Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
5.5.2008 | 14:23
Prik dagsins fær
Ögmundur Jónasson. Ég er svo hrikalega ánægð með að það séu fleiri en ég sem muna "heitstrengingar" og "kosningaloforð" fyrir síðustu alþingiskosningar. Maðurinn er náttúrulega líka kjörin til að standa vörð um kjör sinna umbjóðenda og það er alltaf gott að sjá þegar fólk er að standa sig í vinnunni sinni
.
Ég gæti náttúrulega gefið mörgum öðrum prik dagsins, en mér skilst að ég hafi alla vikuna til að útdeila mínum "prikum", en Ögmundur kom fyrst upp í huga mér í dag.
![]() |
BSRB ítrekar ósk um fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2008 | 15:52
Afmæliskveðja!
Hún fæddist á Selfossi þann 3. maí, árið 1963, tveimur mánuðum fyrir tímann og vó aðeins 6 merkur. Hún var vafin í bómull, sett í skókassa og svo var brunað með hana suður til Reykjavíkur, á vökudeild Landsspítalans þar sem hún braggaðist vel og útskrifaðist úr sinni fyrstu prófraun á lífsleiðinni. Síðan þetta var hefur hún háð fleiri og annarskonar prófraunir og staðist þær allar með sóma. Í dag er hún 45 ára, yfir 1,70 cm á hæð, 2ja sona móðir og ónæmisfræðingur að mennt.
Ég kynntist henni fyrst í júlímánuði þetta sama ár en þá var ég 10 og ½ árs gömul. Ég fékk það ábyrgðamikla hlutverk að fara í vist hjá stóru systur, móður litla krílisins. Ég sat tímunum saman og horfði á hana og dáðist að henni og af litlu kjólunum hennar, sem mig langaði reyndar mjög mikið til að eiga, því þeir hefðu passað svo vel á dúkkuna mína, hana Jóhönnu.
Þetta 10 og ½ ár sem skildi okkur að í aldri var náttúrulega rosalega mikill aldursmunur fyrstu árin, en mér þótti alltaf ofurvænt um þessa litlu frænku mína.
Þegar ég var 19 ára mun ég hafa sagt henni að ég væri að fara til Englands til að heimsækja Bítlana og svo ætti ég heimboð í te hjá Elísabetu drottningu! 8 ára barnið trúði þessu að sjálfsögðu og gerði það í nokkur ár. Hún spurði alltaf frétta af Bítlum og drottningu þegar við hittumst í fríum frá þessari áralöngu útlegð minni
.
En svo eyddist aldursmunurinn og síðustu 30 árin eða svo, höfum við verið bestu vinkonur. Hún hefur reyndar nokkrum sinnum verið spurð að því hvort hún sé dóttir mín, nú síðast í morgun, þegar við fengum okkur labbitúr í Kringlunni og það er sko í lagi mín vegna. Það er ekki slæmt að vera líkt við þá glæsilegu ungu konu, sem Sigríður Bergþórsdóttir er
.
Elsku frænka og vinkona, ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum. Til hamingju með 45 ára afmælið. Megir þú lengi lifa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2008 | 10:04
1. maí - Mín krafa!
Ég fer bara fram með eina kröfu á þessum baráttudegi verkamanna árið 2008. Þessari kröfu beini ég að stjórnvöldum, samningsaðilum í kjarasamningum og öðrum þeim, sem finnst þeim málið varða.
Krafa mín er þessi:
Ég vil réttlátt þjóðfélag!
Greinargerð:
Lágmarkslaun og almannatryggingabætur þurfa að taka mið af raunverulegri framfærsluþörf, þess vegna þarf að vera til opinber og viðurkennd neysluviðmiðun, sem ákvarðar þann framfærslugrunn sem þarf til að einstaklingar geti lifað lífinu með reisn.
Í dag lifa allt of margir Íslendingar undir fátæktarmörkum. Fátækt er ljótur blettur á okkar þjóðfélagsmynd, sem út á við sýnir ríkidæmi í þotuliðs glansmynd. Fyrir nokkrum misserum síðan kom út skýrsla frá OECD, þar sem fram kom að ekki færri en 5000 íslensk börn lifðu við aðstæður undir fátæktarmörkum. Það var á góðæristímum. Hvað verða þessi börn mörg í "hallærinu", sem margir spá að við séum að ganga inn í?
Þegar talað er um meðaltalstekjur þegnanna gefur það engan veginn rétta mynd af þeirri geigvænlegu tekjuskiptingu sem hér ríkir. Meðaltalslaun bankastarfsmanna gefa til að mynda ekki rétta mynd af tekjuskiptingunni í þeim geira. Ég get vel ímyndað mér að bankagjaldkerinn súpi kveljur þegar hann les um það í dagblöðum hversu langt undir meðaltalinu hans laun eru.
Undanfarin ár höfum við, almennir launamenn látið hafa okkur af fíflum. Stéttlausa samfélagið, sem við gátum státað okkur af er fokið fjandans til. Íslenska þjóðin er orðin stéttskiptari en sjálfur Bretinn.
Ef gengið verður að þessari aumu kröfu minni um Réttlátt þjóðfélag, er það frumskilyrði að taka upp opinbera og viðurkennda neysluviðmiðun, þá yrði eftirleikurinn mun auðveldari fyrir launþega á almennum vinnumarkaði. Þá hefðum við þann grunn, sem við gætum miðað okkur við í launakröfum okkar.
Ég hef aldrei skilið forystumenn verkalýðsfélaga, sem hrópa einhverja tölu út í loftið, sem þeirra kröfu um lágmarkslaun. Þeir segja svo í tveggja manna tali að lágmarkstalan skipti ekki máli, af því að enginn fái hvort sem er greitt eftir henni!!!
Það er bara ekki rétt, því laun svo margra eru miðuð við þessa umsömdu tölu.
Vont og verst
Vont er að láta leiða sig,
leiða og neyða.
Verra að láta veiða sig,
veiða og meiða.
Vont er að vera háð,
verst að lifa af náð.
Gott er að vera fleyg og fær
Frjáls í hverju spori.
Sinnið verður sumarblær,
Sálin full af vori.
Höf. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.
Launþegar til hamingju með daginn. Sýnum samstöðu og tökum þátt í kröfugöngum dagsins um land allt!
![]() |
Kröfuganga frá Hlemmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson