19.2.2008 | 13:37
Fyrrverandi leiðtogar!
Ég var að hlusta/horfa á Jón Baldvin Hannibalsson í hádegisviðtalinu á stöð 2. Allir hafa skoðun á þessum ágæta manni, líka ég. Það má . því hann hefur sjálfur skipað sér á bekk, sem opinber persona.
Mér hefur yfirleitt, fundist hann skemmtilegur, en oft hrokafullur og montinn. Í dag fannst mér hann vera þetta allt.
Jón Baldvin hlýtur að hafa verið skemmtilegur kennari, og hefur örugglega ekki átt í vandræðum með að vekja áhuga á námsefninu. En miðað við hvað honum finnst hann vera svakalega klár, er alveg ótrúlegt að undir hans forystu skyldi Alþýðuflokkurinn gamli verða að smáflokki.
Mér sýnist að staðan sé sú í dag að allir gömlu fjórflokkarnir eigi sinn djöful að draga og að allir séu þeir komnir með sína gömlu formenn í hálfgerða andstöðu við núverandi yfirlýsta stefnu flokkanna eins og þeir líta út í dag.
Vofa Davíðs Oddsonar er yfir og allt í kring hjá Sjálfstæðismönnum!
Framsóknarmenn hafa átt við þennan vanda síðan Steingrímur Hermannsson, steig niður fyrir Halldór Ásgrímsson og allir vita hvern hug Guðni Ágústsson ber til fyrirvera síns.
Jón Baldvin hefur í einhver skipti komið, glottandi, með vinsamlegar ábendingar til Ingibjargar Sólrúnar, sem að hans mati er varkár, en hún ætti ekki að velkjast í vafa um hvað hann myndi gera!
Síðast en ekki síst er Margrét Frímannsdóttir, f.v. formaður gamla Alþýðubandalagsins, himinlifandi yfir að vera ekki í daglegu sambandi og argaþrasi við sína fyrrverandi samflokksmenn, sem í dag skipa forystusveit Vinstri Grænna!
Er það nokkuð skrítið að stofnað sé til nýrra stjórnmálaflokka með reglulegu tímabili hér í landi konungborinna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 18:05
Mér finnst rigningin góð...
Mikið rosalega getur verið leiðinlegt að liggja í flensu! Á morgun er komin vika frá því ég fór í að liggja þetta úr mér, 6 dagar frá því ég fór á fúkkalyf og ennþá hósta ég. Magavöðvar sárir af hóstaáreynslu, en ég á samt ekki von á því að þeir hafi styrkst nokkuð við þetta
ekki alveg réttu æfingarnar. Hef það samt á tilfinningunni að ég fari að skríða saman og geti mætt á aðalfund Súgfirðingafélagsins á morgun.
Á meðan ég hef legið, hefur snjórinn horfið, sem betur fer. Ég hef ekki verið mikil snjómanneskja eftir að ég fullorðnaðist, sem er kannski ekkert skrítið eftir að hafa alist upp á kafi í snjó öll mín æskuár.
Snjór getur verið fallegur, þegar hann er nýfallinn og hreinn, en í bílaborg eins og Reykjavík er, verður hann fljótt skítugur og ljótur.
Sólin á þessum árstíma, fer líka svolítið í pirrurnar á mér. Hún er svo lágt á lofti, að hún blindar hina bestu bílstjóra og svo lýsir hún beint inn um stofugluggann hjá manni og beinir augum manns að rykinu, sem ekki stóð til að dusta fyrr en með vorinu! Mætti ég þá biðja um Spillirinn góða, sem hlífir okkur Súgfirðingum fyrir svona hættulegum uppljóstrunum.
Já, mér finnst rigningin góð, eins og nágrannar mínir á Ísafirði sungu forðum daga.
Bloggar | Breytt 17.2.2008 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2008 | 13:29
Að viðhalda fátækt!
Jaja, mál eru farin að skýrast!
Ég veit ekki hver lágmarkslaun eru hjá fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi, en miðað við auglýst lágmarkslaun verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði munu lágmarksgrunnlaun þeirra skjólstæðinga ekki ná núgildandi lágmarksframfærlu fyrr en á árinu 2010! Og eitthvað mun nú framfærslukostnaður hækka fram að þeim tíma.
Jú, jú, svo er biðlað til stjórnvalda um einhverja skattalækkun, en það er bara þannig að jafnvel þeir tekjulægstu vilja taka þátt í uppbyggingu á grunnþjónustu samfélagsins og vilja fæstir láta líta á sig sem ölmusuþega.
Í ríku velferðarþjóðfélagi eins og við teljum okkur vera hlýtur það að vera lágmarkskrafa að útborguð lágmarkslaun séu hærri en viðurkenndur lágmarks framfærslukostnaður.
![]() |
Samningur undirritaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 21:33
Lágmarksframfærsla!
Athyglisverð auglýsinga herferð, sem Verkalíðfélagið Hlíf í Hafnarfirði stendur fyrir þessa dagana, en þar eru settar fram spurningar sem hljóma einhvernvegin svona:
1)
Er réttlátt að skattleggja laun, sem eru kr. 125.000.- á mánuði þegar lágmarksframfærsla er kr. 170.000.- á mánuði?
2)
Er einhver á móti því að lágmarkslaun verkafólks hækki úr kr. 125.000.- í kr. 155.000.- á mánuði?
Ég vil nú byrja á því að óska Verkalýðsfélaginu Hlíf til hamingju með að vera búið að reikna út lágmarks framfærslugrunn! Það var kominn tími til að einhver gerði það.
Reyndar finnst mér það grundvallar mannréttindi að til verði opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur, þar sem kjör eru skilgreind, sem duga eiga til lágmarksframfærslu. Lágmarkslaun og almannatryggingabætur eiga aldrei að vera lægri en viðurkennd framfærslumörk.
Mér finnst það því skjóta skökku við, þegar Verkalýðsfélag setur fram launakröfur þar sem lágmarksgrunnlaun eiga að vera kr. 155.000.- á sama tíma og þeir segja okkur að lágmarksframfærsla einstaklings sé ekki undir kr. 170.000.-
Ég fæ dæmið ekki til að ganga upp. Þarna vantar í fyrsta lagi kr. 15.000.- upp á að grunnlaunin nái lágmarksframfærslu og síðan á eftir að taka ýmislegt af þessum grunnlaunum s.s. skatta, lífeyrissjóð og svo maður gleymi nú ekki stéttarfélagsgjöldunum!
Halló Hafnarfjörður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2008 | 21:38
Lesið í þögnina!
Einhvern vegin finnst mér hin þrúgandi þögn annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segja meira um stöðuna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, en vandræðalegar samhengislausar og ofnotaðar setningar Vilhjálms Þ. á furðulegasta blaðamannafundi íslandssögunnar í dag.
Tilskipun dagsins í Valhöll var: Axlið ábyrgð, fylgið foringja ykkar, hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Þeim líkaði þessi tilskipun augsýnilega verr og flúðu vandræðaskapinn.
Það sitja náttúrulega allir borgarfulltrúarnir 15 í ábyrgð upp að öxlum!
Hvaðan ætli þverpólitíski Tjarnarkvartettinn taki við tilskipunum? Vilja ekki vera memm!! Ætli það sé kannski skilyrt við borgarstjórastólinn? Það skyldi þó ekki vera.
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2008 | 22:00
Ekki á vísan að róa....
Hver hefur ekki orðið fyrir því að plön fara úrskeiðis?
Ég var fyrir lifandis löngu síðan búin að ákveða að fara á Þorrablótið. Ekki bara af því að hjá mér er þetta náttúrulega skyldumæting, þar sem ég er í stjórn félagsins, heldur var tilhlökkun mín búin að vera mikil og ekkert fengi mig stöðvað að mæta á svæðið.
Til þess að vera nú alveg viss um að þurfa ekki að vinna þessa helgi, sem er að öllu jöfnu vinnuhelgin mín, þá pantaði ég vetrarfríið með það fyrir augum að komast örugglega á blótið.
Á mínum vinnustað er boðið upp á flensusprautu, sem ég þáði og taldi mig því gulltryggða þegar hátíð gengi í bæ.
En á föstudagskvöldið fann ég að ekki var allt með felldu, beinverkir, óvenju mikill og harður hósti, nasakvef og annar krankleiki.
En á blótið skyldi mæta. Fór í apótekið, og byrgði mig upp á allskonar hóstasaft, slímlosandi, hóstastillandi og verkjalyfjum. Tók því svo rólega fram eftir laugardeginum, leit aðeins við í afmæli hjá ömmustráknum en hóstaðist þaðan út klukkutíma seinna.
Á Þorrablótið mætti ég fyrst allra, og fékk mér meðal (Whisky) á barnum og taldi mér trú um að ég væri tilbúin í herlegheitin. Og herlegheit voru það! Þorrablótið tókst einstaklega vel og öll þau skemmtiatriði sem boðið var upp á voru í einu orði sagt fullkomin.
Minni karla og kvenna voru í höndum heiðurshjónanna Ingrid Kuhlman og Eyþórs Eðvarðssonar og eins og þeirra var von og vísa, slógu þau bæði í gegn með sínum frábæra húmor. Það verður erfitt að feta í þeirra fótspor, þannig að mér finnst bara spurning um að við fastráðum þau.
Jói Kristjáns (Sandari) átti það erfiða hlutverk að troða upp í kjölfar þeirra hjóna. Ég verð nú að segja að ég hafði svolitlar áhyggjur af mínum gamla skólabróður en hann sannaði það þarna af hverju hann er einn af fremstu skemmtikröftum þjóðarinnar. Hann átti salinn!
Svenni bróðir stjórnaði samkomunni af mikilli röggsemi, en eins og hann sagði þá var nú meiningin að hann yrði bara aðstoðarmaður Snorra Sturlusonar við veislustjórn, en Snorri var veðurtepptur heima á Suðureyri.
Þorrablótið tókst fullkomlega og eiga Sigurþór, formaður og Róbert, stjórnarmaður bestu þakkir skildar, en þeir áttu veg og vanda að öllum undirbúningi.
Metþátttaka var, en uppselt var nokkrum vikum fyrir blót. Það er auðséð að þessum ungu mönnum í stjórninni er að takast að höfða til yngri kynslóðarinnar, því aldrei áður hefur verið svona mikið af ungu fólki á þorrablóti Súgfirðingafélagsins. Annars var aldursdreifingin nokkuð góð frá 18 ára til 80! En allt þetta unga flotta fólk yndisleg viðbót í félagsskapinn.
Þrátt fyrir slappleika, tókst mér samt að halda þetta út fram yfir miðnætti, en síðan hef ég bara legið og ætla að gera það áfram þar til heilsan batnar.
Bloggar | Breytt 12.2.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2008 | 14:08
Fjörðurinn minn!
Að alast upp í litlu einangruðu sjáfarþorpi eins og Suðureyri við Súgandafjörð voru forréttindi.
Súgandafjörður er lítill þröngur fjörður á norðanverðum Vestfjörðum mitt á milli Önundarfjarðar, sem er sunnan megin og Skálavíkur/Bolungavíkur í Ísafjarðardjúpi, sem er norðan megin. Fjörðurinn er S-laga og Suðureyrin er sunnan megin í firðinum og í skjóli fyrir sterkum úthafsvindum. Enda er varla lognsælli fjörð að finna á hinum lognsælu Vestfjörðum.
Á fögrum sumardögum var um ½ klst. akstur til Ísafjarðar, sem við kölluðum jafnan höfuðstað Vestfjarða og svipuð vegalengd var til Flateyrar í Önundarfirði. Á snjóamiklum vetrum, var eina leiðin frá firðinum okkar sjóleiðin, þannig að segja má að að við höfum í raun verið innlyksa í 6 8 mánuði á ári. Það var bara ekkert verið að þvælast að ástæðulausu.
Djúpbáturinn Fagranes kom reyndar til okkar vikulega með hinar ýmsu nauðsynjavörur, s.s. Mjólk, brauð, póstinn, og dagblöðin!
Strandferðaskipin Esja og Hekla komu að mig minnir líka vikulega á leið sinni kringum landið. Aðrar samgönguleiðir voru ekki fyrir hendi. Á sjöunda áratugnum bættist svo snjóbíllinn við, sem varð gífurlega mikil samgöngubót og öryggistæki.
Við þessar aðstæður uxum við úr grasi, púkarnir á Suðureyri alveg fram að komu Vestfjarðaganganna, sem liggja frá Skutulsfirði í norðri til Önundarfjarðar í suðri með afleggjara til Súgandafjarðar í miðjum göngum.
Fullorðna fólkið vann flest við björgun sjáfaraflans og þegar mikið lá við fengum við púkarnir líka að taka þátt í þessum björgunarstörfum! Það var ekki leiðinlegt, fengum stundum frí í skólanum, til að taka þátt í þessum björgunarstörfum og pening í ofanílag!
En á meðan fullorðna fólkið vann, baki brotnu við þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, lékum við púkarnir lausum hala að því að við töldum, án alls eftirlits og skemmtum okkur konunglega. Seinna komst maður að því að fullorðna fólkið var alltaf með einhvern á útkikkinu til að passa uppá að við færum okkur ekki að voða. Segja má að þeir fullorðnu hafi gert með sér samkomulag um að ala okkur upp í sameiningu, þótt endanleg ábyrgð væri að sjálfsögðu foreldra hvers og eins.
Menningarlíf var undir íbúunum sjálfum komið og ég verð að segja að það var ansi gott á þeim árum sem ég var að alast upp. Alltaf eitthvað um að vera. Skátafélagið Glaðherjar undir stjórn Bigga í Botni, stóð undir nafni, haldnir voru reglulegir skátafundir og farið var í útilegur á sumrin, og meira að segja fóru Abbi bróðir og Dúddi frændi á Jamboree til Grikklands!
Íþróttafélagið Stefnir, stóð fyrir hinum ýmsu íþróttaiðkunum og mótum, og farið var árlega á héraðsmótin, sem venjulega voru haldin að Núpi í Dýrafirði. Þar kynntumst við Súgfirsku púkarnir öðrum vestfirskum púkum og háðum við þá keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Barnastúkan Vísir nr. 71, var undir stjórn Sigrúnar Sturludóttur á þessum tíma og þar voru einnig reglulegir fundir, þar sem ungdómurinn var m.a. æfður í leiklist og upplestri, jú og templaraheitinu!. Barnablaðið Æskan var gefin út af templarahreyfingunni og við vorum flest áskrifendur.
Árshátíð barnaskólans, hét á þessum tíma Barnaskemmtun. Hver einasti nemandi skólans hafði hlutverk og tók því alvarlega! 1. bekkur fór með stökur. Bekkurinn stóð í skeifulaga hring á sviðinu og síðan varð hver og einn að stíga fram á mitt svið og fara með sína stöku! Uppskriftin: Standa beinn í baki og horfa á götin á veggnum á móti, þar sem kvikmyndavélarnar fyrir bíósýningar eru! Þannig komst maður hjá því að horfa á allt fólki í salnum!
Fullorðna fólkið var líka með sitt félagslíf. Leikfélagið Hallvarður Súgandi, setti upp leiksýningar á hverjum vetri, og ferðaðist jafnvel til annarra nágrannafjarða á vorin, svo fleiri fengju að njóta. Kvenfélagið Ársól bauð árlega til Sólarkaffis í félagsheimilinu, þar sem fagnað var komu fyrstu sólargeislanna á eyrina það árið.
Sjómannadags ballið, gamlárskvölds ballið, 2. hvítasunnu ballið og síðast en ekki síst Þorra og Góublótin. Á Þorrablótin, sem haldin voru annað hvert ár buðu konurnar í þorpinu körlum sínum til blóts og sáu um alla framkvæmd og skemmtiatriði. Um Góublótin sem haldin voru hitt árið sáu karlarnir í þorpinu. Þessi siður tíðkast enn þann dag í dag og eru að sögn þeirra sem til þekkja bestu skemmtanir ársins!
Við púkarnir fengum að sjálfsögðu ekki að taka beinan þátt í þessum blótum fullorðna fólksins, en án okkar hefðu þau ekki getað þetta! Því um leið og púki komst á pössunaraldurinn var maður bókaður í barnapössun! En það væri efni í annan pistil.
Í kvöld stendur Súgfirðingafélagið í Reykjavík fyrir þorrablóti. Það verður án efa hin besta skemmtun, þar sem ungir og eldri Súgfirðingar, búsettir á Reykjavíkursvæðinu og nálægum byggðalögum, munu koma saman, rifja upp gamla tíma og nýja , rækta gömlu vinaböndin, skemmta sér og njóta samverunnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 12:39
Hann á afmæli í dag!
Róbert Skúli er 3ja ára í dag!
Til hamingju með afmælið elsku stóri strákur!
Á morgun blæs hann til veislu! Ég mæti!
Það er á svona tímamótum, sem við gamla fólkið erum minnt á hvað tíminn líður hratt.
Hjá yngra fólkinu silast tíminn áfram og alltaf er verið að bíða eftir næstu tímamótum.
Kannski ekki hjá þessum allra yngstu, en um leið og tímaskynið fer í gang er farið að bíða!
Fyrst er það alvöru skólinn, svo kannski fermingin, næst er það framhaldsskólinn og bílprófið og svona mætti áfram telja. Það er svo ekki fyrr en um þrítugsaldurinn, sem tíminn fer að rjúka frá manni og maður fer að velta fyrir sér hvort maður hafi tíma til að klára hitt og þetta, sem stefnt hafði verið að!
Að verða mamma er yndislegt og þroskandi, það eru tímamót, sem aldrei gleymast. Allan þroskaferil barnsins er maður að læra á barnið/börnin og móðurhlutverkið er endalaus lærdómur, sem enginn lærir fullkomlega.
Að verða amma, er einnig yndislegt og þroskandi (maður hættir aldrei að þroskast!), en ömmuhlutverkið er að sjálfsögðu öðruvísi. Nú stendur maður á hliðarlínunni og reynir að vera til staðar, þegar á þarf að halda.
Elsku Ómar Daníel og Guðrún, til hamingju með Róbert Skúla! Þið eruð að standa ykkur frábærlega í foreldrahlutverkinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 21:03
Hetjan mín!!!
Svandís Svavarsdóttir var hetjan mín fyrir u.þ.b. þremur mánuðum síðan! Í kvöld horfði ég á Kastljósið og velti því fyrir mér hvað hefði komið fyrir þennan mikla vörð siðgæðis og réttlætis.
Ég á ekki orð og ætti þess vegna ekki að vera tjá mig, en geri það nú samt!
En .málið er að þótt myndast hafi þverpólitísk samstaða hjá borgarfulltrúum um að jarða málið og lofa svo betri vinnubrögðum í framtíð, þá sitjum við vanmáttugir borgarbúar og kjósendur þessara þverpólitísku borgarfulltrúa með óbragð í munni.
Þau fundu það út, eftir að hafa velt við öllum steinum, að þau hefðu öll á einhverjum tímapunkti gerst samsek í framvindu þessa gerspillta REI-máls.
þverpólitísku borgarfulltrúarnir treysta sér ekki að þessu sinni til að draga neinn til ábyrgðar! En boða betri og gegnsærri vinnubrögð!
Þetta fólk er kosið til ábyrgðar en þarf samt ekki að axla ábyrgð þegar á hólminn er komið!
Um hvað snúast stjórnmál? Er þetta endalaus sandkassaleikur?
Bloggar | Breytt 8.2.2008 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 02:16
Fjársjóður - Menningarverðmæti!
Og ekki einu sinni falin fjársjóður.
Við Súgfirðingar verðum ævinlega þakklát okkar gamla sóknarpresti.
Sr. Jóhannes Pálmason var sóknarprestur okkar Súgfirðinga í 30 ár frá árinu 1942 1972.
Allan þann tíma skráði hann sögu okkar í myndum og reyndar líka í rituðu máli.
Myndavéla eign var ekki algeng á þessum árum, þannig að þessar myndir eru einstakar og mynda samfellda sögu og þroska okkar Súgfirðinga á þessum árum.
En myndirnar hans Sr. Jóhannesar, væru sennilega bara í einhverjum kössum, ef sonur hans Pálmi hefði ekki tekið sig til eitt árið, sorterað þær og skannað þær síðan í tölvutækt form!
Og við megum njóta!
Hægt er að nálgast myndirnar hans Sr. Jóhannesar á heimasíðu Súgfirðingafélagsins í Reykjavík www.sugandi.is og á vefnum "Sjávarþorpið Suðureyri" www.sudureyri.is
Takk fyrir kæri fermingarbróðir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson