17.11.2008 | 16:15
Að stela senunni........
Merkilegur fjandi. Á meðan þjóðin situr lömuð vegna hamfara af mannavöldum, tekst Framsóknarmönnum að beina athyglinni x 2 á nokkrum dögum að fársjúku innra starfi flokksins.
Ég skil vel að Guðni hafi gefist upp fyrir "aftökuliðinu" í eigin flokki....þar ríkir sjúkt ástand, sem þeir einir viðurkenna, sem lent hafa í skotlínunni eða hafa orðið fyrir "hnífasettunum".
Guðni tekur fram í bréfi sínu til þingflokksins, að hann geri þetta fyrst og fremst fyrir flokkinn sinn.
Ég hefði viljað, úr því hann tók þessa "stóru" ákvörðun að það hefði komið fram að hann væri að "axla ábyrgð" vegna mistaka, sem gerð voru í hans ríkisstjórnartíð. Þar með hefði skapast gott fordæmi fyrir aðra þingmenn og ráðherra að fylgja í kjölfarið.
Annars er Guðni Ágústsson, drengur góður og ég óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í nú- og framtíð.
Hver ætli segi af sér næst? og þá á réttum forsemdum.
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2008 | 14:01
Áskorun til allra þingmanna!
Er Steingrímur J. Sigfússon eini þingmaðurinn sem skynjar þörf þjóðarinnar fyrir heiðarleika og svör? Ég tek undir spurningar þingmannsins og vil greinargóð svör og enga útúrsnúninga
.
Ég skora á aðra þingmenn að fylgja Steingrími í þessu máli. Takið ykkur stöðu og standið með þjóðinni.....þvert á alla flokkapólitík.
![]() |
Steingrímur J. krefst upplýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2008 | 00:35
Kreppufrí á degi Íslenskrar tungu!
Ég er alltaf frekar þreytt eftir helgarvaktirnar, veit ekki af hverju. Jú, jú, ég veit það alveg, nenni bara ekki að tala um það
.
Dagur Íslenskrar tungu er að kvöldi komin og þótt þingmenn séu ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana þá mætti alveg heiðra svona orðháka eins og Steingrím J. Sigfússon á þessum degi. Hann talar kjarnyrt skiljanlegt mannamál, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar
....og þar með er ég ekki að segja að ég sé alltaf sammála hans orðræðu
.
Þessa stundina hef ég samt frekar slæma tilfinningu á því hvernig haldið er á málum í stjórnsýslunni og þar er ég honum algerlega sammála.
Annar mikill orðhákur og góður ræðumaður var frændi minn Ólafur Þ. Þórðarson f.v. alþingismaður. Ég var heldur ekkert alltaf sammála honum, en ræðurnar hans sumar voru alger snilld. Ég velti því stundum fyrir mér þessa dagana hvar hann myndi skipa sér í lið þessa dagana ef hann hefði lifað. Ég gæti trúað að hann hefði staðið við hlið okkar, "skrílsins" á Austurvelli síðustu 6 laugardaga, en hver veit?
Óli frændi kenndi mér "reikning" í barnaskóla, og hann var það góður kennari að meira að segja ég gat lært það sem hann lagði fyrir okkur. En svona eftir á að hyggja hefði Íslenskukennsla verið vel þegin frá þessum mikla Íslenskumanni.
Árið 1958 var tekin í notkun ný skólabygging heima á Suðureyri. Þá var ég 6 ára, þannig að ég hélt að minn árgangur hefði verið sá fyrsti sem stundaði þar nám frá byrjun. En eftir að hafa rætt við Eyrúnu æskuvinkonu mína og góða frænku held ég að ég verði að fallast á að okkar kynslóð byrjaði ekki í skóla fyrr en á 7 ára aldrinum, en ef einhver veit þetta upp á hár (Eygló kannski?) væri gott að fá upplýsingar um það.
Hvernig sem þetta var, þá ætla ég hér að votta mínum gamla skóla virðingu mína á degi Íslenskrar tungu og minnast góðs atlætis og vina sem ég eignaðist þar fyrir lífstíð.
Þetta voru góðir tímar, við vissum ekki hvað "kreppa" var, hvað þá Icesave eitthvað.
Þarna stöndum við bekkjarsystkinin á skólatröppunum. Aftari röð f.v.: Liljar, Valdi, Siggi, Ég, Eyrún og Maja. Neðri röð f.v.: Kristinn, Kitti, Eygló, Ásta og Erna.
Þarna erum við bekkjarsysturnar f.v. ég, Erna, sem nú er búsett í Ástralíu, Eygló, búsett í Svíþjóð og Eyrún. Erna og Eygló tóku þetta með "útrásina" einum of langt. Þær mættu sko alveg fara að hugsa til "heimrásar"
. Mér sýnist að í þessari kennslustund höfum við verið komnar á fullt í flugvélaframleiðslu
.
Að lokum kemur svo nýleg mynd af skólanum okkar, sem hefur stækkað um helming síðan við stunduðum þar nám. Það segir reyndar sína sögu að þegar við vorum að alast upp á Suðureyri voru þorpsbúar ca. 500 manns. Atvinnulíf var með miklum blóma, enda stutt á fengsæl fiskimið. Núna búa þarna ca. 250 manns, dugnaðarfólk, sem hefur tekist að halda uppi atvinnu fyrir sitt fólk, enda er ennþá jafnstutt á þessi fengsælu fiskimið........en aðgangurinn að fiskimiðunum er ekki ókeypis. Ég held það væri þess virði að fá svör frá Brussel veldinu um hvernig þeir hugsi sér framtíð þessara byggða, öðruvísi getum við ekki tekið afstöðu í ESB málum.
Grunnskólinn á Suðureyri árið 2008. Íslandskortið er teiknað af Jóni Kristinssyni, sem var Skólastjóri á Suðureyri í mörg ár.
![]() |
Lengi getur vont versnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.11.2008 | 13:52
Ný viðmið, spillingarliðið burt!
Bjarni Harðarson breytti engu með afsögn sinni í viðmiðum í íslenskri pólitík, eins og formaður Framsóknarflokksins heldur fram. Bjarni staðfesti einungis trú manna á hans eigin trúverðugleika.
Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn síðustu 3 kjörtímabil. 12 ár hafði þessi flokkur til að leggja grunninn að því hruni sem nú blasir við þjóðinni. Á þessum 12 árum gliðnaði bil þeirra fátæku og þeirra ríku svo mikið að endanlega var staðfest að í landinu byggju 2 þjóðir.
Landsbyggðarflokkurinn, eins og hann vill gjarnan kalla sig, sat hjá í ríkisstjórn meðan landsbyggðinni blæddi. Fólksflóttinn þaðan var óstöðvandi og eignir landsbyggðafólks urðu að engu.
Ábyrgð Framsóknarflokksins er mikil, en þar á bæ dettur engum í hug að axla ábyrgð og setja þar með ný viðmið í íslenskri pólitík með því að segja sig frá kjötkötlunum.
Framsóknarmenn, munu sjálfsagt halda sinn blaðamannafund að loknum miðstjórnarfundi. Ég vona að bloggvinkona mín Lára Hanna Einarsdóttir, geri sína úttekt af þeim fundi eins og hún gerði svo snilldarlega af blaðamannafundi Sjálfstæðismanna í gær, sjá larahanna.
Þjóðin boðar til "blaðamannafundar" á Austurvelli kl. 15:00 í dag. Fjölmennum og sýnum spillingarliðinu að viljum það burt, NÚNA
![]() |
Bjarni setti ný viðmið með afsögn sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.11.2008 | 15:02
Landsfundur = kosningar í vor!
Breytt tímasetning á landsfundi og Evrópunefnd það eina sem leyft var að ræða á þessum fréttamannafundi, sem var svo mikilvægur að honum þurfti að útvarpa/sjónvarpa beint!
"Geir segir að það sé ekki bara réttlætanlegt heldur einnig nauðsynlegt að flýta landsfundinum. Hann tekur fram að ekki sé komin fram ný stefna, það sé hlutverk landsfundarins að taka staðfesta stefnuna eða skipta um hana".
Hvernig ætli næsta kosningamyndband Sjálfstæðismanna verði eftir væntanlegan landsfund Sjálfstæðismanna, samanborið við myndbandið sem ég birti í síðustu færslu?
Farin í vinnuna.....
Ein heppin, sem ennþá heldur vinnunni sinni
Ps. Ágætu fjölmiðlar, þjóðin boðar til blaðamannafundar á Austurvelli laugardaginn 15. nóvember kl. 15:00 Verður ekki bein útsending?
![]() |
Skipuð verði Evrópunefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2008 | 01:16
Meiri upprifjun.....
Sjálfstæðismenn á Akranesi vilja stjórnendur Seðlabankans burt. Gott mál.
Í niðurlagi ályktunar vina minna í Sjálfstæðisfélögunum á Skaganum segir hinsvegar:
"Stjórn fulltrúaráðsins telur að sá vandi sem íslenskir stjórnmálamenn standa nú frammi fyrir muni leiða í ljós styrk þeirrar stefnu sem þeir standa fyrir. Það er bjargföst trú stjórnarinnar að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum, verði vandamál þjóðarinnar best leyst nú sem áður.
Þá skulum við rifja upp hvað þeir kynntu fyrir síðustu alþingiskosningar...:
....og muna hvernig fór
![]() |
Stjórnendur Seðlabankans víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.11.2008 | 00:57
Til upprifjunar....
Kosningabarátta getur verið svo skemmtileg, fyrir þá sem taka þátt En raunveruleikinn eftir kosningar getur verið martröð fyrir sama fólk
. Árni Páll Árnason á fullt erindi í pólitík. Flottur, ungur, vel menntaður maður og ég held að hann sé raunverulegur "jafnaðarmaður".
Í þessu myndbroti, sem er 18 mánaða gamalt, svarar hann spurningunni: Hver er þín óska ríkisstjórn?
Svo mörg voru þau orð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 16:01
En ekki hvað??
Fyrsti flati niðurskurðurinn í "einkavæddu" heilbrigðiskerfi og hann lendir á öldruðum og þeim sem þeim vilja sinna. Hvað annað?
Hver á Heilsuverndarstöðina, þ.e. húsið sjálft?
Hvernig ætli gangi í rekstri einkavæddra lýtalækninga skurðstofa? Kannski "útrásarliðið" standi þar í biðröðum eftir make over aðgerðum.
Stöndum vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi....oft var þörf en nú er nauðsyn.
![]() |
Heilsuverndarstöðin í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.11.2008 | 23:00
Upplýsinga óskað!
Svona, svona Nonni minn, þjóðin vill svör, líka frá þér. Lög hafa verið brotin þvers og kurrs og einhverstaðar verður að byrja.
Ég vil líka fá svör við þessu og vona að Mbl.is verði við þeirri beiðni minni...og koma svo.
![]() |
Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.11.2008 | 21:54
Utanþingsstjórn, hvað segið þið um það?
Merkilegur fjandi....Geir finnst óeðlilegt að forseti ASÍ hafi skoðun á samsetningu ríkisstjórnarinnar
og Ingibjörgu finnst þetta ómaklegt og órökstutt
. Vá, vá, vá......fyrir höndum. Hvílíkur valdhroki og veruleikafirring.
Skoðun mín skiptir þau alveg örugglega engu máli, en ég læt hana samt flakka: Þau ættu bæði að víkja, ásamt sínu fylgifólki!
Ég fékk komment hér á síðunni, frá bloggvini mínum Baldri Gauta Baldurssyni formosus . Mér finnst tillaga hans allrar athygli verð og set hana fram hér til umræðu:
Einhver þarf að koma með snjallræðishugmynd! Mín hugmynd er að senda Alþingi heim í 2 ár. Sett verði utanþingsstjórn með forseta Íslands i forsæti. Í þessari stjórn sitji bara sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þessir aðilar fái ráðherravald. Þeir sitji i 2 ár og stýri landinu til hafnar og síðan til gjöfulla miða þegar búið er að rétta af ballest þjóðarskútunnar.
Þetta sé neyðarráðstöfun í 2 ár og á þeim tíma fái nýtt alþingisfólk að koma fram og jafnvel nýir þjóðvænir stjórnmálaflokkar.
Hvað finnst ykkur?
![]() |
Vegið ómaklega að ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson