Leita í fréttum mbl.is

ESB aðild?

Með nokkuð reglulegu millibili blossar upp umræðan um Evrópusambandsaðild hér á landi.  En þessi umræða er svo yfirborðskennd að ekki er séns fyrir hinn almenna borgara að taka afstöðu.  Stjórnmálaflokkarnir eru allir tvístígandi og jafnvel klofnir í afstöðu sinni, ja... nema kannski VG, sem segir þessi mál ekki vera á dagskrá!  Stjórnmálamenn, sem ræða þessi mál, virðast vera að því til að sanna sína eigin tilvist í pólitík og eru tilbúnir að tjá sig á miðjum kjörtímabilum, svo allir verði nú búnir að gleyma hvað þeir sögðu þegar kemur að kosningum.  Allavega hefur það verið skýrt tekið fram fyrir 2 síðustu alþingiskosningar að kosningarnar snúist ekki um ESB aðild!  

Mér finnst alveg komin tími til að umræðan fari að snúast um annað en þá bábilju, að við eigum á hættu að missa sjálfstæðið eða umráðarétt yfir auðlindum okkar.  Bændastéttin virðist vera einhuga á móti aðild, en hafa verkamenn verið upplýstir eða spurðir? 

Mér fannst því nokkuð hressandi að lesa 2 síðustu blogg verkalýðsforingjans, Guðmundar Gunnarssonar, formanns rafiðnaðarsambandsins, þar sem hann tjáir sig um þessi mál á "mannamáli".  Ég er ennþá svo mikill klaufi í blogggjörningum að ég kann ekki að "vísa" á bloggið hans, þannig að þetta verður bara gamaldags tilvísun: gudmundur.eyjan.is

Ég tek það fram að ég er sjálf ekki búin að "taka afstöðu" í þessu stórmáli, finnst ég einfaldlega ekki hafa forsendur til þess.  En ég vil upplýsta umræðu á mannamáli.Woundering

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já Hallgerður, ég horfði á Silfrið með "öðru"!  Fékk engan botn í umræðuna, þar sem allir voru að tala ofan í hvern annan og koma sjálfum sér á framfæri, eða það fékk ég á tilfinninguna!  Ég er sammála þér með Guðfinnu, skynsöm kona, sem vonandi nær að koma skikki á liðið við Austurvöll!

Mér finnst bara þessi Evrópusambandsumræða vera á sandkassapalaninu: Af því bara....og svo ekki meir! Þess vegna fannst mér pistill Guðmundar hressandi innlegg, verkalýðsforingi, sem þorir að taka afstöðu og gerir það út frá hagsmunum sinna skjólstæðinga.

Sigrún Jónsdóttir, 10.3.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Rökin með aðild ekki mjög sannfærandi. Erum langt frá því að uppfylla skilyrði þannig að til að byrja með þarf þjóðin/ríkisstjórn að taka til í eigin ranni. Hef ekki tekið afstöðu sjálf en heyrist að þjóðin sé tilbúin að stökkva á þeim forsendum einum að vöruverð muni lækka og vextir. Málið er ekki svona einfald, að mínu mati

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 01:36

3 identicon

Sælar...

Bara ad kvitta fyrir skemmtilega myndaskodun á sídunni tinni.Serlega frá skólafelugunum.

Knús Gurra danmörku

Gudrun Hauksdottir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Guðrún Jóna, þú ert alveg örugglega búin að kynna þér málin betur en ég!  Ég sveiflast svona eins og vindurinn...eða eftir því hver segir hvað eða hver mér finnst trúverðugur.  Þannig er einfaldlega ekki hægt að taka afstöðu að mínu mati.  Helst vildi ég að bæði "liðin" settu fram lista með 20 fullyrðingum, þar sem báðir settu fram rök um kosti þess og galla að ganga í ESB.  Ég gæti kannski stautað mig fram úr því og tikkað við það sem mér finnst vitrænt eða trúverðugt! 

Gurra mín, takk fyrir innlitið.  Verð að benda þér á að lesa um "höfundinn", því ég geri þig að vissu leyti ábyrga fyrir því að ég byrjaði að blogga!

Sigrún Jónsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:47

5 identicon

Hi Sigrun.....

again politics (I think cause I didn't quite understand what you were talking about) but that is ok cause I am all the way here downunder....I did notice, however, the other day you used my favourite word..."FYRRVERANDI"....mmm

HOpe all is good with you.  I do hope that I can write anything in the comments and it doesn't necessarily have to be about what you have written???

Anyway, we are pretty excited here because it is going to rain tomorrow......and a cool 24 degrees.  Have had a really hot summer, not that I mind of course because we can go to the beach.  Bailey loves going to the beach and loves to swim.....he takes after his ommu....

love and hugs to all

xxxxx

Helga Kársdottir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband