Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Fáum við "pilluna"?.....

Þetta er ekki beint fögur framtíðarsýn fyrir fólk á mínum aldri og þeirra sem eru eitthvað yngriCrying

Hvernig verður hugsað um okkur í "ellinni"?  

"Hagstofan segir, að vegna lengri meðalævi og lækkaðrar fæðingartíðni verði talsverðar breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Öldruðum muni fjölga verulega á spátímabilinu, einkum undir lok þess".

"Nú tilheyra elstu þjóðfélagsþegnarnir óvenjufámennum fæðingarárgöngum sem fæddust á kreppuárunum. Eftir 2020 þegar fjölmennir árgangar eftirstríðsáranna komast á eftirlaunaaldur muni hlutfall aldraðra hækka verulega". 

Ég og fleiri bloggvinir mínir ættum að huga alvarlega að "leikfélaga" áður en þessi aldur færist yfir okkur.......Whistling

The Beatles:  When I´m sixty four!


mbl.is Dregur úr fólksfjölgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisráðið..

....hringir einhverjum bjöllum, ekki jólabjöllum samtWink.....Kannski er aðalástæðan fyrir því að við fengum ekki rándýra sætið í ráðinu sú, að þau vissu að við mundum bráðum þurfa aðstoð frá þeim...hagsmunaárekstrarErrm

Kannski getum við kallað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til vegna fjárglæframannanna hér á landiWhistling.  

"Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í kvöld að heimila löndum að grípa til aðgerða á landi í Sómalíu til að elta uppi sjóræningja".

Enginn virðist geta hróflað við fjárglæframönnunum, sem hafa mergsogið þjóðfélagið og sett okkur í langvarandi skuldafen.  Eru þeir eitthvað minni glæpamenn en þessir sem ræna skipum við strendur Sómalíu?

Jarðskjálftarnir í Svíþjóð benda víst til að Ísland sé að færast nær Afríku.......stjórnarfarslega erum við löngu komin þangaðAngry

Kannski er öryggisráðið okkar eina vonW00t

Let it be - The Beatles


mbl.is Mega elta sjóræningja á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáumst á Facebook :)

Ég fékk óvænt og fullkomið kreppufrí í kvöld.  Hitti æskuvinkonur mínar,  Eygló Einars, Kollu Högna og Eyrúnu Guðbjörns.

Létum eins og enginn væri morgundagurinn og fórum á veitingastaðinn Vegamót, borðuðum, dreyptum og spjölluðum.....og spjölluðum meiraSmile

Eygló býr í Svíþjóð og það er eins og það er....við hinar hittumst varla nema þegar Eygló er í skreppi túr á landinu.

Fyrstu eða jafnvel önnur drög að heimsókn til Svíþjóðar rædd....og við getum alla vega látið okkur dreymaJoyful

Fésbókin var nokkuð til umræðu og vorum við sammála um að hún væri hið mesta þarfaþing og hefur fært okkur, sem þar erum nær hvert öðru.  Eyrún var sú eina af okkur, sem ekki er skráð þar, en ég held að okkur hafi tekist að sannfæra hana í kvöldWhistling

Um leið og ég þakka þessum yndislegu æskuvinkonum fyrir ljúft og gott kvöld, vil ég benda öðrum æskuvinum, sem sjást með okkur á meðfylgjandi mynd og mögulega lesa þessar línur að hitta okkur á Fésbókinni....svona til að byrja með, því það er aldrei að vita hvað getur orðið í framhaldinuWizard

Með sundkennaranum!


Ég skil.....

hvernig þér líður Ingibjörg.......þú varst valin "sætasta stelpan á ballinu" og telur þig því geta sett skilyrðiFootinMouth

Ég skil líka að "samræðustjórnmál" fela í sér að þið Geir talið saman....auðvitað, skárra væri það núUndecided  En við....þú veist, þessi þjóð, höfum líka verið að reyna ýmislegt til að ná sambandi við þig, en höfum ekki fengið nein viðbrögð hingað til, kannski höfum við kallað of háttFrown.....svo að í dag ætlum við að þegja.....legðu við hlustirGetLost

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun að hún og Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, hefðu rætt um breytingar sín á milli á ríkisstjórninni en vildi ekkert segja nánar um það. Sagði hún stjórnvöld verða að svara kalli um breytingar og vísaði þar til Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar".

Ég skil alveg, þarf ekkert fleiri orð um það......ég vil bara að þú farir að láta "verkin tala"Whistling

Ingibjörg, í dag ætlar hluti af þjóðinni að þegja saman í 17 mínútur við Austurvöll.....1 mínúta í þögn fyrir hvert ár sem samstarfsflokkurinn þinn hefur verið við völd og lagt grunnin að því óréttláta öfgasamfélagi, sem við búum í.

"Ingibjörg var spurð hvort orð hennar mætti túlka sem hótun til Sjálfstæðisflokksins um að stjórnarsamstarfinu verði slitið, samþykki flokkurinn ekki á flokksþingi að sækja um aðild að ESB. Hún svaraði að þá stæði ríkisstjórnin í þeim sporum, að stjórnarflokkarnir hefðu tvær mismunandi stefnur í peningamálum og þá væri samstarfinu sjálfhætt". 

Ingibjörg, þú ert ennþá "sætasta stelpan á ballinu".....farðu að skoða í kringum þig, þú veist að það kann ekki góðri lukku að stýra í "góðu hjónabandi" að ætla bara að breyta makanum, það gengur aldrei uppErrm

I understand - Herman´s Hermits:

 


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag....

Fáum öll "viðmið" upp á borðið.  Viljum við virkilega búa í samfélagi, þar sem stór hluti fólks þarf að leita sér aðstoðar til að framfleyta sér og sínum?

Sr. Þórhallur Heimisson fór á stúfana til að leita leiða fyrir "fátæku", en samt útivinnandi sóknarbörn sín.....og hann fann "göt" í kerfinu:

„Ég hef orðið var við þetta sjálfur, fólk hefur leitað beint til mín, og svo fór ég að leita mér upplýsinga um hvað væri í boði og þarna virðist vera eitthvert gat í kerfinu. Ég rakst á tómarúm alls staðar,“ segir hann.

Nú er lag fyrir fyrir sóknarpresta og aðra þá sem á sunnudögum tala fyrir mannúð og réttlæti að fá allar staðreyndir upp á borðið. Byrjum á þessum spurningum?

1.  Hver eru fátæktarmörkin á Íslandi? 

2.  Hvað þarf einstaklingur háa upphæð í kr. talið til lágmarks- mannsæmandi framfærslu?

3.  Hvað þarf mannsæmandi "framfærslugrunnur" að innihalda?

Fáum svör við þessum spurningum, þá fyrst getum við hafið endurreisnarstarfið undir kjörorðinu: Frá ranglæti til réttlætis.

Eins og ég hef áður bent á er ábyrgð launþegaforystunnar mikil.  Hvernig dettur þeim í hug að semja um launakjör fyrir sína félagsmenn, sem duga ekki til lágmarks, mannsæmandi framfærslu?

"Huga þarf að þeim hópum sem eru rétt undir viðmiðum félagslega kerfisins, að því er Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir. Fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn vinnu, en í láglaunastörfum, á jafnvel ekki fyrir mat og sumir neyðast til að hætta að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. „Þegar allt er búið, þá er bara allt búið,“ segir Þórhallur. „Hvað gerir fólk þá?“ spyr hann svo".

Upplýsingar um raunverulegan framfærslukostnað eru til víðsvegar um "kerfið".  Hvernig væri að blaðamenn leituðu þeirra.  Nú er lag, því á næstu mánuðum verða þúsundir þjóðfélagsþegna á "launum" langt undir mannsæmandi framfærslu.  Atvinnulausum fjölgar ört, og þetta verða þeirra kjör.


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ er líka undir smásjá......launþega

Ég er fyrir lifandis löngu búin að missa allt álit á Verkalýðsforystu, hvar í samtökum sem hún stendur.  Nýkjörin forseti ASÍ segir:

"Þá séu lífskjör öryrka og lífeyrisþega skert með harkalegum hætti í tillögum stjórnvalda"

Með þínu blinda auga hefur þú hr. forseti, sem framkvæmdastjóri þessara launþegasamtaka, séð til þess að þessir sömu hópar lifa nú þegar langt undir framfærslu- og fátæktarmörkum.  SveiattanDevil

Bætur öryrkja og ellilífeyrisþega taka nefnilega mið af lægstu launatöxtum Gylfa og félagaAngry

Ég vil breytt viðhorf.....líka hjá launþegasamtökum.  Hugum að framfærsluviðmiði áður en lagðar eru fram kröfur.  Vinnum "gegnsætt"....allsstaðarSmile


mbl.is Endurskoðun samninga frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Body language....

solla_og_strakarnir.jpgSjáið starfsgleðina, sem skín úr hverju andliti?  Hvað ætli "atferlisfræðingar" myndu lesa úr þessari mynd?

Ég les "uppgjöf", "tilgangsleysi" og eina "hangandi hendi"Woundering

Ég ítreka áskorun mína frá síðustu færslu, því oft var þörf en nú er nauðsyn!

Opinberan, viðurkenndan framfærslugrunn.  Ef hann væri tryggður, skipta skattar ekki höfuðmáli fyrir einstaklinga því flestir vilja taka þátt í samfélagsrekstrinum.  Málið er bara að einstaklingar verða að geta framfleytt sjálfum sér áður en þeir geta snúið sér að öðrumWhistling

En hefur Samfylking ekki talað fyrir hátekjuskatti?  Hvert fóru þau áform?


mbl.is Blóðug fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi þörf fyrir framfærslugrunn!

Í dag er ég búin að lesa niðurstöður úr tveimur rannsóknum Hagstofunnar.  Önnur um vaxandi tækjaeign heimilanna og hin um vaxandi útgjöld heimilanna.  Ok, sennilega sama rannsóknin en Mbl.is leggur áherslu á að við fáum að vita hversu mikið góðæri hefur verið í landinu á undanförnum árum, með því að rýna í þær tölur, sem eru "gróðærinu" hagstæðar.

Það sem þessar rannsóknir sýna mér aftur á móti er að stór hluti þjóðarinnar var ekki með í þessu neyslu góðæri.

Tökum fyrir tölurnar um ráðstöfunartekjurnar:

"Þar kom fram, að ráðstöfunartekjur meðalheimilisins í rannsókninni voru um 420 þúsund krónur á mánuði, tæpar 175 þúsund krónur á mann. Ráðstöfunartekjur flestra hópa voru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali um 94% af ráðstöfunartekjum".

Hjá allt of stórum hluta þjóðarinnar voru ráðstöfunartekjur heimilisins langt fyrir neðan þessar upphæðir, sem fram koma í rannsókninni.  Öryrkjar, ellilífeyrisþegar og láglaunahópar ná ekki kr. 175.000.- í heildartekjum....hvað þá ráðstöfunartekjum.  Við þessa hópa bætast svo við þeir sem nú þegar eru orðnir atvinnulausir og verða atvinnulausir á næstu mánuðumAngry

"Tækjaeign heimila fór vaxandi á árunum 2005 til 2007 samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. Algengustu heimilistækin voru ísskápur, þvottavél og örbylgjuofn". 

Já hver skrambinnW00tÞetta sýnir náttúrulega fram á algjört bruðl og efnishyggju landans á þessum síðustu og verstuWhistling

Ég er með tillögu að rannsóknarverkefni fyrir Hagstofu Íslands og vona að Mbl.is geri þeirri rannsókn ýtarleg skil á fréttavef sínum:

1.  Hver eru fátæktarmörkin á Íslandi? 

2.  Hvað þarf einstaklingur háa upphæð í kr. talið til lágmarks- mannsæmandi framfærslu?

3.  Hvað þarf mannsæmandi "framfærslugrunnur" að innihalda?

Fyrir nokkrum misserum kom fram í skýrslu frá OECD að u.þ.b. 5000 Íslensk börn lifðu við kjör, sem væru undir fátæktarmörkum.  Þetta var á meðan "gróðærið" var í hámarki.  Hvernig er staðan í dag? það væri fróðlegt að vita.

Ég skora á Hagstofu Íslands að vinna þessa rannsókn fljótt og vel, svo félags- og viðskiptaráðherrar hafi marktækar tölur í farteskinu, þegar þeir "skylda" bankana til að huga að framfærslugetu einstaklinga, með væntanlegum lögum um greiðsluaðlögun.

Ágætir ráðamenn, til þess að hægt sé að framkvæma þessa greiðsluaðlögun, þarf að vera til "opinber, viðurkenndur framfærslugrunnur"....og koma svoWhistling


mbl.is Vaxandi tækjaeign heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og Jesú erum desemberbörn!

kristrun_korstulka.jpgAnnasöm og ljúf helgi að baki.  Á fimmtudagskvöldið fór ég á tónleika í Árbæjarkirkju, þar sem sonardóttirin Kristrún Amelía var að syngja með "yngri" kór Árbæjarskóla.

Þessi mynd var tekin við þetta tækirfæri og er prinsessan mín í rauðrósóttum kjól og án jólasveinahúfuSmile

Þetta var yndisleg stund í Árbæjarkirkju og var eiginlega upphafið af mínum jólumHeart.  Kórarnir voru 3, eldri kór, yngri kór og byrjenda kórWhistling  Nokkur lög tóku kórarnir saman og svo fengu þau að spreyta sig í sitt hvoru lagi, yndislegir tónleikarInLove

Vaktavinnan getur komið sér vel á svona stundum og þakka ég Rúrý fyrir að gera mér kleyft að mætaHeart

sigrun_og_holmdis_a_motmaelafundi_734790.jpgLaugardagurinn er "mótmæladagur".  Það er orðin fastur liður í tilverunni að mæta á Austurvöll með Hólmdísi bloggvinkonu annan hvern laugardag og mótmæla því ófremdarástandi sem hér á landi hefur skapast vegna græðgivæðingar nokkurra einstaklinga, sem stjórnvöld hafa ekki haft dug eða vilja til að koma í veg fyrirShocking

Við Hólmdís gáfum okkur þennan klukkutíma til að mótmæla og munum halda því áfram meðan við sjáum enga iðrun eða breytingar.  Við viljum betra samfélag.

Hólmdís er atvinnulaus, engin laun í þessum mánuði.  Hún er ekki sú eina, sem þannig er ástatt fyrir.  Sonur minn, sem er málari er orðin atvinnulítill og mun komast að því í vikunni hvort einhver verkefni eru fram undanCrying  Hvernig verður jólahátíðin hjá tekjulausu fólki?Undecided

En jólin koma, hvort sem til eru peningar fyrir gjöfum eða mat.  Jólin eru hátíð barnanna, segjum við, þegar við, stundum í afsökunartón, skreytum og undirbúum herlegheitin.  En ef ég lít í eigin barm þá skal ég alveg viðurkenna að þau eru líka fyrir migCool 

Jón Víðir   Aðalgata 37 mynd 2 (æði)Ég á afmæli þann 8. desember og frá barnæsku byrjuðu mín jól þáWhistling  og því hef ég ekki breytt fram til þessa dags, Jesú hvað?Blush

Þannig var að móðir mín elskuleg var vön að bjóða til veislu í tilefni afmælis örverpisins og þar sem flest "jólaaðföng" voru komin í hús á þessum tíma og geymd í kjallara og búri fannst henni tilvalið að hafa "litlu jól" á afmælinu mínuWizard  Jólatréð var tekið úr kassa og stillt á borð í miðri stofunni og síðan var gengið í "kringum" og sungið.  Appelsín og malt, súkkulaði með rjóma, tertur, smákökur og síðast en ekki síst var boðið upp á appelsínur og epliJoyful  og eins og mömmu var von og vísa voru allir velkomnir og húsfyllir fyrir vikiðWhistling  Enn þann dag í dag er ég að hitta Súgfirðinga, sem minnast þessara "litlu jóla" og fannst þetta jafn merkilegt og Jólin sjálfHeart

jolatre_745519.jpgHin síðari ár hef ég haft barnabörnin með mér í afmælistilstandinu.  Þ.e. þau hjálpa mér að skreyta jólatréð.  Ég sé það í anda að þessi siður frá mömmu minni á eftir að lifa í mínum afkomendum, því afmælisboð hjá mér er ekki "ekta" nema jólatréð sé skreyttSmile 

Kristrún Amelía gisti hjá mér í nótt og við dunduðum okkur við að skreyta jólatréð, þannig að það er tilbúið bæði fyrir afmælið mitt og JesúWizard

Það má í rauninni segja að ég sé búin að "öllu"......á bara eftir að fara í baðWhistling

Systir mín ætlar að bjóða mér á matsölustað á morgun, en svo ætla ég að halda sérstaklega upp á daginn með því að fara í Háskólabíó annað kvöld kl. 20:00 og þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfirWizard

borgarafundur5-8des.jpg

 

 


Engin ? mætum á mótmælafund kl. 15:00 í dag!

"Björgvin sagði að setja mætti spurningamerki við þessa atburðarás alla og að eðlilegt hafi verið, fyrst Seðlabankinn ætlaði að fara þessa leið, að kalla viðeigandi ráðherra mun fyrr að málinu. Þess í stað hefði þeim verið  rutt inn í atburðarásina á lokasprettinum."

Ég set stórt ? við bankamálaráðherra, sem ekki er treyst af samráðherrum sínum, þegar hans málaflokkur er tekin fyrir á fundum og sættir sig við að vera"rutt inn í atburðarásina" á lokasprettinumAngry

Ég set stórt ? við að bankamálaráðherra, sem segir ekki af sér og biður þjóðina afsökunar á því að 3 stærstu bankarnir skyldu hrynja á hans vaktAngry

Ég set stórt ? við þessa niðurstöðu ráðherransErrm

„Við verðum að þjappa okkur saman og treysta stjórnvöldum og stofnunum til að fást við kreppuna," sagði Björgvin.

Nei Björgvin, ég treysti ekki sömu stjórnvöldum og stofnunum, sem komu okkur í þá stöðu, sem við nú erum í til að "fást við kreppuna"Shocking

Þess vegna m.a. mæti ég á mótmælafund á Austurvelli kl. 15:00 í dag þar sem þessir aðilar munu stíga á stokk:

Gerður Kristný, rithöfundur 
Jón Hreiðar Erlendsson


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband