Leita í fréttum mbl.is

Internationalinn!

Baráttusöngur verkalýðsins hefur sjaldan átt jafn vel við og einmitt núna.  Venjulega syngjum við bara fyrsta erindið með viðlagi en í dag hrópuðu öll erindin á mig:

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök !
Nú bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði í dag !
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag


Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn i hönd !
Því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd


Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt


Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð


Til sigurs, eining öreiganna
með alþýðunnar stolta nafn
Þín jörð er óðal allra manna,
en ekki fyrir gamm né hrafn !
Þeirra kyn skóp þér örbirgð og ótta
en er þeir skuggar hverfa úr sýn
einn vordag snemma á feigðarflótta
mun fegurð lífsins verða þín


Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag
unz Internationalinn
er allra bræðralag

 

Höf.: Eugén Pottier
þýð.: Sveinbjörn Sigurjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Þakka þér pistilinn, Sigrún!

Alltaf viðeigandi - og mjög svo hér og nú!

Hlédís, 1.5.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: gaddur

gaddur, 2.5.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er eins og gaurinn hafi verið skyggn!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska Nallann.  Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2009 kl. 01:36

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir mig!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2009 kl. 02:14

6 identicon

Sæl Sigrún .

Ég hef ekki séð öll erindin fyrr.

Í gamla dagspilaði ég í Lúðrasveit Ísafjarðar á Tenor horn og mér er minnisstæður 1.MAI sennilega 62 eða 3 þá var spilað í Súðavík og Ísafirði en ég man eftir því að það var frost þennan dag og mikil barátta að halda sér og Hljóðfærunum heitum ,en NALLINN fór í loftið bæði í Súðavík og Ísafirði þann daginn.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 03:22

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

OK er textinn svona hehe  aldrei séð öll erindin fyrr svo takk  fyrir þetta

Njóttu helgarinnar Sigrún mín.

Ía Jóhannsdóttir, 2.5.2009 kl. 07:09

8 identicon

Takk fyrir þetta.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 09:08

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:25

10 identicon

Flott og þarft sem aldrei fyrr. Takk fyrir mig..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:43

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tusind tak kære Sigrun

Hilsen fra Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 3.5.2009 kl. 06:17

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fram, fram fylking...nei ég meina Samfylking!!!!!!!! Ég er alveg að fara að syngja......

Rut Sumarliðadóttir, 3.5.2009 kl. 12:51

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta gaman að fá hann allann svona á einum stað  Er nýkomin úr sundi á Suðureyri, Jói var að vinna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2009 kl. 16:35

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk

Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2009 kl. 01:13

15 Smámynd: Marta smarta

Börnin mín sögðu að 1. maí væri "þjóðhátíðardagurinn hennar mömmu" og hann er það, fæ alltaf gæsahúð yfir Nallanum.

Takk fyrir upprifjunina.

Marta smarta, 4.5.2009 kl. 15:33

16 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband