Leita í fréttum mbl.is

Öldungurinn ég!!

Þá er viðburðarík ömmuhelgi að enda komin.  Pössunarferlið tók óvænta stefnu í gærkvöld, þar sem ákveðið var að ég myndi gista hjá ömmustelpunum í Grafarvoginum, en sonur og tengdadóttir enduðu sína skemmtun í kotinu mínu!  Þau voru samt mætt endurnærð og "úthvíld" uppúr kl. 10:00 í morgun til að takast á við áframhaldandi foreldrahlutverk!Wink

Erica Ósk, sem er 11 og 1/2 mánaða gömul var sofnuð um kl. 9:00 og þá tók við smá kósýkvöld hjá okkur Kristrúnu Amelíu, sem verður 8 ára í ágúst n.k.

Við Kristrún tókum aðeins í spil og auðvitað vann hún ömmu gömlu.  Síðan skoðuðum við myndir fráSætar systur! æskuárum mínum, sem eru til hliðar hér á síðunni og hún átti sko ekki í neinum vandræðum með að "spotta" þá gömlu þegar hún var ung.  Ástæðan var einföld að hennar mati:  Þú varst bara alveg eins og ég er núna!!!Whistling  Þetta er ég búin að vera að segja, í hálfum hljóðum samt, í lengri tíma en hef ekki fengið miklar undirtektir hingað til.  Heldur fólk virkilega að ég hafi alltaf litið út eins og ég geri í dag, hálfsextug kellingin???

Ég fékk athyglisverða spurningu frá sonardótturinni eftir myndaskoðun:  Amma var ekki erfitt að vera lítil stelpa í "gamla daga"?  Af hverju heldur þú það "rýjan mín"? spurði ég.  Nú.... þá þurfti að fara á hestbaki í skólann og svo áttuð þið ekkert dót til að leika með, var hennar ályktun!   Eftir smá umræður um þetta, komst ég að því að hennar upplifun af "gömlum dögum" koma frá ítrekuðum heimsóknum í Árbæjarsafn, sem er í nágrenni við hennar fasta heimili!Grin

Erica Ósk svaf til kl. 8:30 í morgun, en amma gamla fékk "hjartahnoð", andlits- og baknudd með reglulegu millibili, þar sem litlar iljar tróðu marvaða á ömmuskrokk!InLove  Ég verð víst að viðurkenna að aldurinn færist yfir, því þrátt fyrir auðvelda pössun, svaf ég í marga klukkutíma eftir að heim var komið!Blush

Á heimleiðinni ók ég fram hjá "skíðbrekku-fjöllunum" hennar Hallgerðar bloggvinkonu!W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef ekki búið fyrir Westan, síðan ég var 18 eða 19 ára!  Kom þangað reyndar nokkrum sinnum og vann í frystihúsinu í nokkra mánuði í senn, á Englandsárum mínum.... þegar ég var að endurnýja dvalarleyfi og ná mér í pening!  Þá kynntist ég einmitt honum Árna þínum! Góður gæi þar á ferð.

En ég stefni að því að vera fyrir vestan um miðjan júlí í ár, þannig að ef þið eruð þar á þeim tíma, mæti ég í kaffið með henni Ásthildi!

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér sýnist helgin hafa verið mjög gefandi. Ömmuhlutverkið örugglega ómetanlegt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband