28.1.2009 | 02:44
Afmæliskveðja!
Yngri drengurinn minn er orðinn 26 ára gamall. Ótrúlegt en satt. Hann fæddist á fæðingadeild Landsspítalans þann 28. janúar 1983 kl. 19:50. Hann var 3726 gr. að þyngd og 52 cm. að lengd
Elsku litli velkomni gullmolinn minn fékk nafnið Ómar Daníel strax við fæðingu. Við foreldrarnir völdum þetta fallega nafn með tilliti til þess að enski hluti fjölskyldu hans gæti borið fram nafnið hans án vandkvæða
Við bjuggum á Kjalarnesinu á þessum tíma. Þetta var mikill snjóavetur, þannig að komu hans var beðið í Faxatúninu hjá Anne og fjölskyldu í heila viku áður en hann ákvað daginn þessi elska
Hann var síðan tekin í kristinna manna tölu í Brautarholtskirkju á skýrdag þetta sama ár í yndislegri athöfn hjá Sr. Gunnari Kristinssyni.
Fyrir utan fjölskyldu og vini sóttu athöfnina flestallir íbúar Arnarholts. Sú mikla gleði sem skein í gegnum tárvot augu þessara vina/skjólstæðinga okkar er mér mjög minnisstæð. Gleðin yfir því að fá að taka virkan þátt í þessari gleði okkar
Skírnarvottar voru amma og afi, Guðjóna Albertsdóttir og Jón Valdemarsson. Tengsl Ómars Daníels við þau voru alltaf ljúf og góð á meðan þeirra naut við
Eitthvað var stóri bróðir, Jón Eric ekki alveg sáttur við þessa við þessa viðbót við fjölskylduna svona fyrst um sinn en það lagaðist fljótlega. Sennilega vegna þess að ekki fór mikið fyrir litla prinsinum og þegar athygli hans fór að skerpast varð stóri bróðir náttúrulega skemmtilegastur af öllum
Á Kjalarnesinu vorum við fyrstu 9 mánuðina eftir að Ómar Daníel fæddist og ég naut þess að vera heimavinnandi húsmóðir með 2 yndislega stráka. Ómar Daníel dafnaði vel og var síkátur strákur
Svo lá leiðin til Akraness og á þessari mynd er hann sennilega að hlusta á Water baby´s, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum.
Eins og áður sagði var samband Ómars Daníels við ömmu og afa í Súgandafirði afar náið og ljúft og hann saknaði þess alltaf að hafa þau ekki nálægt sér. En hann átti ráð við því. Hann ákvað að finna staðgengla
Ég man ekki hvað hann var gamall þegar hann bankaði uppá hjá eldri konum á Vesturgötunni okkar og spurði þær hvort þær væru ekki til í að vera ömmur hans, sem gæfu honum kleinur og pönnsur svona stundum Hann gæti nefnilega ekki farið í heimsókn til ömmu og afa í Súgandafirði, það væri svo langt í burtu. Konurnar tóku vel í þetta en ég vissi ekki af þessu fyrr en löngu seinna.....þegar ég hafði sjálf kynnst þeim En svo var náttúrulega slegið reglulega á þráðinn til ömmu og afa á Suðureyri
Það sætir furðu hve vel þessi drengur hefur dafnað, því á tímabili var hann svo mikill gikkur að ég var farin að velja mat sem ég vissi að hann borðaði. Fiskur var vondur....nema þessi bleiki (lax). Kjöt var vont nema að það væri súpermansósa með (jafningur) o.sv.frv. En....Cheerios gat hann borðað þessi elska.....í öll mál ef hann hefði fengið að ráða
En Ómar Daníel dafnaði vel. Hann elskaði íþróttir og æfði bæði fótbolta og badminton. Fótboltinn varð samt hans aðalíþrótt, sem er ekki skrítið í þeim mikla fótboltabæ, sem Akranes er
Liðið hans gerði það gott á hinum ýmsu fótboltamótum, sem haldin voru vítt og breytt um landið. Á hópmyndinni er hann annar frá hægri.
Ómar Daníel fékk þá umsögn hjá þjálfara sínum að hann væri ein af þessum perlum í hópíþróttum sem nauðsynlegar eru í hverju liði. Alltaf tilbúin að hvetja og hrósa félögum sínum. Hinn sanni íþróttamaður. Hann var valin knattspyrnumaður ársins hjá ÍA í 6. flokki karla
Við fluttum til Reykjavíkur árið sem Ómar Daníel varð 15 ára. Hann kláraði grunnskólann í Vogaskóla og undi sér þar vel. En strákarnir í Vogaskóla voru ekki í fótbolta, svo hlé var gert á þeirri iðkun.
Þegar við komum til Reykjavíkur voru amma og afi frá Súganda komin þangað líka svo samgangur varð mikill og góður
Þessi mynd með ömmu Jónu er reyndar tekin jólin fyrir ferminguna hans árið 1996.
En myndin af Ómari og Nonna afa er tekin árið 2000. Þeir voru miklir félagar með svipaðan húmor...eða allavega skildu þeir hvers annars húmor
Ég veit þetta er orðin svolítil langloka hjá mér elsku drengurinn minn, en ég get bara ekki hætt
Í dag er "litli" drengurinn minn orðinn ráðsettur fjölskyldumaður. Hann er í sambúð með Guðrúnu Helgadóttir og saman eiga þau gáfaða, flotta rokkarann Róbert Skúla
Hann stundar nám við Iðnskólann í Hafnarfirði og er búsettur á Keili, þar sem Guðrún stundar nám. Ég vona að Nýja Ísland taki þeim vel að námi loknu, Því ekki vil ég missa þau úr landi til frambúðar.
Litli fótboltastrákurinn minn er orðin fullorðinn og er jafn ljúfur pabbi og hann hefur alltaf verið sem sonur
Elsku hjartans Ómar Daníel, ég óska þér innilega til hamingju með daginn. Megi framtíð þín vera björt og gjöful
I love you baby
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Íþróttir
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 02:52
Til hamingju með soninn, skemmtileg lesning og myndir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:55
Til hamingju með soninn Sigrún. Hann er auðvitað snillingur eins og allir þeir sem alist hafa upp á Vesturgötunni á Skaganum, ekki síst þeir sem eiga ættir að rekja til Súgandafjarðar.
Haraldur Bjarnason, 28.1.2009 kl. 07:40
Yndisleg færsla og innilega til hamingju með soninn
Auður Proppé, 28.1.2009 kl. 09:18
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 09:27
Innilega til hamingju með soninn þinn flotta.
Ía Jóhannsdóttir, 28.1.2009 kl. 09:54
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 10:32
Þakka þér fyrir þennan pistil móðir mín kær..
og bara til hamingju sjálf með þennan áfanga.
Afmælisbarnið (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:48
Við eigum þá sama afmælisdag Til hamingju með strákinn - flottur ungur maður.
, 28.1.2009 kl. 11:55
Til hamingju með drenginn Sigrún mín
Við erum ekkert að eldast er það nokkuð?
Rut Sumarliðadóttir, 28.1.2009 kl. 12:01
Mikið var þetta falleg lesning og myndarsyrpa.Til hamingju með drenginn eða manninn hahaha.Og ekki stóð á svari frá pilti
Sædís Hafsteinsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:35
Til hamingju með "litla" strákinn þinn.
M, 28.1.2009 kl. 13:46
Takk fyrir innlit og kveðjur
Dagný innilegar hamingjuóskir með þitt afmæli
Nú fer ég á kvöldvakt og ég verð að viðurkenna að það hefur verið alveg ágætt að fá hvíld frá stjórnmálaþrasinu í dag.....svona að mestu a.m.k.
Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:08
Innilega til hamingju með strákinn þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 14:49
Til hamingju Sigrún mín. við erum svo ríkar af yndislegum börnum og barnabörnum Og tímin hann líður svo hratt, við erum varla búnar snúa okkur og börnin okkar eru orðin fullorðin. Falleg færsla og flottar myndir. Góða vakt kæra. Kv til ykkar frá Noreg
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 28.1.2009 kl. 15:23
Brynja skordal, 28.1.2009 kl. 15:36
Innilega til hamingju með soninn, Sigrún mín!
Þeir hafa þá væntanlega verið saman á Leikskóla Sjúkrahússins, Ómar Daníel þinn og Snorri Örn minn.
Vona að þú eigir góða vakt!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:32
Gratúlera!
Baldur Gautur Baldursson, 28.1.2009 kl. 18:05
Innilega til hamingju!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 28.1.2009 kl. 19:10
Flottur strákur sem túátt Sigrún mín.Til hamingju med hann.
Hjartanskvedjur frá Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 28.1.2009 kl. 19:59
Til hamingju með soninn
Huld S. Ringsted, 28.1.2009 kl. 21:02
Frábærlega skrifað hjá þér og hjartanlega til hamingju með "litla" guttann þinn. Ekki skrýtið að mamman sé stolt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:07
Innilegar hamingjuóskir með daginn - myndarmaður þarna á ferð
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:38
Takk fyrir innlit og góðar kveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 00:29
flottur peyji. Til hamingju með hann. börnin eru okkar mesti auður.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:18
TIL HAMINGJU MEÐ STRÁKINN ÞINN! Yndislegar myndir og gaman að sjá mynd af ungu mömmunni!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.1.2009 kl. 14:55
Til hamingju með soninn. Þetta var ekkert of langt, ég er svona líka, þegar ég byrja að mæra syni mína get ég ekki hætt.
Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.