Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
9.10.2008 | 03:17
Undirbúningur er hafinn.........
Hvernig gengur rússneskunámið?
Smá aðstoð
Svo er þetta víst Rússneskt þjóðlag....Segjum Brown það og setjum lögbann á Breska flutninginn....þegar við fáum nýja ríkisborgararéttinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.10.2008 | 21:51
Óskalög öreiganna - lokaþáttur.
Síðustjórnandi vill nýta sér aðstöðuna og senda fyrrverandi vinum okkar í vestri "fingurinn" eins og Össur gerði svo eftirminnilega og tilkynna þeim að við erum alveg að fara að eignast nýja bestu vini í austri.
Jafnframt vill síðueigandi benda fjármálaráðherra Bandaríkjanna á að eina "lausaféð" í heiminum í dag er víst bara hjá Arabaþjóðum, Rússum og í uppsveitum Borgarfjarðar.
Lagið er I want to break free með QUEEN
Paulson boðar frekari gjaldþrot fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2008 | 00:50
Óskalög öreiganna, 9.þáttur.
Ég man þá tíð, þegar pabbi lagði sitt fé í Kaupfélagið. Þetta var voðalega patent. Út á þessar skjátur gat svo pabbi tekið út eitt og annað, sem þurfti til heimilisins og var með svokallað "goodwill kredit" þannig að ég gat farið í búðina, keypt það sem mig vanhagaði um t.d. möndlur, bláan Opal og Sinalco og látið "skrifa það hjá pabba".
Ég gerði það náttúrulega ekki, því afgreiðslufólkið hefði nú bara hlegið að mér og rekið mig út að leika.
hronnsig bloggvinkona mín á Selfossi ræktar RABBABARA. Það hefur stundum borið á góma á hennar bloggsíðu að vera með svona vöruskiptamarkað í sparnaðarskyni því við þessar hagsýnu húsmæður vorum sko fyrir lifandis löngu farnar að ræða sparnaðaraðgerðir áður en stjórnvöld og Davíð áttuðu sig á vandanum.
Í dag var Hrönn nóg boðið og skrifaði þessa ljómandi skemmtilegu færslu:
Hingað og ekki lengra!
Ætli Hrönn geti lagt inn rabbabara í Kaupfélagið í Skagafirði og fengið svona "good will kredit" í staðinn? Þá gæti hún kannski fært út kvíarnar og verið með Býflugnabú og lagt inn hunang.
Honey, Honey með Abba er hér sérstaklega spilað fyrir Hrönn Sigurðardóttur á Selfossi:
Honey er betra en money
Taka peninga úr bönkum og leggja í kaupfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.10.2008 | 17:02
Óskalög öreiganna, 8. þáttur.
Það fer ekki á milli mála, þátturinn er orðin vinsæll með endemum og fólk keppist við að senda inn kveðjur. Nú síðast var það alþingismaðurinn Guðni Ágústsson, sem er að reyna að feta sig áfram sem stjórnarandstöðu þingmaður og gengur svona upp og niður.
Nú skal bjarga Íslensku þjóðinni og rússagull skal það vera. Hann virðist vera með seinni skipunum að fatta að Bush er ekki vinur í raun (það hefur hann reyndar aldrei verið), og nú skal horfa til Putins.
Með samþykki Geirs eru því sendar kveðjur til afmælisbarnsins í Moskvu með laginu Moskow, Moskow með Dschinghis Khan þeirra Sovétmanna. Dúndurgott og hressilegt lag, sem allir ættu að læra fyrir innrásina:
Sá hlær best, sem síðast hlær
Guðni og Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.10.2008 | 22:30
Óskalög öreiganna, 7. þáttur :(
Og enn hefur þættinum borist kveðja eða kveðjur. Fjöldinn allur af öreigum, þ.e. öryrkjum, bótaþegum og láglaunafólki hefur haft samband og vill koma til hjálpar á þessum síðustu og verstu.
Öreigar þessa lands vilja sameinast og vera andlit þjónustuvers Félagsmálaráðuneytisins. Þeir vilja vera til staðar fyrir fólk, sem tapað hefur á hlutafjárkaupum síðustu ára og sína þeim fram á að peningar skipta ekki nokkru máli núna frekar en endranær.
Lagið sem öreigar þessa lands biðja um er: Listen People með Herman Hermits:
Ykkur er óhætt að trúa öreigunum, þeir vita af biturri reynslu að lífið heldur áfram, þótt brýnustu nauðþurftir séu ekki til staðar , en þeir eru kátir og syngja áfram með Herman Hermits lagið "No milk today":
Jóhanna við treystum á þig og stöndum með þér
Fólk geti fengið ráðgjöf á einum stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.10.2008 | 14:36
Óskalög öreiganna, 6. þáttur.
Þættinum hefur borist kveðja. Hún hronnsig, kær bloggvinkona mín, sem vill gerast almannatengsla fulltrúi forsætisráðherra (sjá hennar blogg), vill koma því á framfæri að augnlitur Geirs er alveg ekta. Maðurinn er norrænn í gegn, eða norsk/íslenskur og ekki snefill af írskum kattarlit í augum hans.
Þótt sumir vilji halda því fram að það að vera "bláeygður" lýsi einfaldleika viðkomandi, þá vill hún koma því á framfæri að græni augnliturinn er ekkert betri, því eins og allir vita, þá er það eðli græneygðra katta að "fara undan í flæmingi", "þegar hitnar í kolunum" og verja sitt svæði með kvæsi og klóri, það gerir Geir hinn bláeygði ekki.
Hrönn gerir sér grein fyrir alvarleika stöðunnar eins og stjórnarandstæðingar og telur að það verði langt þar til Geir verði boðið á einkatónleika Bankamafíunnar og biður um lagið "Blue Eyes" með Elton John:
Aðgerðapakkar hvað? Hagsmunaaðilar hvað?. Þjóðin ætti að gera sér grein fyrir því að ástandið er "mjög alvarlegt" eins og "bláeygður" Geir bendir á.
Baksvið: Frá aðgerðapakka til andrýmis og til alvarlegs ástands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2008 | 01:53
Óskalög öreiganna, 5. þáttur
Það var þreyttur en ánægður forsætisráðherra, sem var að yfirgefa ráðherrabústaðinn á svipuðum tíma og ég yfirgaf minn vinnustað eftir erfiða kvöldvakt. Hann gaf sér þó tíma til að senda dyggum lesendum/hlustendum óskalaga öreiganna kaldar kveðjur.
Öreigar allra stétta, sagði hann, þurfa ekkert að bíða eftir neinum "pökkum" frá mér, enda langt til jóla og ekkert víst að þau verði haldin í ár.
Ég er búin að múlbinda forystu verkalýðshreyfingarinnar og þjóðnýta lífeyrissjóðina ykkar, svo það þýðir ekkert fyrir ykkur að ibba gogg. Ég er mjög ánægður með viðbrögð aðila vinnumarkaðarins um það sem við höfum rætt við þá". Þeir gera bara það sem ég bið þá um. Nú eru erfiðir tímar en ég er komin með allt heila klabbið undir control.
Geir fannst það vel við hæfi að senda lagið: Under my thumb með The Rolling Stones
Hverjir ætli kaupi eignir íslensku bankanna úti í hinum stóra heimi? Er ekki "niðursveifla" (má ekki segja kreppa) allstaðar?
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.10.2008 | 22:04
Óskalög öreiganna, 4. þáttur :)
Þessari kveðju verður að koma á með hraði. Forsætisráðherra "lýðveldisins" vildi senda vinum okkar og frændum bestu kveðjur fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar og sagðist "vera að vinna í sínum málum", það væri erfitt, þar sem "fyrrverandi" héldi enn um stjórnartaumanna en að allavega Nicolas Sarkozky ætti að skilja það "dilema".
Viljum bara minna á okkur, sagði forsætisráðherra og bað um eitthvað gamalt og gott með The Kinks :
Og líka: We are the center of the universe
ESB leiðtogar standa saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.10.2008 | 18:46
Óskalög öreiganna. 3. þáttur
Það má með sanni segja að við lifum "öðruvísi" tíma þessa dagana. Þættinum, Óskalög öreiganna, hafa borist mörg óskalög og kveðjur, sem ég mun reyna (á milli vakta) að koma á framfæri.
Kveðja dagsins er doldið dæt, Feðgarnir (ekki öreigar samt) Jón og Jóhannes höfðu samband og báðu um óskalag til Seðlabankastjóra, en það var kannski frábær tilviljun að Hannes hafði samband fyrir vin sinn Davíð og vildi koma á framfæri kveðju til feðganna Jóns og Jóhannesar ......og báðir aðilar vildu senda óskalagið: Always on my mind með Elvis Presley (Æðsta prest)i:
Já, það er stutt á milli ástar og haturs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 14:35
Love is all you need
Með næsta lagi fylgir kveðja til íslensku þjóðarinnar frá forstjóra Lýðheilsustöðvar og landlækni, en þeir heyra beint undir Heilbrigðisráðuneytið
Lagið er "All you need is love"
It´s all in the mind, you know
Hvetja til aðgátar í umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson