Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2009 | 14:56
Valdafíklar án markmiðs!
Svakalega finnst mér framsóknarmenn dapurlegir þessa dagana. Þeir "ÖSKRA" á aðgerðir og eru búnir að steingleyma sínum þætti í því hruni sem skekur þjóðina.
Eftir að hafa lesið um upphrópanir þeirra upp á síðkastið hef ég verið að rifja upp fyrir sjálfri mér hvaða ábyrgð þeir þeir hafa tekið á þeim "hrunum" sem ég hef persónulega lent í frá því að ég keypti mína fyrstu íbúð seint á árinu 1979.
Framsóknarmenn hafa verið við kjötkatlana með einum eða öðrum hætti mestan part þessa tíma. Stundum í forsæti ríkisstjórnar og á öðrum tímum hafa þeir verið "leppar" hjá sjálfstæðismönnum.
Mitt fyrsta fjármálahrun varð árið 1983, þegar launavísitalan var tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan var látin halda sér þannig að lánin ruku upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað svo fólk gat ekki staðið í skilum. Auk þess varð lánabyrðin meiri en verðmæti eignanna þannig að fólk lenti í miklum hremmingum.
Voru framsóknarmenn þá við völd? Ó, já og hafa verið það flestar götur síðan. Aðgerðir og "leiðréttingar" gagnvart íbúðareigendum litu aldrei dagsins ljós. Fjölmargir misstu allt sitt og róðurinn var þungur hjá öðrum.
Á þessum 26 árum síðan þetta "manngerða" hrun varð í mínum fjármálum hef ég verið að velta á undan mér skuldum með endurfjármögnun lána og tímabundnum reddingum. Þetta hefur verið barátta upp á líf eða gjaldþrot.
Ég ákvað á vissum tímapunkti að "if you can´t beat them, join them" og gekk til liðs við flokkinn, þeir voru jú alltaf við völd..barðist þar af alefli fyrir norrænu velferðarkerfi, sem m.a. fól í sér að tekinn yrði upp "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur", þar sem t.d. skuldurum yrði gert kleyft að borga sínar skuldir en hafa samt afgang til daglegrar framfærslu. Auðvitað gekk þetta plott mitt ekki upp, því þeirra aðalkappsmál var bara að vera við völd, hvað sem þjóðinni leið
. Framapotarar og valdafíklar tóku völdin og ég yfirgaf "partýið" með hvelli eftir alltof langa viðveru. Nú eru þeir utan stjórnar og ég vona að þeir verði þar sem lengst
.
Á meðan 80 daga stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd og farið var að ræða um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd, labbaði ég niður í viðskiptabankann minn og í krafti væntanlegrar lagasetningar um greiðsluaðlögun fékk ég loksins áheyrn Ég sé fram á bjartari daga..... án framsóknar
![]() |
Óskaplega aumingjalegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
1.5.2009 | 23:39
Internationalinn!
Baráttusöngur verkalýðsins hefur sjaldan átt jafn vel við og einmitt núna. Venjulega syngjum við bara fyrsta erindið með viðlagi en í dag hrópuðu öll erindin á mig:
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök !
Nú bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði í dag !
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn i hönd !
Því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd
Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð
Til sigurs, eining öreiganna
með alþýðunnar stolta nafn
Þín jörð er óðal allra manna,
en ekki fyrir gamm né hrafn !
Þeirra kyn skóp þér örbirgð og ótta
en er þeir skuggar hverfa úr sýn
einn vordag snemma á feigðarflótta
mun fegurð lífsins verða þín
Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag
unz Internationalinn
er allra bræðralag
Höf.: Eugén Pottier
þýð.: Sveinbjörn Sigurjónsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
1.5.2009 | 11:58
Réttlátt þjóðfélag!
Í fyrra, þegar við héldum 1. maí hátíðlegan, var okkur talið trú um að hér ríkti bullandi góðæri. Þeir sem tóku þátt í kröfugöngum í tilefni dagsins voru nú ekki jafn sannfærðir og t.d. ráðamenn þjóðarinnar. Góðærið hafði aldrei náð til láglauna og millitekjufólks.
Aðalkrafa dagsins var því á þeim nótum að allir fengju sinn skerf af góðæriskökunni. Mín krafa var:
Ég vil réttlátt þjóðfélag!
Ég lagði þá út frá þeirri sanngjörnu kröfu minni að hér yrði til "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur". Ég er nokkuð viss um fylgismönnum þessarar kröfu minnar hefur fjölgað undanfarna mánuði, því"bótaþegum" með u.þ.b. kr.150.000.-á mánuði hefur fjölgað um tæplega 20.000.
Það hafa því margir þurft að reyna það á eigin skinni, að framfæra sér og sínum fyrir þessa upphæð og komist að því að það er ekki framkvæmanlegt, hvað þá ef skuldabyrðin var eitthvað í líkingu við þessa framfærsluupphæð fyrir atvinnumissinn!
Við Rúrý, vinkona mín og vinnufélagi fórum saman í kröfugöngu síðasta árs. Í dag erum við báðar að vinna og komumst því ekki. Við krossleggjum fingur og vonum að við höldum vinnunni
Kröfugöngurnar í dag verða án efa þær fjölmennustu í mannaminnum...er það ekki?
Eða er ennþá til fólk sem finnst það hallærislegt að berjast fyrir bættum kjörum og mannréttindum?
Launamenn, hvar sem þið þiggið laun, ég óska ykkur til hamingju með þennan baráttudag!
![]() |
Kreppa nærð af græðgi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 21:02
Alvöru fjölmiðlun.
Lára Hanna Einarsdóttir hefur þjónað okkur betur en nokkur fjölmiðill í þeim hrunadans sem við erum að ganga í gegn um.
Hún hefur rifjað upp og tengt saman atburði, sett þá í samhengi. Enn og aftur brýtur hún blað hér á blogginu og bíður upp á umfjöllun um efnahagsmál. Lesendur geta spurt Harald L. Haraldsson og ekki líður á löngu áður en hann svarar. Sjón og lestur er sögu ríkari: sjá larahanna
Set þetta hér inn ef vera kynni að einhver sem rekur hér inn nefið er ekki orðinn fastur lesandi hjá Láru Hönnu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2009 | 11:58
Aukið vægi kvenna er ánægjulegt :)
Að sjálfsögðu óska ég samlöndum mínum til hamingju með nýtt og mikið endurnýjað alþingi Fyrir utan það að vera mjög ánægð með útkomu Samfylkingarinnar og Borgarahreyfingarinnar og frábæran árangur VG, sem ætti að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn er ég sérstaklega ánægð með aukinn hlut kvenna eftir þessar kosningar.
Við gerum okkur flest grein fyrir því að erfiðleikar okkar sem þjóðar eru rétt að byrja og þá er gott að vita að "hagsýnum húsmæðrum" sem standa vilja vörð um velferðarkerfið hefur fjölgað á alþingi okkar Íslendinga.
Ég vil bjóða eftirfarandi konur velkomnar til starfa í þágu réttlætis og félagshyggju
Fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður:
Valgerður Bjarnadóttir (S)
Fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður:
Svandís Svavarsdóttir (V)
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S)
Lilja Mósesdóttir (V)
Vigdís Hauksdóttir (B)
Birgitta Jónsdóttir (O)
Fyrir Suðvesturkjördæmi:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V)
Fyrir Norðvesturkjördæmi:
Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)
Ólína Þorvarðardóttir (S)
Fyrir Norðausturkjördæmi:
Jónína Rós Guðmundsdóttir (S)
Fyrir Suðurkjördæmi:
Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
Margrét Tryggvadóttir (O)
Ég fagna innilega komu þessara knáu kvenna á alþingi okkar Íslendinga
![]() |
Nýtt Alþingi Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.4.2009 | 17:22
Eini maðurinn með viti!
Ég fór í jarðarför í dag og kvaddi gamlan vin. Var reyndar á morgunvakt, en fékk að "skreppa", sem ég er ákaflega þakklát fyrir
Þorkell Diego Þorkelsson var gull af manni. Knúsin hans og brosin hans létu engan ósnortin. Hann var 17 ára töffari þegar hann kom fyrst til Súgandafjarðar, gifti sig með "leyfi frá forseta" tveggja barna móður og eignaðist með henni 2 börn til viðbótar.
Ég kynntist Kela og Ástu vel veturinn 1973-74, þegar ég kom "heim" í sömu erindagjörðum og Keli á sínum tíma, þ.e. að vinna mér inn pening fyrir áframhaldandi Englandsdvöl. En Keli hafði einmitt komið vestur til að vinna sér inn pening. Hann ílentist, giftist og stofnaði þar fjölskyldu og bjó þar i mörg ár.
Keli var einn af þessum mönnum, sem er nauðsynlegur litlum sjávarplássum, alltaf tilbúin að sinna þeim störfum sem honum voru falin.....algjörlega ómissandi.
Pabbi minn var spar á hól yfirlýsingar svona yfirleitt, en hann átti eina góða setningu, sem hann notaði um fólk sem honum líkaði: "Hann er eini maðurinn hér með viti"! Keli var einn af þeim sem fékk þetta hól frá honum pabba mínum
Ég átti alveg von á því að gráta tregagráti í athöfninni í dag, enda ungur maður í blóma lífsins, sem ég var að kveðja, en það gerði ég ekki. Sr. Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju jarðsöng og í kveðjuorðunum fékk hann hláturtaugar viðstaddra til að virka, þannig að maður heyrði hlátur og sá axlir hristast
En Keli er hérna ennþá. Ég fann það í faðmlögum barnanna hans, Elmars, Sigurþórs og Guðrúnar Ástu Ég votta þeim og öðrum aðstandendum og vinum Þorkels Diego Þorkelssonar mína dýpstu samúð og mun geyma minninguna um góðan dreng á meðan ég lifi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2009 | 11:40
Gleðilegt sumar :)
Sumarið er víst komið samkvæmt almanakinu og maður verður bara að trúa því. Ekki annað í boði, er það nokkuð?
Skoðaði sumarkveðjur nokkurra bloggvina minna í morgun og fann t.d. þetta frá mínum góða vini Róbert Schmidt á sudureyri 10 cm jafnfallinn snjór yfir mínum gömlu æskuslóðum sem minnir mig á af hverju ég fékk nóg af þessari hvítu ofankomu á mínum uppvaxtarárum Sé samt að Röggi æskuvinur minn rognvaldurthor er ágætlega ánægður með þessa hvítu slæðu þótt ég telji víst að hann sé farið að lengja í gróðursetningartíð á sumarplöntunum sínum
Í minningunni var það Hvítasunnan, sem markaði hin raunverulegu árstíðaskipti á mínum æskuslóðum. Drullupollarnir sem þá einkenndu moldargöturnar voru hinir raunverulegu sumarboðar og þá hófust stökkæfingar ungra Stefnismanna, sem sópuðu síðan að sér verðlaunum í langstökki og þrístökki á héraðsmótunum á Núpi síðar um sumarið
Ég veit ekki hvernig aðrir koma undan vetri, en ég er allavega þreytt, bæði í sinni og líkamlega. Þrátt fyrir árlega flensusprautu á haustmánuðum, hef ég fallið fyrir hverri pestinni á fætur annarri og gengur illa að ná þessu úr mér. Ónæmiskerfið hjá mér virðist hafa hrunið á svipuðum tíma og hið íslenska efnahagskerfi
En sumarkoman er alltaf gleðiefni. Bara tilhugsunin um að sumarið sé framundan og veturinn að baki, vekur hjá manni von um betri tíð og blóm í haga
Gleðilegt sumar kæru vinir
![]() |
Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mér finnst þessir kosningafundir sem RÚV hefur boðið okkur uppá arfaslappir og hundleiðinlegir. Veit ekki alveg hvað veldur, formið eða fólkið í panel
Ég var náttúrulega góðu vön frá framboðsfundunum, sem haldnir voru vestur á fjörðum í den
En það er þó alltaf nokkrir ljósir punktar. Í kvöld var það Sturla frambjóðandi Frjálslyndra....hann hefði flogið inn á þing ef hann hefði verið í framboði vestur á fjörðum fyrir ca. 30 - 40 árum
Framsóknar maddaman var bitur og reið, sérstaklega gagnvart Samfylkingu, sem rændi Framsókn stjórnarsetu fyrir ca. tveimur árum síðan. Hún sagðist m.a. aðeins tala fyrir flokkssamþykktum t.d. í ESB umræðunni, hennar persónulega skoðun skipti ekki máli.....en svo var það eldra fólkið, sem að hennar mati átti að fá að vinna sjálfboðastörf....ætli sá kapítuli hafi verið tekinn sérstaklega fyrir á flokksþingi framsóknarmanna? Eiga þingmenn ekki að fylgja eigin sannfæringu? Annað er náttúrulega spilling
Skrifaði þetta með einlægri ósk um að komast á "óvinalista" Framsóknarflokksins
Svandís var náttúrulega bara flott. Hún þorði alveg að hafa sínar meiningar á málum en undirstrikaði að þjóðin ætti að ráða í mikilvægum ágreiningsefnum. Ég var persónulega mjög fegin að hún leggur enga ofuráherslu á tvöfalda atkvæðagreiðslu vegna umsóknar um Evrópusambandsaðild. Taldi þetta ekki vera alvarlegt ágreiningsefni núverandi stjórnarflokka vegna áframhaldandi samstarfs
Össur hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, nema síður væri. Hefði alveg mátt taka pokann sinn fyrir þessar kosningar. Ég var samt nokkuð sátt við hann í kvöld....svona lala sátt en þakka mínum sæla fyrir að hann lenti sunnanmegin miklubrautar á lista
Birgitta var fín, málefnaleg og yfirveguð. Best fannst mér þegar hún sagði að ákvarðanir um stóriðjuáform ætti að leggja undir dóm þjóðarinnar.....þarna stakk hún ærlega upp í þá andstæðinga sína sem telja hana vera atvinnumótmælanda
Ég missti alltaf þráðinn þegar fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar talaði, en fannst hann samt eiga ágætlega heima með Sjálfstæðismönnum....
Guðlaugur Þór er bara í vondum málum og mér fannst alltof langur tími fara í að ræða hans þjóðkunnu aðkomu að styrkjamálum. Bara mitt mat.
Sá að Sigmari fannst gaman á köflum. Hann hefði þurft að upplifa stjórnmálafundina fyrir vestan
![]() |
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2009 | 23:18
Ég styð Samfylkingu!
Það er gott að Bjarni vinur minn Harðarson er búinn að ná lendingu fyrir kjörfundinn mikla á laugardag. Það er ég líka búin að gera en kemst ekki að sömu niðurstöðu og Bjarni.
Hann segir m.a.:
Það er barnaskapur að ætla að það verði ekki reynt að halda hér áfram núverandi stjórnarsamstarfi og þá skiptir miklu máli að Vinstri grænir komi sem sterkastir að því borði, því að vilji Samfylkingarinnar til þess að setja Evrópusambandið á oddinn er ljós. En við höfum fengið skýr skilaboð í kosningabaráttunni frá forystumönnum Vinstri grænna, einkum Steingrími J. Sigfússyni, að flokkurinn muni ekki fallast á ESB aðild.
Bjarna vil ég benda á að það getur enginn einn flokkur ákveðið eitt né neitt í þessu sambandi, því það er þjóðin sem mun hafa úrslitavaldið og til þess að þjóðin geti valið verða að liggja fyrir samningsdrög en ekki óljósar draugasögur og ályktanir með eða á móti fylkinga.
Ég vona svo sannarlega að þessir tveir flokkar muni halda áfram samstarfi í ríkisstjórn eftir kosningar og að þessi mál verði til lykta leidd í sátt og samlyndi.
Mitt atkvæði hlýtur að vega jafn þungt og Bjarna
![]() |
Bjarni Harðarson styður VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2009 | 17:00
Hvað skal kjósa?
Samkvæmt þessu skiptir það mig litlu máli hvort Lýðræðishreyfingin er í framboði
Þar sem ég er fylgjandi persónukjöri, þá get ég fullvissað ykkur um að VG myndi skora hærra hjá mér en hér kemur fram en mikið er ég fegin að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn lendir neðst hjá mér í þessari könnun
Fyrir þá sem vilja spreyta sig er linkurinn hér.
Kosningakompás mbl.is - niðurstaða
Samsvörun svara þinna við svör flokkanna er sem hér segir:
![]() | Borgarahreyfingin (O) | 90% |
![]() | Samfylkingin (S) | 80% |
![]() | Framsóknarflokkur (B) | 74% |
![]() | Frjálslyndi flokkurinn (F) | 68% |
![]() | Lýðræðishreyfingin (P) | 67% |
![]() | Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) | 65% |
![]() | Sjálfstæðisflokkur (D) | 53% |
![]() |
Framboð P-lista úrskurðað gilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson