Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugleiki í hættu.

Í gær var mér misboðið en í dag er ég forvitin.  Í hverju felst þessi geigvænlegi mismunur á útreikningum Vísismanna og því sem forsætisráðuneytið segir vera raunverulegan aukakostnað við þessa ferð?

Getur verið að kostnaður vegna dagpeninga, hótelgistingar og flugvallarsnarls hlaupi á milljónum fyrir ca. 1 sólarhring í þessum útreikningum? Hvað eru ráðamenn þjóðarinnar eiginlega með í dagpeninga á ferðalögum sínum?

Það er auðvitað slæmt, ef Vísir.is er vísvitandi að fara með fleipur, en dæminu er ekki lokað, ef forsætisráðuneytið vill ekki eða getur ekki rökstutt sitt reikningsdæmi. 

Nú held ég að báðir aðilar verði að "opna" bókhaldið, sem þetta reikningsdæmi snýst um, annars skaðast trúverðugleiki beggja aðila.

Ég skil vel að forsætisráðherra sé misboðið að vera vændur um "bruðl" á þessum síðustu og verstu tímum, en það vantar bara allan trúverðugleika í tölur forsætisráðuneytis og það finnst mér afar slæmt. Woundering


mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það getur varla verið leyndarmál í hvað peningar almennings fara?  Er það?  Mér er spurn.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta vera bruðl á sama tíma og þetta fólk er að fara fram á það að almenningur í þessu landi spari.  Svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jenný, auðvitað á það ekki að vera "ríkisleyndarmál" í hvað peningar ríkisins fara, svo við hljótum að fá svör við þessu fyrr en seinna.

Sammála þér Ásthildur.  Mér finnst þeir gefa almenningi langt nef með þessu.

Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:32

4 identicon

Einmitt. Upp á borðið með kostnaðinn. Almenningur hlýtur að eiga rétt á að vita hvernig farið er með almannafé. Trúnaður við almenning hlýtur að vega þyngra en trúnaður við þotuleigu.

Visir hlýtir að krefjast upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, ef Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde þora ekki að koma hreint fram.

Rómverji (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:30

5 identicon

Mikið eruð þið nú einfaldar ef þetta er kjaftæði dagsins.  Væri ekki skynsamlegra að sneiða frá einföldum og illa unnum fréttum slúðurblaðanna og kanna hvað býr að baki akvörðuninni.

Fari þessi sendinefnd í ferðalag með áætlanaflugi þarf a.m.k. að gista eina aukanótt sem kostar liklega nálægt milljón með hótelkostnaði og dagpeningum auk þess sem sendinefndin verður hreinlega að finna sér eitthvað að gera þar sem þeir þurfa að eyða timanum svo peningum (launum þeirra) skattgreiðenda sé ekki sóað.  Með því að fljúga út í "einkaþotunni" sem reyndar er bara smærri gerð af þotu og ekkert í samanburði við lúxusþotur "þotuliðsins" sparar þessi sendinefnd bæði tíma og kostnað sem vegur upp á móti kostnaðinum.  Að auki verslar nefndin við íslenskt fyrirtæki og fullkomlega eðlilegt að lokum að forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins ferðist með þessum hætti.  Það má vera að ykkur finnst þetta öfundsvert en ég hef ferðast nógu mikið til að sjá þetta hvorki í hyllingum né að halda að hér sé nokkuð verið að "bruðla" með almannafé.

Að lokum.  Geir Haarde hefur lyst því yfir að þessari þotuleigu sé frjálst að opinbera þessar tölur en þær séu merktar trunaðarmál frá leiguhliðinni.  Hann leyfir því birtinguna en félagið neitar því.  Það er því enginn að gera neitt hérna en að virða samninga.

Mikill er svo moldbúahátturinn þegar þetta er rætt á þessum nótum.  Ég hugsa að þið hafið nú einhvern tima leyft ykkur meira en þessi ætlaði "munaður" ykkar, og þá sé tekið mið af tekjum og ráðum.

Funi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þakka kommentin, gott að fá "málefnalegar" umræður, þótt fólk sé ekki á sama máli.  Lifi lýðræðið!

Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 18:36

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð umræða, ég er nú á því að treysta því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun í þessu tilviki, mikið er um að vera hér heima og ráðherrar eiga ekki að vera í löngum ferðum á meðan.  Mín skoðun.  Kær kveðja til þín elsku Sigrún Beating Heart  Beating Heart 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 22:49

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég hef nú einhvern veginn á tilfinningunni að visir.is reikni hlutina bara upp í góða fyrirsögn. Aðrar forsendur séu ekki fyrir þeim útreikningum. Mér finnst satt að segja þetta þotumál óttalegir smámunir og hreinlega viss um að þegar upp er staðið þá er þetta ódýrara en áætlunarflug með millilendingum, hótelgistingum og tímatapi. Kannski hægt að líkja þessu við muninn á að ráðherra ferðist milli staða á höfuðborgarsvæðinu með strætó eða einkabíl. Ég er líka viss um að þeir sem blésu hæst út af þessu á Alþingi komu með sínum einkabílum í vinnuna þann daginn með þeim kostnaði og umhverfisáhrifum sem það hefur í för með sér.

Haraldur Bjarnason, 3.4.2008 kl. 23:16

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er nú ekki frá því að þetta hafi verið slæm "æsifréttamennska" hjá þeim á Vísi.is og í pistli mínum bendi ég á að þeir þurfi nú líka að opna "bókhaldið" fyrir sinn eigin trúverðugleika.

Það hefur ekki heyrst "púst" frá þeim (365 miðlum) um þetta mál í dag, þannig að þetta gæti verið svokölluð "smjörklípa" eða "látið þá afneita þessu" aðferðin.  En í hvaða tilgangi?  Ég er ennþá forvitin?

Sigrún Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband