Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
12.3.2008 | 13:42
OECD hefur talað.
Sorry Helga, nú bara varð ég! Ég vissi það, ég vissi það. Nú hefur OECD talað, og "félagshyggjuflokkurinn" í ríkisstjórn mun kippa þessu í liðinn.
Þegar ég fer að sjá afgang í launaumslaginu mínu af því að skattar hafa lækkað og launabæturnar, sem lofað var fyrir síðustu kosningar birtast mér í komandi kjarasamningum, mun ég sennilega sjá draum okkar rætast og hitta þig á Ástralskri grund, í sól og sumaryl. Ástralía, sem OECD segir vera fjölskylduvænt ríki og þar sem skattar hafa lækkað jafnt og þétt síðustu ár. Það sögðu þeir alla vega á stöð 2 í hádeginu!
En nú eru bjartir tímar framundan, það er ég handviss um. Þessi skýrsla mun rata inn á borð félagshyggjuaflanna í ríkisstjórninni okkar og málið verður tekið föstum tökum. Samfylkingarmaðurinn Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir skýrsluna áfellisdóm yfir skattstefnu stjórnvalda. Hann hefur nú nýverið fylgst með undirritun kjarasamninga ASÍ félaga og lagt blessun sína yfir þá....kannski hann sé farin að efast um ágæti þessara samninga??
En Helga mín, nú getur þú farið að bóka fyrir okkur heimsóknir á vínyrkju búgarða Ástralíu, því með hækkandi sól hér á klaka, munu laun mín hækka umtalsvert (stjórnmálamennirnir lofuðu því) og skattarnir lækka (ég trú því!!!) eða við getum bara haldið áfram í "draumalandi"!
![]() |
Áfellisdómur yfir skattastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2008 | 10:26
Dear Helga,
Síðunni hefur borist athugasemd, þar sem mér er kurteisilega bent á að íslensk pólitík, sé ekki aðaláhugamál íslendinganna í henni Ástralíu!!!
Þar sem athugasemdin kemur frá einni af þeim vinkonum mínum, sem ég tileinka þessa síðu ætla ég að verða við undirliggjandi ósk hennar og skrifa um eitthvað annað.
Veðrið: Það er ennþá vetur hér, allt landið hvítt af snjó, frekar kalt og bílhurðirnar frosnar aftur á hverjum morgni! Auðvitað er þetta sá árstími, sem ég ætti að vera í góðu yfirlæti í Pearth, með rauðvínsglas í hendi og fylgjast með Helgu og Peter munda stórsteikurnar við grillið!
Skál!
Vinnan: Allt við það sama. Flensan vonandi yfirstaðin og öllum líður þokkalega! Ég verð á vakt alla Páskana, sem er ágætt, því það lyftir laununum aðeins upp fyrir fátækramörk!
Fjölskyldan: Flestir við hestaheilsu, nema Erica Ósk, sem er með leiðindakvef. Það verður tvöföld afmælisveisla á laugardaginn, en þá halda þær mæðgur Guðrún Freyja og Erica Ósk upp á sameiginlegan afmælisdag. Væntanlega breytingar framundan hjá Ómari Daníel og fjölskyldu, þau ráðgera að flytja á Keflavíkurflugvöll í sumar og fara í nám, tala betur um það seinna þegar ég veit meira.
Félagslíf: Ekkert!.....ef frá er talið moggabloggið!
Læt mig dreyma um skreppitúr til Ástralíu, og ég veit að draumar rætast stundum!!!
Annars allt við það sama. Love you all!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2008 | 13:59
ESB aðild?
Með nokkuð reglulegu millibili blossar upp umræðan um Evrópusambandsaðild hér á landi. En þessi umræða er svo yfirborðskennd að ekki er séns fyrir hinn almenna borgara að taka afstöðu. Stjórnmálaflokkarnir eru allir tvístígandi og jafnvel klofnir í afstöðu sinni, ja... nema kannski VG, sem segir þessi mál ekki vera á dagskrá! Stjórnmálamenn, sem ræða þessi mál, virðast vera að því til að sanna sína eigin tilvist í pólitík og eru tilbúnir að tjá sig á miðjum kjörtímabilum, svo allir verði nú búnir að gleyma hvað þeir sögðu þegar kemur að kosningum. Allavega hefur það verið skýrt tekið fram fyrir 2 síðustu alþingiskosningar að kosningarnar snúist ekki um ESB aðild!
Mér finnst alveg komin tími til að umræðan fari að snúast um annað en þá bábilju, að við eigum á hættu að missa sjálfstæðið eða umráðarétt yfir auðlindum okkar. Bændastéttin virðist vera einhuga á móti aðild, en hafa verkamenn verið upplýstir eða spurðir?
Mér fannst því nokkuð hressandi að lesa 2 síðustu blogg verkalýðsforingjans, Guðmundar Gunnarssonar, formanns rafiðnaðarsambandsins, þar sem hann tjáir sig um þessi mál á "mannamáli". Ég er ennþá svo mikill klaufi í blogggjörningum að ég kann ekki að "vísa" á bloggið hans, þannig að þetta verður bara gamaldags tilvísun: gudmundur.eyjan.is
Ég tek það fram að ég er sjálf ekki búin að "taka afstöðu" í þessu stórmáli, finnst ég einfaldlega ekki hafa forsendur til þess. En ég vil upplýsta umræðu á mannamáli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2008 | 13:46
Bara þreytt!
Þegar maður kemur þreyttur heim eftir vinnutörn næturvakt - kvöldvakt morgunvakt morgunvakt með einhverja óútskýrða verki um allan skrokk er það rúmið eða kannski sófinn, sem freistar mest!
Þegar maður er byrjaður að blogga, finnst manni að það verði nú að skrifa eitthvað, helst á hverjum degi. Málið er að vinnan mín, þótt skemmtileg sé, getur líka þurrausið mann andlega!
Hvar eru nú allar skoðanirnar Sigrún mín? Stundum er bara best að halda þeim fyrir sig, annars gæti maður bara lent í leiðinlegu rifrildi! (þegar maður er farin að tala við sjálfan sig.........).
Ég gæti t.d. alveg bloggað um komandi kjarasamninga heilbrigðisstétta. Þessir kjarasamningar koma auðvitað til með að verða þeir bestu hingað til. Fyrir síðustu alþingis- já og sveitarstjórnarkosningar voru allir sammála um að leiðrétta þyrfti kjör þessara stétta, það væri til skammar fyrir þjóðina, hvernig kjör þessara stétta hefðu dregist aftur úr og að við hefðum sko alveg efni á því að borga þessu fólki almennileg laun! Og koma svo!!!
En nú eru þessir sömu stjórnmálamenn, sem þá voru frambjóðendur, farnir að tala um kreppu, þannig að ég er ekki eins bjartsýn.
Það var því ANSI hressandi að hlusta á Sigurð Einarsson, sem er eitthvað stórt hjá KB banka, tjá sig í hádegisviðtalinu á stöð 2. Ekkert krepputal þar á ferð: peningar eru eins og vatn, þeir flæða og finna sér farveg! (verst með þessar d-skotans stíflur, sem bankarnir hafa komið sér upp, allavega sé ég ekki meira af mínum peningum, þegar bankinn minn hefur komist yfir þá!!). Segja upp fólki? Jú, jú, en það er bara vegna þess að við erum með of margt fólk í vinnu! Lækka laun stjórnarmanna? Nei, nei, frekar hækka þau, stjórnarmenn vinna svo sannarlega fyrir laununum sínum, það kostar að hafa gott fólk í stjórn bankans! Ég vil gjarnan komast í stjórn hjá Sigurði Einarssyni í KB-banka, hann kann að meta gott gott fólk og borgar þeim vel! Ekkert krepputal, segja bara upp óþarfa starfsfólki á gólfinu en gera vel við þá sem tróna í rjáfrinu! Gerum Sigurð Einarsson að fjármálaráðherra, hann veit hvað þarf að gera til að halda góðu fólki í vinnu: Borga þeim góð laun!
Nú ætla ég að leggja mig og tek svo helgarvaktirnar með trukki! Góða fríhelgi þið hin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2008 | 22:24
Á internethraða!
Ísafjörður- Reykjavík - Ástralía- Ameríka!
Internetið getur verið dásamlegt og Moggabloggs-samfélagið er engu líkt!
Í morgun, þegar ég fór bloggrúntinn og kom við hjá henni Ásthildi Cesil, bloggvinkonu minni, sá ég að hún hafði sett inn nokkrar fyrstu sólargeislamyndir frá Suðureyri. Ég fékk heimþrá, varð hálfklökk og vildi meira!!! Ég vildi komast heim á kvistinn minn að Aðalgötu 37. Og hvað gerir Ásthildur? Hún uppfyllti ósk mína samdægurs.
Aðalgata 37 39 (var tvíbýli), var byggt á fyrrihluta síðustu aldar af tvennum hjónum, þeim Alberti Finni Jóhannessyni og Sigríði Jónu Guðnadóttur, sem voru afi minn og amma og Birni Guðbjörnssyni og Kristrúnu Örnólfsdóttur, bróðurdóttur Alberts afa.
Sambýlið með þessum fjölskyldum var afar traust og gott. Um það leyti sem ég kom í heiminn hafa sennilega 16 manns búið í húsinu ef ég fer rétt með, gætu hafa verið fleiri.
Húsið var innangengt um háaloftið, sem var heil paradís fyrir mig vegna þess að þar mátti ég nálgast heilu árganganna af Fálkanum, ef ég skilaði þeim aftur í góðu ásigkomulagi.
Eftir að Rúna frænka var orðin ein í sínum enda, kom það stundum fyrir að hún kom til okkar í gegnum háaloftið þegar hún varð veðurhrædd.
Þegar allt fylltist af sunnanfólki á sumrin, fékk ég að gista hjá Rúnu og Bjössa. Það var yndislegt! Við mig var dekrað, en því var ég ekki vön heima hjá mér. Ég fékk flóaða mjólk og kringlu upp í herbergi áður en ég fór að sofa. Sigga amma mín og Rúna frænka, voru mínar bestu trúnaðarvinkonur. Ég á þeim svo margt að þakka.
Mamma og Pabbi eignuðust svo hinn endann, eftir að Rúna féll frá. Þá voru þau orðin 2 ein í kotinu, sem áður hafði hýst hátt í 20 manns á einhverjum tímum.
Í dag er húsið í eigu frænku minnar Svövu Valgeirsdóttur og hennar manns (Venni frá Ísafirði??), en þau hafa gert húsið upp af mikilli nærgætni og góðum smekk. Mér er sagt að Svava hafi ákveðið það á unga aldri að þetta væri húsið, sem hún vildi eignast. Þetta var hennar draumahús. Hún labbaði þarna framhjá á hverjum degi, þar sem hún átti heima aðeins utar á eyrinni og lét sig dreyma. Hennar draumur rættist!
Abbi í Ástralíu og Berglind í Ameríkunni: Þetta er semsagt húsið okkar í dag, 03.03.08.
Ásthildur takk fyrir okkur, þú ert best!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.3.2008 | 17:29
Öldungurinn ég!!
Þá er viðburðarík ömmuhelgi að enda komin. Pössunarferlið tók óvænta stefnu í gærkvöld, þar sem ákveðið var að ég myndi gista hjá ömmustelpunum í Grafarvoginum, en sonur og tengdadóttir enduðu sína skemmtun í kotinu mínu! Þau voru samt mætt endurnærð og "úthvíld" uppúr kl. 10:00 í morgun til að takast á við áframhaldandi foreldrahlutverk!
Erica Ósk, sem er 11 og 1/2 mánaða gömul var sofnuð um kl. 9:00 og þá tók við smá kósýkvöld hjá okkur Kristrúnu Amelíu, sem verður 8 ára í ágúst n.k.
Við Kristrún tókum aðeins í spil og auðvitað vann hún ömmu gömlu. Síðan skoðuðum við myndir frá æskuárum mínum, sem eru til hliðar hér á síðunni og hún átti sko ekki í neinum vandræðum með að "spotta" þá gömlu þegar hún var ung. Ástæðan var einföld að hennar mati: Þú varst bara alveg eins og ég er núna!!!
Þetta er ég búin að vera að segja, í hálfum hljóðum samt, í lengri tíma en hef ekki fengið miklar undirtektir hingað til. Heldur fólk virkilega að ég hafi alltaf litið út eins og ég geri í dag, hálfsextug kellingin???
Ég fékk athyglisverða spurningu frá sonardótturinni eftir myndaskoðun: Amma var ekki erfitt að vera lítil stelpa í "gamla daga"? Af hverju heldur þú það "rýjan mín"? spurði ég. Nú.... þá þurfti að fara á hestbaki í skólann og svo áttuð þið ekkert dót til að leika með, var hennar ályktun! Eftir smá umræður um þetta, komst ég að því að hennar upplifun af "gömlum dögum" koma frá ítrekuðum heimsóknum í Árbæjarsafn, sem er í nágrenni við hennar fasta heimili!
Erica Ósk svaf til kl. 8:30 í morgun, en amma gamla fékk "hjartahnoð", andlits- og baknudd með reglulegu millibili, þar sem litlar iljar tróðu marvaða á ömmuskrokk! Ég verð víst að viðurkenna að aldurinn færist yfir, því þrátt fyrir auðvelda pössun, svaf ég í marga klukkutíma eftir að heim var komið!
Á heimleiðinni ók ég fram hjá "skíðbrekku-fjöllunum" hennar Hallgerðar bloggvinkonu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson