30.1.2009 | 23:30
17. mótmælafundurinn á Austurvelli.
Amma, hvenær má ég eiginlega fara að mótmæla með þér? Ég veit alveg hvað kreppa er sagði Kristrún Amelía 8 ára við mig í kvöld meðan ég beið eftir fréttum af stjórnarmyndun, sem urðu hálf rýrar.
Myndir af friðsælum Austurvallar mótmælum liðu um skjáinn á túpusjónvarpinu mínu og ungfrúin tjáði ömmu sinni hvað Kreppa væri. Kreppa er svona menn, sem ráða í bönkunum, sem hafa stolið öllum peningunum okkar og farið með þá til útlanda og falið þá og svo vanhæf ríkisstjórn
Hvernig veistu svona mikið? spurði ég stærsta fjörkálfinn minn. Iss, það vita þetta allir, krakkar líka en samt megum við ekki mótmæla
Er að velta því fyrir mér hvort ekki sé óhætt að fara með hana á morgun og hlusta á Lögreglu- og Þjóðkórinn, sem ætla að troða upp á 17. "mótmælafundinum" á Austurvelli Hei, hei, jibbý, jibbý......
Veit ekki hvort ég á að vera að tjá mig einhver ósköp um þá biðstöðu, sem komin er í stjórnarmyndunarviðræður. Finnst þetta allt hálf undarlegt og ýldufílan af gömlu klækjabrögðunum, sem einkenna pólitíkusa, nýja og gamla veldur manni ógleði
Kannski fæ ég ósk mína uppfyllta fyrr en varir. Kannski verður utanþingstjórn að veruleika, vegna þess að pólitíkusarnir sitja fastir í sandkassanum sínum
Ég ætla ekki að missa af 17. mótmælafundinum á morgun kl. 15:00 og hlakka til að hlusta á Katrínu Snæhólm bloggvinkonu, sem hefur verið að skrifa hvern snilldarpistilinn á fætur öðrum undanfarið.
Áður nefndir kórar munu hefja upp raust sína fyrir og eftir ræðuhöld.
Ávörp og ræður:
- Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
- Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
Fundarstjóri er Hörður Torfason
![]() |
Þjóðkórinn á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Sigrún mín megi ósk þín rætast.
Baráttukv, og góða helgi til þín og þinna
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:41
Taktu hana bara með þér ekkert að því
Hólmdís Hjartardóttir, 31.1.2009 kl. 00:06
Takk Sirrý mín
Hólmdís, bíllinn minn sagði bæ,bæ í bili allavega í gær....en ég verð samt í sambandi á morgun
Sigrún Jónsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:09
Kvitt ég mæti líka
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:23
Þarna er bara sannkölluð hátíðardagskrá í uppsiglingu, svei mér ef ég dríf mig ekki barasta. Sjáumst.
kolbrún Bára (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 01:00
Fjölmennum á austurvöll...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:33
Ía Jóhannsdóttir, 31.1.2009 kl. 05:45
Baráttukveðjur
Auður Proppé, 31.1.2009 kl. 10:29
Baráttukveðjur úr Keflavíkinni.
Rut Sumarliðadóttir, 31.1.2009 kl. 11:38
Ég er með bullandi hita og kemst ekki.
Ætla að senda vinkonu minni öflugar stuðningsbylgjur að heiman.
Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 13:24
Gaman að hitta þig
Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 18:49
Já það er allt í lagi að taka skvísuna með sem hefur sína skoðun, og já ég vona að óskin þín rætist :) Baráttukveðjur til þín og allra, ég hefði viljað fara og hlusta á kórana en ég verð annarsstaðar á þessum tíma. :)
Aprílrós, 31.1.2009 kl. 19:57
Svona stúlka sem hefur sterkar skodanir á hvad kreppa má alveg mæta á svædid.Eru ekki rólyndis búsáhaldamótmæli tad vinsælasta núna.
Hjartanskvedjur.
Gudrún Hauksdótttir, 31.1.2009 kl. 22:43
Takk fyrir innlit allar
Fundurinn í dag var frábær og það var svo uppörvandi að finna að baráttuandinn er ennþá til staðar....engin uppgjöf. Katrín var hreint út sagt meiriháttar
Eftir fund var haldið á Hressó með Hólmdísi Jakobínu og Maju
Prinsessan mín valdi danstíma fram yfir mótmælin
Hrönn, það var svo gott að hitta þig
Sigrún Jónsdóttir, 31.1.2009 kl. 23:00
Takk fyrir í dag. Flottur fundur , fallegur söngur í fallegu veðri.
Ræðan hennar Katrínar var frábær!
Heidi Strand, 1.2.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.