Leita í fréttum mbl.is

Siðspilltir "þjónar" fólksins!

Ég get bara ekki setið orðlaus undir því rugli sem, borgarfulltrúinn og formaður borgarráðs Óskar Bergsson lét yfir okkur ganga í Kastljósþætti kvöldsins  sjá hér.

Hann talar þar um að hann hafi boðið flokkssystkinum sínum, sem voru þátttakendur í ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga dagana 13. og 14 nóv. sl. til fundar og móttöku undir því yfirskyni að kynna þeim  Aðgerðaráætlun Reykjavíkur v/breytts efnahagsástands.

Skv. dagskrá  "Fjármálaráðstefnu sambands sveitarfélaga 2008" kemur fram að borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir kynnti ráðstefnugestum þessa sömu aðgerðaráætlun kl. 13:45, fimmtudaginn 13. nóv.  Sjá dagskrá ráðstefnu hér að neðan.

Ég efast ekki um að kynning Hönnu Birnu hafi verið vel flutt og skiljanleg öllum ráðstefnugestum....eða er Óskar Bergsson að segja okkur að hann hafi þurft að stafa þetta sérstaklega fyrir sín flokkssystkin með léttum veitingum á kostnað borgarbúa, á sama tíma og allir borgarstarfsmenn þurfa að sæta launaskerðingu vegna erfiðs efnahagsástands.

Mér finnst kostnaðartalan við þessa "móttöku" ekki skipta meginmáli í þessari umfjöllun og dreg reyndar stórlega í efa að upphæðin sem Óskar nefndi í þessu viðtali sé rétt.  Í þessu sambandi er samt hægt að benda á að ófaglærðir starfsmenn á leikskólum borgarinnar fá þessa upphæð útborgaða eftir eins mánaðar erfitt starf í þágu borgarbúa.

Stjórnmálamenn sem haga sér svona eru að mínu mati siðspilltir eiginhagsmunaseggir sem mega svo sannarlega missa sín.

Ég veit ekki betur en að svona "móttökur" hafi yfirleitt verið á kostnað flokkanna sjálfra og finnst það óafsakanlegt að velta þessum kostnaði yfir á borgarbúa. 

Fimmtudagur 13. nóvember
09:30Skráning og afhending fundargagna
10:00Ræða formanns sambandsins
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
10:20Ræða fjármálaráðherra
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
 Fyrirspurnir og umræður 
11:00Hvert stefnir í fjármálum sveitarfélaga?
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
11:20

Lánasjóður sveitarfélaga
Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri

 Fyrirspurnir og umræður
12:15HÁDEGISVERÐUR 
13:30Sveitarfélögin á tímamótum
Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgönguráðherra
13:45Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar – breyttar forsendur, breyttar áherslur
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
14:00Áætlunargerð í skugga kreppu
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
14:15Lítið sveitarfélag í ótryggu umhverfi
Eyrún I. Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
14:30Almennar umræður um fjármálalega stöðu sveitarfélaga
15:30KAFFIHLÉ
15:50Kreppan í Finnlandi, hlutverk sveitarfélaga og atvinnuuppbygging á erfiðleikatímum
Sigurbjörg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bjálkans ehf.
 Fyrirspurnir og umræður
16:30

Ráðtefnunni frestað til næsta dags. Boðið upp á léttar veitingar.

 


mbl.is Vill að Óskar Bergsson segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek fyllilega undir þau orð Ólafs að þessum manni ber að segja af sér, eða vera rekinn öðrum kosti.  En er þetta ekki framsókn í hnotskurn, þeir hafa ekkert lært, og ekkert lagast, sama spillinginn undir lambsgærunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Framsóknarflokkurinn hefur svo mikla æfingu í að klóra yfir skítinn sinn að þeir halda að þeir komist upp með hvað sem er.

Helga Magnúsdóttir, 17.2.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill Sigrún, er þetta er alveg týpísk siðblinda sem herjar á framsókn, auðvitað á maðurinn að segja af sér.

Og að bjóða borgarbúum upp á svona blygðunarleysi er alveg með ólíkindum.

Hvað ætli Hanna Birna segi?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 21:30

4 identicon

Svona er helvítis spillingin. ..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 17.2.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er kátur með Ólaf F. sem áður.  Hann nær að klóra frá sér & vinnur alltaf vel fyrir sína kjósendur.

Steingrímur Helgason, 17.2.2009 kl. 22:12

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg

Þótt sumum kunni að finnast þetta minniháttar spilling í því spillingaflóði sem þjóðin hefur orðið fyrir fannst mér þetta atvik opinbera það siðferði, sem sumir stjórnmálamenn hafa yfir að búa.  

Ég trúi ekki öðru en að borgarstjórinn muni gera alvarlega athugasemd við þessi vinnubrögð borgarfulltrúans.  Ef hún gerir það ekki lít ég svo á að hún sé samþykk svona gjörningi.

Farin á næturvakt og bíð ykkur góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:13

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þarf varla að taka það fram hvað ég er innilega sammála þér... og ykkur öllum og var enda að pistlast um þetta sjálf.

Gangi þér vel á næturvaktinni... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:27

9 Smámynd:

Svei honum  Svona fólk á að reka og rukka um þann pening sem það stal frá almenningi.

, 17.2.2009 kl. 22:38

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Urrrrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 22:57

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála, siðspillingin er allstaðar.  Það skiptir ekki máli hvað spillingin kostar, bara það að hún er til staðar.  Siðblinda hrjáir ansi marga þessa dagana. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:37

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 18.2.2009 kl. 00:44

13 identicon

Sæl Sigrún.

Ég er sammála þér. Það er sama hvað það er og heitir öll spilling á að hverfa úr okkar samfélagi. Ef að flokkur hvort hann er pólitískur eða ekki þá borgi hann einfaldlega fyrir sig ef að þau ætla að borða saman eða hvað það heitir.  (Og yfirleitt er þetta ekki fátækasta fólkið! )

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 03:24

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn öll og takk fyrir innlit

Hvaða spilling ætli mæti manni á síðum netmiðla, þegar maður rís úr rekkju eftir langþráðan svefn í dag?

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 08:27

15 identicon

Hvað hefur höfuðborg ALLRA landsmanna í tekjur á ári vegna allra opinberu þjónustunnar sem ríkið veitir? Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að sýna landsbyggðarfólki þá gestrisni að miðla til landsbyggðarinnar. Landsbyggðin tekur vel á móti fólki sem nennir út á land!

Vona bara að aðrir flokkar séu gestrisnir í höfuðborginni og miðli málum og sýni samstöðu. Tittlingaskítur, að mínu mati. Þetta er höfuðborg okkar allra, og borgin hefur það miklar tekjur frá ríkinu að sveitarstjórnarmenn geti sýnt ráðhús LANDSMANNA og miðlað málum. Við þurfum á því að halda að fólk nenni að vera í stjórnmálum og standi saman eins og gert er í Reykjavík. Þar vinna flokkar saman, nema kannski þessi Ólafur.

Soffía (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:22

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... það var svolítið óþægilegt að horfa á hann, fannst mér. Ég hélt að allir pólitíkusar hefðu uppfært lúkkið! Óskar hefur greinilega gleymst!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 12:58

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og þitt innlegg Soffía, IP-tala 85.220.35.198!

Ég er nú svo mikil dreifbýlistútta, að ég get vel verið sammála þér um að það eigi ávallt að taka vel á móti landsbyggðarfólki, sem kemur til höfuðborgarinnar

Í þessu tilviki var hinsvegar alfarið verið að hygla fólki, vegna afstöðu þeirra í stjórnmálum.

Við gætum snúið þessu dæmi við og hugsað okkur að þessi ráðstefna hefði verið haldin t.d. á Húsavík.  Formaður bæjarráðs á staðnum hefði þá ákveðið að boða einungis samflokksmenn sína á fund/móttöku á kostnað bæjarbúa.  Þessu hefði örugglega verið mótmælt, bæði hvað bruðl varðar og einnig aðferðin.  Það er alla vega mín skoðun.

Hrönn, innviðir Framsóknar eru ryðgaðir og fúnir, lagfæring mun ekki fara fram með gamla hugsunarháttinn á flestöllum póstum.

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 17:10

18 identicon

Það skiptir því ekki, að ráðhúsið í Reykjavík er í höfuðborg okkar allra landsmanna, og því sjálfsagt mál að bjóða þangað fólki sem er í sveitarstjórnarmálum. Alveg óháð flokkum. Ég vona að það verði áfram vel tekið á móti fólki á landsbyggðinni þó svo að við séum ekki velkomin í 101 klíkuna ykkar.

Mér finnst þetta tittlingaskítur af Ólafi og ykkur hinum. Ef það er í lagi að sumir flokkar bjóði til sín eins og t.d. VG fyrir nokkrum árum, en svo sé það ekki í lagi af ykkar Ólafs hálfu fyrst það er einhver annar flokkur.

Ég vona bara að fólk haldi ekki áfram í þessum sandkassaleik, þegar það á að vera að einblína á heimilin og atvinnulífið í landinu. Það er nú ekki eins og tvö hús á Laugaveginum hafi verið drukkin og étin. Þurfum á því að standa saman og voanandi gerum við það öll, óháð því hvar við búum.

Soffía (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:02

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Held þú sért ekki alveg að átta þig á því Soffía eða viljir ekki átta þig á því hvað er verið að gagnrýna, en það er þitt mál.

Samanburður Óskars við eitthvað sambærilegt, sem var gert á árinu 2004 er í besta falli heimskulegur.  Árið 2004 gerðu opinberir fulltrúar okkar svona nokkuð og enginn sagði múkk, af því að flestir voru í bullandi góðærisfíling.   Í nóvember 2008 var fólki orðið ljóst að svona vinnubrögð ættu ekki að viðgangast, en skilaboð fólksins um að það vilji spillinguna burt, hefur augsýnilega ekki náð eyrum Óskars Bergssonar.

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 18:15

20 identicon

Ok, skil þig. Hélt þú hefðir á móti því að við af landsbyggðinni, eða þeir af sveitarstjórnarstiginu ættum aðgengi að ráðhúsinu OKKAR og þá njóta veitinga. Við landsbyggðarliðið sendum aldrei neina heim, svanga eða þyrsta.

Ég vil líka spillinguna burt, en ég vona að við í fámennari sveitarfélögunum höfum efni á að taka áfram vel á móti höfuðborgarbúum. Ekki þar fyrir utan, finnst mér mjög gott mál að fólk hittist og læri af hvoru öðru og miðli reynslu. Nógu dýrt er það fyrir landsbyggðarfólk sá kostnaður að þurfa að sækja svona mikið til höfuðborgarinnar. Takk fyrir þetta

Soffía (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:49

21 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir góðar rökræður Soffía

Ég mun hér eftir sem hingað til ávallt standa með mínu landsbyggðarfólki, hvar á landinu sem það býr og flokkspólitík hefur ekkert með þá afstöðu mína að gera

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 19:30

22 identicon

Svona eru þeir og hafa alltaf verið, greyin. Líkastir  blóðsugum. ...Sem betur fer hefur landsbyggðin áttað sig á því.  Og nú eru framsóknarmenn  enginn bændaflokkur lengur.  Ég er utan flokka, en er að vonast eftir nýjum flokki, með einhvert fólk af viti.  Annars skila ég auðu í vor.  Mig vantar líka nýja stjórnarskrá og vil leggja forsetaemb.  niður.  Svo vona ég að framsóknarflokkurinn fái sem allra minnst fylgi.  Við skulum ekki gleyma því að þeir áttu stóran þátt í öllu hruninu í landinu okkar.

vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:28

23 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hafðu það sem best Sigrún mín

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:58

24 Smámynd: Halla Rut

Er þetta ekki bara það sem flokkarnir hafa gert alla tíð, þ.e. notað peninga landsmanna sem sína eigin?

Gísli Marteinn átti í raun rétt á borgarstjórastólnum en til að hugga hann var honum boðið að fara til náms erlendis á fullum launum. Já, á kostnað borgarbúa. Þetta gerðu nú Ingibjörg Sólrún og Dagur einnig á sínum tíma enda var þessi staðreynd ekki notuð til niðurrifs sitjandi stjórnar enda áttu allir sína skömm. Því er ekki farið fram á að borgarstjóri segi af sér vegna þessa? Í GM tilfelli er örugglega um að ræða yfir 6 milljónir í laun fyrir óunna vinnu. 

Bara það eitt að við borgarbúar samþykkjum þetta og sættum okkur við er til skammar.

Ég vona bara að ástandið nú breyti aðeins því aðhaldi sem við eigum að veita.

Halla Rut , 19.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband