Leita í fréttum mbl.is

Hver var mín ábyrgð? Og hver verður mín refsing?

"Ætli samfélagið beri ekki meira og minna vissa ábyrgð á því"?  Svo mörg voru orð viðskiptaráðherra í lok viðtals sem haft var við hann í Kastljósi kvöldsins.  Spurningin var: Hverjir bera ábyrgð á það fór sem fór?

Hvaða samfélag ætli ráðherrann sé að fjalla um?  Ætli þetta sé mitt samfélag eða þeirra samfélag?  Ég er allavega orðin ansi þreytt á því að mér sé bendlað við samfélag veruleikafirrtra græðgis spekúlanta, hvort sem þeir voru í útrásargenginu og stuðningsliði þeirra, eða metnaðarlausa stjórnmálamenn, sem tala fyrir félagshyggju en dýrkuðu frjálshyggjuna í ræðu og riti. Flott hjá Helga Seljan að "grafa upp" bloggfærslu Viðskiptaráðherrans frá því í ágúst, þótt blogginu hans hafi verið lokað af einhverjum ástæðum fyrir nokkrum dögum síðanSmile.

Ég vil að hér verði velt við öllum steinum.  "Samfélagið" mitt á rétt á því að vera hreinsað af svona getgátum Viðskiptaráðherra og annarra sem svona tala.  Við viljum réttarhöld strax.

Gæti ég kannski kært Viðskiptaráðherra fyrir að vera með þessar aðdróttanir í garð míns samfélags, svo ég fái úr því skorið sem fyrst?  Eða er kannski til einhver annar kanall, sem "samfélagið" borgar fyrir og gæti gert út um þetta?  Umboðsmaður Alþingis kannski?

Annars var þetta viðtal við Viðskiptaráðherrann stórfurðulegt og mér fannst allan tíman að hann hefði fests í einhverjum vef, sem hann gat ekki klórað sig út úr.  

Geri hér tilraun til að setja viðtalið úr Kastljósi kvöldsins inn, en ef það kemur ekki vísa ég á vef RÚV.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki þurft að koma vestrænu ríki til hjálpar síðan árið 1976.  Þá þurftu þeir að koma bretum (m. litlu b) til hjálpar eftir að þeir höfðu tapað Þorskastríðinu við ÍslendingaW00t.....Þeir eru langræknir helvískirAngry

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Athyglisverður pistill Sigrún.  Ég sé að ég hef misst af ,,fróðlegu"viðtali í Kastljósi í kvöld. Kippi því í liðinn og commentera síðar.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hér þarf að velta við steinum....þó ekki Rolling Stones sem eru fyrirmyndar bretar

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: ...

Sæl Sigrún !

Húrra: Stórglæsilegur pistill.

Tjallinn gleymir seint eða aldrei. Kannski er hann að hefna sín  vegna

ófaranna  í þorskastríðinu, hver veit ?

Umboðsmaður Alþingis étur úr fötu ráðamanna, ekki eyða tíma þínum

í  að tala við hann.

Kv. K.H. 

..., 25.10.2008 kl. 03:40

4 identicon

Sæl Sigrún.

 Stórgóður pistill hjá þér,eins og alltaf þegar þú dýfir niður penna..Þeir eru seinþreyttir á að fara í ginið á okkur geyin           .Hver er þversumman af árinu 76 ?

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 07:28

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Húrra fyrir Frú Ingibjörgu Sólrúnu...ùt med Davíd og ekki nóg med tad heldur bankarád einnig.

Menn virdast geta kært mann og annann eda tjód  og tjódir...Hvar stöndum vid med rétt okkar?

knús

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 07:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín, að vanda les maður með ánægju pistil þinn þessi er nú eigi síðri en hinir, já við viljum velta steinum og það strax.
Knús í helgina þína, Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2008 kl. 10:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín, ég ætla ekki að axla ábyrgðina á þessu krassi, ég vil láta þá sem stóðu að því bera hana.  Stjórnvöld, seðlabanka, eftirlit og útrásarpésa, og svo auðvitað líka bretana, þeir bötuðu nú ekki um helv....

Knús á þig og eigðu yndislega helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er alsaklaus af þessu eins og mestur hluti þjóðarinnar er. Við, þjóðin, eigum að bera ábyrgð á klúðri örfárra manna.

Góð samantekt eins og þín var von og vísa.

Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og innlegg

Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:40

10 identicon

Við eigum þau nokkur heimsmetin að eigin áliti nema eitt. Við berum aldrei ábyrg.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 16:05

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir samveruna í dag

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 16:53

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara svona í tilefni tess ad ég var ad læra ad sækja svona myndir og setja inn....Tá sendi ég tessa ...

Knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 17:43

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

æææ Heldur stór..

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 17:43

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki benda á mig er það ekki vinsælasta lagið í dag.  Flottur pistill að vanda.  Njóttu helgarinnar

Ía Jóhannsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband