Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ég mótmæli!

Ég mótmæli hroka íslenskra ráðamanna, sem telja sig færa um að vinna okkur frá því ástandi, sem þeir sköpuðu sjálfir. Ég vil utanaðkomandi úttekt á vinnubrögðum þeirra og sofandahætti, sem leitt hefur þjóðina á vonarvöl.  Ég vil tímabundna „neyðarstjórn" skipaða kunnáttu- og fagfólki og kosningar um leið og þess verður kostur.

Ég mótmæli því að bankastjórar Seðlabanka Íslands fái að sitja áfram, þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að þeir hafa verið leiðandi afl í  kolrangri peningastefnu og átt sinn stóra þátt í hruni þjóðfélagsins.  Ég vil óháða rannsókn á meintum afglöpum þeirra.  Ég vil fagfólk til frambúðar, bæði í stjórn bankans og bankastjórastöður.

Ég mótmæli „útrásarvíkingum", bæði í banka og einkageira, sem hafa ætt áfram af miskunnarlausri græðgi og siðleysi undanfarin ár.  Ég vil utanaðkomandi úttekt á öllum þeirra gjörningum og þá sérstaklega á „hringrásar" fyrirbærinu þeirra og að þeir verði sóttir til saka fyrir fyrir þeirra þátt í aðför að almannaheill!

Ég mótmæli því að það fólk, sem vinnur hjá fjármálaeftirlitinu og brást sínum eftirlitsskyldum svo hrapalega, sé ennþá við störf.  Ég vil utanaðkomandi sérfræðirannsókn á þeirri stofnun og nýjan skipstjóra á þá skútu.

Ég mótmæli öllum þeim, sem vilja halda því fram að þjóðin hafi öll verið á „góðærisfylleríi".  Almennum laun- og bótaþegum var ekki boðið í það „partý".  Láglaunafólk, öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa í fjölmörg ár verið með tekjur, sem ekki hafa dugað fyrir mannsæmandi lágmarksframfærslu.  Ég vil opinberan framfærslugrunn ekki seinna en strax, svo koma megi í veg fyrir að þær þúsundir íslendinga, sem nú eru eða eru að verða atvinnulausir verði ekki hnepptir í fátæktargildru.  Ég vil gera stjórnvöld skaðabótaskyld gagnvart þeim fjölmörgu, sem nú þegar eru fastir í þeirri gildru.

Ég minni á mótmælafundinn á Austurvelli á morgun, laugardaginn 1. Nóvember kl. 15:00.

Ræðumenn:

Pétur Tyrfingsson

Lárus Páll Birgisson

Ávörp flytja:

Óskar Ástþórsson, leikskólakennari

Díana Ósk frá foreldrahúsi

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, eldri borgari og formaður Mæðrastyrksnefndar

Fundarstjóri:  Hörður Torfason


mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland v/Zimbabwe

Þetta er sterkasta vísbending, sem fram hefur komið um að þjóðin vilji breytingar en auðvitað er ekki hlustað á það......þó það nú væri.  Geir H. Haarde vill ekki svona úrslit, svo hann bara "harderar"Sick.

Ég veit ekki af hverju....en ég fór allt í einu að hugsa um "lýðræðið" í Zimbabwe eins og það birtist okkur fyrir nokkrum vikum síðan.  Þar situr forseti að nafni Robert Mugabe, honum leist víst ekki á úrslit kosninganna þar í landi......svo hann boðaði bara til annarra kosninga, man ekki alveg hvernig það fór, enda verið með huga við okkar "Afrísku" ríkisstjórnWoundering.

Geir freistar þess bara að "harda" af sér reiðina hjá þjóðinniFrown.

 

 


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nauðsynlegt að

rifja upp góðar minningar þessa dagana.

Ég fann þetta myndbrot á YouTube og langar að deila því með ættingjum og vinum, sem staðsettir eru um víða veröld og ég veit að hugur þeirra er hjá okkur.

Abbi og Julie í Ástralíu, Helga og fjölskylda í Ástralíu, Berglind í USAinu, Björg og Darri á Spáni, Jóna Lára, Eyþór, Kári og Saga í Danaveldi, Eygló, Arnar og Þórunn í Svíþjóð,  Albert og fjölskylda í Svíþjóð, Erna í Ástralíu (Abbi þú lætur hana vita af þessu), Úlfar og fjölskylda í Ameríkunni, Jón Þór og fjölskylda í Svíþjóð, Didda frænka í Ameríkunni, Lilja og Gurra, bloggvinkonur mínar í Danaveldi og aðrir þeir, sem ég man ekki eftir í augnablikinu....ég sendi mínar bestu kveðjur og hugsa til ykkarHeart

Svo verð ég aðeins að bæta fyrir gleymsku mínaBlush.  Elsku Valla systir, innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt þann 27. októberHeart.


How do you like Iceland?

Geir er ánægður......það er nú gottAngry.

Í þunglyndi mínu yfir ástandi mála ákvað ég að skoða hvað umheimurinn er að segja um okkurFrown

Við höfum orðið að athlægi umheimsins og Geir er ánægðurDevil

Ófarir okkar verða tíundaðar í skólabókum umheimsins sem dæmi um hvernig ekki á að gera hlutinaAngry. Og svo verður hlegið meira.  Því fólkið sem bar ábyrgð á óförum þjóðarinnar neitaði að víkja.  Þau vildu sjálf stjórna björgunaraðgerðumDevil.  Við getum öll ímyndað okkur hvernig fór um sjóferð þáW00t.


mbl.is Ánægður en málinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við gerðum okkur dagamun........í sitt hvoru lagi.

1. vetrardagur er að kveldi kominn skv. almanakinu og mikið asskoti var kalt í borginniDevil.  Mikið um að vera og nýjasti borgarstjórinn leiddi útsvarsgreiðendur með börnum og búaliði um sveitir Laugardalsins fór með þeim í sund og bauð upp á andans góðmeti í söfnum borgarinnar.  Beið eftir fréttum af lögreglutalningu af þátttöku á þessum atburðum en fékk engarWoundering.

Svona kuldakast er best notað til að kúra með sínum nánustu í upphituðum hýbýlum borgarbúa....en Hanna Birna, ekki taka þessu sem einhverju vanþakklæti, við mætum kannski næst, þegar vel viðrar og mamman og pabbinn eru búin að aðlaga sig breyttum lifnaðarháttum.

Mamman og pabbinn höfðu líka öðrum hnöppum að hneppa í dag....þeim var boðið á nokkrar útgáfur af mótmælafundum og þar sem þau eru nýungagjarnir Íslendingar röltu þau á nokkra svoleiðisWhistling.

Sneðugt á Íslandi....allir að gera eins, bara ekki á sama tíma.  Mótmælafundur á Austurvelli kl. 15:00, nei kl. 16:00, nei, nei, kl. 15:00, nei kl. 16:00....Shit, hvað skal gera?

Við  holmdish bloggvinkona, ákváðum að skunda á Austurvöll og mættum þar kl. 15:00.  Hörður Torfa, sá ljúflingur tók á móti okkur með söng og gítarspili.  Svo upplýsti hann okkur um það sem okkur var farið að gruna......það var maðkur í mysunni.  Frammámönnum/konum kl. 16:00 mótmælafundar var boðið að taka þátt í kl. 15:00 mótmælunum og síðan gætu allir farið saman í blys(bál)för að ráðherrabústað....en nei var svariðFrown..  Fáránlegt, og það læðist að manni sá grunur að Kolfinna og Arnþrúður vilji taka völdin....prímadonnur báðar tværW00t.

Við á kl. 15:00 mótmælafundinum fengum hreint frábæra ræðu frá Einari Má og aðra mjög góða frá Guðmundi GunnarssyniWhistling.  Þeir fengu góðar undirtektir "mótmælenda" og samþykkt var að mæta aftur næsta laugardag kl. 15:00....stundvíslegaSmile.

Á leið okkar frá fundi, mættum við Hólmdís miklum stjörnufans, sem skundaði á Austurvöll...klukkustund of seintShocking......Bryndís, Jón, Ómar og þið hin.....Það gengur bara betur næstCool.

Bítlarnir með Revolution í boði sjúkraliðansWink

Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér....er kannski klisja, en þið þarna úti sem hafið betri hugmyndir, endilega látið í ykkur heyra.  Að bíða eftir næstu lögbundnu kosningum við þessar aðstæður, sem nú eru á landinu okkar er í besta falli veruleikafirringSick.

Við gerðum okkur dagamun....í sitt hvoru lagiFrown


mbl.is Gerum okkur dagamun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var mín ábyrgð? Og hver verður mín refsing?

"Ætli samfélagið beri ekki meira og minna vissa ábyrgð á því"?  Svo mörg voru orð viðskiptaráðherra í lok viðtals sem haft var við hann í Kastljósi kvöldsins.  Spurningin var: Hverjir bera ábyrgð á það fór sem fór?

Hvaða samfélag ætli ráðherrann sé að fjalla um?  Ætli þetta sé mitt samfélag eða þeirra samfélag?  Ég er allavega orðin ansi þreytt á því að mér sé bendlað við samfélag veruleikafirrtra græðgis spekúlanta, hvort sem þeir voru í útrásargenginu og stuðningsliði þeirra, eða metnaðarlausa stjórnmálamenn, sem tala fyrir félagshyggju en dýrkuðu frjálshyggjuna í ræðu og riti. Flott hjá Helga Seljan að "grafa upp" bloggfærslu Viðskiptaráðherrans frá því í ágúst, þótt blogginu hans hafi verið lokað af einhverjum ástæðum fyrir nokkrum dögum síðanSmile.

Ég vil að hér verði velt við öllum steinum.  "Samfélagið" mitt á rétt á því að vera hreinsað af svona getgátum Viðskiptaráðherra og annarra sem svona tala.  Við viljum réttarhöld strax.

Gæti ég kannski kært Viðskiptaráðherra fyrir að vera með þessar aðdróttanir í garð míns samfélags, svo ég fái úr því skorið sem fyrst?  Eða er kannski til einhver annar kanall, sem "samfélagið" borgar fyrir og gæti gert út um þetta?  Umboðsmaður Alþingis kannski?

Annars var þetta viðtal við Viðskiptaráðherrann stórfurðulegt og mér fannst allan tíman að hann hefði fests í einhverjum vef, sem hann gat ekki klórað sig út úr.  

Geri hér tilraun til að setja viðtalið úr Kastljósi kvöldsins inn, en ef það kemur ekki vísa ég á vef RÚV.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki þurft að koma vestrænu ríki til hjálpar síðan árið 1976.  Þá þurftu þeir að koma bretum (m. litlu b) til hjálpar eftir að þeir höfðu tapað Þorskastríðinu við ÍslendingaW00t.....Þeir eru langræknir helvískirAngry

 

 


Efndir, ekki fleiri nefndir.....

Ég hef bara aldrei velt því fyrir mér, hverjir eigi að vera með hæstu launin í okkar samfélagi.  Veit að ég verð seint í þeim hópi og hef aldrei öfundast út í þá, sem eru með hærri laun en ég, en hef haft það að markmiði að minnka kjaramuninn með því að bæta kjör hinna verst settu.

Þ.a.l. hef ég mikið velt fyrir mér afkomu möguleikum þeirra, sem lægstu kjörin hafa og hef lengi bent á nauðsynlega aðgerð sem kæmi þeim til góða, þ.e. að til verði "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur", sem myndi tryggja að kjör væru aldrei lægri en þarf til lágmarks, mannsæmandi framfærslu.

Ég hafði þá trú að við værum komin með hinn eina og rétta félagsmálaráðherra.  Jóhanna Sigurðardóttir hefur í gegnum tíðina verið með "réttu" hugmyndirnar að "réttlátu" þjóðfélagi, mér finnst því helvíti hart að ekki sé hægt að treysta því að hún sem yfirmaður félagsmála geti ekki komið þessu í framkvæmd án þess að tefja það frekar með hverri sérfræðinganefndinni á fætur annarri.

"Jóhanna kom víða við í ræðu sinni og sagði m.a. mikilvægt að slegið verði skjaldborg utan um þá sem höllustum fæti standa á vinnumarkaði, svo sem eldra fólk, fólk með skerta starfsgetu og erlent fólk, nú þegar aðstæður á vinnumarkaði fara versnandi".

"Opinber, viðurkenndur framfærslugrunnur" myndi sjá um þetta! Lágmarkslaun og bætur yrðu þá aldrei lægri en þarf til lágmarksframfærslu.

"Hún tilkynnti að hún hefði skipað fimm manna sérfræðingahóp til að kanna hvaða leiðir séu færar í því að bregðast við áhrifum verðtryggingar á greiðslubyrði skuldara. Hún sagði ekki þar með víst hver niðurstaðan af þeirri könnun verður. Þá viðraði Jóhanna hugmyndir um að heimildir til þess að skuldajafna vaxtabótum og barnabótum á móti opinberum gjöldum verði afnumdar."

Ég hjó sérstaklega eftir því í byrjun þessa kjörtímabils að félags- og viðskiptaráðherra höfðu skipað starfshóp/nefnd, sem átti að skoða þessa hlið mála og að beina ætti þeim tilmælum til bankanna að hafa sama háttinn á og aðrir norrænir bankar, þ.e. að tryggja að viðskiptavinir hefðu ávallt nægilegan afgang til "eðlilegrar" framfærslu. 

Ekki veit ég hvað varð að þessari nefnd......en nú er lag.....sem nýir eigendur bankanna, hljótum við að setja þeim nýtt og betra regluverk að vinna eftir.

Ekki fleiri nefndir Jóhanna mín.  Aðgerðir strax.  Þinn tími er svo sannarlega kominn!

 


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikindaleyfi? ó, já.

Hvernig ætli verði tekið á þessari atburðarrás í "Hvítbókinni" margumtöluðu?  Hvað ætli það verði mörg fyrirtæki sem fara í þrot vegna aðgerða- eða aðgerðaleysis Seðlabanka og réttkjörinnar ríkisstjórnar?

Þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum eftir svörum frá stjórnvöldum, en ekki hefur þótt tímabært að upplýsa um gang mála.  Staðan er viðkvæm og það hefur sýnt sig að yfirlýsingaglaðir embættismenn og stjórnarherrar hafa að öllum líkindum komið okkur í bobbaFrown.  Mun þetta verða tekið fyrir í "Hvítbókinni"?
Getgátur og samsæriskenningar blómstra sem aldrei fyrr.  Mín kenning er sú að Ingimundur Friðriksson einn af þremur bankastjórum SÍ hafi verið sendur í veikindafrí vegna afstöðu sinnar til lántöku hjá Alþjóða gjaldeyrissjónum.  Ég var einu sinni send í svona veikindafrí með þeim orðum að það væri alvanalegt í stjórnum, sem "þyrftu" að koma sér að sameiginlegri niðurstöðu.  "Þú verður bara laus allra mála Sigrún mín (óþekktaranginn þinn) og þarft ekki að bera ábyrgð á niðurstöðunni"!W00t  Ég þurfti ekki að "falsa" veikindin, því ég lagðist í depurð og ekki væri ég hissa þótt Ingimundur hefði sömu afsökun......við þyrftum eiginlega að hittast yfir mjólkurglasi og ræða málinWhistling.
Tek það fram að ég yfirgaf þennan slæma félagsskap, þoldi ekki siðspilltar leikreglurSick
Fyrir þá örfáu lesendur mína, sem ennþá bera fyllsta traust til seðlabankastjóra nr. 1, bendi ég á eðalbloggarann larahanna , þar sem hún hefur klippt til myndband um "útrásarsöng Davíðs Oddsonar".
 

 


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekkifréttir" á færibandi.

Af hverju fáum við, hinn almenni borgari, svona fréttir í gegnum erlenda fréttamiðla? Kemur okkur þetta kannski ekkert við?  Erum við bara vanstilltur almenningur, sem á að halda sig til hlés þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar af fáum útvöldum.  Ákvarðanir, sem snerta líf okkar allra.  Eða er þetta enn ein "gróusagan"?  Gróusögur og getgátur skjóta alltaf upp kollinum, þegar ekki er talað hreint út um hlutina.

Ágætu stjórnarherrar, við erum ekki börnin ykkar, sem vernda þarf fyrir ljótleika heimsins, við erum fullgildir meðlimir í samfélaginu og eigum rétt á heiðarlegri umfjöllun um stöðu mála.

Undanfarnar 3 vikur höfum við fengið "ekkifréttir" frá forsætis- og viðskiptaráðherra á reglulegum "sýningum" í hinu gamla og góða leikhúsi, Iðnó.  Þetta hafa ekki verið góðar leiksýningar þó "leikararnir" kunni rulluna sína.  Ég veit ekki hver er höfundur þessara leiksýninga en mig grunar að leikstjórinn haldi til í Svörtuloftum. 

Ég geri mér grein fyrir því að staðan er grafalvarleg og að við þurfum utanaðkomandi hjálp, en þessi hjálparbeiðni þarf að vera samstillt........Steingrímur leitar til Noregs........Samfylking veðjar á Japan, skv. Silfrinu í gær.   Geir (Davíð) veðjar á Rússland (öðruvísi mér áður brá!), en skv. Jóni Baldvin er forsenda fyrir hjálp frá öðrum þjóðum, lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.   Samkvæmt þessu er íslenska þjóðin tvístraðasta þjóð í heimi.

Ef skipshöfn í sjáfarháska getur ekki komið sér saman um hvert senda á neyðarkallið, getum við verið viss um að skipið ferst áður en hjálpin berst.  Skipstjórinn, sem undir venjulegum kringumstæðum væri ábyrgur, hefur auðsýnilega verið "keflaður" og settur í lestina.........

Hjálp!

 

 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16. sætið, eina ferðina enn......

Það sýnir auðvitað hinn eina og sanna ungmennafélagsanda að taka þátt í svona "keppnum"Wink.  Ég er auðvitað að tala um ÖryggisráðiðCool.

Þjóðin hefur oft verið veruleikafirrt þegar Evrovision er annars vegar...en hefur þó verið samstíga í því að standa með sínu fólkiLoL.  En þjóðin hefur aldrei fengið að segja sitt álit í afstöðu sinni til þessarar "keppni" og ég hef grun um að þjóðin hafi ekki staðið að baki sínum mönnum í þetta sinn, þvert á móti.

Mér reiknast lauslega til að hægt hefði verið að dekka launa- og viðhaldskostnað hjá hjúkrunarheimilinu Eir eða Skjóli fyrir þá peninga sem fóru í þetta bullAngry.

Að vera eða ekki vera....að vera þjóð meðal þjóða...eða bara vera það sem hún er og vera stolt af þvíWhistling.

Að vera banki eða ekki banki....Gleðibankinn, gjörið svo velWink

 


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband