20.1.2009 | 16:42
Gargandi skríll???
Það virðist líka allt hafa verið á suðupunkti innan hússins, sem mótmælt er við í dag.
"Hann stendur hér og gargar, eins og hann sé að tala á útifundi", sagði Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra um Ögmund Jónasson, alþingismann úr ræðupúlti alþingis í dag. Þetta er semsagt álit forsætisráðherra á útifundar mótmælendum. "Gargandi skríll"!
Ég er stolt af þjóðinni minni sem mótmælir á og við Austurvöll í dag. Ég er ekki jafn stolt af þingmönnum, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem halda áfram að viðhalda ríkjandi ástandi með því að sitja "umboðslausir".
Þingmenn eiga allir að segja af sér svo forseti geti beitt sér fyrir Utanþingsstjórn.
![]() |
Allt á suðupunkti við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég mætti með kúabjöllunni og hitti "hermenn" Björns Bjarnarsonar.
Styð þina tillögu:Þingmenn eiga allir að segja af sér svo forseti geti beitt sér fyrir Utanþingsstjórn.
Heidi Strand, 20.1.2009 kl. 16:54
sammála, nú er skríllinn kominn inn í Alþingi! Aumingja maðurinn, honum er ekki viðbjargandi.
Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 16:59
Tek undir þetta hjá ykkur, burtu með sorann og á með Utanþingsstjórn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 17:01
Tek undir svo hvín í fjöllunum
Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 17:05
Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að grímuklæddir mótmælendur tala ekki fyrir mína hönd.
Ásamt því að ég er mjög mótfallinn því að fólk sem að mætir á svona mótmæli grímuklædd og öskrar á og grýtir lögregluna tímunum saman sé að væla yfir óþarfri hörku lögreglunnar þegar þeir beita piparúða.
Frekar ætti fólk að vera fegið því að við búum á Íslandi þar sem löggan er ekki meira vopnuð en raunin er.
Svo langar mig líka til að fólk hugsi sinn gang, við erum að mótmæla skuldsetningu þjóðarinnar og endalausu rugli ríkisstjórnar sem fæstir vilja hafa við stjórnvöllinn, en með þessum ófrið og látum veit ég ekki betur en að mótmælendur hafi kostað ríkið líklega einhver hundruð þúsunda í dag. Að þurfa að hafa á annað hundrað lögreglumenn ásamt sjúkrabílum með tilheyrandi staffi kostar sitt. Svo skulum við ekki gleyma að reikna með inní þetta fatahreinsun á alla löggubúningana.
Hættið þessum skrýlslátum.
Áfram með friðsamleg mótmæli!!
Heimir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:15
Hárrétt skríllinn er inni á alþingi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:17
Algjörlega sammála þér, ég er stoltur af þeim sem láta í sér heyra. Burt með spillingarflokkinn, burt með Sjálfstæðisflokkinn sem bjó hér til frjálshyggjukerfi sem gekk af hagkerfinu dauðu og bjó til kvótakerfi sem hafði innbyggðan hvata í sér svo að útgerðarmenn veðsettu allt í topp. hugsa sér, þeir gátu veðsett eitt kíló af þorski á 4200 krónnur á sama tíma og þeir voru að fá 200 kall fyrir kílóið á markaði. Svona veðsettu menn hvern einasta fisk sem þjóðin á og það sem útgerðir landsins munu veiða á næstunni fer í að borga útlendingum veðið fyrir kvótanum. Jæa þ.að er ekki hægt annað en að segja ,,takk Sjálfstæðisflokkur" ég ætla aldrei að kjósa þig aftur.
Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:25
Hverskonar stjórn haldið þið að Forsetinn myndi leitast við að mynda?
Við erum að tala um Ólafur Ragnar þennan sem hafnaði fjölmiðlalögunum er það ekki. þessi sami og veitt útrásarvíkingunum orður á sama tíma og eiginkona forsætisráðherra sagði sig frá setu í stjórn FL group vegna þess að hún taldi að þar væri ekki allt í lagi.
Guðmundur Jónsson, 20.1.2009 kl. 17:33
Bara svona segja þér Heimir, ég var þarna og lögreglan fór að nota piparúða áður en fólk fór að grýta. Það er af því að lögreglan gerði þetta sem fólkið fór að kasta eggjum. Þeir sprautuðu á fólk sem var að reyna að fara í burtu og tja, létu bara eins og vitleysingar. Misbeiting valdsins.
rúna (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:41
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 17:49
Áfram mótmælendur. Þetta verður ekki látið líðast orðalaust.
Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:18
Það setur að mér ónotatilfinningu við slík orð forsætisráðherra. Sá sem bendir með einum fingri, bendir með þremur fingrum að sér sjálfum.
Ég er ekki skríll. Ég er kominn af góðu vinnusömu og miklu prýðisfólki. Góðum Íslendingum sem barist í aldanna rás fyrir lífi og viðgangi hins ÍSLENSKA lands og þjóðar. Ég VÍTI Geir fyrir svona dóm um þjóðina mína!
Vei þér Geir!
UTANÞINGSSTJÓRN NÚ ÞEGAR!
Baldur Gautur Baldursson, 20.1.2009 kl. 19:15
Ég var þarna í dag! Ég segi: Mér er nákvæmlega sama hvort fólk er með grímur eða hylur andlit sitt á annan hátt - bara ef það mætir!! Það verður að koma þessari stjórn frá völdum!
Það var einstök upplifun að vera þarna í dag! Algjörlega einstök upplifun að finna samheldnina meðal mótmælenda hvort sem þeir voru 15 ára með grímur eða fimmtugir grímulausir!!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 20:36
....eða öfugt!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 20:37
Takk öll fyrir innlit og innlegg
Skoða betur á morgun....er að fara á næturvakt, góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:58
Algjörlega frábær stemming í dag. Mér er líka nákvæmlega sama hvort fólk er grímulaust eða ekki.
Það er hins vegar grímulaus spillingin sem ég þoli ekki.
Lifi byltingin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:37
Lifi byltingin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:41
Veit ad fólkid mitt var statt tarna og tók tátt í mótmælum.Ég tel fólkid mitt ekki skríl en duglegt og samviskusamt fólk.Hvad meinar forsætisrádherra ????Burt med hann og tetta hiski sem situr vid stjórn og hreyfir hvorki legg né lid.
burt med tau öll sömul.
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 08:01
Hvernig dettur fólki hér í hug að dæma alla mótmælendur sem skríl? Það er mjög miður að þessi mótmæli skulu alltaf fara út í slagsmál en það eru alltaf svartir sauðir í stórum hóp.
Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:28
Ég vil bara þakka öllum sem mættu við Alþingishúsið til að mótmæla áframhaldandi setu þessarar spilltu ríkisstjórnar. Ég komst því miður ekki en var þarna í anda. Það er greinilegt að það er hafin bylting og þessa byltingu styð ég heils hugar.
, 21.1.2009 kl. 09:48
Hann stendur hér og gargar, eins og hann sé að tala á útifundi", sagði Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra um Ögmund Jónasson, alþingismann úr ræðupúlti alþingis í dag. Þetta er semsagt álit forsætisráðherra á útifundar mótmælendum. "Gargandi skríll"!
Þetta kalla ég ályktunarhæfileika dauðans.
GHH segir Ögmund garga eins og hann sé að tala á útifundi.
Ergo: GHH hefur það álit á mótmælendum að þeir séu gargandi skríll.
Nú ætla ég að slökkva á tölvunni og fara að hlægja.
Grétar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:53
Grétar minn, Geir Hilmar hefur áður talað um að mótmælendur séu með skrílslæti. Skrílslæti á útifundi + gargar eins og hann sé á útifundi = Gargandi skríll.
Ég ætla að bíða með minn hlátur, þar til Geir hefur farið frá völdum með allt sitt hafurtask
Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:30
Ögmundur má vera stoltur af því að hafa verið líkt við "skríl" á útifundi.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 06:05
Heyrðu elskan,
þetta er rökvilla hjá þér. Ef þú sérð það ekki þá er það af því að þú vilt ekki sjá það.
Það getur vel verið að ég hlægi líka þegar Geir fer frá.
Grétar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:12
"Elskan"???? Ertu að vestan? (nei....við segjum "eskan")
Það væri örugglega gaman að setjast á rökstóla (eða er það að rökstólum?) með þér Grétar "minn"
Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:25
Eskan? aldrei heyrt það meðan ég var fyrir vestan. Pabbi var að norðan og sagði alltaf góa mín.
Ég segi stundum gamla mín og gamli minn en það er vel meint.
Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.