Leita í fréttum mbl.is

Mér finnst rigningin góð...

Mikið rosalega getur verið leiðinlegt að liggja í flensu!  Á morgun er komin vika frá því ég fór í að liggja þetta úr mér, 6 dagar frá því ég fór á fúkkalyf og ennþá hósta ég.  Magavöðvar sárir af hóstaáreynslu, en ég á samt ekki von á því að þeir hafi styrkst nokkuð við þetta…ekki alveg réttu æfingarnar.  Hef það samt á tilfinningunni að ég fari að skríða saman og geti mætt á aðalfund Súgfirðingafélagsins á morgun.Sigrún í snjógöngum

Á meðan  ég hef legið, hefur snjórinn horfið, sem betur fer.  Ég hef ekki verið mikil ”snjómanneskja” eftir að ég fullorðnaðist, sem er kannski ekkert skrítið eftir að hafa alist upp á kafi í snjó öll mín æskuár.

Snjór getur verið fallegur, þegar hann er nýfallinn og hreinn, en í bílaborg eins og Reykjavík er, verður hann fljótt skítugur og ljótur.

Sólin á þessum árstíma, fer líka svolítið í pirrurnar á mér.  Hún er svo lágt á lofti, að hún blindar hina bestu bílstjóra og svo lýsir hún beint inn um stofugluggann hjá manni og beinir augum manns að rykinu, sem ekki stóð til að dusta fyrr en með vorinu!  Mætti ég þá biðja um Spillirinn góða, sem hlífir okkur Súgfirðingum fyrir svona “hættulegum” uppljóstrunum.

Já, mér finnst rigningin góð, eins og nágrannar mínir á Ísafirði sungu forðum daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú mátt til með að fara ekki of snemma af stað eftir flensuna, skelfinlegt ef þér slær niður. Farðu vel með þig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.2.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Góðan bata Sigrún mín, hér er snjórinn að mestu leyti farinn nema þar sem stærstu skaflarnir voru og svolítið eftir í fjöllunum. Ég var að spá í hvar þessi mynd væri tekin, útá Stað kannski? kveðja Halldóra.

Halldóra Hannesdóttir, 17.2.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir góðar bataóskir báðar tvær. 

Halldóra, myndin er af nöfnu minni Jóhannesdóttur (tekin árið 1951) og mér sýnist hún vera tekin fyrir framan Suðureyrar prestsbústaðinn að Aðalgötu 43, þar sem Dóri og Milla áttu heima eftir að prestsbústaðurinn fluttist alveg út á Stað.

Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Ahhh....var prestústaður þar? Já alltaf heyrir maður eitthvað nýtt sem gaman er að, ég man bara eftir Dóra og Millu þar

Halldóra Hannesdóttir, 19.2.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband