Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 12:28
Góða veislu gjöra skal....
Það hefur mikið og margt verið fjallað um afmælisveislur útrásargæjanna á undanförnum árum og sitt sýndist hverjum. Aðfluttir gamlir popptónlistamenn voru t.d. fengnir til að troða upp og hinum nýríku (allt á lánum vitum við núna) var hampað á síðum Séð og heyrt, svo þetta færi nú örugglega ekki fram hjá þjóðinni/skrílnum.
Ég var ekkert betri en þessir veruleikafirrtu gervimillar, því þegar ég varð 50 ára fyrir einhverjum árum, lét ég Reykjavíkurborg um að halda mér veislu.
Veislan var haldin á Austurvelli, kveikt var á Óslóartrénu, jólasveinar tróðu upp og borgarstjórinn hélt ræðu. Nokkur hundruð Reykvíkinga mættu í veisluna, og þessir veislugestir gerðu sér enga grein fyrir því að þau voru að borga veisluna mína.
Ég bara mætti með sonardóttur minni, þá 2ja ára og við skemmtum okkur konunglega á kostnað borgarbúa og horfðum á þegar afmælisgjöfin mín frá Óslóarbúum var tendruð.
Ég þekkti ekki marga af þessum afmælisgestum mínum en ég man að þarna hitti ég aftur gamla æskuvinkonu mína sem hafði haldið upp á 50 ára afmælið sitt þann 20 janúar þetta ár. Kolla Högna viðurkenndi að hennar afmælisveisla hafi verið minni í sniðum.
Ég óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með þessi flottu veisluhöld og vona að þeir njóti þeirra eins vel og ég og mínir gestir á sínum tíma. Það er samt frekar táknrænt að Grýla mæti í ár.
Vissuð þið að það var árið 1952, sem Óslóarbúar gáfu okkur fyrsta Austurvallartréð? Þessi hefð er semsagt jafngömul mér
Grýla prýðir Óslóartréð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.11.2008 | 00:52
Okkar aðgerðir munu líka virka....sjáið bara til :=)
Þau hafa sennilega áttað sig á því að föstudags blaðamannafundirnir voru ekki að virka eins og til var ætlast Alltaf fjölgaði á Austurvelli á laugardags mótmælunum, þrátt fyrir eða einfaldlega vegna föstudags "dúsanna".
Nú boða þeir aðgerðaáætlun eftir helgi....kannski á lýðveldisdaginn, hver veit? En kæru "landsfeður/mæður" 1. des er líka upptekinn, því þá verður haldinn Þjóðfundur á Arnarhóli...stutt í stjórnarráð og stutt í Svörtuloft....meira um það síðar
Í dag, laugardaginn 29. nóvember verður að venju haldinn mótmælafundur á Austurvelli kl. 15:00 undir faglegri stjórn Harðar Torfasonar.
Frummælendur á fundinum í dag verða:
Kristín Tómasdóttir, frístundaráðgjafi
Stefán Jónsson, leikstjóri
Illugi Jökulsson, rithöfundur
Stöndum saman í kröfu okkar um breytt og betra samfélag. Spillingarliðið burt, hvar í flokki sem það stendur!
Aðgerðir kynntar eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.11.2008 | 15:01
Hvað með.........allt hitt Björgvin?
Hvað með greiðsluaðlögun viðskiptavina ríkisbankanna? Hvað með afnám verðtrygginga á lán? Hvað með íbúðareigendur, sem missa eignir sínar til bankanna? Nú er lag Björgvin....hlusta á Jóhönnu....áður en þú missir vinnuna þína.
Vinnuhelgar törn að byrja hjá mér en ég minni á mótmælafundinn á Austurvelli kl. 15:00 á morgun, laugardaginn 29. nóvember!
Viðskiptaráðherra hefur lagt línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2008 | 16:38
Trúnaðarbrestur!
Ég vil nú meina að trúnaðurinn milli launþega og verkalýðsforystu fari líka minnkandi. Ég hef aldrei skilið verkalýðsforystu sem leggur fram kröfugerð fyrir sína umbjóðendur, sem fela í sér kjör undir framfærslukostnaði.
Hefur verkalýðsforystan einhvertíma rannsakað og skilgreint, hvað dugir til lágmarksframfærslu? Það getur varla verið, þar sem lægstu heildarlaun, sem þeir hafa samið um fyrir sitt fólk nær ekki kr. 140.000.- pr. mán. Hvað er eftir til framfærslu af þessum launum, þegar teknir hafa verið skattar og önnur lögbundin gjöld?
Gylfi, forseti, vill ekki heldur hrófla við verðtryggingunni, hann telur sig vera að passa lífeyrissjóðinn okkar....svona eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa gert með setu í stjórnum sjóðanna, sem þrátt fyrir það hafa rýrnað heil ósköp.
Ætli Gylfi, hagfræðingur hafi reiknað út, hvað verður mikið tap fyrir lífeyrissjóðina, ef þorri ungs fólks flytur úr landi með sínar fjölskyldur, m.a. vegna verðtryggðra lána, sem gerir þeim ekki kleyft að eiga hér húsnæði?
Nýja Ísland, þarf ekki bara nýja ríkisstjórn, heldur líka nýja hugsun hjá forystu launþegahreyfingarinnar.
Helgi Hóseasson er minn maður! Hann var löngu búin að sjá sannleikan á gamla Íslandi.
Kosningar eru hættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.11.2008 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.11.2008 | 14:03
Mínir menn!
Bræðurnir af Hlíðarveginum á Suðureyri, Óðinn og Diddi hafa margoft látið að sér kveða í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Diddi (Kristinn Gestsson), skipstjóri á Þerney RE 101, hefur á markvissan hátt gagnrýnt bæði Hafró og LÍÚ. Það sá ég þegar ég googlaði nafn hans og titil. Hann hefur talað fyrir fiskifræði sjómannsins, sem að mínu mati hefur fengið allt of litla athygli, vísindamanna, sem og útgerðarmanna.
Á meðfylgjandi mynd er Diddi að halda ræðu á einhverju landsambandsþingi LÍÚ, sem fékk víst verðskuldaða athygli.
Litli (en samt stærri) bróðir hans, Óðinn Gestsson, rekur fiskvinnslufyrirtækið Íslandssögu á Suðureyri. Hann hefur staðið þar í stafni í mörg ár og barist við óþolandi rekstrarumhverfi fiskvinnslunnar í landinu.
Vonandi verða þessir bræður í fararbroddi þegar næsti kafli Íslandssögunnar verður skrifaður. Ég treysti þeirra innsæi og dugnaði, samhygð og réttlæti.
Ísland á fullt af svona góðum sonum og dætrum, svo núverandi stjórnvöld geta óhikað stigið af valdastóli og gefið öðrum svigrúm til að spreyta sig á verkefninu: Nýja Ísland.
Diddi minn, ég er hreykin af þér og skipshöfn þinni á Þerney RE 101...en ég er ekkert hissa
Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.11.2008 | 14:54
Trúverðugleiki er það sem við þurfum.
Ég held að Steingrímur J. sé að "lesa" þjóðina sína rétt. Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts og hefur almenning ekki með sér.
Svo er haft eftir honum:
".........lagði Steingrímur áherslu á að ný ríkisstjórn og ný andlit verði að leiða uppbyggingarstarfsemina. Þjóðin treysti ekki þeim sem komu henni á kaldan klaka til að gera það".
Ég er honum hjartanlega sammála, en ég er ekki viss um að hann skynji að það sem mörg okkar vilja er að allur núverandi þingheimur stigi til hliðar og að skipuð verði utanþingsstjórn.
Kannski vantrauststillagan sé fyrsta skrefið í þá átt.....en ég er ekki viss
Ég hef sagt það áður og segi það enn:
Ég lýsi vantrausti á allan þingheim og vil utanþingstjórn sem fyrst, öðruvísi getum við ekki byggt upp réttlátt þjóðfélag með breyttum formerkjum.
Það fólk sem nú situr á alþingi, var kosið þangað í allt öðru umhverfi en við erum að upplifa núna. Þau þurfa flest að kúvenda sínum fyrri skoðunum og kokgleypa margt af því sem þau hafa áður sagt. Það verður aldrei trúverðugt.
Ég vil samt kosningar.......þegar utanþingstjórnin hefur "tekið til"
Hefur almenning ekki með sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.11.2008 | 21:37
Afmæli og piparkökumálun.
Pabbi minn Jón Valdemarsson fæddist í Súgandafirði 23. nóvember 1915. Hann var fjórði í röðinni af börnum föður síns Valdemars Örnólfssonar, en elstur af 5 börnum ömmu minnar Guðrúnar Sveinbjörsdóttur og Valdemars afa.
7 ára gamall fór hann í nokkurs konar fóstur að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði og var þar fyrst í 7 ár, en fór síðan aftur þangað sem vinnumaður, þegar hann var orðin eldri. Súgandafjörðurinn var samt alltaf hans heimabyggð og þar átti hann alltaf sitt heimili og stundaði sín störf. Fyrst sem verkamaður en síðar sem verslunar og skrifstofumaður.
Pabbi var hrjúfur maður á yfirborðinu en í raun var hann ljúfmenni, sem ekkert aumt mátti sjá. Ég er yngst of okkur systkinunum 5 og fékk oft að heyra að ég væri dekurbarn og að allt væri látið eftir mér. Þetta er alls ekki rétt, því fékk sko ekkert allt......kannski flest, en alls ekki allt.
Ég man t.d. eftir Philips segulbandstækinu....þið munið þetta í töskunni, sem hægt var að ganga með um allt og maður gat endurspilað Lög unga fólksins hvar sem maður var staddur, í tjaldútilegum eða bara á spássitúrum um eyrina. Mig langaði í svoleiðis...Ásta vinkona átti eitt, fékk það örugglega í afmælisgjöf í September eitt árið, en ég talaði fyrir daufum eyrum. Ég á afmæli í Desember og þrátt fyrir neitun, lét ég mig dreyma.
Ekki kom tækið á afmælinu en í jólapakkanum þetta árið var stórt og flott 6 rása tekk segulbandstæki.....ekki alveg það sem mig dreymdi um, en ég komst náttúrulega að því seinna að bræður mína, sem þá voru í hljómsveitar- og músik pælingum bráðvantaði alvöru "upptökutæki" og töluðu því pabba inn á þessa gjöf fyrir mig....... Eftir að ég var komin með bílpróf notuðu þeir sér þessa eftirlátsemi pabba við mig; Ertu ekki til í að lána Sigrúnu bílinn til að skutla okkur á ball?
Ég er löngu búin að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég var "dekurbarn".....en ég hefði nú ekki haft gott af því að vita það þá. Á myndinni hér að ofan er hann með yngri syni mínum Ómari Daníel um jólin árið 2000, fyrstu jólin eftir að mamma mín Guðjóna Albertsdóttir lést.
Pabbi minn hefði orðið 93 ára í dag, ef hann væri á lífi. Hann lést þann 4. júlí 2002. Ég var blessuð með hann sem föður.
Í dag fór ég með barnabörnunum mínum Kristrúnu Amelíu og Róberti Skúla í langþráð piparkökumálunar boð hjá Vilmundi vini mínum og mömmu hans, Önnu. Langþráð segi ég, því það eru komnir nokkrir mánuðir síðan okkur var boðið. Boðið stóð undir væntingum, margt um manninn og mikið fjör. Skv. talningu Kristrúnar Amelíu voru "listamennirnir" 12 talsins og svo ábyggilega 12 fullorðnir, sem gerðu nú lítið annað en tala saman
Ég er komin með svona hálfgerða "aukaaðild" að þessari frábæru fjölskyldu og barnabörnunum mínum finnst það nú ekki leiðinlegt.....því þau skemmtu sér konunglega
Hér kemur svo ein yfirlitsmynd yfir "listamanna" borðið og áhuginn leynir sér ekki, enda var afraksturinn á við flotta myndlistarsýningu
Anna og fjölskylda, takk fyrir frábæran dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.11.2008 | 11:03
0,0% stuðningur v/Austurvöll.
Ef hringt hefði verið í alla símana, sem voru í veskjum eða vösum mótmælenda á Austurvelli í gær, hefði stuðningur við ríkisstjórn verið 0,0%. Á Austurvelli voru þúsundir manna.....veit ekki hversu margar þúsundir en alla vega mun fleiri en þau 6 - 8 þúsund, sem voru þar um síðustu helgi.
Nú er hætt að birta "opinberar" tölur, það þykir ekki henta yfirvöldum.
Fréttablaðið hringdi í 800 manns og af þeim sem svöruðu sögðust 31,6% styðja ríkisstjórnina....mér finnst það frekar lélegt, svona miðað við það að það var bara hringt í fólk, sem ekki sá ástæðu til að vera úti að mótmæla....ok, það eiga ekki allir heimangengt á mótmæli, t.d. vegna fjarlægðar.
Auðvitað sáu fjölmiðlar meiri ástæðu til að sýna frá róstusömum mótmælum við lögreglustöðina við Hlemm, þar sem nokkur hundruð manns söfnuðust saman, en mörg þúsund manna mótmælin fengu þó sinn skerf, sem er skref í rétta átt.
Meðfylgjandi myndum "nappaði" ég af síðu Láru Hönnu bloggvinkonu:
Í kvöld mun ég síðan hafa smá fjölskyldufærslu, þar sem 23. nóvember var afmælisdagur pabba míns. Er annars að fara með barnabörn í piparköku - málunar partý og er því ekki til setunnar boðið
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.11.2008 | 13:06
Mótmæli við Austurvöll kl. 15:00 í dag!
Alveg er það merkilegt þetta "fréttamat" blaðamanna! Ég hélt að ungir jafnaðarmenn ætluðu að vera á flokkstjórnarfundi Ingibjargar Sólrúnar í dag og leggja áherslu á lýðræðið!
Stærsti blaðamannafundur lýðveldisins, sem haldinn hefur verið til þessa verður á Austurvelli í dag og ég hef verið að bíða eftir fréttatilkynningu þess efnis.
Fann þessa tilkynningu inn hjá Herði Torfa:
Mótmæli á Austurvelli klukkan 15.00, laugardaginn 22. nóvember 2008
Frá 11. október hefur hópur fólks, sem kallar sig Raddir Fólksins, staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli vegna þess ástands sem skapast hefur í þjóðfélaginu. Yfirskrift fundanna hefur verið "Breiðfylking gegn ástandinu ". Hópurinn, sem hefur einnig það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd, hefur fengi til liðs við sig ræðumenn sem víðast að og hvatt alla til að mæta á fundina.
Á undan fundinum á laugardag munu Lúðrasveit Íslands leika ættjarðarlög og Hjalti Rögnvaldsson, leikari, lesa baráttuljóð.
Ræðumenn:
Sindri Viðarsson, sagnfræðinemi
Katrín Oddsdóttir, laganemi
Gerður Pálma, atvinnurekandi frá Hollandi
Fundarstjóri Hörður Torfason
RADDIR FÓLKSINS
Styrktarlína hjá BYR 1132-05-41500
Mbl.is verður vonandi á staðnum
Sjáumst!
Boðið að kasta krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.11.2008 | 22:20
Fastir liðir eins og venjulega....
Ég setti mig í stellingar til að hlusta á fasta liði eins og venjulega. Blaðamannafundir stjórnarforystunnar eru orðnir fyrirsjáanlegir bæði hvað tímasetningu varðar og eins er umræðuefninu ætlað að slá á þessa hvimleiðu ólgu sem brýst fram í "skrílnum á laugardögum. Ég lagðist semsagt í sófann, beið átekta en var steinsofnuð áður en Geir sagði "velkomin".....eða er það ekki þannig sem hann byrjar þessa fundi.
Eftir að hafa skannað netmiðlana sé ég að "dúsan" er ekki alveg að gera sig og "skríllinn" mun fjölmenna sem aldrei fyrr á Austurvöll á morgun og mótmæla ríkjandi stjórn og heimta nýtt stjórnarfar. Geir fer fram á launalækkun frá kjararáði, þessu sama kjararáði og hækkaði launin hans fyrir örfáum vikum síðan.....kannski sú launahækkun hafi verið ákveðin með tilliti til óska forsætisráðherra um launalækkun.
Eftirlaunaósóminn kominn á dagskrá. Gott mál. En of seint, og of litlu á að breyta. Þegar utanþingsstjórnin mín kemst á koppinn innan örfárra vikna mun hún afskrifa eftirlaunaósóman með öllu og þingmenn og aðrir forréttindahópar hjá ríkinu munu þurfa að sætta sig við sömu lífeyrisréttindi og aðrir ríkisstarfsmenn......og hana nú.
Bróðurdóttir mín Björg Sveinbjörnsdóttir er búsett á Spáni í vetur, þar sem hún stundar nám. Með henni í för er sonur hennar Darri Kristjánsson. Ef Björg væri hér heima, myndi hún örugglega mæta með mér á Austurvöll, hún fékk nefnilega "skrílsgenin" bæði úr móður og föðurætt. En þar sem hún er fjarri "vígstöðvunum" sendir hún okkur baráttukveðjur:
http://www.reverbnation.com/tunepak/907841
Mætum á Austurvöll á morgun, laugardaginn 22. nóvember kl. 15:00.....Mótmælafundur....fastir liðir eins og venjulega....vér mótmælum allir! Sjáumst
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.11.2008 kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson