Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ég er grallari!

Ég tók strumpaprófið í gær á blogginu hennar Ólínu Þorvarðardóttur og kom út sem "grallara strumpurinn".  Ég var alveg sátt við þaðTounge.  Svo er ég búin að sjá útkomuna hjá svo mörgum öðrum og enginn kom út sem grallari eins og ég og þar sem ég vil nú oftast falla inn í fjöldann, ákvað ég að taka prófið aftur og "vanda mig", en það gerði ég ekki í gær!Blush

Taka 2:

Jokey_Smurf

 Ég held ég verði bara að kyngja þessuWhistling.  Ég er samt alveg ábyrg manneskja.....held égWink.

Ég held að þetta sé linkurinn á prófið: Take The Smurf Personality Test Again


Héraðsmót HVÍ....í den.

„Oft á vorin haldin voru héraðsmót“.  Þetta hljómaði oft á öldum ljósvakans þegar „amma var ung“, það er að segja ég og jafnöldrur mínar!Wink

Mér datt þessi texti í hug þegar ég fór til sjúkraþjálfarans í morgun, af því mér fannst svo vorlegt í henni frk. Reykjavík, svona á íslenskan mælikvarða allavega.

Héraðsmót HVÍ (Héraðssamband Vestur-Ísfafjarðarsýslu) voru alveg örugglega ekki haldin á vorin, því ég get varla ímyndað mér að við sem tókum þátt, værum að „stripplast“ léttklædd niður á stóra túni, við Héraðsskólann á Núpi, þar sem vetrarsnjórinn væri ennþá í öllu sínu veldi, miðað við snjóafréttir að vestan þessa dagana.  Svo voru unglingarnir, sem stunduðu nám við Héraðsskólann í prófum fram undir lok Maí, þannig að við „íþróttafólkið“ hefðum ekki fengið gistingu.

Héraðsmótin voru hápunktur sumarsins hjá okkur krökkunum fyrir vestan eftir miðja síðustu öld.  Mig minnir að við höfum dvalið í nokkra daga í heimavist Núpsskóla, eða kannski tjölduðum við, ég bara man það ekki. Á daginn fóru fram hinar ýmsu íþróttakeppnir  á milli aðildar-íþróttarfélaga Héraðssambandsins. 

Íþróttafélögin voru, að mig minnir, Grettir frá Flateyri, Höfrungur frá Þingeyri og síðast en ekki síst félagið mitt, sem heitir Stefnir frá Súgandafirði.

Undirbúningurinn fyrir þessi mót, var stuttur (svona íþróttalega séð), svona 1 til 2 vikur í allt.  Það var nú ekki eins og maður væri að fara á Ólimpíuleika!!  Jú, að einhverju leiti var eins og við krakkarnir værum að fara á Ólimpíuleika og við ætluðum að sigra!!!Cool

Við skráðum okkur í þær íþróttagreinar, sem við ætluðum að keppa í, valið var í fótboltalið strákanna og handboltalið stelpnanna, a-lið og b-lið ef fleiri vildu keppa en komust í a-lið. Þessar greinar voru algerlega kynjaskiptar minnir mig á þessum árum.  Við hlupum spretthlaup eins og skrattinn væri á hælunum á okkur, æfðum langhlaup, hástökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp og spjótkast.  Allir tóku þátt, því fjöldinn skipti líka máli í stigaúthlutun og vinningslíkum.Whistling

Síðast en ekki síst var það íþróttafatnaðurinn.  Strákarnir allir eins í Stefnisbúning, sem voru gulir bolir og grænar stuttbuxur og stelpurnar eins, í rauðum stuttbuxum og hvítum bolum.  Þetta skipti gífurlega miklu máli fyrir lokaatriði Ólimpíu....nei Héraðsmótsins meina ég, því þá sýndum við vel undirbúnar samhæfðar æfingar úti á stóra túni fyrir fjöldann allan af áhorfendum.Wizard

Á þeim árum sem ég tók þátt í þessum skemmtilegu Héraðsmótum, stóð félagið mitt Stefnir oftar en ekki uppi sem sigurvegari.  Á því höfðu gárungarnir á hinum fjörðunum sínar skýringar.  Þeir héldu því fram að það væru svo margir drullupollar á götum Suðureyrar, að við værum t.d. í stöðugri æfingu fyrir stökkíþróttirnar eins og langstökk og þrístökkGrin.  Þetta var kannski rétt ályktað hjá þeim, en svo vorum við líka alltaf með leynivopn, Íslandsmethafinn í 100 m spretthlaupi var í okkar röðum.  Bjarni Stefánsson, sýslumaður, var alltaf sumarlangt hjá ömmu sinni og afa í Súgandafirði og keppti þá náttúrulega fyrir Stefni.  Annars var hann örugglega félags“bundinn“ í einhverju Reykjavíkurliðinu, en það var nú ekki verið að láta svoleiðis smámuni trufla sig í þá daga.

Ekki má gleyma kvöldvökunum á þessum héraðsmótum.  Kvöldvökustjórar voru þeir Sigurður R. Guðmundsson, sem þá var íþróttakennari við Núpsskóla og Súgfirðingurinn, íþrótta- og skíðakennarinn, Valdimar Örnólfsson.  Það má því segja að við höfum fengið meira en "smjörþef" af hinni rómuðu stemmingu, sem kvöldvökur Kerlingafjalla-bænda voru frægar fyrir.Wink 

Íþróttafélagið Stefnir varð 100 ára fyrir nokkru síðan, og lifir enn góðu lífi skilst mér.  En hvar voru þá Stefnisfélagar þegar nútíma Héraðsmótið var haldið á Ísafirði á dögunum, þ.e. sjónvarpskeppninni Skólahreysti?
Kvennalið Stefnis United

Stefnir United er hópur „ungs fólks“ í Súgfirðingafélaginu í Reykjavík, sem mætir til leiks á Sjómannadeginum í Reykjavík og keppir í kappróðri og þau vinna alltaf, bæði gleði samverunnar
Stefnir United

 

 

 

 

 

og yfirleitt verðlaunabikar líka! 


Trúverðugleiki í hættu.

Í gær var mér misboðið en í dag er ég forvitin.  Í hverju felst þessi geigvænlegi mismunur á útreikningum Vísismanna og því sem forsætisráðuneytið segir vera raunverulegan aukakostnað við þessa ferð?

Getur verið að kostnaður vegna dagpeninga, hótelgistingar og flugvallarsnarls hlaupi á milljónum fyrir ca. 1 sólarhring í þessum útreikningum? Hvað eru ráðamenn þjóðarinnar eiginlega með í dagpeninga á ferðalögum sínum?

Það er auðvitað slæmt, ef Vísir.is er vísvitandi að fara með fleipur, en dæminu er ekki lokað, ef forsætisráðuneytið vill ekki eða getur ekki rökstutt sitt reikningsdæmi. 

Nú held ég að báðir aðilar verði að "opna" bókhaldið, sem þetta reikningsdæmi snýst um, annars skaðast trúverðugleiki beggja aðila.

Ég skil vel að forsætisráðherra sé misboðið að vera vændur um "bruðl" á þessum síðustu og verstu tímum, en það vantar bara allan trúverðugleika í tölur forsætisráðuneytis og það finnst mér afar slæmt. Woundering


mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring!!!

Það má með sanni segja að ég hafi gabbað sjálfa mig þann 1. apríl.Angry

"Eins og fram hefur komið á Vísi fóru þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði á einkaþotu á leiðtogafund NATO sem hefst í Búkarest í Rúmeníu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er kostnaðaraukinn við það að velja einkaþotu í stað almenns flugs um sex milljónir króna".

Þetta las ég á Vísi.is í dag.  Ég neitaði að trúa þessu, alveg frá fyrstu fréttum til síðasta bloggs í gær.  Lái það mér hver sem er að trúa þessu ekki.  Bæði Ingibjörg og Geir hafa undanfarið verið að hvetja til sparnaðar og vara við óráðsíu "á meðan efnahagsástandið er í þessari lægð" eins og þau segja.

6 milljónir af almannafé er dágóður peningur.  Þetta eru árslaun nokkurra láglaunastarfsmanna hjá ríkinu, sem hafa ekki einu sinni efni á að fljúga eitthvert út í buskann á "almennu farrými", hvað þá að veita sér einhvern munað yfirleitt.

6 milljónir gætu bjargað því að sumardvöl fatlaðra barna gæti orðið að veruleika og vísa ég þá á blogg Jónu Gísladóttur jonaa, því til staðfestingar.

6 milljónir gætu skipt sköpum fyrir láglaunafólk á hjúkrunarheimilum eða leikskólum, þótt sú upphæð þyrfti að skiptast á nokkuð marga. 

6 milljónir eru stórfé í hugum þeirra, sem skrimta.

Verða íslenskir stjórnmálamenn gjörsamlega veruleikafirrtir, um leið og þeir komast til valda? 


Tilviljun?

Á sama tíma og ég var að skrifa færsluna hér á undan var góður vinur minn að setja inn "minningarbrot" í tónlistarmyndböndum á sinni síðu, tónlistin sem var á toppnum þegar ég var í "flökunarkeppninni" í Lowestoft.  schmidt er nokkuð mörgum árum yngri en ég, en tónlistin, sem ég horfði á fyrir ca.  35 árum síðan á BBC Top of the Pops, virðist engu að síður vera sú tónlist sem hreif unga fólkið heima á Súgandafirði í mörg ár þar á eftir og þá er ég að tala í tugum ára!

Hér koma tvö sýnishorn, og ég er viss um að fáir standast freistinguna í þá 18 konfektmola í viðbót, sem Róbert  Schmidt vinur minn er með á sinni síðu schmidt:

http://youtube.com/watch?v=PbWULu5_nXI&feature=related
 

http://www.youtube.com/watch?v=D_P-v1BVQn8

Njótið! 

Ps.  Hallgerður, þetta er svona ekta fyrir þig í lasleikanum, svona til að koma þér í gírinn fyrir Köben!Heart


« Fyrri síða

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband