6.12.2008 | 12:39
Engin ? mætum á mótmælafund kl. 15:00 í dag!
"Björgvin sagði að setja mætti spurningamerki við þessa atburðarás alla og að eðlilegt hafi verið, fyrst Seðlabankinn ætlaði að fara þessa leið, að kalla viðeigandi ráðherra mun fyrr að málinu. Þess í stað hefði þeim verið rutt inn í atburðarásina á lokasprettinum."
Ég set stórt ? við bankamálaráðherra, sem ekki er treyst af samráðherrum sínum, þegar hans málaflokkur er tekin fyrir á fundum og sættir sig við að vera"rutt inn í atburðarásina" á lokasprettinum
Ég set stórt ? við að bankamálaráðherra, sem segir ekki af sér og biður þjóðina afsökunar á því að 3 stærstu bankarnir skyldu hrynja á hans vakt
Ég set stórt ? við þessa niðurstöðu ráðherrans
Við verðum að þjappa okkur saman og treysta stjórnvöldum og stofnunum til að fást við kreppuna," sagði Björgvin.
Nei Björgvin, ég treysti ekki sömu stjórnvöldum og stofnunum, sem komu okkur í þá stöðu, sem við nú erum í til að "fást við kreppuna"
Þess vegna m.a. mæti ég á mótmælafund á Austurvelli kl. 15:00 í dag þar sem þessir aðilar munu stíga á stokk:
Gerður Kristný, rithöfundur
Jón Hreiðar Erlendsson
![]() |
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.12.2008 | 13:54
Hún þyrnirós svaf eina nótt.............en svo kom Davíð!
Það er löngu ljóst að það er eitthvað rotið í Seðlabankanum. Ég er farin að halda að það hafi frekar verið notað sem hefndarráðstöfun en greiði við viðkomandi stjórnmálamenn að senda þá í Svörtuloft eftir að þeir hætta í pólitík.
Engin Stjórnmálamaður hefur stoppað þar lengi, þeir hafa allir kvartað yfir því að þar sé ekkert spennandi í gangi. Sumir töluðu um að þar væru bara nagaðir blýantar og einhver vaknaði þar eftir væran ssss, sagði bless og stofnaði S.......-hópinn
.
En nú er fjör í Seðló
. DO er maður athafna og frelsis
, þannig að aðgerðarleysið hefur örugglega verið honum erfitt. Hann lætur sko ekki "fela" sig í Svörtuloftum sextugt unglambið, því hann er "konungur" og konungar eru aldrei fyrrverandi konungar.....þeir eru konungar á meðan þeir lifa. Svörtuloft eru orðin að konungsríki í ríkinu......og hana nú
DO hraunar yfir ríkisstjórn, en ríkisstjórnin "geltir" ekki einu sinni. Það kemur að vísu smá "kisu kvæs" frá Samfylkingarráðherrum, en klær þeirra eru bitlausar. Sjálfstæðisráðherrar segja bara "mjá" og amen á eftir efninu
.
Sumir hafa áhyggjur af því að DO sé lagður í einelti, ég tel að DO sé hinn dæmigerði gerandi ef um eineltismál væri að ræða. Ég get ekki betur séð en að "vinir" hans séu lafhræddir
Munum mótmælafundinn á Austurvelli kl. 15:00 á morgun - stöndum vörð um lýðræðið!
![]() |
Eitthvað rotið í Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
4.12.2008 | 14:51
Þvagprufu takk.
Ég get alveg tekið undir með Birki að það sé grafalvarlegt að bankamálaráðherrann hafi ekki rætt við aðalbankastjóra Seðlabankans í heilt ár og það á tímum, sem flestallir gerðu sér grein fyrir að blikur væru á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við hverja var bankamálaráðherrann annars að tala í aðdraganda bankahrunsins......fyrir utan Darling og Hús og hýbýli....eða var það Séð og heyrt?
Mér finnst þar að auki grafalvarlegt að formaður Samfylkingarinnar virðist vera haldin sömu einræðistilburðum og f.v. formaður Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að form. Samfylkingar fundaði með seðlabankastjóra í nokkur skipti á þessu tímabili, en hún virðist ekki hafa séð ástæðu til að hafa bankamálaráðherrann sinn með í ráðum eða upplýsa hann um innihald þessara funda. Bankamálaráðherrann var einfaldlega hundsaður. Var honum bara ætlað að vera til skrauts?
Mér finnst það líka grafalvarlegt að æðstu menn í stjórnkerfinu okkar og þingmenn Íslands skulu ekki þurfa að skila inn heilbrigðisvottorði, hvað þá vottorði um geðheilbrigði þegar þeir takast á við þessi ábyrgðar miklu störf.
Það þykir sjálfsagt að íþróttamenn, skili þvagprufum reglulega, svo ganga megi úr skugga að þeir séu ekki að neyta ólöglegra lyfja. Er ekki sjálfsagt að gengið sé úr skugga um að æðstu ráðamenn þjóðarinnar, séu ekki "í rússi"?
Þvagprufur geta líka sýnt fram á ýmis einkenni sjúkdóma, sem óæskilegir eru í fólki í stjórnunarstöðum. Svæsin þvagfærasýking getur nefnilega valdið "ruglástandi".....og það getur hægðatregða líka gert
Mér finnst staðan í þjóðfélaginu vera grafalvarleg svo ekki sé meira sagt. Ég legg til að meðfram málamynda rannsókn á aðdraganda bankahruns, verði gerð rannsókn á geðheilsu þingheims og annarra yfirmanna valdastofnana hér á landi. Einföld þvagprufa gæti losað okkur við "sjúka" einstaklinga......án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar
Þessi færsla var í boði sjúkraliðans
![]() |
Hitti Davíð ekki í tæpt ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
1.12.2008 | 22:21
Fyrst tökum við RÚV og svo tökum við Stöð tvö...........
Starfsmenn RÚV eru óánægðir og hvað ætli þeir taki til bragðs til að sýna þessa óánægju sína? Ætli þeir geri uppreisn? Fari í verkfall? Sýni borgaralega óhlýðni? Geri byltingu?
Ef þeir gera eitthvað af ofantöldu, verða þeir þá úthrópaðir sem "skríll" af menntamálaráðherra og útvarpsstjóra, sem "vilja þeim svo vel"?
Hvernig ætli fréttaflutningur verði af aðgerðum starfsmanna þessa ljósvakamiðils? Hver á að flytja fréttirnar? Verður það Útvarpsstjóri eða kannski menntamálaráðherra? Síðast en ekki síst, hvernig verða fréttirnar matreiddar?
Mér flaug þetta svona í hug, þegar ég horfði á fréttir sjónvarpsstöðvanna í kvöld. Þúsundir manna komu saman á þjóðfundi á Arnarhóli í dag og voru með friðsamleg mótmæli. Í framhaldi af því fóru um 100 manns í Seðlabankann og nokkrir aðilar sýndu að sögn fréttamiðla borgaralega óhlýðni. Að venju lögðu fréttamenn áherslu á meinta borgaralega óhlýðni, en fannst óskup lítið koma til friðsömu mótmælanna
Það var þá, sem ég áttaði mig á af hverju útvarpsstöðvar eru alltaf "teknar" fyrst í "uppreisnum" víða um heiminn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu:
Uppreisn (eða uppreist) er í almennum skilningi þegar fólk neitar að viðurkenna ríkjandi yfirvald og hefur samblástur gegn því. Uppreisn getur spannað allt frá borgaralegri óhlýðni að skipulegum tilraunum til að kollvarpa ríkjandi öflum með valdi. Hugtakið er oft notað um skipulega andspyrnu gegn ríkjandi stjórn hvort sem það er ríkisstjórn, skipsstjórn, herstjórn eða annars konar stjórn.
Uppreisnarformið getur verið margvíslegt:
- Friðsamleg mótmæli, þar með talin borgaraleg óhlýðni
- Andspyrna, skipuleg barátta gegn erlendum yfirráðum
- Bylting, til að breyta ríkjandi stjórnarháttum

Frjálsir og óháðir fjölmiðlar lengi lifi

![]() |
Starfsmannasamtök RÚV boða til fundar á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
1.12.2008 | 12:45
Afmæli eða nýtt upphaf?
Ég ætla að minnast 90 ára afmælis fullveldis Íslendinga í dag, en ég mun ekki gera það með blómsveigum. Ég ætla að taka mér stöðu, ásamt holmdish bloggvinkonu, við hlið Norska landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, sem sagður er hafa numið hér land á síðari hluta 9. aldar.
Ég sé þetta sem táknrænan atburð, því Hólmdís, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, þarf að íhuga það vandlega, hvort hún verður að snúa "heim" til Noregs og setjast þar að, eftir að hafa misst vinnuna sína þegar Heilsuverndarstöðin varð gjaldþrota núna nýlega.
Við Hólmdís, munum taka okkur stöðu með þeim Íslendingum, sem vilja breytt og betra Ísland. Með þeim Íslendingum, sem hafa fengið nóg af spillingu og græðgivæðingu, sem hefur gengið svo langt að menn velta því fyrir sér hvort Ísland sé ennþá "frjálst" og "fullvalda" ríki.
Við Hólmdís erum ekki "bara mótmælendur". Við höfum bæði í stuttu og löngu máli ritað um það á okkar bloggsíður, hvað við viljum að komi í staðinn fyrir það sem við nú höfum.
Við viljum að núverandi stjórnvöld víki, og að við taki utanþingstjórn, sem taki til í stjórnkerfinu á meðan stjórnmálaflokkarnir taka til hjá sér. Að því loknu verði boðað til lýðræðislegra kosninga.
Við viljum að stjórn Seðlabankans víki og að fagmenn verði settir þar við stjórn til frambúðar.
Við viljum að stjórnendur fjármálaeftirlitsins verði látnir víkja og að utanaðkomandi, helst erlendir sérfræðingar verði fengnir til að fara ofan í saumanna á á því regluverki eftirlitsins, sem brást svo hrapalega í undanfara bankahrunsins.
Við viljum óháða rannsókn á þætti "útrásarmannanna" í þeirri aðför, sem gerð var að lýðveldinu Íslandi.
Í dag munum við sýna samstöðu með þeim Íslendingum, sem mæta á þjóðfund borgarahreyfingarinnar og vilja byggja upp "Nýtt Ísland" og hlíða á ræður eftirtalinna frummælenda:
Einar Már Guðmundsson rithöfundur
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði
Margrét Pétursdóttir verkakona
Snærós Sindradóttir nemi
Þorvaldur Gylfason hagfræðingur
Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál
Fundarstjóri: Edward Huijbens landfræðingur
Ísland lengi lifi......en með nýjum formerkjum
P.s. Afmæliskveðjur til larahanna , eðalbloggara og Magneu frænku á Nesveginum
![]() |
Haldið upp á fullveldisdaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
30.11.2008 | 12:28
Góða veislu gjöra skal....
Það hefur mikið og margt verið fjallað um afmælisveislur útrásargæjanna á undanförnum árum og sitt sýndist hverjum. Aðfluttir gamlir popptónlistamenn voru t.d. fengnir til að troða upp og hinum nýríku (allt á lánum vitum við núna) var hampað á síðum Séð og heyrt, svo þetta færi nú örugglega ekki fram hjá þjóðinni/skrílnum.
Ég var ekkert betri en þessir veruleikafirrtu gervimillar, því þegar ég varð 50 ára fyrir einhverjum árum, lét ég Reykjavíkurborg um að halda mér veislu.
Veislan var haldin á Austurvelli, kveikt var á Óslóartrénu, jólasveinar tróðu upp og borgarstjórinn hélt ræðu. Nokkur hundruð Reykvíkinga mættu í veisluna, og þessir veislugestir gerðu sér enga grein fyrir því að þau voru að borga veisluna mína
.
Ég bara mætti með sonardóttur minni, þá 2ja ára og við skemmtum okkur konunglega á kostnað borgarbúa og horfðum á þegar afmælisgjöfin mín frá Óslóarbúum var tendruð.
Ég þekkti ekki marga af þessum afmælisgestum mínum en ég man að þarna hitti ég aftur gamla æskuvinkonu mína sem hafði haldið upp á 50 ára afmælið sitt þann 20 janúar þetta ár. Kolla Högna viðurkenndi að hennar afmælisveisla hafi verið minni í sniðum.
Ég óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með þessi flottu veisluhöld og vona að þeir njóti þeirra eins vel og ég og mínir gestir á sínum tíma. Það er samt frekar táknrænt að Grýla mæti í ár
.
Vissuð þið að það var árið 1952, sem Óslóarbúar gáfu okkur fyrsta Austurvallartréð? Þessi hefð er semsagt jafngömul mér
![]() |
Grýla prýðir Óslóartréð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.11.2008 | 00:52
Okkar aðgerðir munu líka virka....sjáið bara til :=)
Þau hafa sennilega áttað sig á því að föstudags blaðamannafundirnir voru ekki að virka eins og til var ætlast Alltaf fjölgaði á Austurvelli á laugardags mótmælunum, þrátt fyrir eða einfaldlega vegna föstudags "dúsanna"
.
Nú boða þeir aðgerðaáætlun eftir helgi....kannski á lýðveldisdaginn, hver veit? En kæru "landsfeður/mæður" 1. des er líka upptekinn, því þá verður haldinn Þjóðfundur á Arnarhóli...stutt í stjórnarráð og stutt í Svörtuloft....meira um það síðar
Í dag, laugardaginn 29. nóvember verður að venju haldinn mótmælafundur á Austurvelli kl. 15:00 undir faglegri stjórn Harðar Torfasonar.
Frummælendur á fundinum í dag verða:
Kristín Tómasdóttir, frístundaráðgjafi
Stefán Jónsson, leikstjóri
Illugi Jökulsson, rithöfundur
Stöndum saman í kröfu okkar um breytt og betra samfélag. Spillingarliðið burt, hvar í flokki sem það stendur!
![]() |
Aðgerðir kynntar eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.11.2008 | 15:01
Hvað með.........allt hitt Björgvin?
Hvað með greiðsluaðlögun viðskiptavina ríkisbankanna? Hvað með afnám verðtrygginga á lán? Hvað með íbúðareigendur, sem missa eignir sínar til bankanna? Nú er lag Björgvin....hlusta á Jóhönnu....áður en þú missir vinnuna þína.
Vinnuhelgar törn að byrja hjá mér en ég minni á mótmælafundinn á Austurvelli kl. 15:00 á morgun, laugardaginn 29. nóvember!
![]() |
Viðskiptaráðherra hefur lagt línurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2008 | 16:38
Trúnaðarbrestur!
Ég vil nú meina að trúnaðurinn milli launþega og verkalýðsforystu fari líka minnkandi. Ég hef aldrei skilið verkalýðsforystu sem leggur fram kröfugerð fyrir sína umbjóðendur, sem fela í sér kjör undir framfærslukostnaði
.
Hefur verkalýðsforystan einhvertíma rannsakað og skilgreint, hvað dugir til lágmarksframfærslu? Það getur varla verið, þar sem lægstu heildarlaun, sem þeir hafa samið um fyrir sitt fólk nær ekki kr. 140.000.- pr. mán. Hvað er eftir til framfærslu af þessum launum, þegar teknir hafa verið skattar og önnur lögbundin gjöld?
Gylfi, forseti, vill ekki heldur hrófla við verðtryggingunni, hann telur sig vera að passa lífeyrissjóðinn okkar....svona eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa gert með setu í stjórnum sjóðanna, sem þrátt fyrir það hafa rýrnað heil ósköp.
Ætli Gylfi, hagfræðingur hafi reiknað út, hvað verður mikið tap fyrir lífeyrissjóðina, ef þorri ungs fólks flytur úr landi með sínar fjölskyldur, m.a. vegna verðtryggðra lána, sem gerir þeim ekki kleyft að eiga hér húsnæði?
Nýja Ísland, þarf ekki bara nýja ríkisstjórn, heldur líka nýja hugsun hjá forystu launþegahreyfingarinnar.
Helgi Hóseasson er minn maður! Hann var löngu búin að sjá sannleikan á gamla Íslandi.
![]() |
Kosningar eru hættuspil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.11.2008 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.11.2008 | 14:03
Mínir menn!
Bræðurnir af Hlíðarveginum á Suðureyri, Óðinn og Diddi hafa margoft látið að sér kveða í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Diddi (Kristinn Gestsson), skipstjóri á Þerney RE 101, hefur á markvissan hátt gagnrýnt bæði Hafró og LÍÚ. Það sá ég þegar ég googlaði nafn hans og titil. Hann hefur talað fyrir fiskifræði sjómannsins, sem að mínu mati hefur fengið allt of litla athygli, vísindamanna, sem og útgerðarmanna.
Á meðfylgjandi mynd er Diddi að halda ræðu á einhverju landsambandsþingi LÍÚ, sem fékk víst verðskuldaða athygli.
Litli (en samt stærri) bróðir hans, Óðinn Gestsson, rekur fiskvinnslufyrirtækið Íslandssögu á Suðureyri. Hann hefur staðið þar í stafni í mörg ár og barist við óþolandi rekstrarumhverfi fiskvinnslunnar í landinu.
Vonandi verða þessir bræður í fararbroddi þegar næsti kafli Íslandssögunnar verður skrifaður. Ég treysti þeirra innsæi og dugnaði, samhygð og réttlæti.
Ísland á fullt af svona góðum sonum og dætrum, svo núverandi stjórnvöld geta óhikað stigið af valdastóli og gefið öðrum svigrúm til að spreyta sig á verkefninu: Nýja Ísland.
Diddi minn, ég er hreykin af þér og skipshöfn þinni á Þerney RE 101...en ég er ekkert hissa
![]() |
Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson