Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Gimme hope, Jo´anna....

Mikið er ég fegin að Jóhanna svaraði þessu kalli.  Það hefði ekki bætt pólitískt ástand, ef formannsslagur hefði herjað á Samfylkinguna. 

Tími Jóhönnu okkar er svo sannarlega kominn og vonandi tekst henni að gefa okkur von á framtíð þessa lands.

Eddy Grant orti ljóð til annarrar Jóhönnu (..og alls ekki góðrar Jóhönnu) í Suður Afríku en hægt er að nota viðlagið sem ákall til okkar Jóhönnu:

Gimme hope, Jo'anna
Hope, Jo'anna
Gimme hope, Jo'anna
'Fore the morning come
Gimme hope, Jo'anna
Hope, Jo'anna
Hope before the morning come

Getur einhver sagt mér af hverju var kveikt á Lennon síðustu nótt?  FriðarsúlunniWink


mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það snjói í NASDAQ?

Merkilegur fjandi sem ég uppgötvaði núna rétt áðan.  Fyrir hrun eða FH eins og Hrönn bloggvinkona kallar það, voru svona regluleg innslög í fréttatímum RÚV frá fjármálaheiminum.  Fréttaþulirnir sögðu okkur brosandi frá gengisvísitölum, væntingarvísitölum, hvernig þeir höfðu það þarna á NASDAQ og hvernig kaupin höfðu gerst á hlutabréfamörkuðum og svoleiðis rugl, sem ég skildi náttúrulega ekki baun í....þetta var svona WC tími hjá mérFootinMouth ........því auðvitað voru þessi innslög sérhönnuð fyrir "óreiðumennina"Tounge 

Nú er öldin önnur, við vitum ekkert hvernig eskimóarnir í NASDAQ hafa það en nú horfum við á fréttir af dapurlegum endalokum fjármálastarfseminnar sem þessi innslög RÚV voru byggð á. 

Ekki veit ég hvernig lífeyrissjóður tannlækna stendur EF (eftir hrun).  Ætli þeir þurfi kannski að hækka hjá sér taxtana?....ég vona ekki, ég er búin að vera með tannpínu í allt kvöldCrying

Hvernig væri að RÚV kæmi nú með svona sérhannaðan fréttaauka fyrir neytendur á hverju kvöldi, þar sem útlistað væri á svona myndrænan hátt hvar hægt er að gera bestu kaupin?  Hvaða vara hefur hækkað og hvaða vara hefur lækkað o.sv.frv.Smile

Þetta var nú bara það sem ég var að pæla í fyrir svefninnW00t

Money með The Beatles, gjörið svo velWhistling


mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæliskveðja!

erica_sk_2ja_ara.jpgLitli fjörkálfurinn minn og draumadísin Erica Ósk er 2ja ára í dagWizard

Eitthvað var fjölskyldan að spara afmælisdagana því hún fæddist á afmælisdegi mömmu sinnar Guðrúnar Freyju, sem á því líka afmæli í dagWizard

erica_sk_slaer_i_eina_koku_813307.jpgErica Ósk er búin að vera heilmikið lasin undanfarna viku og er enn veik, svo sennilega bíða veisluhöld betri tímaHeart 

En hún er dugnaðarstelpa og finnst fátt skemmtilegra en að "hræra í eina köku eða svo og fer léttilega með það Whistling  Ég hefði getað valið úr úrvali mynda við hin ýmsu tækifæri, þar sem skvísan sést við bökunariðju sínaGrin

 

 

 

erica_sk_og_jon_eric.jpgKannski er kakan hér til hliðar, sem hún er að gæða sér á ásamt pabba sínum úr hennar smiðju, gæti bara vel veriðJoyful

Ég ætla að skreppa til hennar í dag og knúsa hana og kyssa áður en ég fer í vinnunaHeart

Elsku Erica Ósk og Guðrún Freyja til hamingju með afmælin ykkarWizard  Ég elska ykkurHeart


Prófkjör og persónukjör!

Það er ágætis tilbreyting að taka sér frí frá bloggheimum annað slagið.  Aðeins að skoða út fyrir ramman og tóninn sem þar er gefinWink.
Af mér er allt gott að frétta.  Ætlaði að hella mér á fullt í prófkjörsbaráttu í vikunni og gerði það að frátöldum 2 dögum, vegna magapestar, sem á mig herjaði og er í þessum skrifuðum orðum á góðu undanhaldi.
Nei, nei, er ekki komin í framboð og er ekki á leiðinni í framboð!  Er ekki einu sinni endanlega búin að ákveða hvaða flokk ég ætla að kjósa eða hvort ég skila auðuUndecided.  Veit bara hvaða flokka ég ætla ekki að kjósa.
Þeir sem til mín þekkja, vita að ég hef lengi barist fyrir "opinberum viðurkenndum framfærslugrunni", þ.e. að kjör verði skilgreind þannig allir geti framfært sér og sínum á þeim launum/bótum sem þeir hafa yfir að ráða. 
Lægstu laun og bætur hér á landi eru náttúrulega til háborinnar skammar og úr því að launakjör þessara hópa voru ekki "lagfærð" í góðærinu er ekki mikil von til að þau verði bætt mikið í því hallæri sem við göngum nú í gegn um nema viðhorf almennings/verkalýðsforystu og stjórnmálamanna hafi raunverulega breyst í því áfalli sem þjóðin varð fyrir.
Til þess að eiga möguleika á því að framfæra sér og sínum hafa þessir lágtekjuhópar þurft að taka "neyslulán", yfirdráttarheimildir og smálán, sem að sjálfsögðu hefur þurft að standa skil á ásamt rándýrum vöxtumFrown
Bankarnir voru líka til skamms tíma mjög "viljugir" að lána en hirtu ekkert um það hvernig viðkomandi ætluðu að borga þessar skuldir og jafnframt halda áfram að lifa. Vítahringurinn varð erfiðari og erfiðari hjá mörgum láglaunamanninum.  Beggja sök segja sumir kannski, en að mínu mati alger neyð hjá þeim sem þurftu á þessum lánum að halda.
Fljótlega eftir að núverandi ríkisstjórn tók til starfa heyrði ég að til stæði að endurlífga og endurbæta frumvarp, sem ekki náðist samstaða um í síðustu ríkisstjórn.  Frumvarp um greiðsluaðlögun, þar sem bankarnir yrðu hreinlega skikkaðir til að dreifa skuldum til lengri tíma svo afborganir kæmu ekki niður á framfærslu fólks.  Þ.e. að tryggt væri að eftir afborganir af lánum, hefði fólk samt nægilegt fé til ráðstöfunar fyrir persónulegri framfærslu.  Þannig hafa hin Norðurlöndin haft þetta um árabil en hingað til hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir svona aðgerðum hér á landi.  En nú eigum við bankana, ekki satt og því hæg heimatökinWink.
Það er skemmst frá því að segja að ég fylgdist með framvindu mála og tók eftir að málið virtist mest vera á könnu þingmannsins Árna Páls Árnasonar, alþingismanns Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.  Ég gerðist "vinur" hans á facebook og lét hann vita af minni afstöðu....eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég búin að samþykkja að koma í "stuðningsliðið" hans og hjálpa til í prófkjörsbaráttunni.....og lenti svo í vinningsliðinu, aldrei slíku vantWizard.
Þetta var ekki "harðsnúið" stuðningslið eins og sumir vilja meina.  Aðallega voru þetta vinir og vandamenn Árna Páls, yndislegt fólk sem lét aldrei styggðaryrði falla, hvorki um pólitíska andstæðinga né samherja sem voru í baráttu um sama sæti.
Eftir þessi kynni mín af Árna Páli og hans afstöðu til manna og málefna, vona ég að hann verði einn af forystufólki Samfylkingarinnar eftir landsfund hennar síðar í þessum mánuðiSmile.


Ég sagði hérna áðan að ég væri ekki viss um hvað ég ætlaði að kjósa í komandi kosningum en ég gekk í Samfylkinguna til að geta haft áhrif á uppröðun fólks á framboðslista hennar hér í Reykjavík (liður í persónukjöri), en verð að viðurkenna að ég ætti mjög erfitt með að kjósa lista með Össur í öndvegi....vona bara að hann lendi sunnan megin í Reykjavík, þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þvíTounge.

P.s. svo á náttúrulega ennþá eftir að samþykkja þetta frumvarp um greiðsluaðlögun og ég á líka eftir að kynna mér það í endanlegri útgáfuPouty


8. mars - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Hugmyndina að sérstökum baráttudegi kvenna átti Clara Zetkin, þýsk kvenréttindakona og sósíalisti, sem bar hana fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910. Þann fund sóttu 130 konur frá 16 löndum. sjá meira hér.

Þær voru framsýnar og flottar þessar konur sem mótmæltu á götum New York árið 1913.  Pilsaþyturinn hefur örugglega hljómað jafnvel og búsáhaldatónlist okkar byltingarWhistling

konur_motmaela_i_new_york_1913.jpg

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars 2009 Prenta Rafpóstur

Dagskrá verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 14:00, undir yfirskriftinni: Breytt samfélag - aukinn jöfnuð!

Fundarstjóri: Halldóra Friðjónsdóttir, form. jafnréttisnefndar BHM

Ávörp flytja (í stafrófsröð):

  • Eyja M. Brynjarsdóttir, heimspekingur
  • Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði
  • Maria del Pilar Acosta, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna
  • María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK
  • Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
  • Steinunn Gunnlaugsdóttir

Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur

Dansatriði frá Kúbu.

Ljóðalestur.

Allir velkomnir 

/////////////////////////////////////////////////////////////////////

Afmælisdagar jafnréttissinnuðu kvennanna Elínar Bergsdóttur og Jónu Láru Sveinbjörnsdóttur mynda umgjörð um alþjóðlegan baráttudag kvennaSmile

Elsku Ellý mágkona, til hamingju með afmælið þitt í gærWizard  

Elsku Jóna Lára, til hamingju með þitt afmæli á morgunWizard 

Ég óska öllum baráttukonum til hamingju með daginn í dagWizard


Lýðræðið getur verið dýrt..

Geir Hilmar.  Þetta veistu, því til þess að flokkurinn þinn geti tekið þátt í lýðræðinu, þarf þjóðin að styrkja ykkur um háar upphæðir árlegaSick....að auki þarftu að snapa fullt af pening frá velviljuðum auðmönnum til að þú og þinn flokkur getið tekið þáttWhistling

Ég legg til að þú Geir Hilmar, leggir til að í endurskoðaðri stjórnarskrá verði þingmönnum alþingis fækkað...sparnaður þar.  Láttu það vera þitt síðasta verkSmile  Við þurfum ekki svona margar rándýrar blaðurskjóður á þing.

Þú hefur svo margoft sagt okkur það Geir Hilmar, að lýðræðið kosti peninga.  Er eitthvað erfiðara að kyngja því núna, þegar þú þarft ekki lengur á því að halda?  Þ.e. lýðræðinu eða peningunum fyrir þvíWoundering  


mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt Ísland í Vesturheimi??

"Stjórnvöld í Manitobafylki munu gefa út tímabundin atvinnuleyfi fyrir faglærða Íslendinga samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld á Íslandi og í Manitoba hafa gert með sér".

Er þetta tálsýn, lausn og/eða veruleiki morgundagsins?

Verður "Nýja Ísland" margra Íslendinga á slóðum gamalla vesturfara?

Ég er orðin ansi þreytt klisjunni um "nýtt Ísland" á sama tíma og ekkert er aðhafst í átt til breytinga hér á landi.  Held hreinlega að þetta hugtak sé bara tálsýn, sem frambjóðendur allra flokka eiga eftir að nýta sér í botn.

Við getum öll látið okkur dreyma um morgundaginn en það er bara staðreynd að það er dagurinn í dag sem skiptir mestu máli.  Þingmenn farið að vinnaAngry

Everybody talks about a new world in the morning. A new world in the morning so they say.
I, myself don't talk about a new world in the morning. A new world in the morning, that's today.

And I can feel a new tomorrow comin' on.
And I don't know why I have to make a song. Everybody talks a bout a new world in the morning. New world in the morning takes so long.

I met a man who had a dream he had since he was twenty. I met that man when he was eighty-one. He said too many people just stand and wait up til the mornin', Don't they know tomorrow never comes.

And he would feel a new tomorrow coming on. And when he'd smile his eyes would twinkle up in thought. Everybody talks about a new world in the morning. New world in the morning never comes.
And I can feel a new tomorrow coming on.
And I don't know why I have to make a song. Everybody talks about a new world in the morning. New world in the morning takes so long.


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhús og vöruskiptajöfnuður!

"Afgangur á vöruskiptum í febrúar"

Þetta er gleðileg frétt og þá er um að gera að staldra aðeins við hana, ekki veitir af.  

Í febrúar fyrir ári síðan, þegar bankarnir voru í fyrirrúmi og útrás þeirra í hámarki með stuðningi ráðamanna að meðtöldum forseta voru vöruskiptin  óhagstæð okkur íslendingum um ca. 12,5 milljarða.  Skv. bráðabirgðatölum fyrir febrúar á þessu ári eru vöruskiptin u.þ.b. 6 milljörðum okkur í vilWhistling......fjárglæframenn hafa um stund verið settir af og vonandi fyrir fullt og allt.

Við höfum náttúrulega ekkert leyfi til að kalla okkur "sjálfstæða þjóð" ef við getum ekki séð fyrir okkur sjálf og það gerum við með framleiðslu og sölu á gjaldeyrisskapandi afurðum en ekki fjárhættuspili bankadrengja og annarra fjárglæframanna.

tonlistahusi_vi_kajann.jpgMitt í hinu meinta góðæri var ákveðið að við þessi auðuga, gáfaða og menningarlega sinnaða þjóð yrðum að eignast almennilegt tónlistarhús...ekki bara eitt, því helst þurfti að koma upp svona "menningarhúsum"  í hverju bæjarfélagi þar sem íbúafjöldinn næði einu þúsundiWizard

Við vorum jú komin á spjöld "heimsmenningarinnar" með framlagi Bjarkar og Sigurrósar.  Ekki það að þau væru neitt sérstaklega að leggja að okkur að byggja fyrir þau hallir, því hingað til hafa kirkjur og opin græn svæði dugað þeim ágætlega til að koma list sinni á framfæriJoyful

Bygging tónlistarhússins fór því á fullt en listunnandi bankamenn, sem ætluðu með framlagi sínu að tryggja sjálfum sér  ódauðlegt minnismerki á við Óperuhús Ástrala í Sydney höfðu víst aðeins misreiknað auð sinn.....hann var jú bara loftbólaBlush

Nú ætla yfirvöld borgar og þjóðar að "klára verkið", en ansi er ég hrædd um að þeirra "minnismerki" komi til með að verða okkur dýrt ef ekki verður hugað að alvöru fjármagni....þið vitið þetta sem verður til við vinnslu og sölu útflutningsafurða.

peningaframlei_sla.jpgÉg er því með tillögu.  Gerum húsið þannig úr garði að þar verði hægt að reka fiskvinnslu næstu 10 til 15 árin.  Húsið er vel staðsett til þess arna.  Aukum fiskveiðiheimildir smábátasjómanna og  fullvinnum aflann í tónlistarhúsinu.

Við þetta verður til alvöru fjármagn, sem nýtist bæði borg og þjóð.

peningar_a_faeribandi.jpgÞetta mun líka verða okkur í hag hvað varðar vöruskiptajöfnuð, því í stað þess að flytja inn útlenda listamenn og kaupa hljóðfæri frá útlöndum fyrir dýran gjaldeyri, þá framleiðum við gjaldeyrin á færibandi fiskvinnslunnarWhistling

Þegar kreppan er yfirstaðin og þjóðin hefur fundið rætur sínar, getum við farið að huga að "hámenningunni".  Þá getum við breytt innvolsi hússins og haldið Júróvision með stælWizard.....en munum að undirstaða okkar og draumar byggjast á undirstöðuatvinnuvegum okkar og að:  Lífið er SaltfiskurWhistling

lifi_er_saltfiskur.jpg

P.s.  Er það ekki rétt munað hjá mér að Listasafn Íslands er staðsett í gömlu frystihúsi?

Peninga/flæðilínumyndir fékk ég að birta með góðfúslegu leyfi bloggvinar míns Róberts, sem heldur úti síðunni sudureyri.....hinum "nappaði" ég án leyfisTounge

Smá viðbót kl. 17:44.  Ætlum við virkilega að hafa þetta svona: Siglt úr landi með óunninn aflann!

 

 

 


mbl.is Afgangur á vöruskiptum í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsingin verður ákveðin í kjörklefanum.....

Vona ég.  Það er orðið helv. hart, þegar maður getur ekki tekið þessar afsökunarbeiðnir alvarlega.  Bæði er það hvernig þær koma fram og eins tímasetningin.

Jú, jú, ég skal sko alveg biðjast afsökunar fyrir mína hönd......en hinir voru samt miklu meiri sökudólgarUndecided  "Ekki er það einum bót þótt annar sé verri", er það nokkuð?

Svo er það tímasetningin.  Frambjóðendur til alþingis þurfa ekkert að velkjast í vafa um að kjósendur hafa engu gleymt og vita upp á hár hverja þeir vilja ekki á "næstu vakt ".  Löngu tímabærar afsökunarbeiðnir munu ekki hafa nein áhrif þar á núna.

Í Guðs bænum nýtið þann tíma, sem eftir er af þinginu til annars en að flytja framboðsræðurAngry


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treysti starfsfólkið gömlu yfirmönnunum?

"Afar lítið traust á yfirstjórn Nýja Kaupþings"

Þetta finnst mér afar athygli verð frétt.  Í fyrsta lagi, þá kostar það víst heilan helling að láta gera svona könnun. 

Í öðru lagi, hver ætli ástæðan hafi verið hjá stjórnendum bankans fyrir því að láta gera slíka könnun?  Ætli það hafi verið áberandi skortur á samvinnu og/eða samskiptaörðugleikar milli stjórnenda og starfsmanna?

Í þriðja lagi, ætli starfsmenn séu nokkuð haldnir "stokkhólms syndróminu" og sakni sinna gömlu yfirmanna?

Í fjórða lagi, vissuð þið að Jón Baldvin er "genginn aftur"?Tounge 


mbl.is Afar lítið traust á yfirstjórn Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband