21.1.2009 | 16:58
Utanþingsstjórn strax!
Ég efast ekki um að forsætisráðherra hafi verið um og ó eftir atganginn við stjórnarráðið í dag og að hann hafi talið sér vera ógnað, þegar talsverður mannfjöldi veittist að bíl hans aftan við Stjórnarráðið í dag.
Svona er Ísland í dag. Íslenskum fjölskyldum er ógnað. Lífsviðurværið hefur verið tekið af þúsundum manna vegna þess ástands sem skapast hefur í þjóðfélaginu. Bílar þessa fólks hafa ekki verið grýttir með eggjum og tómatsósu, þeir eru einfaldlega teknir af þeim vegna vanskila. Íbúðir þessa fólks hafa ekki verið grýttar með eggjum og tómatsósu. Ó nei. Eignarhaldið er einfaldlega tekið af þeim .....en áfram skulu þeir samt borga.
Atvinnulausir Íslendingar eru ekki matvinnungar, hvað þá meira. Ógnin, sem hangið hefur yfir þjóðinni undanfarna máuði er orðin að veruleika....er ekki lengur ógn, heldur staðreynd.
97% mótmælenda hefur undanfarna mánuði mótmælt með friðsamlegum hætti. Mesta athygli hefur þó vakið þegar 1 - 3% hafa nýtt sér ástandið og skemmt dauða hluti. Ég mæli ekki með skemmdarverkum, en hvað eru þessi skemmdarverk í samanburði við þau hryðjuverk, sem framin hafa verið á þjóðinni?
Stjórnmálamenn hafa misst tökin á ástandinu, ég vil gefa þeim öllum langt frí.
Utanþingsstjórn strax!
Geir taldi sér ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Skörulega mælt hjá þér Sigrún mín! Ef ekki utanþingstjórn þá kannski minnihlutastjórn með framsókn sem lím. Nýr formaður framsóknar er að bjóðast til þess. Hvur veit????
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:03
Ég held í alvöru að Ísland þurfi umþóttunartíma, frían af þingmönnum og ráðherrum sem vinna ekki vinnuna sína. Utanþingsstjórn er góð lausn sem gefur settum óbundnum ráðherrum völd til að rétta af þjóðarskútuna. Síðan t.d. að 2 árum liðnum getum við með nýju fólki kosið til Alþingis. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl.
Baldur Gautur Baldursson, 21.1.2009 kl. 17:08
Forsætisráðherra er örugglega ekki ógnað launalega eins og þorra þjóðarinnar. Hann hefur allt sitt á þurru. Þótt laun hans hafi lækkað um 15% eru þau þó langt umfram það sem almennt gerist. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af vísitölutryggðum lánum. Það er ljóst. Burt með þenn gaur....Geir og allt þitt hyski...segið af ykkur!!!!!
Haraldur Bjarnason, 21.1.2009 kl. 17:14
Utanþingsstjórn ekki seinna en strax. Vonandi tekur Ólafur Ragnar af skarið og losar okkur við þessa óvelkomnu menn sem hafa tekið yfir Ísland og sagt okkur öllum að éta bara það sem úti frýs.
Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 17:31
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 21.1.2009 kl. 20:29
Segðu systir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 21:02
Sástu færsluna hjá Ólínu??
Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 21:09
Sigrún mín. Þetta er tapað spil hjá Geir og helv,, 'ihaldinu, sá hann í kastljósinu áðan, hann heldur enn í fyrringinguna. En nú er komið að leiðarlokum hjá þessu hyski og þeir verða neyddir til að fara frá og taka með sér forsetan í leiðinni. Hann er ekki eins saklaus eins og hann lætur í veðri vaka..Hefði verið eitthvað gagn af honum hefði hann getað sett þessa ó..stjórn af fyrir löngu síðan..Gangi þér allt í hagin ljúfan. kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 21:51
Heyr heyr!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:00
Takk fyrir innlit og innlegg
Þetta er mín staðfasta skoðun og hefur verið í nokkurn tíma. Ég sé að Framsóknarmenn eru að færa sig aðeins upp skaftið og eru víst alveg til í að vera virkir í bráðabirgða stjórnarsamstarfi við Samfó og VG...... Það hefur ekkert breyst. Völd eru völd og það er það eina sem pólitíkusar sjá.
Nýtt Ísland þarf nýja stjórnarskrá og núverandi stjórnarflokkar eru ekki að fara að breyta stjórnarskránni þannig að flokkarnir missi einhvern spón úr aski sínum, ó nei.
Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:11
Vel mælt. Hér verður ekki friður fyrr en þessi ríkisstjórn hefur sagt af sér. Og utanþingsstjórn er það sem við þurfum til að koma landinu á réttan kjöl aftur.
, 22.1.2009 kl. 00:53
Vel mælt, stjórnin riðar til falls. Núna er það bara að halda áfram að mótmæla og klára dæmið. Lifi byltingin
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:07
Sæl Sigrún.
Nú skal tala en ekki mala
um allt og ekkert og gera svo ekkert.
Uppstokkun í sjónmáli,gott mál. !
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 05:30
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 08:23
Tek heilshugar undir þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:00
Já - ég get ekki neitað því að mér finnst mér ógnað!
....og þá er ég ekki að tala um á mótmælum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.