Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Sambandsslit!

Ég var að hætta í sambandi.  Veit að ykkur kemur það ekkert við, en veit líka að sumir hafa verið að velta því fyrir sér af hverju ég er svona löt að skrifa þessa dagana og enn aðrir eru að velta því fyrir sér hvernig mér líður og svona, bæði vegna sambandsslitanna og veikindanna sem ég „lenti í"Pouty

Sambandsslit eru alltaf erfið og jafnvel sorgleg.  Sérstaklega þegar sambandið hefur varað í langan tíma og verið jafn „tryggt" og þetta fyrrverandi samband mittFrown

Stundum verður maður bara að taka ákvörðun; hingað og ekki  lengra ákvörðun ef þannig má að orði komast.  Þetta samband var mig lifandi að drepa, bókstaflega, hvorki meira né minnaHalo

Ég var búin að velta þessum sambandsslitum fyrir mér í mörg ár, var m.a.s. búin að eignast „meðal" sem átti að virka og ljúka sambandinu án þessara venjubundnu aukaverkana......

Einhver hluti af mér hefur viljað lifa lengur því  líkaminn tók völdin „dauðabjallan" hringdi  - eitt stykki hjartaáfall - þræðing  - blástur - fóðrun !  Ekkert smá heppin....ég lifiWizard

Sambandsslitin voru óumflýjanleg og áttu sér stað á hinum eina sanna „Lokadegi", þann  11. Maí sl.  Þetta var ekki eins erfitt og ég hafði gert mér í hugarlund og mér líður alveg ágætlega takk fyrir, en það getur vel verið að heilastarfsemin sé ekki eins virk og hún áður var, þannig að færslurnar koma bara „ef þær koma" ....allt einhvernvegin í „slow motion" og gerir bara ekkert tilWink

Nú er ég komin í góðan hóp kvenna (Ragga  og Ía t.d.), sem eru HÆTTAR AÐ REYKJAWhistling

.........og er á meðan er.  Það er náttúrulega smá pressa að glutra þessu inn á internetiðPolice

stop_smoking.jpg

 


Laugardags afmæli:)

Það er laugardagurinn 23 maí í dag og nokkrir aðilar, sem ég þekki til eru að halda uppá afmælið sittWizard

Jón Eric að kyssa mömmu sínaAfmælisbarn dagsins. sem er mér kærast og stendur mér næst er eldri sonur minn Jón Eric, sem er 29 ára í dagHeart 

29 afmælisdagar og það hefur eflaust verið haldið rækilega upp á þá afmælisdaga, sem "lentu" á laugardegi  í gegnum tíðinaWhistling  Dagurinn í dag er engin undantekning.....fjölskyldan drifin í sundGrin

Veit ekki hvort ég næ að smella á þig kossi þennan 29. afmælisdag sonur sæll, en ég verð með hugann hjá þér.  Love you babyInLove

Öllum afmælisbörnum þessa laugardags sendi ég innilegar kveðjur með afmælissöng frá BítlunumWhistling


Til hamingju með daginn Norðmenn:)

alexander_hinn_norski.jpg"Alexander Rybak, Norðmaðurinn sem vann Evróvisjón söngvakeppnina í Moskvu í kvöld, sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að hann hefði greitt íslenska laginu atkvæði ef hann hefði getað."

Hann gat alveg kosið Ísland, ekkert sem bannaði honum þaðWink...kannski svolítið dýrt atkvæði að hringja úr norsku númeri og vera staddur í RússlandiWoundering

Amman kaus Norsk/rússneska drenginn og var afar sátt við sigur hans í keppninniWizard  Frábær listamaður þarna á ferð, sem er með þennan eftirsóknarverða X-faktor sem þarf til að komast á "toppinn"Whistling

johanna_gu_run.jpgRóbert Skúli vildi kjósa Ísland en mátti það ekkiFrown....var ekki sáttur til að byrja með.  Hverslags keppni er það þegar þú mátt ekki kjósa það sem er best af öllu??Woundering

Ákv. að styðja pabba sinn í að styðja Tyrki, þannig að hér á þessu heimili hljómuðu húrrahrópin þegar atkvæði voru greidd Noregi, Tyrklandi og að sjálfsögðu aðeins hærri hróp þegar Ísland var valiðWizard

Jóhanna Guðrún er líka með þennan illútskýranlega X-faktor, þannig að 2. sætið á eftir að fleyta henni langt í frægðarsólinni, sem ég vona að verði henni ljúf og gæfuríkHeart

Evróvision hjá RS og ömmu!Amman og Róbert Skúli voru afar sátt við gott Evróvision kvöld og það var samdóma álit "stofunnar" okkar að allir þar hefðu sérstaklega evrópskan smekk miðað við hvernig atkvæði féllu í álfunni Wink  Við vorum jú öll 3 í topp 5 sætunumWhistling

Bestu kveðjur til ísl. Evróvision faranna og takk kærlega fyrir góða skemmtun.  Þið voruð með klassaatriðiHeartInLoveWizard

 


mbl.is Ég hefði kosið Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóbakískt eða genatískt?

14. maí runnin upp og bráðum búinn og Albert bróðir minn á að sjálfsögðu afmæli Wizard  Hann fæddist árið 1947 og hefur alla tíð verið algjört heilsufríkWhistling.......og aldrei REYKT!

Abbi í ÁstralíuFjallgöngur og skíði hér heima en seglbretti og golf henni Ástralíu.......svo hefur hann alltaf verið gætinn með allt sem hann borðar, Ó já, hollt skal það vera.  Fyrirmyndardrengur í alla staði.

En hann gat náð sér í hjartaáfall fyrir nokkrum árum síðan....hjá honum var það að sjálfsögðu genetískt....hrikalega mikið af hjartveiki í ættinniFrown

valla_systir.jpgValla systir mín er sama fyrirmyndar, reglumanneskjan og hann Abbi bróðir....en hún féll líka (næstum því) fyrir þessu bráðdrepandi geni fyrir 8 árum síðan og fékk sitt hjartaáfall.

Bæði lifa þau þessi elskulegu systkini mín, taka sínar lífsnauðsynlegu pillur og passa vel uppá að "genunum"....þessum gölluðu, sé ekki ögraðHeart

Haldið þið ekki að röðin hafi svo verið komin að mér núna í vikunni.......nema að núna eru það ekki gömlu ,"góðu" gölluðu, genin frá Suðureyrar- eða Laugaætt sem um er kennt, heldur reykingum mínum í gegnum tíðinaW00t

Hafið þið heyrt talað um > 25 pakkaár?     Ég telst víst þannigTounge  En eftir þessa lífsreynslu verð ég sko ekki pakkaárinu eldriWhistling

Elsku bróðir, innilegar hamingjuóskir á afmælinu þínuWizard...og ég vona svo innilega að í baráttunni við blóðfituna, verði sigur okkar systkinanna sæturHeart

P.s.  Jói og Svenni, viljið þið drífa ykkur í tékkInLove


Grjónagrautur og Leiðarljós:)

Kristrún AmelíaÖmmustelpan Kristrún Amelía gisti hjá mér í nótt.  Hún verður 9 ára í ágúst og þ.a.l orðin svona lítil "manneskja" í mótunHeart

Við skruppum í Smáralindina í gær, en þangað hafði ég ekki komið síðan á góðærisárinu 2007!  Ástæða fyrir Smáralindarheimsókn var að unga daman vissi af "geðveikum" gúmmískóm til sölu þar, sem kostuðu "svo lítið" en væru alveg æðislegir og ég væri sko besta amman í heiminum ef ég keypti þá fyrir hanaInLove   Svo er"kreppan" búin amma mín, því skórnir eru ódýrari núna en þeir voru áðurCool

Með skóna í poka, gengum við sælar út í sumarkuldann.  Kristrún Amelía, sæl með sínu "geðveikt flottu" skó og amman sæl með nafnbótina "besta amman í heiminum" fyrir andvirði kr. 1.200.-Smile  Hver sagði að ástin kostaði ekkert?Woundering

Kvöldið leið í notalegheitum.  Spjalli og sjónvarpsglápi með poppi og sollisHeart

Við vöknuðum kl. 9:14 í morgun og fyrsta sem daman sagði þegar hún vaknaði var:  Amma, viltu gera grjónagraut?  Ákv. að bíða með hann til hádegis......en sú bið þótti of löng, þannig að grjóni var tilbúin fyrir kl. 11:00.

Þá hófst skrítið tímabil.  Unga daman settist fyrir framan sjónvarpið og horfi á LEIÐARLJÓS!Blush....og borðaði sinn grjónagraut.

Amma: Er þessi þáttur nokkuð fyrir stelpur eins og þig Kristrún mín?

Kristrún: Ég horfi alltaf á hann!

Nú er amman í vandræðum, hefur aldrei horft á þessa þætti og veit ekki hvort þetta er æskilegt sjónvarpsefni fyrir ungar stúlkur "í mótun"Errm  Getur einhver hjálpað mér?

Ég fór ósjálfrátt að bera saman minn raunveruleika frá 9. aldursárinu.  Já ég fór að rifja upp "gamla daga" og bera saman við raunveruleika dagsins í dagWink

Ég á 9. árinu hjá ömmu minni (sem reyndar bjó á heimilinu), les upphátt fyrir hana úr Öddu bókum á meðan hún prjónaði sokka eða vettlinga á Súgfirska sjómennHeart

Kristrún Amelía á 9. árinu horfir á amerískan væluþátt (ég veit þó það mikið um þáttinn) og amman situr við tölvuna og spjallar við vinina á facebook!Whistling

Kristrún Amelía hefur verið í dansskóla í allan vetur og á morgun mun hún taka þátt í sinni fyrstu danskeppni.   Laugardalshöllin, hvorki meira né minnaSmile   Mikil tilhlökkun í gangi hjá dömunni.  Búin að fá "keppniskjól" og alles og  amman mætir að sjálfsögðu fyrir allar aldir á sunnudagsmorgni og horfir á dýrðinaInLove

Rómantík!Amman lærði líka dans, þegar hún var 9 ára.  Dansskóli Heiðars Ástvalds sendi okkur kennara á hverjum vetri og dansinn var stiginn við undirleik frá segulbandi.  Engin danskeppni hjá okkur púkunum og engin verðlaun í boði fyrir góðan árangur....nema ánægjan yfir því að kunna "sporin" og fá að dansa við sætasta strákinn í lok danskennsluInLove

 


Valdafíklar án markmiðs!

Svakalega finnst mér framsóknarmenn dapurlegir þessa dagana.  Þeir "ÖSKRA" á aðgerðir og eru búnir að steingleyma sínum þætti í því hruni sem skekur þjóðina. 

Eftir að hafa lesið um upphrópanir þeirra upp á síðkastið hef ég verið að rifja upp fyrir sjálfri mér hvaða ábyrgð þeir þeir hafa tekið á þeim "hrunum" sem ég hef persónulega lent í frá því að ég keypti mína fyrstu íbúð seint á árinu 1979.

Framsóknarmenn hafa verið við kjötkatlana með einum eða öðrum hætti mestan part þessa tíma.  Stundum í forsæti ríkisstjórnar og á öðrum tímum hafa þeir verið "leppar" hjá sjálfstæðismönnum.

Mitt fyrsta fjármálahrun varð árið 1983, þegar launavísitalan var tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan var látin halda sér þannig að lánin ruku upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað svo fólk gat ekki staðið í skilum. Auk þess varð lánabyrðin meiri en verðmæti eignanna þannig að fólk lenti í miklum hremmingum.  

Voru framsóknarmenn þá við völd?  Ó, já og hafa verið það flestar götur síðan.  Aðgerðir og "leiðréttingar" gagnvart íbúðareigendum litu aldrei dagsins ljós.  Fjölmargir misstu allt sitt og róðurinn var þungur hjá öðrum.

Á þessum 26 árum síðan þetta "manngerða" hrun varð í mínum fjármálum hef ég verið að velta á undan mér skuldum með endurfjármögnun lána og tímabundnum reddingum.  Þetta hefur verið barátta upp á líf eða gjaldþrot.

Ég ákvað á vissum tímapunkti að "if you can´t beat them, join them" og gekk til liðs við flokkinn, þeir voru jú alltaf við völdCool..barðist þar af alefli fyrir norrænu velferðarkerfi, sem m.a. fól í sér að tekinn yrði upp "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur", þar sem t.d. skuldurum yrði gert kleyft að borga sínar skuldir en hafa samt afgang til daglegrar framfærslu.  Auðvitað gekk þetta plott mitt ekki upp, því þeirra aðalkappsmál var bara að vera við völd, hvað sem þjóðinni leiðCrying.  Framapotarar og valdafíklar tóku völdin og ég yfirgaf "partýið" með hvelli eftir alltof langa viðveru.  Nú eru þeir utan stjórnar og ég vona að þeir verði þar sem lengstAngry.

Á meðan 80 daga stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd og farið var að ræða um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd, labbaði ég niður í viðskiptabankann minn og í krafti væntanlegrar lagasetningar um greiðsluaðlögun fékk ég loksins áheyrnSmile  Ég sé fram á bjartari daga..... án framsóknarWhistling


mbl.is „Óskaplega aumingjalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Internationalinn!

Baráttusöngur verkalýðsins hefur sjaldan átt jafn vel við og einmitt núna.  Venjulega syngjum við bara fyrsta erindið með viðlagi en í dag hrópuðu öll erindin á mig:

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök !
Nú bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði í dag !
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag


Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn i hönd !
Því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd


Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt


Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð


Til sigurs, eining öreiganna
með alþýðunnar stolta nafn
Þín jörð er óðal allra manna,
en ekki fyrir gamm né hrafn !
Þeirra kyn skóp þér örbirgð og ótta
en er þeir skuggar hverfa úr sýn
einn vordag snemma á feigðarflótta
mun fegurð lífsins verða þín


Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag
unz Internationalinn
er allra bræðralag

 

Höf.: Eugén Pottier
þýð.: Sveinbjörn Sigurjónsson


Réttlátt þjóðfélag!

Í fyrra, þegar við héldum 1. maí hátíðlegan, var okkur talið trú um að hér ríkti bullandi góðæri.  Þeir sem tóku þátt í kröfugöngum í tilefni dagsins voru nú ekki jafn sannfærðir og t.d. ráðamenn þjóðarinnar.  Góðærið hafði aldrei náð til láglauna og millitekjufólks.

Aðalkrafa dagsins var því á þeim nótum að allir fengju sinn skerf af góðæriskökunni.  Mín krafa var:

 Ég vil réttlátt þjóðfélag!

Ég lagði þá út frá þeirri sanngjörnu kröfu minni að hér yrði til "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur".  Ég er nokkuð viss um fylgismönnum þessarar kröfu minnar hefur fjölgað undanfarna mánuði, því"bótaþegum" með u.þ.b. kr.150.000.-á mánuði hefur fjölgað um tæplega 20.000.

Það hafa því margir þurft að reyna það á eigin skinni, að framfæra sér og sínum fyrir þessa upphæð og komist að því að það er ekki framkvæmanlegt, hvað þá ef skuldabyrðin var eitthvað í líkingu við þessa framfærsluupphæð fyrir atvinnumissinn!

sjúkraliðar 1. mai   Sigrún og RúrýVið Rúrý, vinkona mín og vinnufélagi fórum saman í kröfugöngu síðasta árs.  Í dag erum við báðar að vinna og komumst því ekki.  Við krossleggjum fingur og vonum að við höldum vinnunniWoundering 

Kröfugöngurnar í dag verða án efa þær fjölmennustu í mannaminnum...er það ekki?

Eða er ennþá til fólk sem finnst það hallærislegt að berjast fyrir bættum kjörum og mannréttindum?

Launamenn, hvar sem þið þiggið laun, ég óska ykkur til hamingju með þennan baráttudag!

 

 

 

 


mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband