Leita í fréttum mbl.is

Hræðsla er undirrót fordóma.

Ég vissi þaðSmile  Ég hef alltaf haldið því fram að allir flokkar ættu á að skipa góðu fólki, svona inn á milli.  Það hefur samt verið ansi erfitt að fyrir mig að benda á einhverja í röðum Sjálfstæðismanna en nú fann ég eina flotta;

ragnhildur_helgadottir.jpgRagnhildur Helgadóttir t.h. á þessari mynd, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sagði að svo virtist sem afstaða margra fundarmanna mótaðist af hræðslu. „Þessa óskaplegu hræðslu við aðildarviðræður skil ég ekki,“ sagði Ragnhildur. Hún vísaði til þess að íslenska þjóðin hefði tækifæri til að taka afstöðu til álitaefna og reglna Evrópusambandsins með aðild.

Ragnhildur treystir þjóð sinni til að taka afstöðu til aðildarumsóknar að ESB að undangengnum aðildarumræðum, það finnst mér flott afstaða.

Forræðishyggja og hræðsluáróður fellur mér ekki, sama hvað menn þykjast hafa mikið "vit" á málefninu.  Ég vil upplýsandi og fordómalausa umræðu og ég treysti sjálfri mér alveg til að taka ákvörðun um framhaldið að undangengnum aðildarviðræðum.

Klisjur á borð við "afsal sjálfstæðis" finnst mér fáránlegar í ljósi þess að allar þær þjóðir sem eiga aðild að sambandinu eru sjálfstæðar þjóðir, sem áfram tala sitt tungumál og eru stoltar af sinni menningu.

Ég afneita öllum þeim stjórnmálamönnum og flokkum, sem ekki treysta mér til að taka upplýsta afstöðu að undangengnum aðildarviðræðum....ég vona að frú Ragnhildur geri það líkaWink


mbl.is Afstaða mótast af hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2009 kl. 13:03

2 identicon

Sammala því að greiða atkvæði að undangengnum samningaviðræðum ekki áður, eins og bjánar. Við skoðun valkosta t.d. húsa eða bílakaupa þá segi ég ekki við seljandann fyrirfram að þetta sé besti valkosturinn og að ég hef ákveðið að ganga til samninga við hann.

Seljandinn hefur mig þá é hendi sér, það skilja sumir ylla, sem vilja stýra þjóðarskútunni og ræða ESB.

Kjósa fyrirfram er afleit aðferð, ef við eigum að fá góðan ESB samning til að taka afstöðu til í lokin.

Helgi Axelsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:08

3 identicon

Tek undir þetta!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek líka undir þetta, það þarf að kynna þjóðinni hvað aðildin innifelur og það finnst mér vanta í þessa umræðu, hræðsluáróðurinn talar um að auðlindirnar okkar komist í vondra manna hendur (þær eru búnar að vera í svo góðum höndum sko, sbr. kvótinn) og eftir það á að leggja dóminn í hendur þjóðarinnar.

Rut Sumarliðadóttir, 27.3.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Góða helgi Sigrún mín.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 27.3.2009 kl. 14:59

6 identicon

Þetta er málið. Ég vil gjarnan fá að vita meira hvað það er að þýða fyrir okkur. Hef ekki grænan grun. Og er mér nokkur vorkunn, hef séð vitöl við skriljón sérfræðinga sem er ekki sammála um hvað það inniheldur fyrir okkur sem þjóð! góð pæling hjá þér bloggvinur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb kynningu takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2009 kl. 20:07

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er þjóðernissinni í eðli & mun líklega ekki láta af andstöðu minni við 'júróvisíónblætið', er á 'klizjunni' en ég er sammála því að þjóðin eigi að fá tækifæri til að taka afstöðu.

Ragnhildur Helgadóttir er gömul kona, vonandi heilzast henni vel.

En hún & hennar, eru ekki 'flott fólk' í mínum huga, síður en svo.

Steingrímur Helgason, 27.3.2009 kl. 21:32

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg öll

Steingrímur, sennilega er ég löngu hætt að vera "þjóðernissinni" og er fyrir löngu hætt að vera stolt af forgangsröðun íslenskra stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa...allavega þeirra sem hafa fengið að máta sig við stjórnvölinn.  Þess vegna m.a. treysti ég engum þeirra til að meta hverjir kostir þess og gallar eru að ganga í sambandið.

Ég vil samning á borðið, sem við getum svo kynnt okkur og síðan kosið um.

Eldra fólk er alltaf flott, hvar í flokki sem það er

Sigrún Jónsdóttir, 27.3.2009 kl. 21:44

10 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Ég er allt að því öfgasinnaður þjóðernissinni og haldinn miklum þjóðarembingi.Treysti löndum mínum vel að velja hvaða félagsskap þeir vilja vera í.

Íslendingar starfa með öðrum þjóðum og eru í fjölmörgum bandalögum með útlendingum, skoða eitt félagið (bandalagið) í viðbót skaðar okkur ekki neitt. Við tékkum bara á því hvort ESB hentar okkur og tökum svo afstöðu um hvort við sækjum um aðild eða ekki. Þetta er ekki flókið.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 27.3.2009 kl. 22:33

11 identicon

Það liggur fyrir haugur af upplýsingum og gögnum um kosti og galla ESB. Umræðan hér þarf hins vegar að komast á faglegt plan,. ekki svona með og á móti eins og hún hefur verið. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki samþykkt ESB. Flokkurinn var stofnaður í þeim tilgangi að berjast fyrir stofnun lýðveldis á Íslandi. Við munum með tímanum þurfa að afsala hluta af okkar fullveldi. Fólk á ekki að berja haus í stein á móti því. Og það gæti verið líka allt í góðu að missa það. Hætta þessari tilfinningalegu umræðu um þetta. Fyrirgefðu Sigrún mín, ætlaði ekkert að æsa mig hér. Kannski kominn í bloggþörf, ætlaði bara að kasta á þig kveðju, sem ég geri hér með. Hafðu það gott.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Röggi, alveg sammála þér, þetta á ekki að vera neitt flókið - Aðildarviðræður - drög að samningi - þjóðaratkvæðagreiðsla!

Einar, þú mátt blása hér út eins og þú vilt  Það er liggja alveg örugglega fyrir haugur af upplýsingum og gögnum um hugsanlega aðild, en engin þeirra eru byggð á raunverulegri niðurstöðu aðildarviðræðna, heldur hafa pólitíkusar fabúlerað málið á þann hátt sem þeim hentar

Sigrún Jónsdóttir, 27.3.2009 kl. 23:22

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skiptir þetta máli, er ekki farið að selja vatnsréttindi til útlendinga á örfáar krónur sem gilda í 95 ár.  X-O og hættum að selja náttúruauðlindirnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 02:10

14 Smámynd: Auður Proppé

Sammála þér Sigrún mín.

Auður Proppé, 28.3.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er alveg ljóst að ekki verður gengið í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar verðum við að vita hvað á að kjósa um og því á að fara í viðræður strax. Athuga hvort við, eins og margar aðrar, þjóðir fáum ekki viðurkennda sérstöðu okkar til að ráða fiskveiðilögsögunni og veiðum innan hennar. Það er bull að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður eins og Sjálfstæðiflokkurinn vill. Sú atkvæðagreiðsla er óþörf.

Haraldur Bjarnason, 28.3.2009 kl. 19:38

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 við erum nú eiginleg alltaf sammála sko ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 21:09

17 Smámynd: Aprílrós

góða helgi eskan ;)

Aprílrós, 28.3.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband