29.1.2009 | 18:23
Hvað kostar Framsókn??
Ég hef enga trú á að Framsókn sé með einhverja "alvöru" úrslitakosti....þeir hafa varla efni á því. Þegar upp er staðið er allt betra í þeirra augum en að vera í stjórnarandstöðu því þeir kunna það ekki
En það má ekki líta út fyrir að ... "They´d do anything"........
Mikið rosalega yrði ég pirruð ef þessi örflokkur næði að stoppa af væntanlega bráðabirgðastjórn
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þú vanmetur Framsóknarflokkinn á eigin ábyrgð. Ekki það skynsamlegasta í heiminum að slá hann bara út af borðinu sem 'örflokk'.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:40
Ekki finnst mér það nú gott að nýja ríkisstjórnin eigi eitthvað undir Framsóknarflokknum. Mér hefur aldrei hugnast sá flokkur.
Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 19:11
Sá flokkur (Framsókn) er samt (burtséð frá mínum stjórnmálaskoðunum) að gera tilraun til einhvers konar endurreisnar. Við getum ekki neitað því. Hreinsunin á fundinum hjá þeim um daginn, nýir leiðtogar og síðast frumvarpið þeirra í dag. Þetta eru skref fram á við. En hvort þeir eigi samleið með væntanlegri velferðar/kreppustjórn veit ég ekki. En gætu veitt henni nauðsynlegt aðhalda. En rétt hjá þér Sigrún, sagan segir að þeir fíli ekki beint stjórnarandstöðu. Kveðja til þín.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:21
Mér fannst nú nýji formaður Framsóknar gera sig að fífli í sjónvarpinu í kvöld. Hann gat ekki gefið skýr svör um eitt né neitt og vísaði alltaf í að þingflokkur þeirra bæri ábyrgðina þar sem þeir yrðu að samþykkja og bla,bla,bla.
Leiðir maðurinn ekki flokkinn, á hann ekki að tala fyrir flokkinn?? Það var eins og hann væri hræddur við að segja eitthvað sem hann persónulega gæti verið hankaður á seinna. Nýr og skíthræddur, hefði tékkað stólsetuna hans eftir viðtalið. (úff, ég er í voða vondu skapi í dag) Knús til þín Sigrún mín
Auður Proppé, 29.1.2009 kl. 21:32
Framsókn kann hvorki að vera með eða á móti, ég er skítnervus við þetta og verð því fegnust þegar kosningar verða afstaðnar og komið skýrt umboð frá þjóð til þings
Ragnheiður , 29.1.2009 kl. 21:39
Sko, flokkurinn bauðst til að styðja þessa stjórn ÁÐUR en stjórnin féll og nokkuð var í pípunum.
Þess vegna held ég og vona að þetta séu bara mannalæti.
Þeir lægu illa í því við þessar aðstæður að koma svo í veg fyrir starfandi bráðabirgðastjórn þar sem þeir hófu máls á þessu mynstri fyrstir alla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2009 kl. 21:41
Já Jenný hefur nokkuð til síns máls hérna, klár Jennsla..þetta verður kannski allt í lagi
Ragnheiður , 29.1.2009 kl. 21:55
Því miður eru ekki margar möguleikar í stöðinni. Við verðum vonandi laus við frjálshyggjunni fyrir alla framtíð.
Eins gott að grillpinninn er barnlaus.
Heidi Strand, 29.1.2009 kl. 22:25
Takk fyrir innlit og innlegg
Uni ég "met" Framsóknarflokkinn einskis...og til að svara öðrum hér, þá vantreysti ég þeirra áformum...virðast nógu veruleikafirrtir til að halda að útkoma í könnunum þýði kosningaúrslit
Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 22:35
Þetta eru makalaus ummæli Sigrún: "Mikið rosalega yrði ég pirruð ef þessi örflokkur næði að stoppa af væntanlega bráðabirgðastjórn".
Þessi stjórn væri ekki einu sinni til umræðu ef Framsóknarflokkurinn myndi ekki verja hana vantrausti! Hún er ekki með þingmeirihluta og flokkast þá væntanlega sem ör-ríkisstjórn svo ég noti orðaleppa að þínum stíl.
Karl Hreiðarsson, 30.1.2009 kl. 09:50
Ágæti karl, ég vil taka það fram að mér fannst það góður og skynsamur leikur að bjóða væntanlegri ríkisstjórn upp á að verja hana falli og ljá ekki máls á því að vera þátttakandi í neinu ríkisstjórnarsamstarfi fyrr en flokkurinn fengi umboð til þess að afloknum kosningum. Skynsöm og bljúg ákvörðun.
Skilyrðaleikurinn sem hefur fylgt í kjölfarið hefur að mínu mati einkennst af pólitískum hráskinnaleik, sem einkennt hefur alla flokka í alltof langan tíma og við höfum engan vegin efni á um þessar stundir, enda er það mitt mat að utanþingsstjórn hefði átt að taka við í þessum aðstæðum.
Gangi ykkur vel með áframhaldandi "úthreinsanir" í flokknum. Hálfnað verk þá hafið er
Sigrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 11:19
Við erum sammála um að utanþingsstjórn hefði átt að taka við núna. Ég vil hinsvegar meina að það hefði fyrst verið hráskinnaleikur að skrifa uppá óútfylltan tékka til handa nýrri Ríkisstjórn því hvernig eiga þingmenn að kjósa þegar á reynir? Eiga þeir ekki að fylgja sannfæringu sinni, þó þeir séu framsóknarmenn? Þá er betra að búið sé að útkljá álitamálin fyrirfram, vinna raunhæfar tillögur sem óháðir sérfræðingar meta að geti gengið upp frekar en að blessa hvað sem er.
Framsóknarmenn vita mætavel að töfin er ekki til þess fallin að auka vinsældir þeirra, þannig að ég get ekki betur séð en að þeir séu með þessu einmitt frekar að hugsa um þjóðarhag en flokkshag.
Þakka góðar óskir, með úthreinsara Ísland (Jónínu Ben), innanborðs, ætti þetta að ganga hratt fyrir sig!
Karl Hreiðarsson, 31.1.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.