Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
16.10.2008 | 15:18
I´m lost!
Ég er í fríi í dag og hef notað það sem af er degi að lesa blogg og fréttamiðla. Nauðsynleg heimilisverk mega bara bíða, þau lenda hvort sem er á mér sjálfri en ekki á einhverjum saklausum meðborgara mínum.
Við þennan lestur minn hef ég hvorki fyllst bjartsýni né samhug. Mér finnst ég aftur á móti verða vör við mikla veruleikafirringu og múgsefjun. Sem dæmi um veruleikafirringu get ég nefnt fylgjendur núverandi stjórnvalda, sem vilja svigrúm til að vinna úr þeirri vitleysu, sem ég tel að þeir hafi sjálfir komið okkur í. Þessir sömu aðilar vilja líka bíða með að finna "sökudólgana" og þá væntanlega svo hægt sé að fela "svikaslóðina". Það hlýtur að vera vænlegra til árangurs að þefa uppi nýja slóð en gamla, yfirfennta og útmáða.
Stjórnarandstæðingar koma margir með góða punkta, en vandamálið er að þeir tala allir frá sitthvoru horninu, svo úr verður "flokkurinn minn" syndrómið, sem að mínu mati verður stundum líkt trúarofstæki.
Ég myndi gjarnan vilja að gengið yrði til kosninga sem fyrst, því ég vil breytingar. En ef gengið yrði til kosninga núna gæti ég ekki kosið, því ég treysti engum núverandi flokka til einhverra stórræða. Ég vil breytt fyrirkomulag. Ég vil geta kosið einstaklinga, sem mér lýst vel á og treysti án þess að heilu hjarðirnar af vitleysingum fylgi með.
Sem dæmi um múgsefjun eru boð að "ofan" um að við eigum að standa saman og sýna hvert öðru skilning og samhug. M.a.s. stjórnendur moggabloggs hafa sent okkur faðmlag til að útbýta til bloggvina. Hvað er í gangi? Ég hef aldrei átt í vandræðum með að faðma og knúsa, þá sem mér þykir vænt um og hef gert það án hvatningar hingað til, en svona "hópknús" missir marks að mínu mati...ég mun aldrei vita hvort sendandinn meinar þetta af heilum hug eða er bara að nota þetta af því að það er til staðar.
Og svo er það blessaður óvinurinn hann Gordon Brown. Ég tek alveg fullan þátt í "hatri" þjóðarinnar á þessum bjána en geri mér jafnframt grein fyrir því að það hentar Ísl. stjórnvöldum afar vel þessa stundina að geta bent á "sameiginlegan" óvin. En getum við ekki haft í huga að: Ekki er það einum bót þótt annar sé verri?
Ég var áhorfandi að "góðærinu", gat ekki annað, því ég er hvorki blind né heyrnarlaus. Þúsundir Íslendinga misstu af góðærinu....við vildum alveg taka þátt en var ekki boðið með. Við báðum ekki um kreppuna en við fáum alveg örugglega að vera með í því dæmi, því "nú skulu allir leggjast á eitt, taka höndum saman, og koma skútunni á flot".
Við Íslendingar erum fámenn þjóð (hafið þið heyrt þetta áður?) og það væri hægt að koma okkur öllum fyrir í góðri fjárrétt á Suðurlandi. Þar væri hægt að skipta okkur í hólf og fá formenn núverandi stjórnmálaflokka á Íslandi til að draga það "fé" til slátrunar, sem þeim þóknaðist. Ég fæ ekki séð að það yrði nokkur eftir í réttinni þegar upp er staðið. Hættum með Íslenskt flokkakerfi, við erum jú bara u.þ.b. 320.000 hræður.
Ó hvað við hlógum að þessum frábæra grínara, þegar auglýsingar Kaupþings fóru að birtast en leggjum við hlustir núna:
Mér þykir svo vænt um mörg ykkar sem lesið hugleiðingar mínar reglulega og ég vona að ég hafi komið því til skila með einhverjum hætti í gegnum tíðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
15.10.2008 | 23:57
Stollt siglir fleyið mitt.....
Það hefur bæði verið fyndið og fáránlegt að hlusta á ráðamenn þjóðarinnar detta í "sjómannamáls" frasa því fæstir þessara manna hafa nokkurn tíma migið í saltan sjó, eins og sagt er. "Við höfum lent í ólgusjó, en fleyinu verður siglt heilu í höfn", "Ef áhöfnin er samstillt er ekkert sem brýtur á okkur", aðrir tala um "hripleka fleytu" eða "skip án skipstjóra" og fleira í þessum dúr.
Eyjamenn létu ekki eldgos stoppa sig af, þeir skipuleggja að sögn bestu "þjóðhátíðir" þar sem enginn situr fastur í Ártúnsbrekkunni, meðan hátíðahöldin fara fram og "þeir eru klárir í bátana" fyrstir allra í því "stórviðri" sem nú brýtur á Íslandseyjaklasanum.
Látum Eyjamenn skipuleggja björgunarstarfið, sem framundan er. Ég treysti þeim best til að "sigla fleyinu heilu í höfn"
Yrði kannski smá sjóveik, en hvað með það:
Eyjamenn sparka í kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2008 | 13:32
"Ísland best í heimi" ??
Því er stundum haldið fram að jákvæð hugsun geti læknað "ólæknandi" sjúkdóma. Ég hef ekki séð neinar rannsóknir sem staðfesta þetta en eflaust líður fólki betur sem hugsar á jákvæðum nótum en neikvæðum.
Ég hef yfirleitt talið mig frekar jákvæða og bjartsýna manneskju en það hefur hingað til ekki skilað sér í bættum fjárhag.....nema síður væri. Ég held meira að segja að þjónustufulltrúinn minn í bankanum, líti frekar á mig sem grínista en realista.
Ég er nú komin á þá skoðun að raunsæi sé betra en jákvæð hugsun. Ég held að raunsæi hefði ekki komið okkur í þau vandræði, sem við erum í núna.
Raunsæismenn hafa síðustu ár verið úthrópaðir sem úrtölu- og öfundarmenn, nú fá þeir vonandi uppreist æru.
En góður húmor skemmir aldrei..........og "Ísland er best í heimi" eins og þessar auglýsingar komu svo skemmtilega á framfæri:
Knús og fiðrildi á alla línuna
Jákvæð hugsun skilar miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.10.2008 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.10.2008 | 11:04
Don´t worry...be happy ;)
......Afturhvarf til hippamenningar.....Allir ráðamenn þjóðarinnar upplifðu hippatímann....allt frá Forseta og Biskupi til ríkisstjórnar (kannski ekki Gulli og Bjöggi!) og kannski þess vegna hljóma þeirra hvatningarorð kunnuglega í eyrum minnar kynslóðar.....og það fór sem fór
Ástandið er slæmt......en ég held að það eigi eftir að versna Svona, svona, don´t worry, be happy :=)
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.10.2008 | 11:57
"Ömmublogg"
Helgin hefur verið ljúf þrátt fyrir lasleika ömmunnar. Róbert Skúli 3,8 mán. hefur verið í ömmuheimsókn.
Höfum verið að dunda okkur hér heima við að mestu, horft á sjónvarp, lesið, teiknað og tölvast. Að sjálfsögðu var mikið spjallað en ekki minnst á "kreppu". Reyndum að koma auga á Jóa frænda á leik Vals og FH í gær, alla vega amman, en sá stutti fylgdist með boltanum og lýsti leiknum á sinn skemmtilega hátt......svo kom hálfleikur: Hálfleikur er alveg jafnskemmtilegur og handbolti amma. Að leik loknum kom í ljós að "jafntefli" hafði unnið leikinn
Já, maður er sko komin í íþrótta-akademíu og þessi mynd er sérstaklega sett inn fyrir Albert frænda í Brisbane, vegna samtals, sem hann átti við ömmuna fyrir stuttu.
Þeir feðgar, Róbert Skúli og Ómar Daníelfóru í veiðiferð, með afa Helga til Grindavíkur á dögunum, sem tókst mjög vel að sögn aðal veiðimannsins
Það er á hreinu að "gullkistan" okkar er ágætlega haldin, því aflinn var góður og gómsætur. Róbert Skúli sagði reyndar að fuglarnir hefðu fengið þennan, en ég man að mér fannst steiktur koli í raspi eitt það besta fiskmeti, sem ég fékk sem krakki.
Þetta lag fékk amman að hlusta frekar oft á í gær, en það er "Court og King Caractacus" og ég set það hér inn sérstaklega fyrir Róbert Skúla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
11.10.2008 | 22:59
Frábært framtak!
Þetta finnst mér frábært framtak hjá stjórn Lögreglufélagsins. Þeir fá ferfalt húrra frá mér.
Það hlýtur að vera eðlilegast að stéttarfélögin hjálpi og leiðbeini sínu fólki.....til þess eru þau, að standa á bak við sína félagsmenn.
That´s the way I like it:
Hvað ætli stéttarfélagið mitt geri?
Lögreglufélag samþykkir stuðningsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2008 | 00:27
Bíður einhver betur???
Við höfum náttúrulega alltaf vitað að landið okkar er nafli alheimsins Það fjölgar í hópi þeirra sem vilja koma okkur til hjálpar í þessari slæmu niðursveiflu (má kannski segja kreppa núna?).
Rússland, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (en þá fær Davíð yfirmenn), Norðmenn og Færeyingar hafa boðið fram hjálp og samhug. En eru ekki einhverjir fleiri þarna handan sjóndeildarhrings, sem vilja gefa (lána) í púkkið? Svissneskir bankar ættu t.d. að vera troðfullir af undankomufé þessa dagana og Monaco, Albert minn, hér er sko fullt af upprennandi, og reyndar forföllnum spilafíklum, sem gætu gætu borgað þetta til baka á no time.
Ég er búin að læra það af fréttum undanfarna daga að það er smart að dreifa áhættunni, svo ég vil bíða frekari tilboða og koma svo
All together now með Bítlunum er vel við hæfi:
Ekki ætlum við að "setja öll eggin í sömu körfuna" er það?
Rússar og IMF sameinist um lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.10.2008 | 10:44
Breska innrásin.......
Það hafa stundum orðið alvarlegir pústrar á milli eyjanna Íslands og Bretlands enda eru "stórveldis" draumar eyjaskeggja beggja landa á stundum frekar sjálfmiðaðir.
Vonandi mun koma sendinefndar breska fjármálaráðuneytisins leiða til skilnings og sáttar á milli þessara "stórvelda" en það verður víst bara að koma í ljós eins og allt annað, sem unnið er að þessa dagana.
Oftast nær höfum við tekið "innrás" Bretanna fagnandi eins og rifjað er upp á eftirfarandi myndbandi, sem ber yfirskriftina "The British Invasion", njótum minninganna:
Svo voru það nú þeir, sem uppgvötuðu Björk
Sendinefnd Breta væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2008 | 19:45
Í bljúgri bæn - sannleikann á borðið!
Við skulum sameinast í bæn John Lennon, því þessi bæn hefur sjaldan átt betur við en í dag:
"Give me some truth"
i'm sick and tired of hearing
things
from uptight-short sighted-
narrow minded hypocritics
all i want is the truth
just give me some truth
i've had enough of reading
things
by nuerotic-pyschotic-
pig headed politicians
all i want is the truth
just give me some truth
no short haired-yellow bellied
son of tricky dicky
is gonna mother hubbard
soft soap me
with just a pocketful of hope
money for dope
money for rope
i'm sick to death of seeing
things
from tight lipped-
condescending -mommies little
chauvinists
all i want is the truth
just give me some truth
i've had enough of watching
scenes
of schizophrenic - ego - centric
- paranoic - prima - donnas
all i want is the truth
just give me some truth
Yoko gefur þjóðinni gjaldeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2008 | 14:58
Oh, Darling!
Áríðandi kveðja frá Íslenska fjármálaráðherranum til þess Breska
Geir og Davíð taka undir þessar kveðjur
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson