Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
21.11.2008 | 14:56
Dream on!
Vantrauststillagan frá stjórnarandstöðunni er góð svo langt sem hún nær. Ég á síður von á því að hún verði samþykkt....en það kemur væntanlega í ljós....ef þingheimur fær hana til afgreiðslu.
Ég lýsi vantrausti á allan þingheim og vil utanþingstjórn sem fyrst, öðruvísi getum við ekki byggt upp réttlátt þjóðfélag með breyttum formerkjum.
Fram hafa komið ýmsar góðar tillögur frá "skrílnum" í bloggheimum um hvernig þannig stjórn geti litið út og get ég tekið undir margar af þeim tillögum, hjá rannveigh er t.d. ágætis umræða og tillögur um hvernig svona stjórn gæti litið út.
Utanþingstjórn þarf að starfa það lengi að stjórnmálaflokkarnir fái tíma til að íhuga sín mál, taka til hjá sér og átta sig á því að þjóðin vill alvöru lýðræði og heiðarlegt fólk. Froðusnakk og óheilindi eiga ekki lengur upp á pallborðið hjá almenningi í landinu.
Dagdraumar eiga það til að rætast.....ef við einbeitum okkur að því að láta þá verða að veruleika
The Monkees létu sig líka dreyma:
![]() |
Vantrauststillaga komin fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.11.2008 | 14:15
Það er stundum sagt að vika...
....sé langur tími í pólitík!
Geir Haarde, hafði þetta að segja þann 24. september 2008:
.....svo hrundu þessir bankar, sem að áliti Geirs voru "in prittý gúd sheip" innan 2ja vikna frá þessum töluðu orðum
Þessi pólitíska vika er orðin að 10 vikum.
Hefur einhver heyrt talað um "þrumu úr heiðskýru lofti"?
Og hvenær var það aftur, sem Ingibjörg Sólrún lofaði að afnema "eftirlaunaósómann"?
Bloggar | Breytt 21.11.2008 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.11.2008 | 12:01
Að lesa hug þjóðarinnar......
hefur ekki verið forgangsatriði framsóknarmanna. Það höfum við séð svo oft í gegnum tíðina. Að vera "hækja" sjálfstæðismanna virðist vera draumur sumra þeirra enn þann dag í dag
Við sitjum hér og horfum upp á ríkisstjórnarflokkana berja hvorn annan í beinni útsendingu, í alvarlegu máli, sagði Siv. Sagðist hún vorkenna forsætisráðherra, sem reyndi að standa vaktina, og bætti við að hún hefði ekki lyst á að taka aftur til máls um þetta hneyksli".
Já, já, "greyið Geir"
En ég tek undir með Helga Hjörvar:
"Það hlýtur að vera forsenda fyrir því að veita Seðlabankanum fé að ekki sé sama stjórn yfir honum og keyrði hann í þrot. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag í umræðum um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og áréttaði að meirihluti væri fyrir því á Alþingi að koma á faglegri yfirstjórn bankans".
En Helgi, er þá ekki tilvalið að láta þingið kjósa um þetta?
P.s. Svo væri náttúrulega tilvalið að kjósa eftirlaunaósóman út af borðinu...og koma svo
![]() |
Nýja Seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2008 | 15:12
Þarf ekki að breyta fleiri lögum?
Nú eru stjórnarliðar í kapphlaupi við tímann. Mér finnst þetta eiginlega grátlega fyndið. Davíð talaði í 1 klst. í gær......og það er tekið mark á hans orðum
"En sjá menn þá í þessari sameiningu tækifæri til að endurnýja yfirstjórnina þar? Það hefur ekki beinlínis verið rætt á þeim nótum," segir Ágúst. En auðvitað er vitað mál að núverandi bankastjóri nýtur ekki trausts." Hins vegar sé markmið sameiningar stofnananna fyrst og fremst að styrkja stjórnkerfið og eftirlitsþáttinn. Þetta er ekki gert í neinum annarlegum tilgangi."
Lagabreytingu þarf til að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið en Ágúst segir að slík lagasmíð og samþykkt ætti að geta gengið greitt fyrir sig. Hins vegar sé ekki búið að taka ákvörðun þar um. En ég á von á því að menn taki þessa ákvörðun hratt og fljótt."
Þjóðin er búin að öskra sig hása í 7 vikur en það er auðvitað ekki hlustað á svoleiðis skríl.
Lagabreytingu þarf til að breyta eftirlauna ósómanum, það gerist hægt og hljótt....ef það gerist.
Burt með allt spillingarliðið, strax!
![]() |
Ákvörðun tekin fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.11.2008 | 16:02
Hvað á þetta að þýða?
Leyfum Sveinu Múladóttur, frá "Svalbarða" að hafa orðið .
Annars er Davíð komin í bullandi vörn....það er góðs viti.
![]() |
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2008 | 16:15
Að stela senunni........
Merkilegur fjandi. Á meðan þjóðin situr lömuð vegna hamfara af mannavöldum, tekst Framsóknarmönnum að beina athyglinni x 2 á nokkrum dögum að fársjúku innra starfi flokksins.
Ég skil vel að Guðni hafi gefist upp fyrir "aftökuliðinu" í eigin flokki....þar ríkir sjúkt ástand, sem þeir einir viðurkenna, sem lent hafa í skotlínunni eða hafa orðið fyrir "hnífasettunum".
Guðni tekur fram í bréfi sínu til þingflokksins, að hann geri þetta fyrst og fremst fyrir flokkinn sinn.
Ég hefði viljað, úr því hann tók þessa "stóru" ákvörðun að það hefði komið fram að hann væri að "axla ábyrgð" vegna mistaka, sem gerð voru í hans ríkisstjórnartíð. Þar með hefði skapast gott fordæmi fyrir aðra þingmenn og ráðherra að fylgja í kjölfarið.
Annars er Guðni Ágústsson, drengur góður og ég óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í nú- og framtíð.
Hver ætli segi af sér næst? og þá á réttum forsemdum.
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2008 | 14:01
Áskorun til allra þingmanna!
Er Steingrímur J. Sigfússon eini þingmaðurinn sem skynjar þörf þjóðarinnar fyrir heiðarleika og svör? Ég tek undir spurningar þingmannsins og vil greinargóð svör og enga útúrsnúninga
.
Ég skora á aðra þingmenn að fylgja Steingrími í þessu máli. Takið ykkur stöðu og standið með þjóðinni.....þvert á alla flokkapólitík.
![]() |
Steingrímur J. krefst upplýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2008 | 00:35
Kreppufrí á degi Íslenskrar tungu!
Ég er alltaf frekar þreytt eftir helgarvaktirnar, veit ekki af hverju. Jú, jú, ég veit það alveg, nenni bara ekki að tala um það
.
Dagur Íslenskrar tungu er að kvöldi komin og þótt þingmenn séu ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana þá mætti alveg heiðra svona orðháka eins og Steingrím J. Sigfússon á þessum degi. Hann talar kjarnyrt skiljanlegt mannamál, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar
....og þar með er ég ekki að segja að ég sé alltaf sammála hans orðræðu
.
Þessa stundina hef ég samt frekar slæma tilfinningu á því hvernig haldið er á málum í stjórnsýslunni og þar er ég honum algerlega sammála.
Annar mikill orðhákur og góður ræðumaður var frændi minn Ólafur Þ. Þórðarson f.v. alþingismaður. Ég var heldur ekkert alltaf sammála honum, en ræðurnar hans sumar voru alger snilld. Ég velti því stundum fyrir mér þessa dagana hvar hann myndi skipa sér í lið þessa dagana ef hann hefði lifað. Ég gæti trúað að hann hefði staðið við hlið okkar, "skrílsins" á Austurvelli síðustu 6 laugardaga, en hver veit?
Óli frændi kenndi mér "reikning" í barnaskóla, og hann var það góður kennari að meira að segja ég gat lært það sem hann lagði fyrir okkur. En svona eftir á að hyggja hefði Íslenskukennsla verið vel þegin frá þessum mikla Íslenskumanni.
Árið 1958 var tekin í notkun ný skólabygging heima á Suðureyri. Þá var ég 6 ára, þannig að ég hélt að minn árgangur hefði verið sá fyrsti sem stundaði þar nám frá byrjun. En eftir að hafa rætt við Eyrúnu æskuvinkonu mína og góða frænku held ég að ég verði að fallast á að okkar kynslóð byrjaði ekki í skóla fyrr en á 7 ára aldrinum, en ef einhver veit þetta upp á hár (Eygló kannski?) væri gott að fá upplýsingar um það.
Hvernig sem þetta var, þá ætla ég hér að votta mínum gamla skóla virðingu mína á degi Íslenskrar tungu og minnast góðs atlætis og vina sem ég eignaðist þar fyrir lífstíð.
Þetta voru góðir tímar, við vissum ekki hvað "kreppa" var, hvað þá Icesave eitthvað.
Þarna stöndum við bekkjarsystkinin á skólatröppunum. Aftari röð f.v.: Liljar, Valdi, Siggi, Ég, Eyrún og Maja. Neðri röð f.v.: Kristinn, Kitti, Eygló, Ásta og Erna.
Þarna erum við bekkjarsysturnar f.v. ég, Erna, sem nú er búsett í Ástralíu, Eygló, búsett í Svíþjóð og Eyrún. Erna og Eygló tóku þetta með "útrásina" einum of langt. Þær mættu sko alveg fara að hugsa til "heimrásar"
. Mér sýnist að í þessari kennslustund höfum við verið komnar á fullt í flugvélaframleiðslu
.
Að lokum kemur svo nýleg mynd af skólanum okkar, sem hefur stækkað um helming síðan við stunduðum þar nám. Það segir reyndar sína sögu að þegar við vorum að alast upp á Suðureyri voru þorpsbúar ca. 500 manns. Atvinnulíf var með miklum blóma, enda stutt á fengsæl fiskimið. Núna búa þarna ca. 250 manns, dugnaðarfólk, sem hefur tekist að halda uppi atvinnu fyrir sitt fólk, enda er ennþá jafnstutt á þessi fengsælu fiskimið........en aðgangurinn að fiskimiðunum er ekki ókeypis. Ég held það væri þess virði að fá svör frá Brussel veldinu um hvernig þeir hugsi sér framtíð þessara byggða, öðruvísi getum við ekki tekið afstöðu í ESB málum.
Grunnskólinn á Suðureyri árið 2008. Íslandskortið er teiknað af Jóni Kristinssyni, sem var Skólastjóri á Suðureyri í mörg ár.
![]() |
Lengi getur vont versnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.11.2008 | 13:52
Ný viðmið, spillingarliðið burt!
Bjarni Harðarson breytti engu með afsögn sinni í viðmiðum í íslenskri pólitík, eins og formaður Framsóknarflokksins heldur fram. Bjarni staðfesti einungis trú manna á hans eigin trúverðugleika.
Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn síðustu 3 kjörtímabil. 12 ár hafði þessi flokkur til að leggja grunninn að því hruni sem nú blasir við þjóðinni. Á þessum 12 árum gliðnaði bil þeirra fátæku og þeirra ríku svo mikið að endanlega var staðfest að í landinu byggju 2 þjóðir.
Landsbyggðarflokkurinn, eins og hann vill gjarnan kalla sig, sat hjá í ríkisstjórn meðan landsbyggðinni blæddi. Fólksflóttinn þaðan var óstöðvandi og eignir landsbyggðafólks urðu að engu.
Ábyrgð Framsóknarflokksins er mikil, en þar á bæ dettur engum í hug að axla ábyrgð og setja þar með ný viðmið í íslenskri pólitík með því að segja sig frá kjötkötlunum.
Framsóknarmenn, munu sjálfsagt halda sinn blaðamannafund að loknum miðstjórnarfundi. Ég vona að bloggvinkona mín Lára Hanna Einarsdóttir, geri sína úttekt af þeim fundi eins og hún gerði svo snilldarlega af blaðamannafundi Sjálfstæðismanna í gær, sjá larahanna.
Þjóðin boðar til "blaðamannafundar" á Austurvelli kl. 15:00 í dag. Fjölmennum og sýnum spillingarliðinu að viljum það burt, NÚNA
![]() |
Bjarni setti ný viðmið með afsögn sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.11.2008 | 15:02
Landsfundur = kosningar í vor!
Breytt tímasetning á landsfundi og Evrópunefnd það eina sem leyft var að ræða á þessum fréttamannafundi, sem var svo mikilvægur að honum þurfti að útvarpa/sjónvarpa beint!
"Geir segir að það sé ekki bara réttlætanlegt heldur einnig nauðsynlegt að flýta landsfundinum. Hann tekur fram að ekki sé komin fram ný stefna, það sé hlutverk landsfundarins að taka staðfesta stefnuna eða skipta um hana".
Hvernig ætli næsta kosningamyndband Sjálfstæðismanna verði eftir væntanlegan landsfund Sjálfstæðismanna, samanborið við myndbandið sem ég birti í síðustu færslu?
Farin í vinnuna.....
Ein heppin, sem ennþá heldur vinnunni sinni
Ps. Ágætu fjölmiðlar, þjóðin boðar til blaðamannafundar á Austurvelli laugardaginn 15. nóvember kl. 15:00 Verður ekki bein útsending?
![]() |
Skipuð verði Evrópunefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson