Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Smá......

...bloggfrí og löngu tímabærtWhistling

See you later......


Lyf og bætiefni í ísl. náttúru!

Ég er svo alvön því að fólkið í kringum mig er ekki að velta sér upp úr sömu hlutum og ég.  Við Völlu systir ræði ég t.d. afar sjaldan um pólitík.  Á vinnustað mínum reynum við að hafa pólitíska umræðu í lágmarki, skjólstæðinga okkar vegna.  Þess vegna var bloggið eiginlega himnasending fyrir mig, þar get ég pælt og spegulerað og þeir lesa sem viljaSmile

Í dag hefði ég virkilega viljað rasa út og tjá mig um ósmekklega ræðu sem flutt var á pólitískum vettvangi...en ég er að hugsa um að láta það vera og leyfa ykkur sem hér komið við að lesa dúndurgóða grein eftir Völlu systur, sem birtist í Morgunblaðinu í gærSmile

Marblettir eða krækiberjasaft

valla_systir.jpgÍ mínu ungdæmi tíðkaðist það að hafa til morgunverðar hafragraut, slátur, þorskalýsi og krækiberjasaft.  Þorskalýsið var fengið í lýsisbræðslunni á staðnum, haframjölið innflutt en slátrið og berjasaftina bjó mamma til með dálítilli aðstoð annarra heimilismanna.  Ég minnist þess ekki að hafa verið hlaðin marblettum á mínum yngri árum þrátt fyrir marga byltuna og pústrana. 
     Það verður að segjast eins og það er að ekki viðhélt ég þessari morgunverðarhefð þau 25 ár sem ég var húsmóðir.  Reyndar var hafragrauturinn til staðar og lýsið fyrst um sinn en svo lagðist þetta af aðallega vegna þess að annað heimilisfólk hafði ekki sama smekk og ég.  Ekki var verið að huga að hollustunni eins og algengt er nú á tímum.  Reyndar hefur mér alltaf þótt hafragrautur góður og jafnvel veislumatur með aðalbláberjum.
     Undanfarin ár hef ég ekki mátt reka mig smávegis í þá var kominn þessi stóri marblettur og stundum margir á sama tíma enda þótt ég reyndi að fara gætilega.  Fólki sem umgengst mig þótti þetta afar hvimleitt því það gat verið að einhver teldi að ég væri beitt líkamlegu ofbeldi, en því var ekki til að dreifa.  Ég var orðin nokkuð leið á þessu og spurði heimilislækninn minn hvað ég ætti að gera til að laga þetta.  Hann mælti með bætiefnum sem ég gæti keypt og það gerði ég.  En þessi bætiefni eru enn uppi í skáp hjá mér því ég er ekki dugleg að bæta við mig pillum. 
     Það undarlega gerðist á haustdögum að marblettirnir hurfu hver af öðrum og reyndar líka lítill rauður blettur sem var fyrir neðan aðra augnabrúnina.  Ekki hef ég breytt miklu í mínum matarvenjum seinni ár en síðsumars fór ég til Bakkafjarðar að heimsækja vini mína.  Þetta var á berjatínslutímanum.  Ég kíkti eftir aðalbláberjum þar sem ég vissi um nokkra staði þar sem þau uxu en þó ekki í þeim mæli sem ég á að venjast frá mínum heimaslóðum í Súgandafirði.  Erfiðlega gekk mér að finna nægilega mikið af aðalbláberjum enda rigning og ég full snemma á ferð.  Hins vegar var svo mikið af krækiberjum að ég hafði aldrei séð annað eins, allt svart.  Ég tíndi því krækiber fyrir vinkonu mína sem ekki komst sjálf til berja.  Við bjuggum til þessa líka fínu krækiberjasaft sem er ekki verri en fínasti líkjör þótt óáfeng sé og einmitt betri fyrir það.  Ég fékk með mér nokkrar flöskur sem ég drakk dálítið af daglega með hafragrautnum.  Reyndar borðaði ég líka aðalbláberin sem ég tíndi og keypti mér nokkrum sinnum til viðbótar í Vínberinu á Laugarveginum, þegar ég var á heilsubótargöngu. Vinkonur mínar, sem nýttu sér þetta mikla berjaár líka hafa gaukað að mér flösku og flösku, þegar ég hef dásamað hollustuna   Þetta er eina breytingin á mínu mataræði um árabil.  .
     Af framansögðu ætti að vera ljóst að ég þakka krækiberjasaftinni hvarf marblettanna.  Því legg ég til að áhersla verði lögð á rannsóknir vegna hollustu hennar.  Vitanlega gæti tilgáta mín verið röng því að ég var í raun með tvær breytur, krækiberjasaft og aðalbláber.  Sem fyrrverandi náttúrufræðikennari veit ég að breytan þarf að vera ein í hverri tilraun, til þess að eiga möguleika á réttri niðurstöðu, en þess ber að gæta að þetta var ekki vísvitandi tilraun heldur afleiðing af berjaáti. 
     Ef hægt verður að færa sönnur á að krækiberjasaft eða villt íslensk ber séu jafn áhrifarík og ýmis innflutt bætiefni hve mikið gæti þjóðarbúið hagnast ef þau væru nýtt sem skildi?  Vöruskiptajöfnuðurinn mundi líklega lagast til muna enda virðist mér ekki veita af því núna frekar en oft áður.

Valbjörg Jónsdóttir

Birt með leyfi höfundarSmile


Hræðsla er undirrót fordóma.

Ég vissi þaðSmile  Ég hef alltaf haldið því fram að allir flokkar ættu á að skipa góðu fólki, svona inn á milli.  Það hefur samt verið ansi erfitt að fyrir mig að benda á einhverja í röðum Sjálfstæðismanna en nú fann ég eina flotta;

ragnhildur_helgadottir.jpgRagnhildur Helgadóttir t.h. á þessari mynd, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sagði að svo virtist sem afstaða margra fundarmanna mótaðist af hræðslu. „Þessa óskaplegu hræðslu við aðildarviðræður skil ég ekki,“ sagði Ragnhildur. Hún vísaði til þess að íslenska þjóðin hefði tækifæri til að taka afstöðu til álitaefna og reglna Evrópusambandsins með aðild.

Ragnhildur treystir þjóð sinni til að taka afstöðu til aðildarumsóknar að ESB að undangengnum aðildarumræðum, það finnst mér flott afstaða.

Forræðishyggja og hræðsluáróður fellur mér ekki, sama hvað menn þykjast hafa mikið "vit" á málefninu.  Ég vil upplýsandi og fordómalausa umræðu og ég treysti sjálfri mér alveg til að taka ákvörðun um framhaldið að undangengnum aðildarviðræðum.

Klisjur á borð við "afsal sjálfstæðis" finnst mér fáránlegar í ljósi þess að allar þær þjóðir sem eiga aðild að sambandinu eru sjálfstæðar þjóðir, sem áfram tala sitt tungumál og eru stoltar af sinni menningu.

Ég afneita öllum þeim stjórnmálamönnum og flokkum, sem ekki treysta mér til að taka upplýsta afstöðu að undangengnum aðildarviðræðum....ég vona að frú Ragnhildur geri það líkaWink


mbl.is Afstaða mótast af hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir kaupsýslumenn hugsa líka stórt!

Iss....við ætlum sko að byggja nýtt "hátæknisjúkrahús", leigja aðstöðuna út til Róberts Wessman, sem ætlar að flytja inn ameríska offitusjúklinga.  Þetta verður sjálfbært "hátækni" sjúkrahús, byggt á einni hæð og þ.a.l. engar lyftur.

"Sjúklingarnir" verða látnir hlaupa um gangana í leit að mat....sem verður af skornum skammtiW00t...Nýuppgötvaðir ástríðufullir "grasræktendur" fá aðstöðu í öllum gluggum hússins til ræktunar á heilsusamlegu grænmetiWink

Ekki þarf að ráða "hámenntað" starfsfólk, en íslenskum fjárhundum verður beitt á "letingjana" í hópnumWhistling

Farin í vinnuna......engin "hátækni" þarWink


mbl.is Hyggst smíða nýtt Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðavænlegur gróður?

Þetta er eitthvað svo dæmigert íslenskt fyrirbrigði.  Þegar einhver dettur niður á einhverja snjalla gróðahugmynd, fylgja yfirleitt margir í kjölfarið og ætla að græða á því samaWoundering

Nú er það kannabisið.  Hverri "gróðrarstöðinni" er lokað á fætur annarri, þær virðast vera út um allt eða Here there and everywhere eins og Bítlarnir sungu á minnar kynslóðar hasstímabiliWink

Farin á aukavakt, sjáumstSmile

 


mbl.is Hald lagt á 650 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátkórinn!

Ætli það sé tilviljun eða meðvituð ákvörðun hjá atvinnurekendum að að ráða einhverja vælukjóa í stöðu framkvæmdastjóra þeirra samtaka?

Samtök atvinnurekenda eða Vinnuveitendasamband Íslands eins og þessi samtök voru áður nefnd voru yfirleitt kallaður grátkórinn og framkvæmdastjórarnir hafa þá yfirleitt verið valdir með tilliti til þess að þeir yrðu yfirvælararWhistling

Ég man eftir Þorsteini Pálssyni og Þórarni V. sem "forvælurum" en ég held að Vilhjálmur Egils nái þessum vælutóni best allra, hann nær honum svo vel að manni flökrar í hvert skipti sem hann byrjar að vælaSick


mbl.is Samningur SA og ASÍ í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystan á að koma frá grasrótinni.

Hvenær ætlar verkafólk að vakna og kjósa sér Forseta úr sínum eigin röðum?  Er með nokkra í huga sem gætu valdið þessu hlutverki betur en einhverjir hagfræðimenntaðir, veruleikafirrtir og algjörlega ókunnugir kjörum verkafólks.

Nefni hér 3 góða, sem myndu sóma sér vel sem "forsetar" verkafólks samtakanna ASÍ:  Vilhjálmur Birgisson - Akranesi,  Aðalsteinn Baldursson- Húsavík og jafnvel Björn Snæbjörnsson - Akureyri.

Hagfræðingarnir eiga að vera starfsmenn samtakanna en ekki forystumenn.  Þetta hefur nú verið mín skoðun lengi, eða allt frá því að Ásmundur Stefánsson var dubbaður upp sem forystumaður hjá ASÍ.  En hvað veit égWink 


mbl.is Gylfi: Rétt að semja um frestun launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spuni??

Veit ekki af hverju mér finnst að  þessi úrsögn hafi alltaf staðið til hjá konunni, en að gjörningurinn yrði bara "flottari" ef hún væri varaformaðurBlush

Síðasta vaktin í löngu törn í kvöldWhistling


mbl.is Guðjón A. undrandi á uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnahlé!

Hörður Torfason átti sinn stóra þátt í því að "þjóðin" vaknaði.  Nú verður gert hlé á Austurvalla fundunum en það verður að koma í ljós, hvort "þjóðin" heldur vöku sinni.

Ég vil þakka Herði fyrir hans óeigingjarna starf við skipulagningu þessara funda og vona að hann mæti aftur tvíefldur á svæðið ef þörf krefur.  Er reyndar nokkuð viss um að stór hluti þjóðarinnar er ekki ennþá vaknaður en þegar það gerist mun byltingarferlið halda áfram.

The Beatles - Revolution


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúfur söngur og hjáróma raddir!

Ég "heyrði" i vorinu síðustu tvo morgna, þar sem ég var á næturvakt.  Söngur fuglanna var byrjaður fyrir kl. 06:00 og þessi tónlist var ljúf og notalegJoyful

Annars er það kunnugleg "tónlist", sem farin er að hljóma þetta vorið, þar sem kosningar eru í nándShocking  Yfirboðin og skætingurinn er eitthvað sem ætti að hlífa okkur landsmönnum við um þessar mundir.  Las snilldarfærslu frá góðum "Eyjupenna" núna áðan, sem afgreiðir bæði Tryggva Þór og harða andstæðinga ESB í vel skrifaðri færslu.

Lóan er fallegur fugl og mér þykir ákaflega vænt um hanaHeart


mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband