tala lítið um minn vinnustað og ef ég geri það hef ég siðareglur heilbrigðisstarfsfólks í huga.  Ég ræði ekki um einstaka skjólstæðinga mína.  Ég tek þetta reyndar lengra.  Ég reyni að forðast heitar pólitískar umræður á mínum vinnustað, skjólstæðinga minna vegna.

Á þessu eina ári í mínum "bloggferli" hef ég reynt að vanda mína umfjöllun, sérstaklega ef um einstaklinga er að ræða.  Veit ekki hvernig til hefur tekist, um það verða mínir 30.000 gestir sem hafa heimsótt mig hingað inn að dæmaSmile.

Ég er líka gunga, þegar kemur að sumu í umræðunni og tek einfaldlega ekki þátt í því sem mér finnst vafasöm umræðaBlush.  Finnst samt gott að aðrir geti tjáð sig um allt og alla og eru tilbúnir að taka afleiðingunum sem því fylgir, eins og rætnum athugasemdum o.sv.frv.

Á þessu eina ári hef ég eignast ótrúlega góða bloggvini og samskiptin við þá hafa gefið mér mikið.  Suma þessara bloggvina minna finnst mér ég þekkja persónulega, þótt ég hafi þá aldrei augum litið.  Að sjálfsögðu finnst mér skemmtilegra að lesa hjá skoðanabræðrum- og systrum, en get samt alveg virt skoðanir annarra, þótt þeir séu ekki sammála mér, enda væri veröldin ekki jafn skemmtileg ef allir væru alltaf sammálaJoyful.

En það er þetta með "litla Toyota manninn".  Ég held ég hefði ekki haft kjark til að blogga um þessa siðblindu yfirmanna hans.....en ég hefði ugglaust komið þessum upplýsingum á framfæri á annan hátt.  Ég dáist af kjarki hans og réttsýni en geri mér jafnframt grein fyrir því að "nýja Ísland" með heiðarleika og gagnsæi verður ekki til á einni nóttu.

Halldóri Kristni Björnssyni óska ég velfarnaðar í nútíð og framtíð og vona að stjórnendur Toyota fyrirtækisins láti þessa opinskáu umfjöllun um lélegt siðgæði þeirra sér að kenningu verða.

Á þessu ársafmæli bloggsíðunnar minnar vil ég þakka bloggvinum mínum frábæra samfylgd og hlakka til áframhaldandi uppbyggjandi samskipta í framtíðinniHeart.

 


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira vald til hins almenna kjósanda. Gott mál.

Ég hlakka til að sjá væntanlega útfærslu á því að tekið verði upp persónukjör í kosningum til Alþingis.  Það er stutt til næstu kosninga og ég efast um að það takist að stofna til nýrra framboða.  En ef það tekst þá þurfa þeir einstaklingar sem þar veljast til forystu helst að vera þekktir af fyrri verkum sínum svo þeir nái þeirri athygli sem þarf.

Núverandi þingmenn hafa baðað sig í misbjörtu sviðsljósinu og munu eflaust vilja halda því áfram.  Fæstir þeirra hafa heyrt kröfurnar um að breytinga sé þörf.  Þeir taka þær alla vega ekki til sín.  Oddvitar flokkanna eru í forystusveit flokkanna og falla því undir það sem ég vil kalla úrelta stjórnmálamenn, sem þurfa hvíld.  Ég vil nýtt fólk í forystu allra flokka og það á við um það fólk sem kemur til með að leiða lista síns flokks/framboðs.

Ég var að fara yfir það með vinkonu minni á dögunum hverjir hefðu leitt lista flokkanna hér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar og ég get með sanni sagt að ég gæti ekki kosið einn einasta þeirraCrying

Þess vegna verður fróðlegt að vita hvort við hinir almennu kjósendur getum breytt vali flokksbundinna eða hvort valið verður einfaldlega alfarið fært í okkar höndSmile.

Stefnuskrár flokkanna ættu auðvitað að vera okkur kjósendum nóg, en það skal bara viðurkennast að við lestur á stefnuskrám hinna ýmsu flokka kemur í ljós að þær eru ansi keimlíkar.  Alla vega hvað þá málaflokka varðar sem ég fylgist mest með.  Þess vegna er persónan sem valin er til að framfylgja stefnunni svo nauðsynleg og alls ekki sama hver er. 

Annars er ég opin fyrir hugmyndum í átt að raunverulegum breytingum.  Verð að viðurkenna að ég fékk hálvegis velgju að horfa á suma af "gömlu" pólitíkusunum í umræðunum á Alþingi í kvöld Sick


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband