10.1.2009 | 09:15
Ó, þjóð mín þjóð!
Skv. meðfylgjandi frétt, hangir snara um hálsinn á fyrirtækjum í landinu, sem blæðir smátt og smátt út.
Í fréttinni kemur einnig fram spá um að um 3.500 fyrirtæki stefni í þrot innan næstu 12 mánaða. Hvað ætli starfsmenn þessara fyrirtækja séu margir? Hvað ætli margir þeirra munu innan nokkurra mánaða vera komnir á atvinnuleysisbætur, sem eru að hámarki kr. 150.000.-pr. mán. Atvinnubætur eru að sjálfsögðu ekki skattfrjálsar.
Já, já, lifum með þessu, því það er ekkert við þessu að gera.....eða hvað?
Þeir sem ekki hafa nú þegar gert bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur að skyldulesningu eru hvattir til að lesa þessa færslu hennar.
"Þjóðin" mætir vonandi á Austurvöll í dag kl. 15:00
Ávörp flytja:
Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði
Fundarstjóri er Hörður Torfason.
Fyrirtæki hanga í snöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Það er ekki langt eftir - hér verður allt komið í þrot um mitt næsta ár.
Lika nýju bankarnir, fyrirtækin, fjölskyldurnar og ríkisstjóður.
ÞA (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 10:53
Blessuð Sigrún mín. Gott nýtt ár. Segi bara gangi ykkur vel þarna heima. Er með þér í huga og hjarta. Baráttukveðjur til þín, mín kæra. Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:02
Las og ætla að mæta! Vantar bara mótmælaspjald sem á stæði: MUNDU MIG - ÉG MAN ÞIG!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 11:04
Það er aðeins gullgröftur, demants- og olíuvinnsla sem geta staðið undir svona háum vöxtum.
Fólk ættu að fara kynna sér gömlu kreppulögin um kreppulánasjóð, sem sett voru þegar bændur voru að missa jarðir sínar hér á kreppuárunum. Þau geta átt við núna um fólk og fyrirtæki.
Það eru alltaf færar leiðir ef hugsunin er nógu skýr. Það þýðir ekkert að súta það þó að það verði að afskrifa fjármagn ef það er gert á skipulagðan hátt og með jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að leiðarljósi.
Atvinnufyrirtækin og framleiðslan verða að ganga svo við höfum eitthvað að selja.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 11:19
Sjáumst á Austurvelli
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:35
Hæhæ eg er ansi hrædd um land og þjóð fyrir þetta áriðÞeir fróðustu menn íslands eru allir sammála að þetta ár verði okkur íslendingum erfitt.Ætla að reyna að komast á austurvöll.vona að það fari allt friðsamlega fram,þar sem börnin mín verða með í för
Sædís Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:04
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 13:20
Takk öll fyrir innlit og innlegg
ÞA, ég held því miður að spá þín sé rétt.
Þorsteinn H. þetta er allt satt og rétt hjá þér, en þessu verður ekki breytt með núverandi valdhafa við stjórnvölinn.
Gott að heyra að þú ætlar að drífa þig Hrönn, því ég kemst því miður ekki í dag, einhver flensupest tók aftur völdin hjá mér í nótt
Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:47
þú bregst ekki frábæra kona
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:49
hrollvekjandi tilhugsun
Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2009 kl. 17:25
Það er um 55.000 skráð fyrirtæki á Íslandi, þannig að það er hægt að reikna með að það vinni 3 - 4 í hverju fyrirtæki að meðaltali.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2009 kl. 20:07
Ég er svo óheppin, ég hitti enga bloggvini á mótmælunum í gær. Ég mætti með tvær dætur mínar með mér. Fundurinn var mjög góður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.