26.3.2008 | 17:13
Hvaða kreppa???
Ég er að lesa það út um allt að það sé skollin á kreppa!!! Af hverju hef ég misst? Þarf ekki að ríkja velmegun áður en að kreppan skellur á? Hvar var þessi velmegun?
Það hefur ekki ríkt nein velmegun hjá fólki, sem vinnur við umönnunarstörf, það vita það allir. M.a.s. stjórnmálamenn hafa vitað það lengi og þeir eru nú ekki þekktir fyrir að vera meðvitaðir um ástand mála hjá almúganum.
Fyrir síðustu alþingiskosningar var ekki þverfótað fyrir frambjóðendum, sem hver í kapp við annan létu þá skoðun sína í ljós, að bæta þyrfti kjör starfsfólks í hjúkrunar- og skólageiranum. Uppeldis- og umönnunarstéttir hafi setið á hakanum allt, allt of lengi og laun þessa fólks væru til skammar í samfélagi, sem telur sig vera fyrirmyndarþjóðfélag.
Nú er loksins komið að því. Kjarasamningar þessara stétta eru að renna sitt skeið og í nýjum kjarasamningum á að lagfæra kjörin. M.a.s. menntamálaráðherra sagði nýlega án þess að blikna, að laun kennara þyrftu að hækka umtalsvert. Ekki hef ég heyrt Gulla heilbrigðis, taka svona sterkt til orða, en hann er náttúrulega á fullu í hagræðingunni (einkavæðingunni m.ö.o.), svo einhverjir peningar verði í kassa fjármálaráðherra fyrir komandi kjarasamninga.
Það eru alltaf til peningar í ríkiskassanum þegar byggja þarf sendiráð úti í hinum stóra heimi og líka þegar ráðamenn flengjast um heiminn þveran og endilangan til þess að því er þau segja: kynnast aðstæðum fólks í hinum ýmsu löndum frá fyrstu hendi.
Það eru líka til peningar (t.d. símasölupeningar), þegar byggja þarf nýtt og flott sjúkrahús og fyrir hverjar kosningar er hægt að taka skóflustungur fyrir nýjum hjúkrunarheimilum, sem ekki verður hægt að manna með íslensku fagfólki, vegna þess að launakjörin eru út takt við íslenskan raunveruleika.
En þetta er allt í lagi börnin góð. Það er sko ekkert skollin á kreppa. Ég er bjartsýn og trúi því, þangað til annað kemur í ljós, að þetta sé bara reglubundin fyrirsamningaskjálfti (eins og fyrirtíðaspenna!), sem er nauðsynlegur í samningaferli opinberra starfsmanna. Svona eins og póker, sem getur víst gefið mikið í aðra hönd, ef vel er á spilunum haldið.
ASÍ spilaði af sér, það er alveg augljóst. En það munu menn eins og Ögmundur Jónasson ekki gera, ekki séns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2008 | 17:10
Sinn er siður í hverju landi!
Eða er það ......landi hverju?
Hvernig væri að rýna aðeins í málshætti af gefnu tilefni?
Einn uppáhalds málshátturinn minn hefur lengi verið: Ekki er það einum bót
. Þó annar sé verri!!! Vinkona mín hún Gitta, gaf mér hann fagurlega ritaðan á platta um það leyti, sem ég útskrifaðist úr sjúkraliða náminu. Ekki veit ég hvort þarna leyndust dulin skilaboð til mín, en eitt er víst, ég hef reynt að hafa þennan málshátt að leiðarljósi æ síðan og hangir plattinn á áberandi stað á mínu heimili, mér og öðrum til áminningar!
Á Pálmasunnudag fékk ég litla fjölskyldu í heimsókn, og opnuðum við lítil álegg svona til að koma okkur í smá Páskastemmingu. Ég finn nú bara 2 af þeim málsháttum sem þar voru lesnir upp af þeim 4 sem þarna voru, en þeir voru svona: Betra er autt rúm en illa skipað! Þarna hefur upphaflega meiningin örugglega átt við skipsrúm, en ég hugsa að flestir hugsi nú um hjónarúmið í þessu sambandi í dag en hvort sem við er átt er ég þessum málshætti alveg sammála!
Hinn var svona: Sá sem fleiprar við þig, fleiprar um þig! Þessi er náttúrulega hverju orði sannari og gott að hafa þetta í huga.
Í gærkvöld bættust svo 3 málshættir við að loknu óvæntu matarboði hjá mínum gömlu og tryggustu vinum, Hugrúnu Björk og Bernhard. Við brutum okkur leið inn að málsháttum 3ja Páskaeggja nr. 3 eftir að hafa snætt dýrindis nautalund með öllu tilheyrandi.
Ég man ekki hver fékk hvern, en það skiptir minnstu máli. Nr. 1: Betra er að vera laukur í lítilli ætt, en strákur í stórri! Þetta er sko alveg rétt, sagði garðyrkjufólkið, sem veit allt um sprettu laukanna. Ég var nú ekkert að endurtaka það þarna að ég væri af hinni stóru og merku Arnardalsætt!! Svo er ég líka stelpa
Nr. 2: Tímarnir breytast og mennirnir með! Já, já, þessi er gamall og allir þekkja hann, en ætti hann ekki frekar að hljóma svona: Mennirnir breytast og tímarnir með? Það finnst mér, því tíðarandinn er mannanna verk.
Síðast en ekki síst kom þessi, sem okkur vinunum fannst svo vel við hæfi: Verkfæri eru best ný en vinátta er best gömul!
Ég mun aldrei geta fullþakkað þá góðu og tryggu vináttu, sem Hugrún og Benni hafa sýnt mér í gegnum árin, en koma tímar koma ráð og ég hlakka til að njóta þessarar vináttu um ókomna tíð.
Nú er ráð að linni, kveðja að sinni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2008 | 13:51
Æi.....
Ég sé að yngri sonurinn var ekkert of ánægður með síðustu færslu mína, hefur sennilega ekki húmor fyrir svona "kvenrembu" hjá henni móður sinni, sem hefur nú ekki talið það eftir sér að "þjóna" honum dyggilega í gegnum uppvöxtinn!
Nei, nei, ekki alveg rétt hjá mér. Ómar Daníel hefur alla tíð verið ósköp sjálfbjarga og "þægilegur" í sambúð, enda ekta vatnsberi og ég elska hann
.
Ég vona að allir þeir, sem eru svo heppnir að vera í Páskafríi séu að njóta þess, með sínum nánustu, hvort sem það er í leti og hvíld, eða við skíðaiðkun og annan hamagang í snjóaparadísum Íslands.
Ég mæti á mínar vinnuvaktir, meira af vilja en getu þessa daganna. Er að "drepast" úr verkjum í hægra upphandlegg, en þetta hefst fram yfir Páska vegna frábærs vinnufélaga, sem tekur að sér allar "teygjur og réttur" fyrir mig!
Í næstu viku á ég svo tíma hjá sjúkraþjálfara, sem mun vonandi "kippa þessu í liðinn" fyrir mig, svo ég þurfi nú ekki að vera mikið frá vinnu út af þessum fjára
. Ég er samt ekkert að biðja um neina vorkunn, sei, sei, nei
, því við Elsa mín munum klára þessar vaktir í sátt og samlyndi, við erum vanar því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 11:29
Gleðilega Páska!


Þegar konur eldast.
Grein eftir Hjört Jónsson
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona..
Ég heiti Hjörtur. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína ? hana Hrönn. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Hrönn auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.
Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni.
Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í "Heiðursmannagrillinu" í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.
Áður fyrr var Hrönn vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.
Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.
Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.
Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Hrönn mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast.
En strákar, ef þið hafið lært það af þessari grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast ? lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.
Kveðja,
Hjörtur Jónsson
Athugasemd ritstjóra:
Hjörtur Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi.
Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.
Hrönn konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var
þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Hrannar að Hjörtur hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.
Með bestu kveðjum inn í Páskana til ykkar allra og munið að vera góð við hvert annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 11:07
Það áraði vel......
Þegar ég var ung, var mér sagt að árgangurinn minn heima á Suðureyri hefði fæðst í kjölfar góðrar steinbítsvertíðar. Þess vegna værum við svona mörg! Það áraði semsagt vel til barneigna.
Það fæddust 2 stúlkubörn í minni nærfjölskyldu á því frjósemisári 2007 en engar spurnir hef ég af veiði úr steinbítsstofni. Veit ekki einu sinni hvort steinbíturinn er utan kvóta!
Það áraði örugglega vel til barneigna hér á landi í fyrra, því allt var á blússandi uppsveiflu og OECD var ekki ekki búið að koma upp um skattpíningu barnafólks hér á landi á þeim tíma.
![]() |
Frjósemi eykst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2008 | 00:15
Þær eiga afmæli í dag,
Þær eiga afmæli í dag,
Þær eiga afmæli mæðgur,
Þær eiga afmæli í dag!
Ég er orðin alveg skelfilega gleymin á nýja afmælisdaga sem mig langar til að leggja á minnið. Ég veit ekki hvað kom fyrir, því ég man ennþá afmælisdaga flestra bekkjarsystkina minna frá því í barnaskóla og hugsa til þeirra þegar afmælið þeirra er, slæ meira að segja á þráðinn til sumra þeirra þegar þannig liggur á mér!
Ég held að það hafi ekki verið meðvitað hjá sonum mínum að velja sér konur með þetta í huga, en það vill svo heppilega til að báðar tengdadætur mínar eiga afmælisdaga, með tölustöfum, sem greyptir eru í huga minn og lottóval þegar ég man eftir að lotta! Og það sem meira er þá eignuðust þær börnin sín á þannig dögum að ekki ég þarf ekkert að breyta lottótölunum mínum! A.m.k. ekki ennþá!
Guðrún Freyja (Jóns Erics) gerði þetta með stæl! Hún eignaðist Ericu Ósk, yngsta barnabarnið mitt á afmælisdaginn sinn, þann 17 mars fyrir nákvæmlega ári síðan!
Afmælisundirbúningur!
Tígó er greiðsla dagsins!
Þær eiga semsagt afmæli í dag, mæðgurnar Guðrún Freyja og Erica Ósk og ég óska þeim hjartanlega til hamingju með daginn!
Afmælisveislan var haldin með pompi og prakt á laugardaginn. Borðin svignuðu undan kræsingum, sem eldra afmælisbarnið hafði útbúið og sú yngri naut þess að vera miðdepill athyglinnar, ömmur, afi, langamma og langafi, frænkur og frændur, vinir og að sjálfsögðu stóra systir sungu henni afmælissönginn:

Og svo fékk hún aðstoð frá mömmu við að blása á kertið eina!
Það verður auðvitað að viðurkennast að athyglin var meiri á yngra afmælisbarninu í þessari veislu og gjafirnar slógu í mark!
Hún fékk t.d. bíl! (ekki seinna vænna!):
Svo fékk hún stól, sem hún var alveg himinlifandi með! Enda passar hann!!
Amma sá líka stafla af nýjum klæðum, sem ættu að duga út árið, en svo leyndist líka eitt skrautlegt leikfang þarna, sem afmælisbarnið kunni vel að meta:
Nú er bara að halda upp á afmælið hennar Guðrúnar Freyju Ég treysti því að því verði gerð jafn góð skil!
Elsku litla fjölskylda, ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn í dag og framtíðina, Þið eruð yndisleg og ég elska ykkur!
P.s. Ég er löngu búin að afskrifa "lottóvinninginn"! Því ég er forrík af miklu betra ríkidæmi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2008 | 23:45
Núpsskóli í Dýrafirði
Ég skrapp í mat til Hugrúnar vinkonu minnar í kvöld. Við Hugrún vorum bekkjarsystur í heimavistarskólanum að Núpi í Dýrafirði í þrjá vetur á unglingsárum okkar. Við urðum samt engar vinkonur á þeim árum, til þess var breytan sem skildi okkur að of mikil!
Ég var þorpari í orðsins fyllstu merkingu, frá litlu þorpi á miðjum vestfjarðakjálkanum. Yndislegu 500 manna þorpi í fallegum firði, sem ég hef áður lýst hér á síðunni. Ég var semsagt saklaus sveitastelpa, sem lék mér ennþá í hverfu (feluleikur okkar púkanna), snú, snú og yfir. Varalitur var í mínum huga eitthvað sem gömlu konurnar settu á sig þegar þær fóru í kirkju eða á ball!
Hugrún var skvísa frá Reykjavík. Hún var ekta borgarbarn af Freyjugötunni. Ekki veit ég hvernig leikir unglinga í 101 Reykjavík voru á þessum tíma, en Reykjavíkurunglingarnir voru okkur þorpurunum nokkuð forframaðri, bæði í klæðaburði, talsmáta og lífsreynslu!!
Ég man ekki hvort það var Hugrún eða Svala Ólafs, Sem nefndi það einhvern morguninn að hún hefði næstum því sofið yfir sig og hefði rétt náð að mála sig áður en hún kom í tímann og í framhaldi af því upplýsti þessi unga Reykjavíkurmær að út fyrir dyr færi hún ekki ómáluð, ekki einu sinni út í mjólkurbúð!!!
Mála sig! Mjólkurbúð! Vá hvað þær voru eitthvað MIKIÐ öðruvísi en við þorpspúkarnir og lifðu flóknu lífi! Mjólkina fengum við sveitafólkið í brúsa heim að dyrum og kaupfélagið seldi bara eldrauða kerlingavaraliti á þessum tíma.
Þær, Reykjavíkurdömurnar, fengu snyrtivörur, nælonsokkabuxur, tyggjó og jafnvel sígarettur í pökkunum sem þær fengu að sunnan. Við þorpararnir fengum harðfisk og suðusúkkulaði!
En þetta var nú bara fyrsta veturinn. Við komumst fljótlega að því að við vorum allar svipaðar inn við beinið. Við þorpararnir lærðum listina að setja á okkur ælæner, meik, kinna- og varalit. Túbera hárið og heimasaumuðu buxurnar okkar urðu fljótlega líkari buxum Reykjavíkurdamanna. Á þriðja vetri mátti varla sjá hver var þorpari eða hver var borgari.
Við vissum að þegar við færum til Reykjavíkur, ættum við að fara í Silfurtunglið og panta okkur grænan sjartrös á barnum. Breytan á milli okkar jafnaðist út, þorpararnir forfrömuðust en borgarbörnin róuðust. Í sumum tilfellum var það víst svo að Reykjavíkurunglingarnir voru sendir á Núp til að róast og læra. En eitthvað var talið að borgarlífið truflaði viðkomandi unglinga frá hefðbundnu skólanámi.
Í huga okkar Hugrúnar voru árin að Núpi yndislegur tími, sem mótaði okkur mikið. Fyrir hana var Núpsskóli örlagavaldur í hennar framtíð, þar sem hún kynntist sínum ektamaka þar.
Hugsa sér 16 ára á föstu til eilífðar og það gengur bara alveg glimrandi vel hjá þeim Hugrúnu og Benna tæpum 40 árum eftir að þau kynntust á Núpi.
Við Hugrún náðum loksins saman sem vinkonur árið 1976, þegar hún var orðin 2ja barna móðir í sveit (Borgarfirðinum) og ég var nýflutt heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bretlandi. Ég var komin með skilning á þankagangi borgaranna og hún var að upplifa gæði dreifbýlis. Við náðum saman í húmor og hugsun! En Núpsskóli var okkar sameiginlegi grunnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.3.2008 | 13:42
OECD hefur talað.
Sorry Helga, nú bara varð ég! Ég vissi það, ég vissi það. Nú hefur OECD talað, og "félagshyggjuflokkurinn" í ríkisstjórn mun kippa þessu í liðinn.
Þegar ég fer að sjá afgang í launaumslaginu mínu af því að skattar hafa lækkað og launabæturnar, sem lofað var fyrir síðustu kosningar birtast mér í komandi kjarasamningum, mun ég sennilega sjá draum okkar rætast og hitta þig á Ástralskri grund, í sól og sumaryl. Ástralía, sem OECD segir vera fjölskylduvænt ríki og þar sem skattar hafa lækkað jafnt og þétt síðustu ár. Það sögðu þeir alla vega á stöð 2 í hádeginu!
En nú eru bjartir tímar framundan, það er ég handviss um. Þessi skýrsla mun rata inn á borð félagshyggjuaflanna í ríkisstjórninni okkar og málið verður tekið föstum tökum. Samfylkingarmaðurinn Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir skýrsluna áfellisdóm yfir skattstefnu stjórnvalda. Hann hefur nú nýverið fylgst með undirritun kjarasamninga ASÍ félaga og lagt blessun sína yfir þá....kannski hann sé farin að efast um ágæti þessara samninga??
En Helga mín, nú getur þú farið að bóka fyrir okkur heimsóknir á vínyrkju búgarða Ástralíu, því með hækkandi sól hér á klaka, munu laun mín hækka umtalsvert (stjórnmálamennirnir lofuðu því) og skattarnir lækka (ég trú því!!!) eða við getum bara haldið áfram í "draumalandi"!
![]() |
Áfellisdómur yfir skattastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2008 | 10:26
Dear Helga,
Síðunni hefur borist athugasemd, þar sem mér er kurteisilega bent á að íslensk pólitík, sé ekki aðaláhugamál íslendinganna í henni Ástralíu!!!
Þar sem athugasemdin kemur frá einni af þeim vinkonum mínum, sem ég tileinka þessa síðu ætla ég að verða við undirliggjandi ósk hennar og skrifa um eitthvað annað.
Veðrið: Það er ennþá vetur hér, allt landið hvítt af snjó, frekar kalt og bílhurðirnar frosnar aftur á hverjum morgni! Auðvitað er þetta sá árstími, sem ég ætti að vera í góðu yfirlæti í Pearth, með rauðvínsglas í hendi og fylgjast með Helgu og Peter munda stórsteikurnar við grillið!
Skál!
Vinnan: Allt við það sama. Flensan vonandi yfirstaðin og öllum líður þokkalega! Ég verð á vakt alla Páskana, sem er ágætt, því það lyftir laununum aðeins upp fyrir fátækramörk!
Fjölskyldan: Flestir við hestaheilsu, nema Erica Ósk, sem er með leiðindakvef. Það verður tvöföld afmælisveisla á laugardaginn, en þá halda þær mæðgur Guðrún Freyja og Erica Ósk upp á sameiginlegan afmælisdag. Væntanlega breytingar framundan hjá Ómari Daníel og fjölskyldu, þau ráðgera að flytja á Keflavíkurflugvöll í sumar og fara í nám, tala betur um það seinna þegar ég veit meira.
Félagslíf: Ekkert!.....ef frá er talið moggabloggið!
Læt mig dreyma um skreppitúr til Ástralíu, og ég veit að draumar rætast stundum!!!
Annars allt við það sama. Love you all!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2008 | 13:59
ESB aðild?
Með nokkuð reglulegu millibili blossar upp umræðan um Evrópusambandsaðild hér á landi. En þessi umræða er svo yfirborðskennd að ekki er séns fyrir hinn almenna borgara að taka afstöðu. Stjórnmálaflokkarnir eru allir tvístígandi og jafnvel klofnir í afstöðu sinni, ja... nema kannski VG, sem segir þessi mál ekki vera á dagskrá! Stjórnmálamenn, sem ræða þessi mál, virðast vera að því til að sanna sína eigin tilvist í pólitík og eru tilbúnir að tjá sig á miðjum kjörtímabilum, svo allir verði nú búnir að gleyma hvað þeir sögðu þegar kemur að kosningum. Allavega hefur það verið skýrt tekið fram fyrir 2 síðustu alþingiskosningar að kosningarnar snúist ekki um ESB aðild!
Mér finnst alveg komin tími til að umræðan fari að snúast um annað en þá bábilju, að við eigum á hættu að missa sjálfstæðið eða umráðarétt yfir auðlindum okkar. Bændastéttin virðist vera einhuga á móti aðild, en hafa verkamenn verið upplýstir eða spurðir?
Mér fannst því nokkuð hressandi að lesa 2 síðustu blogg verkalýðsforingjans, Guðmundar Gunnarssonar, formanns rafiðnaðarsambandsins, þar sem hann tjáir sig um þessi mál á "mannamáli". Ég er ennþá svo mikill klaufi í blogggjörningum að ég kann ekki að "vísa" á bloggið hans, þannig að þetta verður bara gamaldags tilvísun: gudmundur.eyjan.is
Ég tek það fram að ég er sjálf ekki búin að "taka afstöðu" í þessu stórmáli, finnst ég einfaldlega ekki hafa forsendur til þess. En ég vil upplýsta umræðu á mannamáli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Svíakonungur býður Höllu og Birni í þriggja daga heimsókn
- Hitinn gæti náð 18 stigum
- Hópslagsmál barna og líkamsárás
- Andlát: Gunnlaugur Claessen
- Skipun Ingu í stjórn HMS ekki lögmæt
- Aðför að atvinnulífinu í borginni
- Afleiðingarnar að koma í ljós
- Svolítill djammkarl í vísindum
- Bónus hefur afhent 500 Barnabónusbox
- Neyðist til að opna veitingastaðinn
Erlent
- Úkraínskar drónaárásir lokuðu flugvöllum í Moskvu
- Fannst heil á húfi eftir 63 ár
- Mozart-kúlan á undanhaldi í Austurríki
- Býður ólöglegum innflytjendum 1.000 dali
- OpenAI ekki breytt í fyrirtæki í hagnaðarskyni
- Þrír látnir og níu saknað eftir að bát hvolfdi
- Yfirheyrslur í hryðjuverkamáli standa yfir
- Staðfesta áætlun um að leggja undir sig Gasa
- Fundu kókaín í bananakassa
- Kæra skilgreiningu leyniþjónustunnar