Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
11.8.2008 | 21:59
Kjararáð finnur falin fjársjóð!
Ég held ég þurfi að taka það til athugunar hvort ég taki næturvaktir hér eftir. Er ekki alveg að meika þetta. Hef að mestu legið eins og slytti í sófanum eftir að ég vaknaði í dag og er strax farin að kvíða kvíða því að þurfa að vakna fyrir morgunvakt í fyrramálið
.
Ég veit að samkvæmt kjarasamningum má ég frábiðja mér þetta næturbrölt (er orðin svo aldin), en samkvæmt launaseðli væri það ekki skynsamlegt
.
Undanfarna mánuði hafa hinar ýmsu fagstéttir heilbrigðiskerfisins staðið í kjarabaráttu. Með herkjum og yfirvofandi neyðarástandi á sjúkrastofnunum náðu hjúkrunarfræðingar 14% launahækkun umfram það sem aðrir höfðu samið um á undan þeim. Skilst reyndar að hj.fr. hafi þurft að "selja" áður unnin réttindi í býttum fyrir þessa kökusneið.
Ljósmæður eru þessa stundina að greiða atkvæði um hvort þær fari í verkfallsaðgerðir og mjög margar þeirra hafa sagt störfum sínum lausum. Ég styð þær fullkomlega í sínum launakröfum.
En það þurfa ekki allir að berjast með kjafti og klóm innan heilbrigðiskerfisins til að fá laun sín leiðrétt og það er ljúft að vita að sumir telja heilbrigðiskerfið í stakk búið að borga "mannsæmandi" laun.
Þann 1. september verður ráðinn nýr forstjóri Landspítala. Ekki veit ég hvaða töframanneskja hlýtur hnossið en það er auðséð að "töfrar" hafa verið notaðir á kjararáð, sem samþykkir kr. 1.618.56 í mánaðarlaun eða 25% hækkun frá launum fyrri forstjóra, án þess farið hafi verið í "launakröfuaðgerðir" svo ég viti.
Kamarinn á myndinni er í boði fjármála- og heilbrigðisráðherra: Stjórnendur noti efri hæð og almennir starfsmenn þá neðri
Ég mæli með því að kjararáð ákveði launakjör allra heilbrigðisstétta hér eftir .
![]() |
Laun forstjóra Landspítala hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.8.2008 | 14:52
Veruleikafirring og raunveruleiki.
Árshlutauppgjör bankanna slær ekki á mínar áhyggjur. Ég hef áhyggjur af unga fólkinu, sem heldur þessum bönkum á floti með okurvöxtum og yfirdráttarheimildum. Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtum stjórnmálamönnum, sem sjá ekki fram fyrir tærnar á sér og komast upp með allskonar rugl, bull og vitleysu.
Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtum Ögmundi Jónassyni, verkalýðsfrömuði með meiru, sem heldur að bankastjórar, munu bara upp á sitt einsdæmi, lækka við sig laun og selja drossíur, bara af því honum finnst að þeir eigi að gera það.
Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtu Samfylkingarfólki, sem heldur að fólk í umönnunar og uppeldisstéttum verði búið að gleyma þeirra fallegu loforðum fyrir síðustu alþingiskosningar, þegar kemur að næstu kosningum.
Ég hef m.a.s. áhyggjur af veruleikafirrtum sjálfstæðismönnum, sem halda að það sé þeim til framdráttar að verja veruleikafirrtan borgarstjóra.
Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtum ráðherrum, sem höfðu svo miklar áhyggjur af afkomu bankanna að þau tóku erlent lán, til að bjarga þeim ef illa færi. Kannski á eftir að fara illa fyrir blessuðum bönkunum, þegar almenningur getur ekki lengur staðið í skilum
, en væri þá ekki betra að nota þessa peninga til að hjálpa viðskiptavinunum og slá þannig tvær flugur út af borðinu með einu "höggi"?
Í dag hef ég samt mestar áhyggjur af ungri ekkju með 3 börn á skólaaldri af því ég þekki þau persónulega. Ætli veruleikafirrtir stjórnmálamenn- eða verkalýðsfrömuðir deili með mér þeim áhyggjum? Held ekki
.
Veruleikafirring er hinn íslenski raunveruleiki....kannski er bara best að vera ekkert með áhyggjur af því.
Best að drifa sig í vinnuna og kljást þar við "ískaldan" raunveruleika heilabilunar.
![]() |
Uppgjör bankanna slá á áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson