Leita í fréttum mbl.is

Afmæli eða nýtt upphaf?

ingolfur_arnarson.jpgÉg ætla að minnast 90 ára afmælis fullveldis Íslendinga í dag, en ég mun ekki gera það með blómsveigum.  Ég ætla að taka mér stöðu, ásamt holmdish bloggvinkonu, við hlið Norska landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, sem sagður er hafa numið hér land á síðari hluta 9. aldar. 

Ég sé þetta sem táknrænan atburð, því Hólmdís, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, þarf að íhuga það vandlega, hvort hún verður að snúa "heim" til Noregs og setjast þar að, eftir að hafa misst vinnuna sína þegar Heilsuverndarstöðin varð gjaldþrota núna nýlega.

Við Hólmdís, munum taka okkur stöðu með þeim Íslendingum, sem vilja breytt og betra Ísland.  Með þeim Íslendingum, sem hafa fengið nóg af spillingu og græðgivæðingu, sem hefur gengið svo langt að menn velta því fyrir sér hvort Ísland sé ennþá "frjálst" og "fullvalda" ríki.

skjaldarmerki.jpgVið Hólmdís erum ekki "bara mótmælendur".  Við höfum bæði í stuttu og löngu máli ritað um það á okkar bloggsíður, hvað við viljum að komi í staðinn fyrir það sem við nú höfum.  

Við viljum að núverandi stjórnvöld víki, og að við taki utanþingstjórn, sem taki til í stjórnkerfinu á meðan stjórnmálaflokkarnir taka til hjá sér.  Að því loknu verði boðað til lýðræðislegra kosninga.

Við viljum að stjórn Seðlabankans víki og að fagmenn verði settir þar við stjórn til frambúðar.

Við viljum að stjórnendur fjármálaeftirlitsins verði látnir víkja og að utanaðkomandi, helst erlendir sérfræðingar verði fengnir til að fara ofan í saumanna á á því regluverki eftirlitsins, sem brást svo hrapalega í undanfara bankahrunsins.

Við viljum óháða rannsókn á þætti "útrásarmannanna" í þeirri aðför, sem gerð var að lýðveldinu Íslandi.

Í dag munum við sýna samstöðu með þeim Íslendingum, sem mæta á þjóðfund borgarahreyfingarinnar og vilja byggja upp "Nýtt Ísland" og hlíða á ræður eftirtalinna frummælenda:

Einar Már Guðmundsson rithöfundur
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði
Margrét Pétursdóttir verkakona
Snærós Sindradóttir nemi
Þorvaldur Gylfason hagfræðingur
Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál

Fundarstjóri: Edward Huijbens landfræðingur

Ísland lengi lifi......en með nýjum formerkjumWizard


P.s. Afmæliskveðjur til larahanna , eðalbloggara og Magneu frænku á NesveginumHeart 


mbl.is Haldið upp á fullveldisdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hittumst á eftir!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Rannveig H

Það er nú ekki hægt að gera það betra en hjá ykkur  Hólmdísi. 'Eg hlustaði á Ólaf Ragnar var með ræðu hér við HÍ í hádeginu. Mér fannst ég hafa heyrt þetta miljón sinnum það var mannauðurinn(sem nú er að fara úr landi) orkulindirnar (sem Rei var næstum búin að selja)og fiskimiðin ( sem kvótakóngarnir eru enn með). Þetta var hvatningaræða sveipuð mörgum (innihaldslitlum)orðum.

Má ég þá frekar biðja um ræðumenn Austurvallar. Innan sviga mitt álit.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Með ykkur í huganum.

Áfram nýja Ísland. 

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég vildi heyra í Hólmdísi og Rannveigu halda ræðu. Til hamingju með daginn við mætum.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hvaða, hvaða, ætlarðu að segja mér að hjúkkur missi vinnuna á 'Islandi. Uss og svei þá er nu fókið í flest skjól. Heilsuvesinið hefur nú varla efni á því að loka einu né neinu á þessum viðkvæmu tímum.  Baráttukveðjur.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð ógeðslega flotttar kjéddlurnar og ég tek undir hvert orð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 18:10

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Baráttukveðjur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 18:15

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það þykir nú nokkuð ljóst að Ingó þessi norski hafi ekki verið fyrstur. Löngu vitað af Írum sme komu fyrr en líklega hafa þessir norsku skattsvikarar, ræningjar og nauðgarar gert út af við þá. Auk þess halda ýmsir fram að kuml sem hafa fundist séu eldri en frá 874, en það má líka vera Ingó hafi komið fyrr. En að við skulum halda þessari víkingaímynd á lofti er merkilegt í ljósi þess hvurslags menn þetta voru. Það er hins vegar allt í lagi að kalla bankastrákana víkinga. Þeir höfðu bara aðrar aðferðir við sömu hluti. En vona að ykkur hafi gengið vel í baráttunni.

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 20:27

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur

Þjóðfundurinn gekk vel, afar vel.  Við stóðum skjól megin við Ingó og mér var ekkert svakalega kalt.....að loknum fundi gengum við framhjá Stjórnarráðinu og hugsuðum ríkisstjórninni þegjandi þörfina með bljúgri bæn

Enduðum daginn í kaffi og kakó á Hressó, þar sem vel er búið að nær útdauðum smókistum

Vaknaði áðan við fréttir í sjónvarpi og kólnaði í gegn, þegar ég enn eina ferðina furðaði mig á fréttamati fréttamanna

Verð sjálf í hópi þeirra, sem vilja ráðast til inngöngu í útvarpshúsið í Efstaleiti til að freista þess að moka þar út málpípum ráherravaldsins  og "jeppann" tek ég herfangi. 

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 20:45

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sko þig Sigrún.....ætlar bara að vaða inn í Útvarpshúsið. Vantar þig jeppa?

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 21:01

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Heyr, heyr. Þú ert alvörukona og Hólmdís líka. Sammála hverju orði en komst ekki sakir vinnu.

Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:02

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís, Palli hefur ekkert meiri rétt á jeppanum en ég og þú.....svo er betra að vera á "öruggu" farartæki ef snjóþungt verður í vetur...því við verðum að mæta á "samstöðufundina" hvernig sem viðrar.  Hann getur bara tekið Strætó

Er það ekki þannig í einræðisríkjum að útvarpsstöðvarnar eru teknar fyrst?  Þar fer áróðurinn fram

Takk Helga mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:18

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Farið þá inn í bílageymsluna í kjallaranum. Palli hefur einkastæði þar að sjálfsögðu. Í öllum byltingum eru útvarpsstöðvar teknar fyrst. Þá er hægt að koma boðum til almennings öfugt við það sem íslenskir stjórnendur gera.

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 21:28

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að átta mig á þessari byltingarkænsku Halli minn....loksins

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 22:22

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 23:31

16 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvorki vil ég missa þig né Hólmdísi "heim" aftur til Vestur-Noregs. 

Varla viljið þið fara að lifa þar á "römmegröt med flöte" eða "morrpylsunni" skelfilegu ?  Hvorttveggja skelfilegar fæðutegundir og aðaluppistaðan í matarræði "forfeðra og -mæðra", enn þann dag í dag.

Sumsé stelpur; Huxa sig tvisvar um

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband