Leita í fréttum mbl.is

Valdafíklar án markmiðs!

Svakalega finnst mér framsóknarmenn dapurlegir þessa dagana.  Þeir "ÖSKRA" á aðgerðir og eru búnir að steingleyma sínum þætti í því hruni sem skekur þjóðina. 

Eftir að hafa lesið um upphrópanir þeirra upp á síðkastið hef ég verið að rifja upp fyrir sjálfri mér hvaða ábyrgð þeir þeir hafa tekið á þeim "hrunum" sem ég hef persónulega lent í frá því að ég keypti mína fyrstu íbúð seint á árinu 1979.

Framsóknarmenn hafa verið við kjötkatlana með einum eða öðrum hætti mestan part þessa tíma.  Stundum í forsæti ríkisstjórnar og á öðrum tímum hafa þeir verið "leppar" hjá sjálfstæðismönnum.

Mitt fyrsta fjármálahrun varð árið 1983, þegar launavísitalan var tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan var látin halda sér þannig að lánin ruku upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað svo fólk gat ekki staðið í skilum. Auk þess varð lánabyrðin meiri en verðmæti eignanna þannig að fólk lenti í miklum hremmingum.  

Voru framsóknarmenn þá við völd?  Ó, já og hafa verið það flestar götur síðan.  Aðgerðir og "leiðréttingar" gagnvart íbúðareigendum litu aldrei dagsins ljós.  Fjölmargir misstu allt sitt og róðurinn var þungur hjá öðrum.

Á þessum 26 árum síðan þetta "manngerða" hrun varð í mínum fjármálum hef ég verið að velta á undan mér skuldum með endurfjármögnun lána og tímabundnum reddingum.  Þetta hefur verið barátta upp á líf eða gjaldþrot.

Ég ákvað á vissum tímapunkti að "if you can´t beat them, join them" og gekk til liðs við flokkinn, þeir voru jú alltaf við völdCool..barðist þar af alefli fyrir norrænu velferðarkerfi, sem m.a. fól í sér að tekinn yrði upp "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur", þar sem t.d. skuldurum yrði gert kleyft að borga sínar skuldir en hafa samt afgang til daglegrar framfærslu.  Auðvitað gekk þetta plott mitt ekki upp, því þeirra aðalkappsmál var bara að vera við völd, hvað sem þjóðinni leiðCrying.  Framapotarar og valdafíklar tóku völdin og ég yfirgaf "partýið" með hvelli eftir alltof langa viðveru.  Nú eru þeir utan stjórnar og ég vona að þeir verði þar sem lengstAngry.

Á meðan 80 daga stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd og farið var að ræða um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd, labbaði ég niður í viðskiptabankann minn og í krafti væntanlegrar lagasetningar um greiðsluaðlögun fékk ég loksins áheyrnSmile  Ég sé fram á bjartari daga..... án framsóknarWhistling


mbl.is „Óskaplega aumingjalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigrún.I love you.Flott grein.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Takk fyrir þennan pistil, Sigrún.

Það væri full ástæða til að fleiri rifjuðu upp þessi hryllilegu "misgengisár". Það væri t.d. verðugt verkefni fyrir fjölmiðlamenn að bera saman aðstæður og aðgerðir þá og nú. Mig minnir að raungildi launa hafi talist lækka um hátt í 30% sumarið 1983.

Lán margra urðu langt umfram verðmæti íbúðarinnar. Fjölmargir gátu ekki með nokkru móti staðið í skilum, misstu íbúðina en sátu eftir með skuldir. Þess voru meira að segja dæmi að miðaldra og eldra fólk missti sínar íbúðir á uppboð vegna þess að það hafði skrifað upp á fyrir börnin sín.

Aðrir lentu í þeim sporum sem þú lýsir.

En ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem sat 1983-1987 gerði nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er óneitanlega nokkur munur á viðhorfi stjórnvalda nú og þá.

Jón Daníelsson, 5.5.2009 kl. 16:48

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Það er mikilvægt að sögur sem þessar fái að hljóma. Það er alltof mikið um upphrópanir um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að skila neinu.

Ómurinn af populistum Framsóknar er að verða óbærilegur og venjulegt fólk greinir ekki á milli raunhæfra lausna og pólitískra yfirboða.

Kristjana Bjarnadóttir, 5.5.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góð...eins og alltaf

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 5.5.2009 kl. 18:02

5 identicon

Sammála hef svipaða sögu að segja. Aðgerðir ríkisstjórnar eru að hjálpa þeim sem eru í kringum mig þannig að ég velti fyrir mér hvort þeir hrópi ekki hæðst sem eru í gersamlega vonlausri stöðu.

Fólk á að nýta sér ráðgjafarstofu heimilanna því þar er hægt að fá úrlausn þó það þýði tilsjónarmann. Fólk getur þá haldið áfram að búa í íbúðum sínum og lifað sínu lífi þó það þurfi að lifa spart. Fólk hefur lent í erfiðleikum áður og lifað af. Margir skuldsettu sig langt umfram efni og þurfa að taka afleiðingunum. Það gerir það enginn fyrir þá. Jöfn niðurfærsla skulda eins og Framsókn boðar er eitt það heimskulegasta sem hefur komið fram .

Ína (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 18:13

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hver man ekki þessa tíma sem þú talar um Sigrún mín og ég vona svo sannarlega að þetta fari nú að lagast.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 18:56

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ójá & amen eftir efninu, znilldarfærzla.

Steingrímur Helgason, 5.5.2009 kl. 19:46

8 identicon

Já! vel á minnst! Við hjónin urðum illilega fyrir því á "misgengisárunum" ´82-3, þá vorum við nýbúin að kaupa okkar fyrstu eigin íbúð. Þá íbúð áttum við í 7 ár - og eitt af lánunum okkar var Dagsbrúnarlán (líf.sj.lán) sem pabbi heitinn lánaði okkur. Það var 150 þús. kr. í upphafi 1982 en rúmar 900 þús. kr. þegar við seldum 1989!!!  Þetta eru sannarlega ekki eftirsóknarverðir tímar :(

Ásta Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég man þennan tíma og þess vegna ósa ég engum þess að lifa þá, en ég get ekki skilið askverju er verið að tryggja fjármagnseigendum sitt fé í sjóðum bankana en, þeir sem skulda eru þeir einu sem eiga að greiða allt í topp þetta er ógeðfellt og ég man ekki betur en Ögmundur Jónasson hafi farið fyrir Sigtúnshópnum hann er búin að gleyma að mínu mati öllu því sem hann var að berjast fyrir.

Þá voru ekki körfulán á bílum eða húsum eins og nú.

Nú eru vinstri menn ekki betri en Framsókn var þá það er kannski keppikeflið að skora ekki hærra, verði þeim að góðu

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.5.2009 kl. 23:19

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr við eigum greinilega svipaða sögu.  Keyptum fyrstu íbúðina á sama árinu.  Síðan þá hefur allt verið niður á við, gagnvart skuldurum þessa lands. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2009 kl. 01:26

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 01:36

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn öll og takk fyrir innlit

Við Jón vil ég ítreka að ég hef beðið í 26 ár eftir lausn á minni skuldastöðu og  hana fékk ég með lagasetningu frá 80 daga stjórn Jóhönnu Sigurðard.

Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2009 kl. 08:22

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún! Þú ert snillingur!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 10:59

14 Smámynd: Sylvía

mikid rett, annars ætla eg ekki ad tja mig a opinberum midli um alit mitt a þeim(sem by the way er þad sama og eg hef a D og S)

Sylvía , 6.5.2009 kl. 12:18

15 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Frábært. Þessi grein ætti að birtast í öllum fjölmiðlum.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 6.5.2009 kl. 13:20

16 identicon

Tek undir orð sveitunga míns. lova ya,og meina það frá innstu hjarta rótum.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:28

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk öll fyrir innlit og comment

Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2009 kl. 13:43

18 Smámynd:

Flottur pistill Sigrún og nauðsynlegt að halda umræðu um ábyrgð framsóknar vakandi.

, 6.5.2009 kl. 19:39

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær pistill hjá þér Sigrún mín.  Og ekki má gleyma að það var Halldór Ásgrímsson sem átti stærstan þátt í að sníða kvótakerfið eftir sinni fjölskyldu, sem setti vestfirðinga nánast í gjörgæslu.  Svei attan bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 10:26

20 Smámynd: TARA

Góð grein hjá þér....vonandi sjá flestir til sólar áður en langt um líður.

TARA, 8.5.2009 kl. 00:16

21 Smámynd: Marta smarta

Sammála Ásthildur Cesil, og svei attan bara enn meir.

Marta smarta, 8.5.2009 kl. 01:49

22 Smámynd: Ragnheiður

Flott grein, ég ætla að lesa hana aftur ...og aftur.

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 13:05

23 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.5.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband