Leita í fréttum mbl.is

Ég og Jesú erum desemberbörn!

kristrun_korstulka.jpgAnnasöm og ljúf helgi að baki.  Á fimmtudagskvöldið fór ég á tónleika í Árbæjarkirkju, þar sem sonardóttirin Kristrún Amelía var að syngja með "yngri" kór Árbæjarskóla.

Þessi mynd var tekin við þetta tækirfæri og er prinsessan mín í rauðrósóttum kjól og án jólasveinahúfuSmile

Þetta var yndisleg stund í Árbæjarkirkju og var eiginlega upphafið af mínum jólumHeart.  Kórarnir voru 3, eldri kór, yngri kór og byrjenda kórWhistling  Nokkur lög tóku kórarnir saman og svo fengu þau að spreyta sig í sitt hvoru lagi, yndislegir tónleikarInLove

Vaktavinnan getur komið sér vel á svona stundum og þakka ég Rúrý fyrir að gera mér kleyft að mætaHeart

sigrun_og_holmdis_a_motmaelafundi_734790.jpgLaugardagurinn er "mótmæladagur".  Það er orðin fastur liður í tilverunni að mæta á Austurvöll með Hólmdísi bloggvinkonu annan hvern laugardag og mótmæla því ófremdarástandi sem hér á landi hefur skapast vegna græðgivæðingar nokkurra einstaklinga, sem stjórnvöld hafa ekki haft dug eða vilja til að koma í veg fyrirShocking

Við Hólmdís gáfum okkur þennan klukkutíma til að mótmæla og munum halda því áfram meðan við sjáum enga iðrun eða breytingar.  Við viljum betra samfélag.

Hólmdís er atvinnulaus, engin laun í þessum mánuði.  Hún er ekki sú eina, sem þannig er ástatt fyrir.  Sonur minn, sem er málari er orðin atvinnulítill og mun komast að því í vikunni hvort einhver verkefni eru fram undanCrying  Hvernig verður jólahátíðin hjá tekjulausu fólki?Undecided

En jólin koma, hvort sem til eru peningar fyrir gjöfum eða mat.  Jólin eru hátíð barnanna, segjum við, þegar við, stundum í afsökunartón, skreytum og undirbúum herlegheitin.  En ef ég lít í eigin barm þá skal ég alveg viðurkenna að þau eru líka fyrir migCool 

Jón Víðir   Aðalgata 37 mynd 2 (æði)Ég á afmæli þann 8. desember og frá barnæsku byrjuðu mín jól þáWhistling  og því hef ég ekki breytt fram til þessa dags, Jesú hvað?Blush

Þannig var að móðir mín elskuleg var vön að bjóða til veislu í tilefni afmælis örverpisins og þar sem flest "jólaaðföng" voru komin í hús á þessum tíma og geymd í kjallara og búri fannst henni tilvalið að hafa "litlu jól" á afmælinu mínuWizard  Jólatréð var tekið úr kassa og stillt á borð í miðri stofunni og síðan var gengið í "kringum" og sungið.  Appelsín og malt, súkkulaði með rjóma, tertur, smákökur og síðast en ekki síst var boðið upp á appelsínur og epliJoyful  og eins og mömmu var von og vísa voru allir velkomnir og húsfyllir fyrir vikiðWhistling  Enn þann dag í dag er ég að hitta Súgfirðinga, sem minnast þessara "litlu jóla" og fannst þetta jafn merkilegt og Jólin sjálfHeart

jolatre_745519.jpgHin síðari ár hef ég haft barnabörnin með mér í afmælistilstandinu.  Þ.e. þau hjálpa mér að skreyta jólatréð.  Ég sé það í anda að þessi siður frá mömmu minni á eftir að lifa í mínum afkomendum, því afmælisboð hjá mér er ekki "ekta" nema jólatréð sé skreyttSmile 

Kristrún Amelía gisti hjá mér í nótt og við dunduðum okkur við að skreyta jólatréð, þannig að það er tilbúið bæði fyrir afmælið mitt og JesúWizard

Það má í rauninni segja að ég sé búin að "öllu"......á bara eftir að fara í baðWhistling

Systir mín ætlar að bjóða mér á matsölustað á morgun, en svo ætla ég að halda sérstaklega upp á daginn með því að fara í Háskólabíó annað kvöld kl. 20:00 og þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfirWizard

borgarafundur5-8des.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Skemmtilegur siður. Hún móðir þín hefur nú verið soldið á undan sinni samtíð  Heima hjá mér skeyttu foreldrar mínir jólatréð á Þorláksmessukvöld og við börnin fengum ekkert að sjá það fyrr en klukkan 18.00 að pabbi fór inn í stofu, kveikti á öllum kertum, seríum og jólatrénu sjálfu og það var sko heilög stund þegar við systkinin gengum inn í stofuna og sáum skreytt tréð og pakkana undir því. Ég fæ enn gæsahúð við tilhugsunina - þetta voru jólin.  En bara til hamingju með daginn á morgun - afmæli og jólaupphaf 

, 7.12.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með afmælið á morgun. Það er aldeilis dugnaðurinn í þér. Vildi óska að ég ætti bara eftir að fara í bað.

Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dagný.....svo pakkaði mamma jólatrénu aftur ofan í kassa og "jólaupphafið" var hjá mér eins og þér  eftir messu hjá Sr. Jóhannesi Pálmasyni.

Ég er bara "latari" en mamma og læt þetta standa

Helga.....ég átti 5 Jól í Englandi og giftist einum þaðan, þannig að ég öðlaðist smá "fjarlægð" frá tímapressunni, sem einkennir okkur Íslendinga í kringum Jólahald

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir kveðjur og afmælisóskir

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stofan heima var alltaf læst tilklukkan 18:oo á aðfangadag. Við skreyttum tréð kvöldið áður.

Sjáumst á morgun

Hólmdís Hjartardóttir, 7.12.2008 kl. 22:10

6 identicon

Til hamingju með afmælið Sigrún mín! Ég kíki stundum á bloggið þitt og hef gaman af. Þarf  að fara að yfirlíta gamla vinnustaðinn,reyndar var ég að vinka þér í fyrradag þegar þú varst úti að rey...  en þú fattaðir nátturlega ekkert hver ég var.Vona að þú eigir góðan dag  á morgun. Kveðja Rósa Laugaskjólssystir

Rósa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Húsavíkursystur, takk fyrir innlit og kveðjur.  Vala heimurinn minn stækkaði við Englandstenginguna

Hólmdís, ég sæki þig á morgun

Rósa, mjög gaman að sjá þig hér......ég sá þig, bara ekki nógu fljótt til að vinka  Sjáumst fljótlega.....við Elsa erum náttúrulega búnar að hefja innreið jólanna í Laugaskjól og við söknum þín

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flott tré, mitt er enn fyrir utan, fær að mæta inn á heilagann Þorlákinn, í  ~zködulyktina~ & allez...

Steingrímur Helgason, 7.12.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn þinn.

Sjáumst á Borgó í Háskólabíó.  Ofkors.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 00:16

10 identicon

 Til hamingju með afmælið Sigrún!!!!:)

Amma hefur þá haldið hefðinni þó að þú hafir verið flutt....þegar ég var lítil þá bauð hún öllum börnum heima í litlu jólin og við dönsuðum í kringum jólatréð upp á lofti:)  

Bestu afmæliskveðjur frá Berglindi sem heldur "litlu" jólin bandóð í bandó!!;)

berglind (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 00:34

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur

Steingrímur, þetta er reyndar ekki mynd af mínu tré....en þetta var það líkasta sem ég fann á veraldar....  Ég hlakka til að borða skötuna mína á Þorlák.....það er okkar stórfjölskyldudagur

Jenný, takk fyrir að ætla að mæta í "boðið mitt"

Elsku Berglind frænka, gaman að sjá sporin þín hérna  Amma var auðvitað laaaangbest

Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:49

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með daginn.

  







Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 01:19

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með afmælið.   Ég kemst ekki á borgarafundinn á morgun, ég verð að vinna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:57

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 07:09

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilegar hamingjuóskir Sigrún mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 08:17

16 identicon

Til hamingju með daginn Sigrún,við hjónakornin vorum að spjalla um þig hafandi hitt þig á laugardag gaman væri að drekka saman kaffi við fyrsta tækifæri

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:21

17 Smámynd: Róbert Schmidt

Til hamingju með daginn elsku Sigrún mín. Hafðu það sem allra best og njóttu þess að vera jólabarn í desember. Heyrumst hress.
Kv
Róbert

Róbert Schmidt, 8.12.2008 kl. 10:43

18 identicon

Innilega til hamingju með afmælið, elsku Sigrún! Ég vona að þú njótir hans í ræmur!

Hafðu það gott!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:05

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með afmælið Sigrún mín það var yndislegt að lesa þessa færslu og hún kom minningunum af stað svo um munar.
Það er bara yndislegt gamla húsið í allri sinni reisn.
ljós og gleði í daginn þinn og vildi að ég gæti verið með ykkur.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 11:14

20 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Sigrún, hún á afmæli í dag...........jibbý!!

Rut Sumarliðadóttir, 8.12.2008 kl. 11:17

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottust eins og venjulega, hún er flott litla Kristrún Amelía, það er hún sem syngur á Suðureyri er það ekki ? Ég er virkilega hreykin af ykkur vinkonunum að mæta á Austurvöll, það gerið þið líka í mínu nafni.  Vonandi fer ástandið að lagast, fyrr er ekki hægt að byrja uppbygginguna. 

Innilega til hamingju með afmælið mín kæra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 12:10

22 Smámynd: Rannveig H

Hjartanlegar hamingjujóskir með daginn. Skemmtileg færsla ég fór i fortíðarjólafíling og fann eplalykt.

Ég ætla að mæta í afmælið þitt í kvöld.

Rannveig H, 8.12.2008 kl. 15:49

23 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar hamingju óskir með Afmælið sigrún hafðu l´jufan afmælisdag Elskuleg

Brynja skordal, 8.12.2008 kl. 16:48

24 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk öll fyrir kveðjur og notalegheit

Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:56

25 Smámynd: Aprílrós

Innilega til hamingju með daginn Sigrún mín.

Kærleiks afmælisknús ;)

Aprílrós, 8.12.2008 kl. 17:32

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott stelpa sú litla

Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 17:51

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið þitt elskulega Sigrún.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.12.2008 kl. 19:03

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að kíkja eftir þér í kvöld, sá þig ekki.  Þú varst var það ekki? No?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 00:01

29 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn í gær

Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 07:36

30 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur

Auðvitað var ég á fundinum Jenný....mjög framarlega, reyndi að koma að spurningu en tókst ekki  Við Hólmdís hittum svo Láru Hönnu og Hörð Torfa eftir fund

Var að koma af næturvakt, reyni að koma við hjá ykkur í dag þegar ég vakna.

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 07:57

31 identicon

Ég verð nú að leiðrétta þetta, ég fæddist barasta alls ekkert í desember

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:00

32 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með daginn í gær. Við erum með öll afmælin í kringum jólin.

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 13:26

33 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Heldurðu Sigrún virkilega að félagi Jesús hafi fæðst í desember? Held að margt styðji að svo hafi ekki verið Jón í Brauðhúsum var örugglega fæddur þegar hásumar er hér á landi.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 19:03

34 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þið efasemdarmenn Jesús og Haraldur  Það veit enginn hvenær hinn eini sanni var fæddur.....en við höldum upp á fæðingu hans í Desember

Til hamingju með þín Desemberbörn Heidi

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:08

35 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir yndislega færslu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband