Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir kaupsýslumenn hugsa líka stórt!

Iss....við ætlum sko að byggja nýtt "hátæknisjúkrahús", leigja aðstöðuna út til Róberts Wessman, sem ætlar að flytja inn ameríska offitusjúklinga.  Þetta verður sjálfbært "hátækni" sjúkrahús, byggt á einni hæð og þ.a.l. engar lyftur.

"Sjúklingarnir" verða látnir hlaupa um gangana í leit að mat....sem verður af skornum skammtiW00t...Nýuppgötvaðir ástríðufullir "grasræktendur" fá aðstöðu í öllum gluggum hússins til ræktunar á heilsusamlegu grænmetiWink

Ekki þarf að ráða "hámenntað" starfsfólk, en íslenskum fjárhundum verður beitt á "letingjana" í hópnumWhistling

Farin í vinnuna......engin "hátækni" þarWink


mbl.is Hyggst smíða nýtt Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Af hverju telur þú hátæknisjúkrahús vitlausa hugmynd?

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hilmar minn, það er langt frá því að mér finnist hátæknisjúkrahús vitlaus hugmynd.  Við eigum nokkur mjög góð hátæknisjúkrahús, sem dreifast á flesta landsfjórðunga.

En mér finnst það ekki góð hugmynd að reisa stærsta sjúkrahús landsins í námunda við gamla miðbæinn....tel að hann væri betur staðsettur í Fossvoginum....mikið meira miðsvæðis þar fyrir stórt og mannmargt svæði:)

Svo finnst mér hönnun nýja sjúkrahússins ekki vera beint hátæknileg með alla sína löngu ganga út og suður...."hátæknisjúkrahús" ætti að byggja upp í loftið....og það gerir maður ekki við hliðina á flugvelli sem kemur til með að vera þarna í langan tíma í viðbót:)

Annars var ég bara með hálfgerðu óráði þegar ég skrifaði þetta í dag...er komin með bullandi hita og hálsbólgu:(

Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þer spítalinn ætti ekki að veraá Landspítalalóðinni...

Hólmdís Hjartardóttir, 26.3.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sammála þér í einu og öllu. Ekki má setja öll fjöregg þjóðarinnar í sömu körfuna.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli það þurfi að ráða erlent starfsfólk á þetta nýja hátæknisjúkrahús?  Þeir eru að segja upp fólki til hægri og vinstri á gömlu hátæknisjúkrahúsunum.  Ég hef aldrei skilið þetta dæmi með nýja hátæknisjúkrahúsið á meðan deildum var lokað vegna sparnaðar, og fárveikt fólk sent heim til sín vegna manneklu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nákvæmlega Jóna Kolbrún!

Sigrún Jónsdóttir, 27.3.2009 kl. 01:29

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mér finnst þetta ógeðslega skekktileg lýsing hjá þér Sigrún, hlaupandi um gangana leitandi að mat, hahaha

Rut Sumarliðadóttir, 27.3.2009 kl. 10:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

SKemmtilegur pistill, og ég er algjörlega sammála þér, það á frekar að bæta og styrkja fjórðungssjúkrahúsin í hverjum fjórðungi, og nýtt sjúkrahús væri betur komið í Fossvoginum, þar sem væri meiri ró og meira pláss.  Hver fann annars upp á þessu orðskrýpi hátæknisjúkrahús, eru ekki öll sjúkrahús meira og minna tæknivædd? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það mætti jafnvel sérhæfa fjórðungssjúkrahúsin þannig að hvert þeirra hefði ákveðið sérsvið, þar sem mætti senda sjúklingana sem þurfa nákvæmlega það sem er í boði þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband