Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

"Gegt kúl"

Kristrún Amelía gistir hjá ömmu sinni í nóttHeart.  Við höfum verið að spjalla, svona eins og gengur og það er allt "gegt kúl".  Fyrsta vikan í skólanum var "gegt kúl" og afmælisgjafirnar sömuleiðisCool.  Hún talaði við pabba sinn, sem er staddur í Englandi í gegnum Skypið hjá mér og það var sko "GEGT KÚL".  Hún var ekki komin með þennan frasa síðast þegar við spjölluðum saman, svo ég spurði hana hvað þetta "gegt kúl" þýddiFootinMouth.

Jú sko, "gegt" þýðir geðveikt amma mín og geðveikt þýðir....eitthvað rosalega flott!Whistling og þú veist nú alveg hvað kúl þýðir, það er svo gamaltUndecided.

Tungumálið er víst í sífelldri þróun og það er gleðilegt að geðveikin er búin að fá svona jákvæðan stimpil, það hlýtur að auðvelda allt starf gegn fordómum á þessum misskilda sjúkdómi Wink.

Kristrún Amelía er "gegt kúl" að mínu matiHalo

 

gegt_kul_655550.jpg


"'Óð" gamalmenni???

Eins og ég hef margoft fjallað um starfa ég á sambýli fyrir fólk með heilabilunar sjúkdóma.  Algengasta sjúkdómsgreiningin hjá mínum skjólstæðingum er Alzheimer eða aðrar heilaskemmdir.

Sunnudagskvöldið síðasta sátum við, ég og samstarfskona mín í stofu heimilisins ásamt skjólstæðingum og  horfðum á sjónvarpsfréttir stöðvar 2 þegar hinn annars ágæti fréttamaður Sigmundur Ernir tilkynnti okkur að fyrrverandi forsætisráðherra Englands væri orðin "elliær" eins og sjá má hér.

Mér var brugðið og þannig var um fleiri í stofunni okkar, ekki vegna innihalds fréttarinnar, heldur lýsingarorðsins, sem notað var af þessu tilefni, sumir skjólstæðinga minna eru nefnilega meðvitaðir um eigið ástand. 

Samkvæmt hinu breska  Telegraph er ástand Margrétar Thatcher afleiðing endurtekinna heilablæðinga, sem hafa skaðað heilastarfsemi hennar.

Lýsingarorðið "elliær" er afar neikvætt orð, sem ætti ekki að nota undir neinum kringumstæðum, þegar fjallað er um fólk með heilabilunarsjúkdóma.  Það verður enginn "ær" (óður) vegna elli og það þarf ekki háan aldur til að hljóta sömu örlög og Margrét Thatcher.

"Járnfrúin" var ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þegar hún var forsætisráðherra og á þeim tíma hef ég eflaust notað nokkur neikvæð lýsingarorð um hana og hennar ákvarðanir en í dag er hún sjúklingur, sem á skilið nærgætni og góða umönnun.

Það er kannski kaldhæðni örlagana að heilbrigðis- og félagsþjónusta varð útundan í breskri stjórnsýslu undir stjórn Margrétar Thatcher. 

Hvernig væri að íslenskir stjórnmálamenn áttuðu sig á því að engin er óhultur, þegar kemur að heilabilunarsjúkdómum eins og dæmin sanna.  Ronald Reagan, fv. forseti Bandaríkjanna og Margaret Thatcher, fv. forsætisráðherra Bretlands, voru um tíma valdamesta fólk í heiminum, en þau gleymdu bæði á sínum valdatíma að efla heilbrigðisþjónustu sinna landa.  Örlög þeirra beggja var einn erfiðasti sjúkdómur sem hægt er að hugsa sér, heilabilun. 

Það er svo sannarlega of seint í rassinn gripið að ætla að berjast fyrir úrbótum í heilbrigðisþjónustunni ef viðkomandi verður heilabilun að bráð. 

Ég vil enda þennan pistil á því að fara fram á það við fréttamenn og aðra þá sem fjalla um sjúkdóma á opinberum vettvangi að vanda orðaval sitt og nota rétta sjúkdómsgreiningu í umfjöllun sinni.  Ég efast um að Sigmundur Ernir myndi nota orðið "elliær" um nákominn ættingja með heilabilunarsjúkdóm á borð við Alzheimer.


Amma í 8 ár!

Í dag eru 8 ár síðan ég varð amma í fyrsta sinn.  Þann 25. ágúst árið 2000 fæddist frumburður eldri sonar míns Jóns Erics.  Yndisleg, heilbrigð og yndisfríð stúlka, sem hlaut nafnið Kristrún  Amelía:

kristrun_i_rau_um_kjol.jpgHún bræddi hjörtu allra sem að henni stóðu og gerir enn.  Hún er fjörkálfur þessi fallega stelpa og hefur einstakt lag á því að koma tilfinningaflæði undirritaðrar ömmu sinnar á fulla ferðInLove.

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristrún 2008   NínaVegna aðstæðna, er hún það ömmubarn, sem oftast og lengst dvelur hjá mér.  Við höfum átt margar gæðastundir og 2x höfum við  ferðast saman í sæluferðir á mínar æskustöðvar.  Ógleymanlegar ferðir, sem gefa okkur báðum mikiðInLove

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                 

Gitta megavinkona!Gitta vinkona fékk Kristrúnu Amelíu í afmælisgjöfWizard.  Ef eitthvað er að marka stjörnukortin er ömmustelpan mín í góðum málumHeart.

Elsku Gitta mín til hamingju með afmælið þitt og njóttu dagsinsInLove.

 

 

 

kristrun_og_palmi_or_651169.jpgKristrún Amelíaer afar góð stóra systir og hér er hún á mynd með litla bróður sínum Pálma Þór, sem er 3ja ára síðan í júlíHeart

 

 

 

 

 

 

 

 

Sætar systur!Og hér er hún með litlu systur, Ericu Ósk 1 árs, sem dýrkar hana og dáirInLove

 

 

 

 

 

 

Elsku Kristrún Amelía, innilega til hamingju með 8 ára afmælið og ég vona að lífsgangan verði þér gjöful og góðHeart.

Ég elska þig kæra barnInLove 

 

kristrun_i_lit_650838.jpg

 


Strákarnir okkar!

Til hamingju ÍslandWizardWizard

2. sætið á Ólympíuleikum er STÓRSIGUR.  Ég er stolt af "strákunum okkar" og finnst þeir frábærir íþróttamenn og flottar fyrirmyndir, allir sem einnHeart.

Spánverjar voru í skýjunum með 3. sætið, gátu varla hætt að fagna þegar þeir stigu á sinn pall, þeir voru semsagt þakklátir og sáttirWhistling.

Frakkar vissu að þeir þyrftu á öllu sínu að halda til að ná sínu markmiði........þeir þurftu að vinna "strákana okkar" og þeim tókst það.  Ég óska þeim til hamingju með þaðWizard.

Auðvitað hefði verið gaman að fá gullið, en silfrið er okkar og við getum svo sannarlega fagnað og tekið á móti "strákunum okkar", sem þjóðhetjum þegar þeir koma heimWizard.

silfurli_i.jpg

Ísland er "stórasta" land í heimi á handboltasviðinuWhistling

 


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík, sandkassi pólitíkusa!

hanna_birna.jpgJæja, þá er kominn borgarstjóri nr. 4 í frk. Reykjavíkurborg.  Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk keflið afhent í "virðulegri" athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.

Það er langt síðan ég hef fylgst svona náið með framgangi á pólitískum vettvangi eins og ég gerði í morgun.  Hlustaði á "útvarp Ráðhús" og setti mig í JC dómnefndargírinn.

Öðruvísi taldi ég mér ekki fært að hlusta, því pólitískar ræður hafa ekki lengur neitt vægi í mínum huga, allt sama rugliðFrown.

Ræðustíll var ágætur hjá flestum ræðumanna:

Ólafur F., of bitur.  Tel að hann sé búinn í pólitíkWoundering

Dagur, góð framsögn, innihald að mestu sagan hingað til, sem menn eru beðnir um að muna og það mun ég geraSmile.

Svandís, sköruleg að vanda, besti ræðumaðurinn að mínu matiSmile. Svandís og Dagur hljóta þó bæði að hugsa til baka til þess tíma, sem þau dásömuðu fulltrúa Framsóknarflokks í borgarstjórn og nýttu sér meinta valdagræðgi þess flokksErrm.

Óskar, betri ræðumaður en ég átti von á en innihaldið lýsti frekar örvæntingarfullum tilraunum framsóknarmanna til að komast aftur til áhrifa.  Sé nú í anda að hann verði tekinn í dýrlingatölu valdsjúkra framsóknarmannaFrown.  (opinbert innanbúðarleyndarmál: Siv bíður á hliðarlínunni).

Hanna Birna, góður ræðumaður.  Innihaldið kom mér skemmtilega á óvartSmile,  mjög "landsföðurleg" og rétti fram sáttarhönd til hægri og vinstriSmile.  Ég óska Hönnu Birnu til hamingju með embættið og vona að hún muni starfa í þeim anda, sem ræða hennar boðaðiJoyful.

Það skal að lokum tekið fram að ég er löngu hætt að taka mark á fagurgala stjórnmálamannaErrm og skil því ekki hvernig ég gat eytt dýrmætum frítíma í þetta en mér til afsökunar get ég upplýst að mér féll ekki verk úr hendi á meðan ræður voru fluttar....ég þreif eldhúsið hátt og lágt og m.a.s. ruslaskápurinn var tekinn ærlega í gegn!Whistling

 


mbl.is Hanna Birna kjörin borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sláturtíð á enda.....í bili!

marsibil_saemundardottir.jpgMarsibil Sæmundardóttir, var sum sé síðasta hindruninW00t.  Mikill var þinn máttur Marsibil og til hamingju með að standa með eigin sannfæringu!  Gangi þér vel að verjast  baknaginu, sem Framsóknarmenn kunna svo velWink.

Fram undan er "beinn og breiður vegur".  Hnífar hafa verið slíðraðir, aftökulistar tæmdir og Óskar Bergsson sér fram á átakalaust ævikvöld í pólitíkTounge:

Þetta er frekar arfleifð sem ég sit uppi með heldur en eitthvað sem er að koma upp skyndilega núna,“ sagði Óskar. „Ég lít svo á að með þessari úrsögn sé þessum átökum lokið og að Framsóknarflokkurinn taki nú höndum saman og vinni sig upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í.“

Óskar Bergsson, hefur væntanlega ekki tekið þátt í þeim átökum, sem hann vísar í og hvítþvær á sér botninn af þeirri "arfleið"og átökum, sem hann sat uppi meðHalo.

Af gefnu tilefni, skal upplýst að "dagbókarfærslur" fyrrverandi framsóknarmanna verða birtar að þeim látnumHaloWhistling


mbl.is Endalok átaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó borg, mín borg......

Til hamingju með daginn frk. Reykjavík.  Ekki ertu gömul miðað við flestar aðrar höfuðborgir og vaxtaverkir eru slæmir.  Baráttan um þig, afmælisbarnið, er illvíg og óheiðarleg.  Þú átt svo miklu betra skilið.

Ég sendi kjörnum fulltrúum þínum 1 stk. heilræðavísu eftir Hallgrím Pétursson:

Hugsa um það helzt og fremst,

sem heiðurinn má næra.

Aldrei sá til æru kemst,

sem ekkert gott vill læra.

banditar_borgarinnar_643228.jpg


mbl.is Til hamingju með afmælið, Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennufíklar?

Reykvíkingum verður áfram haldið í spennitreyju.  Ég get ekki fallist á að áframhaldandi "spenna" um það hverjir verða við stjórnvölinn í borginni okkar út þetta kjörtímabil hafi eitthvað með "hagsmuni borgarbúa" að gera.

Valdagræðgi hefur farið illa með margan stjórnmálamanninn og nú er svo komið að Hollywoodmenn með Bruce Willis í fararbroddi,  hafa fylgst "spenntir" með skúespilinu hjá Reykjavíkurborg.  Mér er sagt að þeir hafi ákveðið að  að hefja framleiðslu á "spennumynd", sem verður nokkurskonar framhald af "Sjötta skilningarvitinu"!  Vinnuheiti myndarinnar er: Háspenna - lífshætta" er líf handan pólitíkur?W00t.

mi_illinn.jpg

Eru ekki allir að farast úr "spennu", vegna væntanlegra mannabreytinga í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar í fjórða skiptið á þessu hálfnaða kjörtímabili? Whistling

Ég ætla að skreppa úr bænum um helgina, það verður "spennandi" að sjá hvernig staðan verður þegar ég kem til bakaPinch.


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli skans

Það er sagt að fæst orð beri minnsta ábyrgð.  Það hvarflar varla að nokkrum manni að borgarfulltrúar ætli að venda kvæði sínu í kross og fara að sýna ábyrgðWoundering.

Við erum að hugsa um að æfa dansinn við þetta lag í vinnunni minni í kvöldSmile 

Óli skans, Óli skans,
Ógnar vesalingur.
Vala hans, Vala hans
Veit nú hvað hún syngur
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.
 

Óli er mjór, Óli er mjór,
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór,
Vala er eins og risi,
Óli, Óli, Óli skans.
- Sjá hvað þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.
 

- Þú ert naut, þú ert naut,
þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

 

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið á Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.  

Tekið úr bókinni Segðu það góðum börnum eftir Stefán Jónsson.


mbl.is Borgarfulltrúar segja fátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband