Leita í fréttum mbl.is

Komið mér á óvart........

og kallið til utanþingsfólk í ráðherrastöður, svo þið getið tekið þátt í væntanlegum sandkassaleik kosningabaráttunnar.

Ég er bjartsýn að eðlisfari, þó ekki hafi farið mikið fyrir þeirri bjartsýni undanfarnar vikur.  Ég hafði t.d. miklar væntingar eftir síðustu ríkisstjórnarskipti.  Ég vonaði að stór og öflugur "félagshyggjuflokkur" myndi breyta áherslum til meiri jafnaðar, sem ekki fór mikið fyrir síðustu 12 árin þar á undan.  Það gekk ekki eftir, enda breyttust allar forsendur.  Góðærið hafði horfið á braut með útrásarliðinu og skælbrosandi stjórnarherrar urðu að steingervingum, sem ekki fengu við neitt ráðið.

Það tók "þjóðina" með sinni búsáhalda byltingu nokkrar vikur að koma þessari kyrrstöðu stjórn frá.

steingr_j_ingibjorg_og_lafur.jpgNú lýtur út fyrir að ný stjórn taki við, sem einungis er ætlað að starfa í nokkra mánuði.  Ég geri mér grein fyrir að ekki er hægt að vænta mikilla breytinga á þessum stutta tíma....og þó.  Þau geta breytt um kúrs og gert margt af því sem þjóðin hefur verið að krefjast í undangengnum mótmælum.

Ég treysti því að forgangsröðun verkefna breytist.  Nú verði heimilin og lífsafkoma þeirra í forgrunni.  Sjálfstæði þjóðar er einskisvert þeim sem ekki eru matvinnungar fyrir sig og sína nánustu.

Næstu mánuðir verða litaðir af heiftugri kosningabaráttu flokkana og þeirra valdgráðugu einstaklinga, sem þar eru.  Utanþingsstjórn hefði verið góður kostur á þessari stundu og ég teldi viturlegt af væntanlegri "skammtímastjórn" að kalla til liðs menn og konur utan þingflokka til að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru, því hugur pólitíkusanna verður eðlilega bundin við komandi kosningar.

Mér verður örugglega ekki að ósk minni varðandi þetta, því pólitíkusar vilja eflaust frekar "stimpla" sig inn hjá þjóðinni, sama hvað það kostar.

nytt_ly_veldi_781712.jpgÉg bind ennþá vonir við breytingu á stjórnarskrá og að boðað verði tilstjórnlagaþings, því ég vil nýtt lýðveldi.  Minni í því sambandi á undirskriftarsöfnun:  nýtt lýðveldi

Nú lýtur út fyrir að "félagshyggjufólk" muni fá ráðherraembætti í félags- og fjármála- og forsætisráðuneyti og þá er lag:  Ég vil opinberan og viðurkenndan framfærslugrunn! ....og koma svo.

 


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skrifa undir þetta, löngu búin að skrifa undir Nýtt lýðveldi. Soldið hrædd um að allt of mikill tími fari í pr. brölt vegna kosinganna. Bíðum og vonum þar til annað kemur í ljós. Við erum enn á vaktinni.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er brýnt að halda áfram með nyttisland.is  og ekki sofna aftur á verðinum.  En það er samt einhvernveginn af manni oki létt að siðspilltasti flokkurinn skuli vera farin frá völdum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sigrún og allir hinir! Við höldum áfram að ala í brjósti vonir um sanngjarnara og réttlátara samfélag. Til þess þarf að vinna að ákveðnum breytingu. Fyrst er það hugmyndafræðin, svo er það skipulagið og síðast framkvæmdin. Ég trúi að við höfum rutt burt fyrstu hindruninni fyrir bjartari framtíð vonandi berum við gæfu til að vinna henna frekara brautargengi

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

FUSS 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 16:01

6 identicon

Mæltu heil.  Eins og ég er búinn að kommenta hjá þér. Now we are talking. Kíkkaðu á kommentið við færsluna á undan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:40

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búin að skrifa undir.
Í dag verðum við að vona það besta þó ég sé ekki bjartsýn, en verður maður ekki að gefa tækifæri.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Sammála guðrúnu,þaug verða nú að fá tækifæri,varla vilja þaug verða bauluð í burt strax.Þeim ber skylda til að gera eins og þjóðin vill,bjarga heimilinum,svo verða kosningar, þá sjáum við til hver verður kosin,svo það er um að gera að standa sig.En mín kona er að fá sinn tíma,svo þetta verður rosa spennandi tímar framundan.Er bara bjartsyn á lífið

Sædís Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:09

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jóhanna er fín - hefur allavega staðið sig vel á sínu sviði.  En Steingrímur sem fjármálaráðherra?  Ef ég ætti pening mundi ég breyta þeim í annan gjaldmiðil strax, og kaupa mér flug til útlanda, just in case.

Hann verður búinn að senda allt fé úr landi eftir nokkra daga og við borgum reikningana okkar með hrísgrjónum........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.1.2009 kl. 23:01

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2009 kl. 01:39

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir innlit og innlegg  Var á kvöldvakt, svo ég hef lítið fylgst með umræðum.  Svo fór ég bara beint í að semja afmælisfærslu fyrir son minn....svo ég kíki á ykkur á morgun

Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:54

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband