Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Alvöru fjölmiðlun.

Lára Hanna EinarsdóttirLára Hanna Einarsdóttir hefur þjónað okkur betur en nokkur fjölmiðill í þeim hrunadans sem við erum að ganga í gegn um.

Hún hefur rifjað upp og tengt saman atburði, sett þá í samhengi.  Enn og aftur brýtur hún blað hér á blogginu og bíður upp á umfjöllun um efnahagsmál.  Lesendur geta spurt Harald L. Haraldsson og ekki líður á löngu áður en hann svarar.  Sjón og lestur er sögu ríkari: sjá larahanna

Set þetta hér inn ef vera kynni að einhver sem rekur hér inn nefið er ekki orðinn fastur lesandi hjá Láru HönnuSmile


Aukið vægi kvenna er ánægjulegt :)

Að sjálfsögðu óska ég samlöndum mínum til hamingju með nýtt og mikið endurnýjað alþingi Smile Fyrir utan það að vera mjög ánægð með útkomu Samfylkingarinnar og Borgarahreyfingarinnar og frábæran árangur VG, sem ætti að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn er ég sérstaklega ánægð með aukinn hlut kvenna eftir þessar kosningar.

Við gerum okkur flest grein fyrir því að erfiðleikar okkar sem þjóðar eru rétt að byrja og þá er gott að vita að "hagsýnum húsmæðrum" sem standa vilja vörð um velferðarkerfið hefur fjölgað á alþingi okkar Íslendinga.

Ég vil bjóða eftirfarandi konur velkomnar til starfa í þágu réttlætis og félagshyggjuSmile

Fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður:

Valgerður Bjarnadóttir (S)

Fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður:

Svandís Svavarsdóttir (V)

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S)

Lilja Mósesdóttir (V)

Vigdís Hauksdóttir (B)

Birgitta Jónsdóttir (O)

Fyrir Suðvesturkjördæmi:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V)

Fyrir Norðvesturkjördæmi:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)

Ólína Þorvarðardóttir (S)

Fyrir Norðausturkjördæmi:

Jónína Rós Guðmundsdóttir (S)

Fyrir Suðurkjördæmi:

Unnur Brá Konráðsdóttir (D)

Margrét Tryggvadóttir (O)

Ég fagna innilega komu þessara knáu kvenna á alþingi okkar ÍslendingaSmile

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eini maðurinn með viti!

Ég fór í jarðarför í dag og kvaddi gamlan vin.  Var reyndar á morgunvakt, en fékk að "skreppa", sem ég er ákaflega þakklát fyrirHeart

Þorkell Diego Þorkelsson var gull af manni.  Knúsin hans og brosin hans létu engan ósnortin.  Hann var 17 ára töffari þegar hann kom fyrst til Súgandafjarðar, gifti sig með "leyfi frá forseta" tveggja barna móður og eignaðist með henni 2 börn til viðbótar.  

Ég kynntist Kela og Ástu vel veturinn 1973-74, þegar ég kom "heim" í sömu erindagjörðum og Keli á sínum tíma, þ.e. að vinna mér inn pening fyrir áframhaldandi Englandsdvöl.  En Keli hafði einmitt komið vestur til að vinna sér inn pening.  Hann ílentist, giftist og stofnaði þar fjölskyldu og bjó þar i mörg ár.

Keli var einn af þessum mönnum, sem er nauðsynlegur litlum sjávarplássum, alltaf tilbúin að sinna þeim störfum sem honum voru falin.....algjörlega ómissandi.

Pabbi minn var spar á hól yfirlýsingar svona yfirleitt, en hann átti eina góða setningu, sem hann notaði um fólk sem honum líkaði:  "Hann er eini maðurinn hér með viti"!  Keli var einn af þeim sem fékk þetta hól frá honum pabba mínumHeart

Ég átti alveg von á því að gráta tregagráti í athöfninni í dag, enda ungur maður í blóma lífsins, sem ég var að kveðja, en það gerði ég ekki.  Sr. Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju jarðsöng og í kveðjuorðunum fékk hann hláturtaugar viðstaddra til að virka, þannig að maður heyrði hlátur og sá axlir hristastSmile

En Keli er hérna ennþá.  Ég fann það í faðmlögum barnanna hans, Elmars, Sigurþórs og Guðrúnar ÁstuHeart  Ég votta þeim og öðrum aðstandendum og vinum Þorkels Diego Þorkelssonar mína dýpstu samúð og mun geyma minninguna um góðan dreng á meðan ég lifiHeart

 


Gleðilegt sumar :)

Sumarið er víst komið samkvæmt almanakinu og maður verður bara að trúa því.  Ekki annað í boði, er það nokkuð?Woundering

Skoðaði sumarkveðjur nokkurra bloggvina minna í morgun og fann t.d. þetta frá mínum góða vini Róbert Schmidt á  sudureyri 10 cm jafnfallinn snjór yfir mínum gömlu æskuslóðum sem minnir mig á af hverju ég fékk nóg af þessari hvítu ofankomu á mínum uppvaxtarárumWink  Sé samt að Röggi æskuvinur minn rognvaldurthor er ágætlega ánægður með þessa hvítu slæðu þótt ég telji víst að hann sé farið að lengja í gróðursetningartíð á sumarplöntunum sínumSmile

Í minningunni var það Hvítasunnan, sem markaði hin raunverulegu árstíðaskipti á mínum æskuslóðum.  Drullupollarnir sem þá einkenndu moldargöturnar voru hinir raunverulegu sumarboðar og þá hófust stökkæfingar ungra Stefnismanna, sem sópuðu síðan að sér verðlaunum í langstökki og þrístökki á héraðsmótunum á Núpi síðar um sumariðGrin

Ég veit ekki hvernig aðrir koma undan vetri, en ég er allavega þreytt, bæði í sinni og líkamlega.  Þrátt fyrir árlega flensusprautu á haustmánuðum, hef ég fallið fyrir hverri pestinni á fætur annarri og gengur illa að ná þessu úr mér.  Ónæmiskerfið hjá mér virðist hafa hrunið á svipuðum tíma og hið íslenska efnahagskerfiFrown

En sumarkoman er alltaf gleðiefni.  Bara tilhugsunin um að sumarið sé framundan og veturinn að baki, vekur hjá manni von um betri tíð og blóm í hagaJoyful

Gleðilegt sumar kæru vinirSmile


mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við förum vonandi í aðildarviðræður sem fyrst og kjósum svo um samninginn!

Mér finnst þessir kosningafundir sem RÚV hefur boðið okkur uppá arfaslappir og hundleiðinlegir.  Veit ekki alveg hvað veldur, formið eða fólkið í panelErrm

Ég var náttúrulega góðu vön frá framboðsfundunum, sem haldnir voru vestur á fjörðum í denWhistling

En það er þó alltaf nokkrir ljósir punktar.  Í kvöld var það Sturla frambjóðandi Frjálslyndra....hann hefði flogið inn á þing ef hann hefði verið í framboði vestur á fjörðum fyrir ca. 30 - 40 árumGrin

Framsóknar maddaman var bitur og reið, sérstaklega gagnvart Samfylkingu, sem rændi Framsókn stjórnarsetu fyrir ca.  tveimur árum síðan.  Hún sagðist m.a. aðeins tala fyrir flokkssamþykktum t.d. í ESB umræðunni, hennar persónulega skoðun skipti ekki máli.....en svo var það eldra fólkið, sem að hennar mati átti að fá að vinna sjálfboðastörfWoundering....ætli sá kapítuli hafi verið tekinn sérstaklega fyrir á flokksþingi framsóknarmanna?  Eiga þingmenn ekki að fylgja eigin sannfæringu?  Annað er náttúrulega spillingShocking

Skrifaði þetta með einlægri ósk um að komast á "óvinalista" FramsóknarflokksinsWink

Svandís var náttúrulega bara flott.  Hún þorði alveg að hafa sínar meiningar á málum en undirstrikaði að þjóðin ætti að ráða í mikilvægum ágreiningsefnum.  Ég var persónulega mjög fegin að hún leggur enga ofuráherslu á tvöfalda atkvæðagreiðslu vegna umsóknar um Evrópusambandsaðild.  Taldi þetta ekki vera alvarlegt ágreiningsefni núverandi stjórnarflokka vegna áframhaldandi samstarfsSmile

Össur hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, nema síður væri.  Hefði alveg mátt taka pokann sinn fyrir þessar kosningar.  Ég var samt nokkuð sátt við hann í kvöld....svona lala sátt en þakka mínum sæla fyrir að hann lenti sunnanmegin miklubrautar á listaWink

Birgitta var fín, málefnaleg og yfirveguð.  Best fannst mér þegar hún sagði að ákvarðanir um stóriðjuáform ætti að leggja undir dóm þjóðarinnar.....þarna stakk hún ærlega upp í þá andstæðinga sína sem telja hana vera atvinnumótmælandaSmile

Ég missti alltaf þráðinn þegar fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar talaði, en fannst hann samt eiga ágætlega heima með Sjálfstæðismönnum....

Guðlaugur Þór er bara í vondum málum og mér fannst alltof langur tími fara í að ræða hans þjóðkunnu aðkomu að styrkjamálum.  Bara mitt mat.

Sá að Sigmari fannst gaman  á köflum.  Hann hefði þurft að upplifa stjórnmálafundina fyrir vestanWhistling


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð Samfylkingu!

Bjarni atkvæði!Það er gott að Bjarni vinur minn Harðarson er búinn að ná lendingu fyrir kjörfundinn mikla á laugardag.  Það er ég líka búin að gera en kemst ekki að sömu niðurstöðu og Bjarni.

Hann segir m.a.:

„Það er barnaskapur að ætla að það verði ekki reynt að halda hér áfram núverandi stjórnarsamstarfi og þá skiptir miklu máli að Vinstri grænir komi sem sterkastir að því borði, því að vilji Samfylkingarinnar til þess að setja Evrópusambandið á oddinn er ljós. En við höfum fengið skýr skilaboð í kosningabaráttunni frá forystumönnum Vinstri grænna, einkum Steingrími J. Sigfússyni, að flokkurinn muni ekki fallast á ESB aðild.“ 

Bjarna vil ég benda á að það getur enginn einn flokkur ákveðið eitt né neitt í þessu sambandi, því það er þjóðin sem mun hafa úrslitavaldið og til þess að þjóðin geti valið verða að liggja fyrir samningsdrög en ekki óljósar draugasögur og ályktanir með eða á móti fylkinga.

Sigrún atkvæði!Ég vona svo sannarlega að þessir tveir flokkar muni halda áfram samstarfi í ríkisstjórn eftir kosningar og að þessi mál verði til lykta leidd í sátt og samlyndi.

Mitt atkvæði hlýtur að vega jafn þungt og BjarnaTounge


mbl.is Bjarni Harðarson styður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal kjósa?

Samkvæmt þessu skiptir það mig litlu máli hvort Lýðræðishreyfingin er í framboðiWhistling

Þar sem ég er fylgjandi persónukjöri, þá get ég fullvissað ykkur um að VG myndi skora hærra hjá mér en hér kemur fram en mikið er ég fegin að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn lendir neðst hjá mér í þessari könnunSmile

Fyrir þá sem vilja spreyta sig er linkurinn hér.

Kosningakompás mbl.is - niðurstaða

Samsvörun svara þinna við svör flokkanna er sem hér segir:

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)

90%

Samfylkingin (S) 80%
Framsóknarflokkur (B) 74%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 68%
Lýðræðishreyfingin (P) 67%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)

65%

Sjálfstæðisflokkur (D) 53%

mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi vísitala er ekkert slor :)

Jæja við erum lent, komin heim í orðsins fyllstu merkinguSmile....Nú er það stofnvísitala þorsks sem skiptir sköpum.  Þurfum ekki lengur að hugsa um Dow Jones í Nasdaq...það er búið spilWink

Nú er bara að tryggja eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins.  Að stuðla að atvinnusköpun og hagkvæmri nýtingu fiskistofna.  Að uppfylla skilyrði um jafnan aðgang að veiðiheimildum og uppfylla þar með kröfur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.  Að auðvelda nýliðun í útgerð. Að tryggja þjóðhagslega hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Þjóðin á þessa auðlind, ekki LÍÚ kvótakarlar í Sjálfstæðisflokknum.  Þetta er sú vísitala sem mun ráða afkomu okkar sem þjóðar.  Þannig er það bara.

Af slori ertu komin að slori skaltu aftur verðaWhistling


mbl.is Vísbendingar um sterkan þorskstofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vel jafnaðarstefnu!

"Kjaraskerðing hjá opinberum starfsmönnum er þegar hafin, að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. Hún sagði að orð Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykjavík norður, um að fremur eigi að lækka laun opinberra starfsmanna en að fækka störfum, hitti BHM illa fyrir."

Auðvitað er forysta BHM kvíðin vegna væntanlegs niðurskurðar t.d. í heilbrigðiskerfinu, því það eru væntanlega félagsmenn innan þeirra raða, sem eru á ofurlaunum miðað við aðra sem starfa í þessum geira þar sem allir "hlekkir" eru jafn mikilvægir!

Miðað við það sem fulltrúar VG og Samfylkingar sögðu á ekki að fækka störfum í þessari þjónustu, heldur verða laun lækkuð í anda jafnaðarstefnu.  Það hlýtur að vera augljóst að ekki verða laun lækkuð hjá þeim hópum, sem hingað til hafa verið talin skammarlega lág í f.v. velferðarþjóðfélaginu Íslandi.  Fékk það reyndar staðfest á fundi trúnaðarmanna í heilbrigðisþjónustu með heilbrigðisráðherra í síðustu viku að ekki stæði til að lækka laun heilbrigðisstarfsmanna sem ekki næðu einhverri X upphæð....man ekki lengur hver upphæðin var því persónulega næði ég aldrei þeirri upphæð, þó ég stæði vaktir allan sólarhringinn!

Var annars að horfa á útsendingu RÚV frá kosningafundinum á Nasa, þar sem ég hafði misst af honum vegna vinnu minnar í gærkvöldi.

Ég var ánægð með báða fulltrúa ríkisstjórnarinnar og fannst þeir báðir málefnalegir. 

Illugi hefur ágætis talanda en talaði með lítilsvirðingu um þá 3 milljarða, sem hann telur að innheimtist með hátekjuskattiWoundering  Bendi honum á að þennan pening hefði verið hægt að nota til að stoppa upp í fjárlagagat ríkisspítalanna. 

Sigmundur vill ekki heldur hátekjuskatt, enda ekkert sérlega spenntur fyrir þingmannsdjobbinu.  Sumum finnst að hann hafi verið að tala sig "inn á" VG, en ég gat ekki betur séð en að atkvæði greitt honum kæmi Sjálfstæðisflokknum best...please, not again!

Ég elska húmorinn hans ÞráinsHeart

Karl er örugglega góður presturSmile

Ástþór, fæst orð bera minnsta ábyrgðFootinMouth

Finnst annars fyrirkomulagið á þessum sjónvarpsútsendingum hundleiðinlegt og þáttarstjórnendur bæði frekir og hlutdrægir.  Hvernig væri að þeir settu reglur í upphafi fundar um þann tíma sem frambjóðendum er ætlað?

 


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisendurskoðun sér bara....

Það sem henni er leyft að sjá, enda held ég að naflaskoðun væri vænlegri til árangursWhistling
mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband