Leita í fréttum mbl.is

"Prik dagsins"

Þetta "prikaverkefni" sem ég hef verið að taka þátt í er farið að gera mér lífið leittFrown, og það var nú örugglega ekki tilgangurinn þegar þessari "skemmtun" var ýtt úr vör norður á DalvíkErrm.

En það er ekki upphafsmanninum Júlíusi Júlíussyni að kenna að verkefnið er farið að vefjast fyrir mér, ó nei.  Í alla dag hef ég verið haldin valkvíða vegna tilnefningar til prikagjafar.  Það er um svo marga að veljaWhistling.

Tökum nokkur dæmi:

Ég gæti tilnefnt Ólaf borgarstjóra, fyrir það hvað hann er búin að hanga lengi á bjargbrúnni án þess að láta sparka sér fram af!Woundering

Svo gæti ég tilnefnt Jakob (ekki) Freeman, fyrir að láta sér nægja þessi aumu laun fyrir eitthvað sérverkefni þegar hann að eigin sögn er einn launahæsti "listamaður" landsins að mati Frjálsrar Verslunar.  En hann er góðmenni hann Jakob (ekki) Freeman og ætlar að sópa burtu brunarústum Lækjargötu 2 fyrir klinkWhistling

Svo langaði mig þessi óskup að tilnefna Dorit, sem "gekk í björg" í gær fyrir danska fyrirfólkið, en ég þorði það ekki, vildi ekki pirra Hallgerði bloggvinkonu, sem mér þykir orðið ótrúlega vænt umHeart.

É gæti líka tilnefnt hina ýmsu hópa, sem bloggvinir mínir hafa verið að tilnefna í dag, en ég læt mér nægja að taka undir þeirra tilnefningar af heilum hug.  'Eg er heldur enginn apakötturTounge, ó nei ég vil að mitt prik komi frá mínum hjartarótumHeart.

Þar sem þessi "prikagjafadagur" er alveg að verða búin og ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp í miðju verkefni ætla ég að tileinka öllum þeim, sem halda sönsum og finnst þjóðfélagið í fínu lagi, "prik" þessa fallega sumardagsWizard .  Trúið mér, þeir eru ótrúlega margir þarna útiCool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nú trúi ég þér ekki. - Þeir geta ekki verið margir. - Sko, það er bara ríkisstjórnin, sem finnst þjóðfélagið í fínu lagi. - Hún gæti fengið prikið þitt........en......hún heldur ekki sönsum......þar fór prikið!!!

Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Haraldur eru ekki heil 60% á bak við ríkisstjórnina??

Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

.....trúirðu því líka???........

Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hefur þú séð "varnarpistla" stuðningsmanna, m.a.s. fólks, sem ég hef allaf haldið að væri með fullum sönsum???  Kannski er ég bara "LOST" og allir hinir í góðum málum

Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert ótrúleg, frábært innlegg

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:45

6 identicon

Tú ert bara frábær og skemmtilegur penni

KNús og eigdu gódanndag.

jyderupdrottningin (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:00

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég ætla að gefa þér prik fyrir skemmtilegan pistil Sigrún mín.  Kveðja inn í bjartan dag

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:04

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er með lausn á þessu prikamáli!

Þú getur gert það að reglu að gefa mér prikið - daglega Ég get hangið á þessari spýtu eins og hvað annað.........

Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 10:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég held nú að þessi 60% sem eru á bak við ríkisstjórnina
(ef þeir eru þar) þá af gömlum vana, halda að allt sé gott og fínt.
tek undir með Íu þú færð prikið fyrir góðan pistil.
                   Knús til þín
                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2008 kl. 11:44

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm tek undir prikið til þín Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband