Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

....en valið á utanþingsráðherrum var rétt :)

Mikið svakalega leist mér vel á nýju "utanþingsráðherrana" í Kastljósi kvöldsins.  Skemmtileg tilbreyting að vera laus við pólitískan áróður í annarri hverri setningu.

Ekkert fum og ekkert fát og þau stökkva fullsköpuð og fagleg inn í ráðherraembætti, sem þingmenn hafa talið sig eiga og litið á sem stöðuhækkun í gegnum tíðina.

Það er örugglega engin tilviljun að maður skilur betur mál þeirra, sem hafa vit á því sem um er rættSmile

Þingmenn eiga að vera þverskurður þjóðarinnar - þeir eiga að semja lög - þeir eiga að vera löggjafavald.  Ráðherrar eru með framkvæmdavaldið, þeir eiga að veljast á eins faglegum forsemdum og kostur er.  Ég er sátt við valið á þessum "utanþingsráðherrum"......alla vega enn sem komið erWhistling


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyklavöld heimilana vonandi tryggð:)

ny_rikisstjorn.jpgÉg er nokkuð sátt við nýja ríkisstjórn, tel hana vera það besta sem við getum fengið í þeirri slæmu stöðu sem þjóðin er í um þessar mundir.

Mínir uppáhalds stjórnmálamenn úr báðum ríkisstjórnarflokkunum eru komnir með ráðherraembætti.  Jóhanna í brúnni og Katrín Jakobs í Menntamálin.

Námsmenn hljóta að fagna því að sú er tekur við lyklavöldum í Menntamálaráðuneytinu er það ung að hún man ennþá þau baráttumál sem hún sjálf tók virkan þátt í á sínum Röskvu árum. 

Til hamingju með daginn Katrín JakobsdóttirWizard

Tveir utanþings ráðherrar, sem flestum ber saman um að séu vandaðir og óháðir einstaklingar.  Frábært skref, sem sýnir að einhverjir hafa hlustað á góð ráð mótmælenda.

Öllum ráðherrunum óska ég velfarnaðar í starfi.   Persónulega hefði ég viljað að þau fengju að starfa aðeins lengur en í þessa þrjá mánuði fram að kosningum því það tekur tíma að koma sumum breytingum í gegn.  Eins hefði verið ákjósanlegt að gefa nýjum framboðum aðeins meiri tíma til undirbúnings.

En kannski er líka ágætt að það skuli vera pressa á pólitíkusunum sjálfum til að klára þau verk sem koma heimilunum á réttan kjöl.

Það eru erfiðir tímar framundan og vonandi verða þessi lyklaskipti í ráðuneytunum til þess að íbúðareigendur haldi sínum lyklum. 


mbl.is Lyklaskipti í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stattu þig Jóhanna :)

johanna_sigur_ardottir.pngÉg vil byrja á því að óska Jóhönnu Sigurðardóttir til hamingju með væntanlegt hlutverk.  Sem forsætisráðherra verður hún í "bílstjórasætinu"Smile.

Einhverjar sögusagnir eru einnig um að hún muni halda Félagsmálaráðuneytinu og er hún þá komin í óskastöðu félagsmálafrömuðarinsWink.

Fréttir herma einnig að í stól fjármálaráðherra verði settur annar málsvari félagshyggju, sem getur illa sett sig í andstöðu við við skoðanir Jóhönnu í félagslegu tillitiWhistling.

Heilbrigðisráðherrann ku verða einn mesti málsvari fólks í umönnunargeiranum svo það gætu orðið "spennandi og skemmtilegir" tímar framundan í kjarabaráttu heilbrigðisstarfsfólksW00t.

Vér jarðbundnir skynjum þó alvarlega stöðu þjóðarinnar og setjum væntingar í bakpokann í bili.  Erum vön því og bök okkar orðin ansi breið og sterk eftir áratuga átroðning frjálshyggjunnarPinch.

Heimilið er hornstein hvers þjóðfélags.  Endurreisn þeirra er forsemda þess að við getum byrjað uppbyggingu réttláts samfélagsHeart.

Mikið rosalega voru utanþingsmennirnir, Viðar Þorsteinsson og dr. Andrés Magnússon góðir í Silfri Egils í dagWhistling


mbl.is Skjaldborg slegið um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband