Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2009 | 11:10
Viltu vera memm......?
Stundum segir fjarvera fólks okkur meira en nokkur orð og vekur upp nokkrar gildar spurningar.
Höskuldur Þórhallsson, þessi sem fékk sínar 15 mínútur af frægð í gær vegna nærveru sinnar og að eigin sögn "faglegra vinnubragða" mætti ekki á fund viðskiptanefndar í morgun.
Samtals teljast frægðarmínútur Höskuldar vera 20. Það væri dýr auglýsing í kosningabaráttu, ef þú þarft að borga fyrir þær sjálfur.
Var Höskuldur sendur í "veikindafrí"? Hver stóð þá fyrir því? Samflokksmenn eða Sjálfstæðismenn? Ætli það sé einhver fótur fyrir því, sem "litla flugan" hvíslaði að mér í gær, að Höskuldur væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn?
Mér er svosem nokksama, kýs hvorugt framboðið Svo þeir mega bara halda áfram að skemmta skrattanum mín vegna
Uppfært kl. 11:15:
Misskilningurinn er oftast besti skilningurinn: Nýjustu fréttir
![]() |
Ekki rætt um Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.2.2009 | 13:29
Prófkjörsbaráttan komin á fullt í þingsölum....
Birkir Jón og Höskuldur etja kappi um leiðtogasætið hjá Framsóknarmönnum í NA-kjördæmi. Spunameistarar flokksins, hafa örugglega bent þeim á að slæmt umtal sé betra en ekkert....
Birgir Ármanns, þingmaðurinn sem engin vissi að væri þingmaður, fyrr en Sjálfstæðismenn hrökluðust frá völdum hefur fengið málið, enda ætlar maðurinn að láta kjósa sig aftur á þing.
Síðast þegar ég gáði voru Sjálfstæðismenn yfirlýstir andstæðingar Evrópusambandsaðildar en Birgir þessi, þarf að láta ljós sitt skína og vill fresta Seðlabankaumræðu og bíða eftir tillögum frá ESB
![]() |
Vilja fresta seðlabankaumræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2009 | 11:40
Verður nýja stjórnarskráin nokkuð samin á eyju við Kyrrahafið?
Þar eru nokkrir vellauðugir Íslendingar, með lítið á verkefnaskrá, sem myndu glaðir vilja undirbúa endurkomu sína inn í ísl. efnahagslíf
Ég tek undir nauðsyn þess að komið verði á stjórnlagaþingi, en ný stjórnarskrá mundi nú ekki koma að miklu gagni ef við verðum undir í baráttunni um fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Ég vona bara að þetta séu trúverðugar tillögur hjá framsóknarmönnum, en ekki tilraun að ókeypis áróðri svona rétt fyrir kosningar.
Við þurfum að endurheimta allt illa fengið fé, sem falið er í skattaparadísum á fjarlægum slóðum og tek ég því undir með Nicolas Sarkozy, sjá hér, en hann sagði í gær:
"Nýtt regluverk væri merkingarlaust ef það felur ekki í sér refsiaðgerðir gegn skattaparadísum."
Ég vona samt að þessari setningu hafi fylgt að þjóðum heims verði gert kleyft að endurheimta sinn hluta góssins, sem þar er falin.
Man ekki betur en að hinn nýi formaður Framsóknar hafi verið tregur til að kyrrsetja eigur auðmanna, þeir væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð o.sv.frv.
Kannski leynast þarna hugmyndir að því hvernig ná megi til baka þeim auðæfum sem stolið hefur verið af þjóðinni.
Aldrei að vita.... en ég efast stórlega
![]() |
Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2009 | 14:35
Silfrið var stútfullt af válegum tíðindum...
Það er ekki nóg að setja þessa menn á válista, það á að handtaka þá alla með tölu og kyrrsetja "eigur" þeirra.
Ég hef áður sagt það hér að mig grunar að Bretar hafi haft gildar ástæður fyrir því að Landsbankinn var settur á lista yfir þá sem stunda hryðjuverkastarfsemi.
Okkar helsta vá þessa daganna er hættan á því að þessir sömu menn komi með þetta illa fengna fé og kaupi Ísland á brunaútsölu, eins og einhver sagði í Silfrinu í dag.
Gott Silfur í dag, en ekki var það til að bæta hjá manni skapið, nema ef skildi sú staðreynd að við eigum fólk sem veit hvernig hlutirnir ættu að vera.....
Silfrið var stútfullt af válegum tíðindum - Hverjir ætla að stoppa þessa ósvinnu? Stjórnmálamenn, sem létu þetta viðgangast í allt of langan tíma? Þeir eru alla vega tilbúnir í næstu törn.....flestir þeirra.
![]() |
Útrásarvíkingana á válista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.2.2009 | 07:39
Ég mótmæli fjárglæframönnum gömlu bankanna!
"Gamli Landsbankinn áætlar að afskrifa 1.452 milljarða króna að lokinni skuldajöfnun."
Ég get sjálfsagt borið höfuðið hátt, því inni í þessari upphæð er ekki króna af mínum skuldum. Það stendur ekki til að afskrifa eina krónu af minni skuld við Gamla Landsbankann, hún færðist einfaldlega óáreitt með hækkandi vöxtum yfir í þann Nýja.
Ég þarf ekki að kvarta, enda í nokkuð öruggri vinnu, þótt hún sé illa launuð. Ég man þá gömlu góðu daga, þið vitið....2007, þegar stjórnmálamennirnir kepptust hver í kapp við annan að tala um það ranglæti að fólk í umönnunar- og uppeldisstéttum væri svo illa launað að skömm væri að fyrir hið ísl. þjóðfélag. Þessi málflutningur stjórnmálamanna entist alveg fram til mánaðarmóta september - október 2008....en svo kom "niðursveiflan"....sem smátt og smátt varð að kreppu
Nú erum við sem vinnum þessi störf, hin breiðu bök samfélagsins....eina ferðina enn. Nú skal skorið niður í þessum geira og starfsfólkið skal sko bara þakka fyrir að hafa atvinnu og ekkert múður.
Ég hafði ca kr. 1000.- aukalega á tímann fyrir vinnu s.l. jólanótt. Þar vakti ég ein yfir 9 skjólstæðingum mínum. Hvað eru skilanefndarmennirnir með í laun á tímann?
Ríkisspítalarnir þurfa að skera niður um upphæð, sem samsvarar andvirði eins sumarbústaðar í London í eigu f.v. bankastjóra Kaupþings
Það er 20. mótmæla/samstöðu fundurinn á Austurvelli í dag. Ég kemst ekki, þarf að vinna og er svo heppin að hafa vinnu. Ég mun mæta næsta laugardag, það er á hreinu, því ég þarf ennþá að mótmæla svo mörgu. Ég vil aukna áherslu á mótmæli gegn fjárglæframönnunum.
Ræðumenn dagsins á mótmælunum eru:
- Marinó G. Njálsson, ráðgjafi.
- Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra.
Fundarstjóri: Hörður Torfason.
![]() |
Afskrifa 1.500 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.2.2009 | 13:35
Góðærisþjófar vs. kreppuþjófar...
Hver er munurinn?
Munurinn felst sennilega í því að öll ráð verða notuð til að koma hinum síðarnefndu í betrunarvist, sem sumir viðkomandi verða bara sælir með; þeir fá frítt fæði og húsnæði
Góðærisþjófarnir, sem komu þjóðarbúinu á hausinn munu að öllum líkindum óáreittir fá að sólunda sínu stolna fé á títtnefndum Kyrrahafseyjum
![]() |
Meira stolið í kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.2.2009 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.2.2009 | 01:02
Kristalskúlan
Ég veit að ég telst ansi svartsýn á framhaldið hér á landi.....en hafið þið lesið þetta? HFF
Ef svona spár eiga eftir að rætast og við eigum eftir að hörfa langt aftur í tíma, vona ég að við lendum aftur í Bítlatímanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.2.2009 | 21:01
Siðspilltir "þjónar" fólksins!
Ég get bara ekki setið orðlaus undir því rugli sem, borgarfulltrúinn og formaður borgarráðs Óskar Bergsson lét yfir okkur ganga í Kastljósþætti kvöldsins sjá hér.
Hann talar þar um að hann hafi boðið flokkssystkinum sínum, sem voru þátttakendur í ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga dagana 13. og 14 nóv. sl. til fundar og móttöku undir því yfirskyni að kynna þeim Aðgerðaráætlun Reykjavíkur v/breytts efnahagsástands.
Skv. dagskrá "Fjármálaráðstefnu sambands sveitarfélaga 2008" kemur fram að borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir kynnti ráðstefnugestum þessa sömu aðgerðaráætlun kl. 13:45, fimmtudaginn 13. nóv. Sjá dagskrá ráðstefnu hér að neðan.
Ég efast ekki um að kynning Hönnu Birnu hafi verið vel flutt og skiljanleg öllum ráðstefnugestum....eða er Óskar Bergsson að segja okkur að hann hafi þurft að stafa þetta sérstaklega fyrir sín flokkssystkin með léttum veitingum á kostnað borgarbúa, á sama tíma og allir borgarstarfsmenn þurfa að sæta launaskerðingu vegna erfiðs efnahagsástands.
Mér finnst kostnaðartalan við þessa "móttöku" ekki skipta meginmáli í þessari umfjöllun og dreg reyndar stórlega í efa að upphæðin sem Óskar nefndi í þessu viðtali sé rétt. Í þessu sambandi er samt hægt að benda á að ófaglærðir starfsmenn á leikskólum borgarinnar fá þessa upphæð útborgaða eftir eins mánaðar erfitt starf í þágu borgarbúa.
Stjórnmálamenn sem haga sér svona eru að mínu mati siðspilltir eiginhagsmunaseggir sem mega svo sannarlega missa sín.
Ég veit ekki betur en að svona "móttökur" hafi yfirleitt verið á kostnað flokkanna sjálfra og finnst það óafsakanlegt að velta þessum kostnaði yfir á borgarbúa.
Fimmtudagur 13. nóvember | |
09:30 | Skráning og afhending fundargagna |
10:00 | Ræða formanns sambandsins Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga |
10:20 | Ræða fjármálaráðherra Árni Mathiesen fjármálaráðherra |
Fyrirspurnir og umræður | |
11:00 | Hvert stefnir í fjármálum sveitarfélaga? Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga |
11:20 | Lánasjóður sveitarfélaga |
Fyrirspurnir og umræður | |
12:15 | HÁDEGISVERÐUR |
13:30 | Sveitarfélögin á tímamótum Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgönguráðherra |
13:45 | Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar breyttar forsendur, breyttar áherslur Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri |
14:00 | Áætlunargerð í skugga kreppu Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar |
14:15 | Lítið sveitarfélag í ótryggu umhverfi Eyrún I. Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps |
14:30 | Almennar umræður um fjármálalega stöðu sveitarfélaga |
15:30 | KAFFIHLÉ |
15:50 | Kreppan í Finnlandi, hlutverk sveitarfélaga og atvinnuuppbygging á erfiðleikatímum Sigurbjörg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bjálkans ehf. |
Fyrirspurnir og umræður | |
16:30 | Ráðtefnunni frestað til næsta dags. Boðið upp á léttar veitingar. |
![]() |
Vill að Óskar Bergsson segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
17.2.2009 | 17:58
Vilja sitjandi þingmenn breytingar?
Ég er ekkert of bjartsýn á að þetta frumvarp fáist samþykkt í þingflokkunum. Þar sitja jú þeir aðilar, sem telja sig að öllu óbreyttu vera í "öruggu" sætunum. Flestir þeirra sem sitja í þessum þingflokkum í dag eru að sækjast eftir endurkjöri og kjósa því væntanlega að þeirra eigin flokksmenn fái að ráða en ekki einhverjir óflokksbundnir "lýðræðissinnar" úti í bæ.
En átti ekki annars að ræða þetta á Stjórnlagaþingi? Trúir því einhver að breytingar geti orðið ef valið er sett í hendurnar á sitjandi þingmönnum, sem vilja sitja áfram?
![]() |
Persónukjör í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 14:57
Er IMF úlfur í sauðagæru?
Ég held við gerum okkur flest fyllilega grein fyrir því að við höfum verið hneppt í þrældóm og vosbúð vegna þeirra skulda sem okkur sem þjóð er uppálagt að borga...og þá erum við bara að tala um þær skuldir sem komnar eru upp á yfirborðið
Sumir hafa haldið því fram að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi verið okkar eina von í stöðunni en eftir að hafa lesið þennan pistil var mér allri lokið og kvíði minn breyttist í andvöku martröð
Það er vor í lofti en það mun líða langur tími þar til vorar í íslenskum efnahag. Búum okkur undir langan vetur
![]() |
Láta hýða sig í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson